Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Stílabækur og kllóiubækur llókaversl. Sig. Kri§i|án§§oimr Bankastræti 3 Blessunin hún systir mín, - GAMLA BÍÓ - <VA/A/(V(V/V<V/VfVlVlV(VlV(V/V/VlV<V<V/V/V/VM'lV<V Tveir gæðingar heitir kvik- myndin, sem Gamla Bíó sýn- ir næst. Aðalsögulietjurnar eru þrjár og eru á ýmsan hátt ‘frá- hrugðnar „stjörnunum“ í venju- legum kvikmyndum. Það eru nefnilega tveir unglingar og einn liestur. En leikur þessara þre- menninga er þó á engan hátt ljelegri en leikur margra full- orðnu leikaranna, sem mest er látið með. Og sagan, sem mynd- in er gerð eftir, er sérstaklega hjartnæm og hrífandi. Aðalsöguhetjan er sextán ára gamall drengur, David Carey, að nafni. Hann liefir mist háða foreldra sína, og elst upp á bú- garði frænda síns, sem er mesti þorpari, og er þó kona hans engu hetri, er mesta skass. Þau reynast drengnum illa, honum líður illa hjá þeim, er einmana og óham- ingjusamur. Þarna i nágrenninu er stór og mikill húgarður, sem Bill Con- way á. Þar eru góðir hestar og dýrir. Eina nóttina er brotist inn á búgarðinn og gera það harð- svíraðir þjófar. Þeir liafa á brott með 'sjer liryssu eina, forláta gæðing, sem kölluð er Larkspur. Hún á þriggja mánaða gamalt fol ald. Það reynir að fylgja móður sinni 'eftir, en er hrakið frá henni, og flækist nú um þarna í nágrenninu, móðurlaust. Þá ber svo við, að pilturinn, David Carey, finnur folann og tekst nú hrátt hjartanleg vinátta milli þessara munaðarleysingja, drengsins og folans. En svo fellur skuggi yfir. David kemst að því, að folinn er eign nágrannans, Conway. Það er mikil sorg fyrir drenginn að þurfa nú að sjá af þessum eina vini sinum. En nú kynnist liann stúlku á sinu 'reki. Það er Wendy, dóttir Conways. Og með þessu unga fólki tekst vinátta. Þar með er þrenningin komin. David Carey er leikinn af Jimmy Lydon, en Wendy af Joan Brodell. Sko, heima lijá okkur voru ein- tómir karlmenn 'i fjölskyldunni — við vorum fjórir bræðurnir, en bara ein systir, hún fæddist andvana, svo að hún var heldur lítil fyrir sjer. — En það er nú svo sltrítið, að þótt bræður mínir sjeu allir sprelllifandi hafa þeir aldrei veitt mjer svo skemti- lega kvölds’túnd og hún systir min, sem fæddist andvana. Sko, — hún kom á milli elsta bróð- ur míns og mín — — tveim árum áður en jeg fæddist, svo að jeg þekti liana aldrei persónulega nje kyntist fegurð hennar nje skapgerð. En þetta var víst mesta ágætislelpa að því er eftirmæli og minningar herma. — Mamma sagði okkur frá lienni, þeg- ar við vorum strákar, en það var ekki fyr en eftir fermingu að jeg kyntist henni — það var þegar jeg var við smiðúnám á Eyrinni. Ef jeg hefði nú verið Jónsson, Guð- mundsson eða Sigurðsson, eða átt eitthvert slíkt algengt föðurnafn, — þá hefðum við aldrei hitst. En nú stendur svo á, að faðir minn hei ir liinu merkilega nafni Þeófílus, slíkt nafn er nú ekki á hverju strái, og ekki allir, sem eru menn til að rísa undir slíku nafni. Nú eru bráðum tuttugu ár síðan. Þá var mikið fjör í pólitikinni og þá voru stjórnmálafjelög á hverju strái. Og þegar þessi fjelög hjeldu dans- leiki urðu allir, sem vettlingi gátu valdið að koma þangað, ef nokkuð tillit álti að vera tekið til þerra. Á þessum „böllum“ var allskonar fólk. Þar var sallafínt fólk, heldra fólkið og svo ljelega fólkið eins og við, námssveinar, búðarlokur og vika- drengir. Enginn stjettamismunur — sei, sei, nei, alt i einingu andans! Og ódýr aðgangur.' Á einum slíkum stjórnmáladans- leik á Eyrinni gerist saga rnín. Við fjelagac snerumst af miklu kappi á dansgólfinu og brugðum okkur á milli dansa niður i veitingasalinn til að fá okkur í gogginn. Við lentum rjett lijá borði, sem við sátu verkstjórar, ökumenn og svoleiðis karlar — og það var líf í tuskunum. Einkum bar mikið á rosknum náunga með al- skegg, það leit út fyrir, að hann væri foringi fyrir hinum, hann var mjög ánægður með lífið og tilveruna. — Alt í einu fór hann að gefa mjer auga, af þvi að einhver fjelaga minna ávarpaði mig fullu nafni. „Ertu Þeófílusson?“ spurði liann mig eftir að hann hafði horft dálítið á mig. „Já, faðir minn heitir Þeófilus,“ svaraði jeg. „Þú ert, vænti jeg, ekki sonur Þeófílusar trjesmiðs i Vestureyri?“ spurði hann. „Jú, einmitt rjett,“ svaraði jeg. „Ja, nú er jeg hlessa“, hrópaði Gamansaga eftir Orla Boch. liann upp yfir alla, svo hallaði hann undir flatt og liorfði áslúðlega á mig. „Hefirðu ekki einhverntíma átt systur, sem fæddist andvana, elsku vinur?