Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N DVÖLIN í STOKKHÚLMI. í þessum kafla ferðasögunnar segir Skúli Skúlason frá. biðinni í Stokkhólmi, sem orsakaðist af því, að Esja tafðist í Trondhjem. Þá bið notuðu flestir til að kynnast glæsilegustu borg Norðurlanda, þó að hún væri með tals- vert öðrum svip en venja er til. Með Finsen komu á járnbraut- arstöðina í Stokkhólmi margir ungir Islendingar, sem þar eru búsettir, og skyldu'þeir vera leið- beinendur okkar meðan staðið væri við hjá „Málardrotningen“ en það nafn nota Svíar oft á höf- uðborg sina. Þar var Skallagrím- ur, öðru nafni Sigurður Þórar- insson 'jarðfræðingur, þar var Halldóra Briem, sem kunnust er hjer á landi undir nafninu „frök- en Klukka“, því að hennar er röddin þegar hringt er hjer i 04 til að spyrja hvað klukkan sje. Og þar voru Svíar ymsir, bæði forstjóri og aðstoðarfólk Fei'ða- skrifstofu sænsku ríkisjárnbraut- anna, sem annaðist um ferðalög okkar um Svíþjóð,'Sven Jansson fyrrum sendikennari Svia hjer á Háskólanum og Helge Wedin, sem jafnan er boðinn og búinn til að rjetta hjálparhönd þegar Islendingar þurfa á að halda. Sex gistihús, !flest í nágrenni við járnbrautarstöðina, áttu að skifta hópnum á milli sín. Þrjú þeirra voru að kalla andspænis stöðinni: Park Hotel, Stokkhólms Hospitz og Hotel Continental, en hin voru Alexandra Hotel, Hotel Regina og Centralhotellet. Á tVeimur fyrstnefndu gistihús- unum ’voru einkum konur og börn og sjúklingar, en þeir voru vorú talsvert margir í ferðinni, því að í Kaupmannahafnarhópn- um var talsvert af fólki, sem svo til var nýkomið 'af sjúkraliúsi og ennfremur bættist það við, að margir voru með inflúensu, sem hafði hin bestu skilyrði til að breiðast út. Á bverju gistihúsi voru fararsljórar, sem .eftir megni áttu að sjá um „andlega og likamlega velferð“ fólksins, hver á sinu gistiliúsi. Þeir, sem hlutu þá erilsömu vegtyllu voru Jón Engilberts, á Park Hotel, Eggert Guðmundsson, málari á Stockholms Hospitz, Björn Sig- urðsson læknir á 'Continental (þar bjó einnig Hólmjárn farar- stjóri), Bjarni Jónsson stýrimað- ur af Gullfossi (á Alexandra), Brandur Jónsson kennari og dr. Broddi Jóhannesson á Regina og Central. Höfðu þeir ærið arg- sama stöðu, ekki síst málararnir tveir, því að á þeirra gistihús- „Við hjeldum heim“ II. um voru sjúklingar (á Hospitz- et) eða fólk með börn (á Park), og þurfti handa þeim annað við- urværi en venjulegum gestum er boðið. En alt fór slysalaust og enginn svalt í hel. Samið hafði verið um mat handa gestunum á þessum stöðum, en vasapening- ar'margra urðu skammlífir, þeg- ai viðstaðan varð 6 sinnum lengri en gert hafði verið ráð fyrir. Yar bætt úr þessu á þann 'hátt, að gististjórarnir sex voru gerðir að bankastjórum og fengu veltufje bjá sendiráðinu, sem svaraði 5 krónum á mann, og nrðu margir til þess að taka þessi fimm krónu lán, til þess að hafa fyrir spor- Vagni eða aðgangseyri á 'söfn og ])vi um likt. Þó að Stokkhólms- biðin yrði löng, varð enginn bankinp gjaldþrota, en auðvitað hefðu margir af ferðafólkinu notað biðina til að koma i leik- hús eða skemtistaði, ef úr meiru liefði verið að spila. Þó var það mesta furða hvað fólkið sá mikið af Stokkhólmi þessa biðviku. Það sá jafnvel meira en orðið hefði, ef það hefði liaft úr meiru að spila, því að ýmsir fóru gangandi um borgina og liöfðu flestir kunnugt fólk til að fylgja sjer og sýna það markverðasta, sem fyrir augun 'bar. Allir gestirnir, nemíf þeir, sem voru veikir eða höfðu ungbörn, sem þeir gátu ekki yfirgefið, þekkja nú Stads- huset, konungshöllina, þinghúsið, Stórkirkjuna og þjóðbankann, margir liafa gengið sumar brýrn- ar stórfenglegu yfir Málarström- men, ýmsir komið á hinn fræga Bellmannskjallara „Den gyllene Freden“, komið á Mosebacken og farið i Katarinehissen, svo að nefnd sjeu nokkur nöfn af þeim, sem ferðafólk er 'vant að vilja kynnast i Stokkbólmi. Landarnir i Stokkhólmí hjálp- uðu auðvitað mikið gestunum, einkum þeim, sem þeir 'þektu frá fyrri tíð. Eigi er mjer kunn- ugt um, livað þetta fólk hefir sjer ttl'gamans gert, en víst er það, að bæði liefir verið sungið og kveðið i hóp þessa unga fólks, því að áður en nokkur vissi, var komin út fjölrituð söngbók, með ýmsum kvæðum, en á blárri kápunni utan um voru' teikning- ar eftir Jörund Pálsson af ýms- uih mikilsháttar mönnum farar- innar og af atburðum, sem gerst höfðu á leiðinni frá Kaupmanna- liöfn. Var þetta merkisbók, en upplagið mjög takmarkað, svo að ekki fjekst liún keypt af þeim, sem áttu, þó að gull væri í boði. En bókin koin okkur öllum að góðu gagni það sem eftir var ferðarinnar, því að kringum hana myndaðist ágætur söng- flokkur, sem altaf var kvakandi alla leið, bæði í brautarlestinni og bifreiðunum á leiðinni til Bjarmalands og eins eftir að komið var um borð í Esju. 'Lár- us Pálsson leikari, sem bæði syngur og leikur á píanó og gítar og ef til vill fleiri bljóðfæri, gerði fólkinu marga dægrastyttingu á leiðinni með því að fá það til að syngja, og kórónaði svo verkið með því að æfa kárlakór þegar á leið 'ferðina og halda hljóm- leika um borð — eftir tveggja tíma undirbúning kórsins. Sakir mikilla örðugleika á ferðalaginu norður, svo sem gistihúsleysi og matarleysi, þótti Finsen sendifulltrúa ekki gerlegt, að fólkið hjeldi áfram frá Stokk- hólmi fyr en full vissa fengist fyrir því, að Esja kæmist heilu og höldnu til Petsamo, því að þar er elcki einu sinni hægt að fá þak ýfir liöfuðið. !Varð þvi að biða átckta í Stokkhólmi. Fin- sen var i stöðugu símasambandi við Ásgeir skipstjóra á Esju og sendisveitina í Kaupmannahöfn og undir eins eftir annan daginn þótti sýnt, að Esju mundi1 verða slept aftur frá Þrándheimi og Ijetti mörgum við þá fregn. En Iwenær slyppi hún? Það var Storkyrkan er höfnðkirkja Stokkhólrns. Stendur hún við Storatorget, en þar var blóðbaðið í Stokkhólmi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.