Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Mark Hellinger: ÆTTARDRAMB AÐ var komið langt frani á lianst, og stormurinn feykti visnuðu laufinu í óðum dansi eftir götunni. í miðri götunni voru nokkrir drengir að leika sjer að fótbolta. Þeir öskruðu og flugust á. Tveir sótugir karlar stóðu við vagn og voru að af- ferma síðustu kolapokana. Neðan frá stöðinni komu tveir miðaldra menn gangandi. Annar þeirra, sá sem gekk nær akbrau t- inni, var heldur lítill vexti. Hann hafði kringlótt andlit, sem átti auðvelt með að brosa. Strax og maður sá þennan mann, varð manni Ijóst, að þessi maður var góður að eiga að vini. Maður gal sjer til, að ef bann ætti börn, þá mundu þau halda framúr- skarandi upp á hann. Hinn maðurinn var í bærra lagi og hreyfði sig með vissum virðuleik. Hann var þó iíka besta skinn að sjá, en bar ineð sjer að hann hafði áhyggjur. Hann var sjerfræðingur í áliyggjum. Ef hann elcki hafði neinar, þá hjó hann sjer þær til. Hann var af þeirri tegundinni, sem ergja sig yfir því i þrjá daga, ef skrif- stofustjórinn glevmir að hjóða góðan dag. Ekkert slæniur liiaðiir, en maður, sfem elskaði áhyggjur. Þessir tveir menn voru gamlir vinir. Þeir liöfðu búið i sama húsi fyi'ir tuttugu og sjö árum. Þá liöfðu þeir kynst. Og þá höfðu þeir þekt fátækt og mótlæti. Kon- ur þeirra höfðu verið vinkonur, gert hvor annari smágreiða og hjálpað hvor annari þegar börn- in voru að koina. Þessar tvær fjölskyldur voru þannig gamlir kunningjar, og þó höfðu þær ekki sjest síðast- liðin tíu ár. Nú liöfðu þessir tvfeir hitst á hrautarstöðinni af tilvilj- un, og nú reyndu þeir í samræð- um sínum að brúa þessi tíu ár. rf- Já, sagði litli maðurinn, konan mín og jeg fluttum liing- að fyrir þrem vikum. Það er merkilegt, að við skulum ekki hafa rekist á fyrr. He.fi r þú búið lijerna iengi, Joe? í tvö ár, svaraði hái maður- inn. í desember verða það tvö ár. Mildred og jeg eigiuii dálítið liús á Einfeld Boulevard. Hafið þið keypt hús, spurði litli maðurinn með aðdáun í röddinni. Það var svei mjer þá myndarlegt, Joe. Stella og jeg höfum aldrei komist svo liátt að eignast Iiús, — annars hefir okk- ur nú gengið vel þessi síðustu ár. Þú verður að bjóða okkur að koma og líta á höllina við tæki- færi. Joe kinkaði kolli: - Já, það geturðu reitt þig á. Mildred verður himinjifandi við að sjá þig og Stellu aftur. Þú getur ekki imyndað þjer hve oft við höfum talað um ykkur. Hann þagnaði sem snöggvast. — Við höfum nú annars eignast marga góða kunningja hjer, Frank. Og við eigum peninga á banka, liúsið er þegar borgað og við höfum híl og stóran garð . . — Það er naumast, sagði Frank, öldungis hiessa. -t- Og livernig líður dóttur þinni, Anna- hell hjet lnin? Joe snarstansaði. Hann lagði hendina á öxlina á vini sínum. — Heyrðu Frank, sagði hann lireinskilningslega. — Gerðu það fyrir mig, að nefna aldrei lienn- ar nafn, hinir nýju vinir okkar þekkja hana ekki, og Mildred og mjer finst, að það komi þeim heldur ekki við, skilurðu? — Já, auðvitað, sagði Frank. Jeg skal muna eftir að segja Stellu frá því áður en við kom- um til ykkar. Jú, jeg skil. Þeir gengu áfram. Frank var nokkurnveginn ljóst hvernig mál- ið horfði við. Hann mintisí þess, að Annahella hafði hlaupist að heiman sem ung stúlka, með ein- hverjum gömlum miljónamær- ing. Blöðin höfðu skrifað eitt- hvað um það —1- „ung skrifstofu- stúlka giftist gömlum miljóna- mæring“, og yfirskriftir af líku tagi. Joe og Mildred höfðu tekið sjer það mjög nærri, og hið fyrsta, sem þau höfðu gert, var að fyrirbjóða Annahellu að stíga nokkru sinni fæti sinum í þeirra hús framar. Það sem hún liafði gert var ófyrirgefanlegt, ósain- rýmaiilegt ættarstolti Joes gamla. Alt í einu tók Joe til máls aftur: — Það ætti nú ekkert að gera til þó að jeg talaði