Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Sænska kvenfólkið iðkar flestar sömu íþróttir og karlmenn og eru meistaranafnbætur veittar fyrir bestu afrek i þessum íþróttum, bæði í flokkum :kvenna og karla. Hjer á myndinni að ofan sjest tíu kílómetra kappganga sænskra kvenna um sænsku kvenmeistaranafnbótina. ár, fyrir að hafa selt gistihúsi í París falsaða ávísun. — Var þaS líka út af kvenmanni? ----- Já. — Já. — Hefir þú nokkurntíma verið kvæntúr? — Nei, jeg hefi fengið mig full- saddan af kvenfólkinu. Rússinn sat og starði út í bláinn. Augun voru daufleg og úr þeim varð ekkert lesið. — Við erum vinir þínir samt, sagði hann loksins. — Jeg fer sjálf- ur í kaupstaðinn. Það er jeg, sem ræð hjerna. Saunt var í veiði allan daginn. Hann konf ekki heim fyr en eftir að dimt var orðið. Gamli maðurinn sat við ofninn og reykti pípu sina. Hann brosti til Saunts þegar hann kom inn i stofuna, en sagði ekki neitt. Dagarnir fikruðust áfram. Saunt vissi ekki, hvað gamli maðurinn liafði sagt dóttur sinni. En hann átti eftir að verða þess vísari með raunalegu móti. Þegar gamli maðurinn bjóst til að fara í kaupstaðinn næst, sagði hann Saunt frá áformum sínum. Það voru fimm mánuðir siðan Saunt hafði flúið úr námunni og þeir höfðu hvorki heyrt lögregluna nje sjeð. Gamli maðurinn ætlaði að selja varning sinn fyrir peninga út í hönd í þetta skifti, og fara svo i námuna og vita hvernig i öllu lagi og koma síðan heim daginn eftir. Saunt reyndi til að fá, hann ofan af þessu. — Það verðurðu auðvitað að "gera ef til þess kemur, sagði Rússinn. En við Martushka viljum ekki vera án þin. Vertu sæll, vinur! Saunt forðaðist ungu stúlkuna. Hann var lengst af deginum uppi í skógi og kom ekki heim fyr en undir kvöldverð. Hún tók á móti honum brosandi. Hann tók báðum höndum mjúkt um kinnar henni, en varaðist að horfa í augun á henni. Svo benti hann á svefnlierbergis- dyrnar hennar. — Lofðu mjer að vera einum, sagði hann. — Góða nótt! DÓNDI kom lilaupandi út úr skóg- inum kvöldið eftir. Hann sagði, að gamli Rússinn lægi nær með- vitundarlaus uppi í skógi, uppi und- ir fjallsrótum. Þau fóru með bónd- anum — gamli maðurinn hafði ver- ið stunginn á hol með hnífi, aftan frá, og peningunum, sem hann liafði haft meðferðis, hafði verið stolið. Hann var í andarslitrunum og þau gátu ekki bjargað lionum. Þau sátu hjá honum þangað til hann var skilinn við. Rjett áður en hann tók andvörpin sagði hann. —• Við Martushka erum vinir þínir. Hann hafði verið i námunum og var rjett kominn heim. Martushka sagði ekki neitt. Hún horfði á andlit látins föður sins og tárin hrutu niður kinnarnar. Þau grófu hann bak við bæinn, sem hann hafði sjálfur bygt, og gerðu ofurlítinn hrauk á gröfinni að kínverskum sið og skreyttu hana með pappírsræmum, sem blöktu í andvaranum. Martushka hjálpaði honum við þetta, án þess að láta bugast. Saunt hafði afráðið, hvað hann skyldi gera. Þau höfðu reynst trygg- ir vinir og liann var ákveðinn í, hvað gera skyldi. Þegar þau komu inn í bæinn aft- ur, reyndi hann að útskýra fyrir lienni áform sitt. Hann taiaði við hana á einkennilegum blendingi úr ensku og frönsku, sem hún hafði nolckurnveginn lært að skilja. Hann útskýrði fyrir henni, að hún ætti að fara til Muchwang og leita uppi enska konsúlinn þar, og þar mundi hann liitta hana. Hann gæti ekki orðið henni samferða, þvi að allir, sem kæmu inn í bæinn væru rannsakaðir vandlega af varðmönn- unum, og þeir mundu ekki sleppa honum inn í bæinn. Hann yrði að laumast leynigötur inn í bæinn, að næturþeli. Svo ljetu þau konsúlinn gefa sig saman og síðan færu þau til San Francisco. Hún yrði að taka saman dótið sitt og ferðbúa sig undir eins .... Saunt hafði ekki augun af henni meðan hún var að taka dótið sitt saman. Hann vissi, að enski konsúll- inn átti góða og hjálpsama konu, sem mundi láta sjer ant um Mart- ushku. Hún mundi segja henni af manninum, sem ætlaði að koma og giftast henni. Líklega mundu þau senda mann upp i kofann, en liann mundi ekki finna neitt, ekki einu sinni likið hans, því að Saunt hafði íhugað ráð sin vel. Konsúllinn hafði verið í Cambridge með Saunt, og hann langaði ekkert til að lála þenn an gamla