Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka doga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: ~ Anton Schjötsgade 14. Blaöið kemur út livern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Sjálfsagt hafið þig inörg verið á siglingu meðfram ströndum íslands að haustlagi. Þið hafið sjeð hrikaleg fjöli gnæfa yfir kröppum fjörðum, særokið hefir 'drifið um loau, en hausthretin liafa verið að dreifa fyrstu snjóunum um koll þeirra. Og við fætur þeirra brýtur brimið enda- laust á banvænum blindskerjum. En i vogum og skörðum milli fjallanna húka einmanalegir sveita- bæir og fiskiþorp, sem virðast ennþá umkomuminni vegna hins ómilda umhverfis, vegna liinnar stórskornu náttúru. Og víða er það auðsjeð, að lijer hefir fátæktin legið í landi, að oft hefir lífsbjörgin verið dregin með erfiðleikum úr skauti náttúr- unnar. Og þegar þú stendur þarna á þil- fari strandferðaskipsins og horfir til lands fer ef til vill liálfgerður hroll- ur um þig, þjer ofbýður, hve ættland þitt er hrjóstugt. Þú prisar þig sæl- an að ciga ekki heima í slíkri harð- balabyggð og l)ú hraðar þjer i lilýj- una undir þiljum. En hefirðu þá nokkurntima tekið eftir því, að þú finnur ekki til sömu tilfinningar gagnvart bygðarlaginu, sem þú ert uppalinn í eða átl heima í, enda þótt það sje injög áþekt þess- um bygðarlögum og þorpum, sem þjer finst svo ósköp umkomulítil, köld og afskekt. Nei, heima hjó mjer er alt öðruvísi, liugsar þú. Þar er miklu hlýlegra og ánægjulegra. En þegar nánar er að gætt þá er það e. t. v. alls ekki margt, sem að- skilur þessa staði. Og'komir þú á eitt þessara afskektu og fátæklegu bygðarlaga eða þorpa og dveljist þar nokkurn tíma þá fer ýmislegt að koma fram, sem gerir þjer skiljan- legt, hversvegna fólk getur búið þarna, því að það var þá kanske ráðgáta, í fyrstu meðan þú varst blá- ókunnugur. Einn góðan sumardag finnur þú, að það getur bæði verið lilýtt og bjart í hinum kröppu og hrjóstugu fjörðum. Bráðlega finnur þú iíka, að fólkið getur verið við- kunnanlegt og hlýlegt í viðmóti. Og þessi afskekta og fámenna sveit á sjer langa og fjölskrúðuga sögu. Gömlu mennirnir benda þjer á ýmsa staði og segja þjer kafla úr íslend- ingasögum, sem við þá eru tengdir. Á litla lcirkjustaðnum við fjarðar- botninn bjó e. t. v. frægt sólmaskáld fyr á öldum. í hellinum þarna uppi í fjallinu bjó útlagi til forna og und- ir fjallsrótunum eru enn rústir af verbúðum þar sem afar og langafar núlifandi fólksins sóttu sjó og unnu hreystiverk. Fyr en varir ert þú búinn að Jón Sigurðsson, forseti, höggmynd gfir inngangsdyrum i Háskólabókasafnið. í BÓKASAFNI HÁSKÓLANS í dag' verður bókasafnið í hinni nýju Háskólabyggingu opnað til afnota fyrir stúdenta. Háskóli íslands er nú fluttur í hin En i einni álmu hins fagra menta- veglegu hibýli sin. Iláreistar hvelf- musteris ríkir stöðugt kyrð og ró. ingar og víðir salir óma nú þegar Þar er bókasafnið. Þar svífur andi af röddum og fótataki ungs fólks, rólegrar íhygli* og fræðimensku yfir sem gengur þar að námi virðulegra fölgrænum lestrarborðum og iöngum Finnur Jónsson, prófessor, högg- mynd í bókasafni Háskólans. Finn- ur gaf Háskólanum bókasafn sitt. Dr. Bepedikt S. Þórurinsson. Hann gaf Haskólanum bókasafn sitt, sem cr mikið og gott. vísindagreina. Æskunni fylgir jafnan fjör og gleðiraddir. drekka í þig anda hjeraðsins, ef svo mætti taka til orða. Þjer i'inst margt vcra svipað og i átthögum þínum, og þig liættir að furða á því, að fólk- ið vill eiga þarna heima. Og næst þegar þú ferð þarna um, lítur þú öðrum augum á sveitina eða þorpið. Þjer finst það ekki eins kuldalegt, hrjóstugt og afskekt og þjer fanst