“ spurði hann. „Jú, kemur heim“, sagði jeg nijög undrandi. „Þekkið jtjer hana?“ „Hvort jeg jjekki hana! Já, vertu aldeilis viss!“ sagði hann mjög á- nægjulegur á svipinn. „Gerið luð svo vel, komið þið undir eins yfir til okkar, herrar mínir, og fáið ykk- ur öl með okkur“. Við fluttum okkur strax yfir til þeirra og fengum ölið, jeg sat í sóf- anum við hliðina á höfðingjanum og hann hjelt um hálsinn á mjer og liann var mjög hrifinn af mjer. „Veistu hvað?“ sagði hann, „mjer hefir altaf þótt voða vænt um bæði þig og liana systur þína, sern fædd- ist andvana, og svo alla fjölskyld- una, telpunnar vegnaJ' „Já“, sagði jeg, „mjer er sagt, að hún liafi verið indæl stúlka.“ „Ágætis 'telpa“! hrópaði hann. — „Snildar telpa! Skál fóstri!" „Skál! En heyrið þjer mig!“ sagði jeg. „Viljið þjer ekki segja okkur livernig stóð á jrví, að þjer kyntust henni, því að ekki var hún víst gefin fyrir að vera mikið á randi í bæn- um“. „Já, það skal jeg segja ykkur“. Og svo hóf hann sögu sína. „Sko, í þá daga bjó jeg á Vestureyri og var bara verkamaður og hafði það skítt. Við vorum nágrannar, faðir þinn og jeg, — við bjuggum í bakhúsinu, cn faðir þinn hafði búð sína í fram- húsinu. Jeg þekki þá fjölskyldu vel. Svo bar til, að móðir þín og konan mín áttu sin von um svipað leyti og svo lögðust þær báðar sama daginn á sæng. Jeg man 'það, eins og jiað hefði gerst í gær. — Fyrst fæddi móðir þín, en blessað barnið var bara andvana. Og strax á eftir byrj- aði ballið fyrir handan hjá okkur. Og liugsið ykkur jiá ógæfu! — Okkur fæddust tviburar! Þið getið hengt'ykkur upp á það, að það er lireint ekki skemtilegt fyrir l'átækl- ingsræfil að eignast tvíbura svona alt í einu. Við vorum líka, eins og jeg sagði áðan, blásnauð, höfðum varla til hnífs og skeiðar. Föt höfð- um við aðeins handa einum króga, en livað áttum við að gera við hinn tvíburann? — En nú kemur sagan. — Þegar móðir liín fjekk 'að vita, hvað gerst hefði lijá okkur þarna fyrir handan, jiá sagði hún si svona við sjálfa sig: „Andvana stelpan mín hefir ekkert með föt að gera, og þarna fyrir liandan er víst þröngt í búi“. Og svo sendi hún'öll fötin yfir til okk- ar. Síðan l)ykir mjer ákaflega vænt um fjölskyldu þina og systur þína, sem fæddist andvana.“ Alt í einu segir karlinn: „Sko, sko, minn góði Þeófílusson, þarna kemur hún, — nú skaltu svei mjer dansa við hana!“ „Hverja?“ spurði jeg. „Ekki þó hana systur mína sáluðu?“ „Jú, næstum þvi!“ sagði hann. „Það er að minsta kosti stelpan, sem fjekk fötin hennar — eða kan- ske er það hin, — svei mjer sem jeg veit l)að!“ Síðan kallaði hann á mjög snotra stúlku, sem gekk inn í sal- inn í þessum svifum. „Lára! Komdu hjerna og lieilsaðu upp á bróður telpunnar lians Þeófil- usar, sem fæddisl andvana! Hún kannast vel við söguna, hún dóttir mín, jeg liefi oft sagt henni hana.“ Og svo kynti hann mig fyrir stúlk- unni, og hún var eins og jeg sagði áðan, mjög snotur telpa. Við döns- uðum saman og skemtum okkur á- gætlega. Sjáið þið bara til, það er alls ekki útilokað, að hægt sje að liafa ánægju af systur sinni, — jafnvel þótt hún fæðist andvana." ERICH LEINSDORFF heitir þessi ungi maður, sem skip- aður liefir verið hljómsveitarstjóri Metropolitan-óperunnar í New York. Hann er aðeins 28 ára og lítt reynd- ur og j)ykir ekki fær um stöðuna. Norrænu söngvararnir Kirsten Fiag- stad og Lauritz Melcior, sem hafa verið lielstu Wagnersöngkraftar ó- perunnar siðustu árin, hafa báðir neilað að syngja, ef Leinsdorff haldi á taktstokknum. Ensk kolaverslun auglýsti eftir nýj- um skrifstofumanni. Háar kröfur voru gerðar til umsækjandanna. Þeir urðu að ganga undir próf, svo að þeir kæmi til greina við úrvalið. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir umsækjendurna: — Segið í nákvæmum tölum kola- úlflutninginn frá Englandi til Banda- ríkjanna eitthvert ár. Aðeins einn umsækjandanna svar- aði þessari spurningu rjett. Hann sagði: - Árið 1492 var útflutningurinn 0! Það kom fyrir i leikhúsi nokkru, að j)að kviknaði í bak við leiksviðið. Trúður nokkur kom fram og sagði áhorfendum frá þessu. Fólk hjelt, að þetta væri fyndni og klappaði honum lof i lófa; hann endurtók j)etta; fólk varð enn kótara við það. — Þannig gæti jeg hugsað mjer, að heimurinn færist undir almennum fagnaðarlát- um fyndinna manna, sem halda, að l)að sje grín. La Brugére.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.