Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNft/W U/£NMIRMIR Einfalt eimskip. Það er ekki svo mikill vandi að smiða þetta gufuskip. Hjer er að- ferðin. Myndina I á að teikna á þunnan pappa í þeirri stœrð, sem bátmrinn á að vera. Það er hæfilegt, að hann sje 20 sentimetrar á lengd. Teikn- ingin er svo skorin úr með beittum hníf, þar sem punktalínurnar eru er aðeins gerð rák i pappann svo að hann bogni undir linuna. Og svo er báturinn límdur s'aman um sam- skeytin með sterku lími. Þegar límið er orðið þurt má lita bátinn með lit- blýöntum og að því loknu er borið á liann fernis eða shelllakk til að gera hann vatnsheldan. Meðan liann er að þorna, er hægt að taka til að smíða í hann vjelina. Þið fáið ykk- ur hænuegg og sjúgið úr því eftir að hafa borað göt á báða enda. Síð- an límið þið hálft eggjaskurn i botn bátsins. Þegar heila eggið er tæmt leggið þið skurnið i vatn til að skola það. Nú eru búnar til tvær þóftur úr vír, sem festar eru milli borð- stokkanna. Svo leggið þið eggið ofan á þær. Síðan er búinn til dálítill reykháfur úr pappa og er hann limd- ur á eggið eins og sýnt er á mynd- inni. Þá er gufubáturinn tilbúinn. Eggið er nú hálffylt af vatni. Dýfið svo bómullarlagði í suðuspritt og setjið hann undir eggskurnið í kjal- soginu. Setjið síðan heila skurnið á sinn stað og kveikið í bómullar- lagðinum, eftir að hafa sett tapp- ann í sprittflöskuna og farið með hana frá. Eftir stutta stund sýður vatnið i egginu og gufan streymir út um litlu holuna að aftan og knýr bátinn áfram. Holunni að framan verður að loka með lakki. Heimilislaus. Þau sofa á gólfinu í skólastofu í London. Kúlur óvinanna hafa lagt heimili þeirra í rústir, og sjálf hafa þau mörg sloppið nauðulega lífs af. Nr. 417. Adamson fglgir söginni fast eftir. S k r í 11 u r. — J-a! Mjer finst nú þessi gœs vera heldur mögur Nauðungartóhakið í stríðinu — og krcppunni. Sjóveiki. „Æ-i, heyrðu, háseti, hvernig kemst jeg i káetu nr. 41 án þess að fara fram hjá borðsalnum?“ „Jeg sje aldrei viðskiftamenn í versluninni hjá yður. Á hverju lifið þjer eiginlega?" „Það er verslunarleyndarmál.“ Jæja, þá förum við á fætur og gerum tiu luijábeygingar! Sölubörn komið og seljið FÁLKANN.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.