í fyrstu. Mörg byggðin á íslandi og margt þorpið er óaðlaðandi og fráhrind- andi við fyrstu sýn. En „svipurinn hýrnar þjer sýnast þau frið í syngjandi snjótitlings vornætur kvæði“, þegar kynningin við fólkið og byggð eykst. bókaröðum. Frammi í forsalnum, yfir dyrunum inn í safnið, blasir við brjóstmynd Jóns forseta, hins óþreytandi vísindamanns i norræn- um fræðum. Háskólabókasafnið verður opnað í dag fyrir stúdenta, og mun rektor flytja ræðu við það tækifæri. Ilefsl sú athöfn kl. 11 f. hád. Fyrir skömmu fór jeg út í Há- skóla að líta á bókasafnið og hafði tal af bókaverði, dr. Einari ól. Sveinssyni. Hann var önnum kafinn við niðurskipun safnsins, og stóðu háir bókahlaðar alt umhverfis hann. Eru þetta miklir annádagar fyrir dr. Einar, Jiví að það er ærið starf að koma öllum l)essum bókafjölda fyrir, skrásetja og raða, ’bræða öll smá- söfn Háskólans í eina heild. Bókavörður fylgdi mjer nú um salarkynni safnsins og veitti mjer ýmsa fræðslu um það. Úr forsal er gengið inn í lestrar- sal. Er hann ekki stór, en þægilegur, sæti fyrir 32, lampi við hvert sæti. Úr lestrarsal er gengið inn í annan smærri sal. Er hann ætlaður þeim, sem fást við vísindastörf að stað- aldri, vinna að löngum ritgerðum o. þ. h. og vilja þvi draga sig út úr skarkala heimsins. Úr lestrarsal er lika gengið inn í bókageymslurnar. Standa 'þar bóka- hillur á tveimur hæðum, en inst er safni dr. Benedikts Þórarinssonar ætlað rúm, í sjerstöku lierbergi, en það'safn er enn eigi komið á sinn stað, en það verður þó bráðlega. Safninu er skipað í ýmsar deildir eftir efni, standa þar lögfræði, guð- fræði, læknisfræði o. fl., hver í deild út af fyrir sig. Og að sjálfsögðu skipa norræn fræðí veglegan sess i þessu safni. — Hverjar eru helstu bókagjafirn- ar, sem Háskólanum hafa borist? spyr jeg bókavörðinn, dr. 'Einar Ól. Sveinsson. — Stærstu og merkustu bókagjaf- irilar, segir bókavörður, 'eru auðvit- að söfn þeirra doklors Benedikts Þórarinssongr og Finns prófessors Jónssonar. En auk þeirra hefir Há- skólanum hlotirast margt góðra gjafa. Má til dæmis nefna bækur Arvid Johansons, prófessors .i Mancliester, sem flestar fjalla um samanburðar- málfræði, svo og bækur S.r Thor- modsæter, norsks prests. Guðfræði- deild fjekk líka bækur sr. Friðriks Bergmanns. — Nokkuð er hjer fágætra bóka, sagði bókavörður ennfremur, en hitt er meira um vert, liversu vísindalegt safnið er i heild sinni. Síðan sýndi dr. Einar mjer sæmi- Iegt eintak, sem safnið á af ‘Guð- hrandsbiblíu. Á skrifuðu blaði fremst í bókinni standa þessi orð: Þessa Biblíu Hver að er í ivær bækur Innbundnar hefi eg undir- skrifaður látið uppbinda og endur- nýa með Kostnaði og erfiði, þar bókin var nær því óbindandi vegna fúa og forrotnunar hvar upp á jeg hefi kostað vel 70 al. á landsvísu. Tii merkis mitt nafn að Grímstungu t Vatnsdal þann 13da May Anno 1726. Hallur Ólafsson. Síðar kom bókin í eign fræði- mannsins Jóns Bjarnasonar i Þór- ormstungu, en eftir hans daga var hún fengin lijá erfingjum hans og flutt til Reykjavíkur árið 1870. 1 Háskólabókasafninu eru niþ um 35.000 bindi. Eins og áður gat um er brjóstlikan Jóns Sigurðssonar yfir inngöngudyr- um í safnið. En yfir sömu dyrum, að innanverðu er brjóstmynd af Finni prófesor Jónssyni, og inst í enda bókaskemmunnar, fyrir gafli, er loks mynd af dr. Benedikt Þór- arinssyni. Yel væri ef mentaandi þessara þriggja manna ríkti jafnan skýlaust innan veggja háskólabóka- safnsins. Þá munu þaðan koma margir gagnmentaðir menn, sann- " leikselskir og þjóðhollir vísindamenn. Dr. Einar Ól. Sveinsson, bókavörð- ur Háskóla Íslands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.