Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 4
4 F A L K 1 N N Steindór Sigurðsson: Við lifum eitt sumar. — k LEIÐ NORÐUR í ÆFINTÝRALðND SÍLDARINNAR Dagur á Akranesi. Jeg fer að tygja mig til land- göngu. — Þarna í þorpinu, með litlu marglitu húsum innan um stóra dökkgræna fleti kartöflu- og kálgarðanna, þar býr gamall vinur minn, sem jeg lilakka til að heimsækja. — Annars er jeg ókunnugur á Akranesi. Jeg geng í hægðum mínum gegnum þorpið. Mjer finst það fremur tilkomulítið, — sviplitið, en'þó hlýtt og blítt og hjart, — vingjarnlegt eins og feiminn, dreymandi unglingur, sem hrosir framan í sólskinið. En dvöl mín í landi verður stutt. Kunningi minn er ekki heima. Hann hefir brugðið sjer til Reykjavikur um morguninn. — Jeg rölti hálf-vonsvikinn um borð aftur, og eyði því, sem eftir er af deginum, við að draga kola við skipshliðina. Veiðarfærin eru ýmist öngull eða háfur, sem jeg og þeir skipsmenn, sem taka þátt í þessari atvinnu með mjer, fá- um lánað hjá litlum drengjum úr landi. — Þetta er ágætis skemtun, og þess á milli eyði jeg tímanum við að horfa á strákana ofan úr þorpinu, sem stöðugt flykkjast niður í skipið og æða þar fram og aftur, kátir, djarfir og óstýrilátir, — troða sjer inn í hvern krók og kima og þvælast fyrir öllum og alslað- ar íneð hrópum og kölJum. Um livöldið kynnist jeg Jcá- etubúum. Jeg liefi þegar um dag- inn byrjað þessa viðkynningu við suma þeirx-a. En við Icvöidhoi’ðið lilaðið vistum Iiefst hún fyrir al- vöru. Skamt frá mjer situr stýri- maðurinn, mjer hefir orðið star- sýnt á liann fyr um daginn, alt frá því við lágum við hafnar- hakkann í Reykjavík. — Mjer finst, að svona lxafi íslendingur- inn litið út í huga Gríms Thom- sens, þegar hann kvað: „Þjettur á velli og þjettur í lund.“ — Samanrekinn, veðui'barinn sjó- víkingur. — Nú veit jeg, að þetta er gamall og valinkunnur Reyk- vikingur, togaraskipstjóri í mörg ár og sigldi íxieð skip sitt alla heimsstyrjöldina síðustu. Andlit- ið er dökkbrúnt og mjög stór- skorið. Nú er lxann nokkuð við aldur og feitur mjög, því hefir það vakið undrun mína að sjá, hve hreyfingar lians voru ljetl- ar og öruggar við vinnuna á þil- farinu. Á liafnarbakkanum liafði mjer fundist, að liann mundi tæplega sjálfbjai'ga um að kom- ast um boi'ð i skipið. Nú situr hann þarna kátur og reifur yfir kjötkássunni og hlýr hýrusvip- ur mýkir hrikalega andlitsdrætti hans. — En á liinar ákaflega hreiðu hei'ðar hans vii’ðist mjer sem skráð sje liðinna ára frægð- arsaga um óteljandi sigra í við- ureign við æðisgengið liaf og vinda. Svo er það skipstjórinn, slór- vaxinn, virðulegur maður, fá- orður, en vingjarnlegur, — alveg eins og mjer finst að skipstjórar eigi að vera við horð sitt. Og þarna kynnist jeg fyrst 1. vjelstjóra. Ungur maður, hár og grannur, fölleitur í andliii, stilli- legur í framkomu og svo prúð- mannlegur í fasi og viðmóti, að manni finst, að hann gæli verið alinn upp í veislusölum. Síðar i þessu ferðalagi myndast með okkur kunningsskapur, sem var- ir enn. Annar vjelstjóri er kátur og fjörugur karl, sem jeg hefi sjeð þeytast um gólfið í „Guttó“ á „görnlu dönsunum“, — löður- sveittan og Ijómandi af ánægju Alt eru þetta Reykvikingar. Það er hann líka, kyndarinn, sem gefið liafði sig á tal við mig á leiðinni. Hann hefir stund- að með mjer kolaveiðarnar af miklu kappi um daginn, iðandi af lífsfjöri og áliuga. Hvar sem liann kernur á skipinu fylgir honum kátína og glaðværð. Svo líður þetta kvöld. Sumir fara í land til að „lyfla sjer upp“; — aðrir ganga tímanlega lil livílu. Jeg fylgi dæmi þeirra og „skríð í kojuna“ saddur og sæll.... — Næsta morgun vakna jeg við liróp og köll. Yinnan við fram skipunina er byrjuð á ný, en jeg tek lifinu rólega; ligg og les langt fram á morgun. Þegar jeg svo um síðir kem upp á þilfarið, blasir við mjer sama sjónin og daginn áður. Glampandi logn og glaðasólslcin, — masandi og hlæjandi iða af starfsglöðu fólki, og skellandi mótorbátar, sem koma og fara. Jeg dreg að mjer morgunloftið í löngum teygum og sest upp á bátadekk til að viðra mig í sólskininu. Alt í einu hrekk jeg upp. Ein- hversstaðar neðan úr iðrum skipsins stígur geysilega há og' skær söngrödd, — stígur hærra og hærra upp í háloftið og sól- skinið. Sumt af fólkinu i vinn- unni, sleppir saltfiskunum úr

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.