Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Leyndardómar »■- "■ MATSÖLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. sjaldan fyr en fimm mínútum fyrir morg- unmat.“ „Jeg er ekkert sjerstaklega vel upp alin þegar um cocktaila er að ræða,“ sagði Frida Medlincott, „Jeg þigg þá altaf þegar mjer bjóðast þeir.“ „Þjer sögðust vera í atvinnuleit," sagði liann. „Við hvað fáist þjer. Jeg lijelt, að þjer ynnuð við blað.“ Hún liristi höfuðið. „Jeg hefi leikið í eins- konar söngleikjum og stundum fengið góð hlutverk. En nú virðist sú dýrð vera úti.“ Hann nam staðar utan við lítið, viðfeld- ið veitingahús og þar ýtti liann henni inn fyrir dyrnar. Þau settust í þægilega stóla og hann pantaði tvo Martini. „Hjer er indælt,“ sagði hún. „Eruð þjer oft gestur lijer?“ „Já, þetta er nýlega opnað sem klúbbhús, og það er miklu skemtilegra. En meðal ann- arra orða, þjer sögðust búa í matsöluhúsi. Sögðuð þjer ekki um daginn, að gamla kon- an hyggi þar líka?“ „Jú, jeg sje hana daglega.“ „Já, einmitt. Gaman væri nú að vita, hvort nokkur hæfa er í þessu hjá gömlu konunni. Það er merkilegt, að vita um morð- ið og hvernig það var framið, en ganga svo með þessa vitneskju án þess að segja frá.“ „Hún býr með systur sinni,“ sagði Frida. „Þær eru báðar piparkerlingar, báðar yf- ir sjötugt.“ „Gaman hefði jeg af að hitta hana aftur, hún mundi einmitt hæfa svo vel inn í skáld- söguna mína.“ „Eruð'þjer ritliöfundur?" spurði Frida öf- undsjúk. „Jeg reyni að vera það, en gengur illa að lifa af því.“ „Jeg heiti Frida Mledlincott. Þjer ætluðuð að fara að segja mjer nafn yðar þarna um daginn, en þrengslin voru svo mikil, að við týndum hvort öðru.“ „Jeg heiti Lengton. Lengton major. Jeg gekk úr herþjónustu. Hvernig fellur yður drykkurinn, ungfrú Medlincott?“ „Ágætlega.“ „Já, en þá skuluð þjer drekka meir. Ætli þeir sjeu ekki fáanlegir til þess hjerna að hrista einn í viðbót fyrir okkur.“ Hún hló. ,,.Ta, það veit jeg ekki. Ókunnugt er mjer um það, hvort þjer hafið í rauninni efni á því að eyða tveimur cocktailum í ókunnuga stúlku.“ „Já, það hefi jeg og vel það. Jeg leyfi mjer að leggja til að við fáum okkur matarbita saman.“ „Er yður alvara?“ spurði hún. Það leit út fyrir, að Lengton majór væri víða kunnugur. í Ciros Grillroom var honum í skyndi vísað á borð í þægilegu horni. Hann pantaði morgunmat, sem ungu stúlkunni geðjaðist mjög vel að. „Borðið þjer oft hjerna?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði liann. „Venjulega horða jeg í klúhh mínum, sem ekki er langt lijeðan. En mjer finst Ciro góður staður, þegar mað- ur þarf að spjalla við einhvern í ró og næði. Hver er. þessi maður þarna, sem starir svona á yður. Þelckið þjer hann?“ Hún leit við. „Ekki veit jeg til þess,“ svaraði hún. „En mjer finst jeg kannast við andlitið.“ „Það er líklega einn þeirra illa siðuðu ná- unga, sem altaf glápa á fallegar stúlkur þeg- ar þeir sjá þær.“ Hún sló gletnislega á hönd lians. „Enga gullhamra!“ skipaði liún. „Þjer eigið það á hættu, að jeg trúi þeim.“ „Það vil jeg gjarnan. Hvað vilijð þjer drekka? Jeg hauð yður ekki cocktail, því að jeg bjóst við að þjer vilduð fremur hvítvins- glas.“ ,Mikið eruð þjer gáfaður,“ sagði hún stríðin. „Mjer þætti ekkert að þvi að horða með yður daglega.“ Þau röhbuðu saman meðan á máltíðinni stóð og skemtu sjer vel. Alt í einu greip hún hönd hans. „Almáttugur! hrópaði liún. „Nú veit jeg hvaða maður þetta er!“ „Segið þjer mjer það!“ „Þetta er Rudlett, lögreglumaðurinn, sem kom og yfirlieyrði okkur um morð Dennets ofursta — en þá var jeg reyndar ekki yfir- heyrð — og það var líka liann, sem stjórn- aði lögreglurannsókninni í nótt. Ekki veit jeg hvort hann kom inn i svefnherbergi mitt, en hann var að minsta kosti rjett á þröskuld- inum.“ 1 „Ójá, nú ’man jeg eftir honum,“ sagði Lengton. „Það var hann, sem hað dómar- ann um frest í málinu. Hvað skyldi hafa vak- að fyrir honum með að hiðja um frest. Rétt- urinn liafði úrskurðinn á takteinum: „morð framið af ásettu ráði af einum eða fleirum, óþektum.“ “ „Ef til vill gerir hann sjer vonir um að geta krækt í eitthvað af þessum óþektu per- sónum áður en fresturinn er útrunninn." „IJver var Dennet ofursti annars — einn leigjendanna í matsöluhúsi yðar, ekki satt?“ Hún kinkaði kolli til samþykkis. „Jú, en hann talaði sjaldan við nokkurt okkar. Eyddi deginum mest í litlum klúhh og snæddi þar miðdegisverð einu sinni í viku.“ - „Hann var í indverska hernum,“ sagði Lengton. „Eitlhvað hefi jeg heyrt um hann, — sem ekki var neitt sjerlega gott til af- spurnar.“ „Hvað var það?“ spurði hún. Hann hristi höfuðið. „Það hefir e. t. v. verið einliver vitleysa. Og svo er best að láta þá dauðu hvíla i friði, þennan karl líka.“ Frida Medlincott andvarpaði. „Gaman hefði nú verið að geta sagt fólk- inu í Palace CresenE að jeg liefði hitt mann, sem eitthvað þekti til Dennets ofursta og æfisögu hans. En e. t. v. kemur eitthvað af þvj í ljós við yfirheyrsluna.“ „Hugsanlegt er það,“ sagði hann. „Segið þjer mjer hvað þjer eruð að sknfa,“ sagði hún. „Já, sko til, það merkilegasta við skáldsög- una mína er nú það, að hún er að fara út um þúfur. Til allrar bölvunar ljet jeg aðal- stúlkuna taka sjer leigt í matsöluhúsi og nú veit jeg ekkert um hvernig jeg á að ’ná Georg konungur kannar liðsveit í heimaher Lundánaborgar. 1 þeirri sveit eru sjálf boðatiðar, þar eru eldri menn, sem iforu í síðasta stríði, og unglingar, sem eru of ungir til að vera í skytduhernum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.