fjelaga sinn þekkja sig aftur. Martushka horfði á hann og það var tilbeiðsla i augunum. — Við sjáumst á morgun, sagði hann ljúgandi og kysti hana inni- lega. Hann fylgdi henni upp að skógarjaðrinum, en sneri svo við, heim að tóinum kofanum. Það greip hann einhver óskiljan- leg ókyrð þarna í kofanum, sem hún hafði alist upp frá bernsku. Hann hafði staðráðið að svifta sig lífi, svo að það var tilgangslaust að pína sig á einverunni þarna í kof- anum. Skammbyssan, báturinn og liungi steinninn — alt var til reiðu, en hann gat ekki slitið sig burt úr kofanum. Hjer hafði’ hann fundið sjálfan sig í fyrsta skifti á æfinni — uppgötvað, að jiað voru þó taugar til í honum ennþá. Það var orðið dimt og enn var hann í stofunni, þuklaði á þvi, seni hún liafði snert á og reyndi að sjá lífið frá hennar sjónarmiði. Loks af- rjeð hann að lifa eina nótt enn. Og hann svaf eins og steinn um nótt- ina. C ÓLIN var komin hátt á loft þeg- ar hann vaknaði við, að hendi var stutt á öxlina á honum. Hann spratt upp og lijartað ætlaði að springa af angist er hann sá, að tveir menn stóðu við rúmið. — Þetta er Saunt, það er ekki um að villast, sagði sá yngri. Saunt vatt sjer fram úr rúminu og fór að klæða sig. Þetta voru ekki lögreglumenn, að minsta kosti ekki sá yngri, þvi að hann var Mat Rogers, flutningsmaður hjá námu- fjelaginu. Hann reyndi að átta sig á jiessu, en ]>að var ómögulegt -— 'honum kom það eitt i liug, að mikil lieppni væri það, að Martushk i skyldi vera farin. — Þjer vitið vist, að það hefir verið leituð að yður dauðaleit í marga mánuði, sagði sá eldri. — Jeg skal koma með ykkur orða- laust, sagði Saunt. — Þessi kona — frú Duquesne — — — Var það ekki það, sem jeg hjelt, sagði Rogers kampakátur. — Jeg sagði, að Saunt mundi hafa flú- ið undan kerlingargerpinu, jiví að hann liafði engin frið fyrir henni. — Jeg skil ekki, hvað þið eruð að tala um, sagði Saunt. — Þjer skuluð spara yður allar áhyggjur, kunningi, sagði Rogers og brosti. Frú Duquesne er farin heim til Belgíu. Hún datt af hestbaki eða niður stiga rjett eftir að þjer voruð horfinn. Að minsta kosti sagði mað- urinn hennar það. Svo var hún hjá okkur hálfan mánuð með glóðarauga og hálfsnúin úr hálsliðnum. Og svo sendi maðurinn hennar hana lieim. Saunt góndi á Rogers eins og sauður. • — Hver sagði ykkur, að jeg væri hjerna? spurði hann. .—Við fundum nokkrar Hnur, sem við þektum rithöndina yðar á — hjá stúlku, sem var leitað á í Muchwang. Og miðinn var gamall merkiseðill frá námunum. Það var stutt, en nægði samt. Við urðum að skoða seðilinn, en stelpan ætlaði að klóra úr okkur augun á meðan .... Saunt tók við miðanum, sem eldri maðurinn rjetti honum. Það kom kökkur í liálsinn á honum og liann var skjálfraddaður, er hann spurði: — Hvar er hún núna? — Hjerna úti í bifreiðinni, svaraði Rogers. — Hvað ætlið þjer fyrir yður? — Við förum til Muchwang með ykkur, ef þið viljið lofa okkur að vera samferða. Konsúllinn þar á að — -— gefa okkur saman. Hann ]iagn- aði um stund til að reyna að ná valdi á lilfinningum sínum. — Biðjið — biðjið hana um, að koma inn sem snöggvast. Hann var einn í stofunni, þegar liann heyrði ljett fótatak hennar inn gólfið. — Martushka! sagði hann lágt. Og meðan liann hjelt henni i faðini sjer, þá flaug í liug honum, að liún hefði farið og leitað uppi miðann, sem hann hafði þeytt út í loftið kvöldið góða — hún hafði geymt hann eins og dýrmæta eign. Hún hafði skilið það, sem hann sagði, og fylgt ráðum lians. Og miðinn liafði sameinað þau aftur. Viskumolar Eftir Oscar Wilde. Nautnin er það eina, sem við eig- um að lifa fyrir. Ekkert eldist fyr en hamingjan. Það eru aðeins smásálirnar, sem þekkja sjálfa sig. Sannindi hætta að vera sannindi, þegar fleiri en ein manneskja trúir þeim. Við próf spyrja fíflin um fleira en vitringarnir geta svarað. Gamalt fólk trúir öllu, miðaldra íólk tortryggir alt, ungt fólk veit alt. Að elska sjálfan sig er upphaf skáldsögu, sem endist æfina út. IVIVfVIV/V Ættingjar eru leiðindahyski, sem ekki hefir minstu hugmynd um, hvernig það á að lifa og lieldur ekki snefil af skilningi um það, livenær það á að deyja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.