Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Norður í æfintýralönd .... Frh. af bls. .5. liaukhvössuni sjónum yfir haf- flötinn, en árangurslaust. Við liöldum fyrir Horn og inn á Húnaflóa. Blíðveðrið helst stöð- ugt, en síldin felur sig í djúpinu, þrátt fyrir allar óskir og bænir, sem stíga upp frá islenska fiski- flotanum, sem nú sveimar fyrir ströndum Norðurlandsins. „Huginn“ leitar lengra og lengra norður og austur, óra- veg út i hafsauga, fram fyrir all- an flotann. Svo færir hann sig aftur upp undir landið. Dagarnir hafa liðið tilbreyting- arlaust, en ánægjulega. Blátt eða sólglitað haf svo langt, sem aug- að eygir, — endalaus þögul víð- átta, sem færir frið i sál manns. Engar búksorgir, —- engar á- hvggjur frá degi til dags. Hið liðna verður fjarlægur klukkna- hljómur, — dimmur deyjandi ómur, en framtiðin óráðið æfin- týri. Og þó að jeg viti, að hugur annara skipverja er órórri, — liugur þeirra, sem eiga afkomu sína og sinna, næsta ár, undir síldveiðinni þetta sumar, — þá ber enginn það utan á sjer. Um alt skipið hljómar glaðværð og gáski. — Brosandi, veðurbarin andlit mæta manni alstaðar. Það er eins og allir kinki kolli liver framan í annan og segi: „O, þetta lagast .... og mikil er l)lessuð blíðan.“ Svo er það einn síðari hluta dags, þegar fyrstu bláskuggarn- ir eru að vefja sig um fjalla- hringinn, að við erum staddir norður undir Grímsey. — Þarna vaggar hún sjer fram- undan á dimmbláum haffletin- um, eins og risavaxinn, dökkur töfrafugl. Áköf löngun gripur mig til að heimsækja fornar slóðir mínar þar. Jeg færi þetta í tal við skipstjórann, sem tekur elskulega undir mál mitt. Og augnabliki síðar ristir Huginn á fullu stími í dökka sjávarsljetl- una áleiðis til hinnar nyrstu ís- lensku bygðar. Svo rennum við upp á víkina, sem var aðal-lendingarstaður eyjarinnar. Þar er nú verið að byggja hafskipabryggju. .Teg stend á þilfarinu og horfi á dökkgræn túnin, sem breiða sig eftir öllum bökkunum að vest- anverðu. Kvöldrökkrið er að fær- ast yfir þau. Umhverfis litlu húsaþyrpinguna niður í Víkinni, hafa skuggarnir þegar hreiðrað um sig og fyrir ofan túnin og bæjaröðina teygja gulgrænar hæðarnar sig upp í blárökkrið. — En yfir vikinni og umhverfis skipið okkar sveima máfar og kríur og ritur í flokkum og loft- ið hrannast af friðlausu gargi þeirra .... — Stundu síðar stend jeg i fjörunni og heilsa nokkrum fornkunningjum. — Þá fæ jeg að vita, að það fellur ferð frá HAAG-ÐÓMSTÓLLINN. Ekkerl hefir mannkynið líklega þráð heitar en það, að eilífur frið- ur gæti haldist. Og márgir hafa ver- ið svo bjartsýnir, að halda að stund- in væri komin; -þegar síðasta stríðs- vitfirring var liðin hjá, hjeldu þeir, að nú gæti það ekki átt sjer stað framar, að mannkynið yrði svo ó- viturt að steypa sjer að nýju út i óskapaæði styrjaldanna. En altaf hafa ný jel riðið yfir. Aldrei virðast þjóðirnar ætla að vitkast, hvað því viðvíkur, og altaf er hægl að finna nýjar ástæður fyrir því að heyja stríð. — Eftir síðustu heimsstyrjöld hafa þeir sennilega verið margir, sem trúðu því statt og stöðugt, að nú myndi sigur friðarins í heimin- um trygður um ókomnar aldir. Og satt er það, að aldrei hefir eins mik- ið verið gert lil þess að tryggja frið þjóða milli, og i biii varð nokkur árangur af því starfi. Margar og miklar vonir voru tengdar við Þjóða- bandalagið, en svo fór, að það reynd- ist blekking ein, að það væri þess umkomið að fyrirbyggja ófrið til lengdar, eins og nú svo áþreifan- lega er komið á daginn. Sama er að segja um dómstólinn í Haag. Þó voru ýmsar smærri millilandadeilur út- lcljáðar á friðsamlegan hátt fyrir þeim dómstóli. Má l. d. minna á deilu Dana og Norðmanna um Aust- ur-Grænland, enda var þar um frið- samar menningarþjóðir að ræða. Myndin lijer að ofan er af Haag- dómstóinum að starfi. — Eru það fimmtán dómarar, og sá, sem situr í miðju, er Ameríkumaðurinn Kell- ogg, sem margir munu kannast við. eynni til Akureyrar eftir næsta sólarhring. Jeg ákveð þvi að kveðja lijer „Hugin“ og fjelagana, sem jeg hefi eignast þar....... „Að heilsast og kveðjast, það er lifsins saga“. En það er angurværð i liug minum, þegar jeg kveð. Og jeg geng hljóður við lilið minna fornu fjelaga upp úr víkinni. — -— Og þó finn jeg einhvern fögnuð streyma um mig eins og ávalt, þegar jeg stig á land í þessari ey, sem svo margar vorbjartar endurminningar eru bundnar við. — .Teg hefi veifað til skipsfjelag- anna og við höfum ákveðið að hittast á Siglufirði síðar um sum- arið. En þetta átti þó að ske fyr. Því að þegar jeg vaknaði næsta morgun og flýtti injer út i sól- skinið, sá jeg hvar „Huginn“ vaggaði sjer enn á víkinni og neðan úr fjörunni komu nokkrir glaðværir náungar „frá borði“ á móti mjer. Yið áttum eftir að dvelja saman einn sólskinsdag í Grimsey. En það er önnur saga. Steindór Sigurðsson. Egils ávaxtadrykkir / hergagnaverksmiðjum stríðslandanna cr nú unnið dag og nóli, og hefir framleiðslan margfaldast síðustu mán- uði. Myndin sýnir nokkrar loftvarnahyssur, sem verið er að Ijúka við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.