um það við þig, Frank. — Eftir að Annabella var lilaupin frá okkur, leið okk- ur Mildred afleitlega. Alt gekk á afturfótunuin fyrir okkur. Fyrir jólin varð jeg atvinnulaus, og hús éigandinn vildi ekki hlusta á fleiri afsakanir. Hann ætlaði að henda okkur út, sagði hann. En daginn fyrir jóladag þá kom brjfef frá Annahellu, og i hrjef- inu var ávísun, og þú getur rjett reitt þig á, að það voru peningar, sem komu í góðar þarí'ir. Við horguðum alla þá húsaleigu, sem við skulduðum og jeg fór úl og keypti stóra gæs! Frank vissi ekki hvað segja skyldi. — Það .... það var svei mjer gott, sagði hann. — Já, sagði Joe, en lierra minn trúr, það er nú til fólk, sem ekki þarf að horfa í peningana .... reyndar stóð ekki þessi dýrð lengi. Mánuði seinna var alt orð- ið öfugt aftur. Mildred var lasin og þurfti á læknishjálp að lialda, og jeg leitaði að vinnu þar til mjer lá við að ganga af göflun- um. En einmitt þegar alt var sem svartast, þá lcom aftur ávísun frá Annahellu. Þá gat nú verið, að jeg tæki mig saman! Jeg horg- aði alla reikningana okkar og kom Mildred til læknis. Hann talaði við mig undir fjögur augu og sagði mjer hreinlega, af ef Mildred yrði ekki skorin upp, þá mundi hún verða blind. — Hvaða voði! sagði Frank í meðaumkunartón. — En hvað gerðir þú þá? — Já, hvað gat jeg gert? spurði Joe. — Uppskurðurinn kostaði sjö hundruð dollara, og jeg átti ekki sjö hundruð cent! Jeg lá vakandi i rúminu og vissi ekkert hvert jeg ætti að snúa mjer. En þá var það, á afmælisdegi Mild- red, að aftur kom ávísun frá Annabellu. Þúsund dollara ávís- un. Ó, mjer lá við gráti þá. Jeg ætlaði varla að trúa því. .Teg sat víst í heilan ldukkutíma og hara góndi á ávísunina. Hún gerði líka sitt gagn. Mildred var skorin upp, og augun í henni eru svo gott sem ný nú. Auðvitað verð- ur hún að ganga með gleraugu, en livað gerir það? Mjer þykir vænt um að lieyra það, .Toe, sagði litli maður- inn. — Mildred er góð kona. -— Já, það er bæði vist og satt, sagði Joe. — Nú, eftir þetta fóru ávísanirnar að koma reglulega frá Annabellu, og það endaði með því að jeg liætti að leita eftir vinnu. Jeg hef raunar ekki unnið neitt síðan — ef satt skal segja. Annabella sendir oklcur 500 dollara á mánuði og það er nóg fyrir okkar smávægilegu þarfir. Þær upphæðir, sem Joe hafði nefnt, liljómuðu næstum ótrú- lega í eyrum Franks. Hann glenti augun upp á vin sinn. — .Tú, jú, sagði Joe, — við gát- um keypt húsið og okkur líður prýðilega. Við förum vestur að hafi á liverju sumri, og i fyrra fórum við til Evrópu .... Þeir staðnæmdust á götuhorni. — .Tæja Joe, sagði Frank. — Það gleður mig að heyra, að þjer gengur svo vel, og þakka þjer fyrir að þú sagðir mjer hvernig i öllu lá. Við Stella skulum gæta þess að minnast ekki á Annahellu þeg'ar við komum til ykkar. Segðu mjer eitt .... kemur Annabella ekki og lítur til vkkar einstöku sinnum? .Toe rjeltist upp: — Hvað meinarðu maður? sagði hann hnej'kslaður. Það mundum við Mildred aldrei þola! Við skrifum lienni ekki einu sinni. Eftir þá hegðun, sem hún levfði sjer á sínum tíma þegar hún hljóp burt með þessum ríka karli .... eftir slíka fádæma óhlýðni, þá höfum við altaf skoð- að hana sem dauða og grafna! Segulmögnuðu sprengjurnar, sem Þjóðverjar nota, ollu mönnum mikl- um óhug i fyrstu, en nú segjast Bretar hafa fundið upp ráð við þeim. Hjer sjest Georg Englakon- ungur vera að skoða eina slíka sprenaiu. DUFLIÐ SPRINGUR. Þessi mynd sýnir að það er eng- inn smáræðis kraftur, sem liggur fólginn i tundúrskeytunum. Takið eftir skipunum, sem sjást til ldiðar. SANDPOKAR sjást nú víða í borgum í Evrópu, meira að segja hjer i Reykjavík. En myndin sýnir, hvernig sandpoka- dyngjurnar í Viborg litu út í finsk- rússneska stríðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.