Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 »Kæri herra Roosevelt« Franklin Roosevelt er maður al- þýðlegur eins og landsfeður eiga að vera. I útvarpsræðum sínum hvetur hann oft hlustendurna til að senda sjer línu og segja sjer „hvernig það gangi“. „Ef þið hafið einhverjar óskir fram að bera, þá skrifið mjer og ef þið viljið hafa eitthvað öðru- vísi, þá látið mig vita“, hefir hann sagt. Og vitanleg'a hefir hann verið tek- inn á orðinu. Enginn Bandaríkja- forseti hefir fengið viðlika mikið af brjefum og Roosevelt fær. Hann fær að meðaltali 7000 brjef á dag, einn daginn fjekk hann 48.000 og i ann- að skifti —- það var eftir útvarps- ræðu —- fjeklc hann 200.000 brjef. Þessvegna skyldi maður halda, að Roosevelt iðraðist eftir hvatningu sína. En póststjórnin hefir gott af frímerkjasölunni. Sjö þúsund brjef á dag! Setjum svo, að hann gæti opnað og lesið eitt brjef á hverri mínútu — hann gæti samt ekki komist yfir nema 440 brjef allan sólarhringinn, þó að hann neytti hvorki svefns nje matar. Og þá má nærri geta, hvernig færi, ef hann ætti að svara öllum þessum hrjefum sjálfur. Þessvegna verður manni að brosa að sumum setning- unum í þessum hrjefum: „Lesið þjer nú þetta brjef sjálfur, en látið skrif- arann ekki gera það.“ Eða: „Jeg gleymdi að minnast á svolítið í brjef- inu mínu til yðar á dögunum. Viljið þjer taka það og lesa það aftur og athuga. . . . “ En meiri hlutinn hefir þó ekki skilið orð forsetans svona hókstaf- lega. Flestir búast ekki við svari. Brjefin eru mestmegnis þakklæti eða hvatningarorð, svo sem: „Við undir- ritaðir kjósendur í Þykkvabænum styðjum stefnu yðar af alefli. Haldið áfram eins og þjer liafið byrjað; það getur hugsast, að þjer gerið skyssur, en hver gerir það ekki?“ Svo slæðast auðvitað betlibrjef og hótunarbrjef innan um, en þau eru fá. — Meðan fjárhagsörðugleikarnir voru sem mestir ves.an hafs urðu ýmsir til þess að senda stjórninni gjafir í barnslegri einfeldni sinni til þess að bjarga ríkinu og fylgdu jafnan brjef með: „Hjer með sendi jeg nokkra gamla gutlpeninga. Þjer skuluð nota þá, ef þeir geta komið að gagni,“ skrifar einn. Tólf ára gamall dreng- ,ui skrifar: „Jeg heyri sagt, að ríkið vanti fje. Hjerna eru 50 cent, sem liann frændi gaf mjer, þegar jeg var eins árs. Þjer megið eiga þá. Jeg hefi ekki sagt neinum, að jeg sendi þá.“ Gömul kona hafði tint saman skart sitt, hringi, eyrnahringi, tvö ,úr og fleira — alt úr gulli, og skrif- ar með: „Þetta er alt og sumt, sem jeg hefi getað sparað saman. Það er ekki inikið, en jeg vona þó, að það nægi i einhverja holuna. Jeg dáist að stjórn yðar....“ Þau brjef, sem tekin eru til at- hugunar hljóða t. d. svona: „Jeg hefi aldrei skrifað neinum forseta áður. En núna, þegar jeg lieyrði hvatningu yðar í útvarpinu, datt mjer í hug að grípa pennann. Jeg ætla að skrifa yður viðvikjandi atvinnuleysinu og því, hvernig at- vinnubótavinnunni er skift. Jeg er giftur og á tvö börn, en aðrir, sem eru ógiftir, hafa fengið vinnu, en jeg enga. Getur þetta verið rjett, herra forseti? Viljið þjer gera svo vel að athuga það og sjá hvort nokkuð er hægt að gera.“ Neðst á blaðinu stóð skrifað með barnshendi: „Góða nótt, herra forseti". Þegar svona bér undir er málið rannsakað og fært til betri vegar ef unt er. Því að öll brjef eru iesin. Það er ekki. forselinn sem les þau og eklci heldur einkaritari lians, heldur sjerstök skrifstofa, sem ekki gerir neitt annað en lesa brjef og svara þeim. Aðeins örfá brjef eru látin ganga áfram til einkaritaranna og af þeim kemur það fyrir um ein- slaka, að þau koma fyrir augu for- setans sjálfs. En allur fjöldinn er afgreiddur í brjefadeildinni. Þetta eru amerískir sjálfboðaliðar, sem berjast vilja fyrir Bretland. Þeir fóru yfir landamærin frá Banda- ríkjunum til Canada og Ijetu þar skrá sig í herinn. Oft getur íslenski vet- urinn verið kaldur, enda hafa þessir bresku hermenn gert ráð fyrir því, eins og sjá má á klæða- burði þessara þriggja bresku sjóliða, sem staddir eru í litlu sjávarþorpi lijcr c landi. Kápurnar sem þeir eru í, eru fóðr- aðar innan með gæruskinni. FRÁ HOLLANDI. Þessi mynd er frá Marken, sem er eyja í Hollandi. Þaðan er flutt mikið af heyi, sem þykir ágætt. Er ]>að flutt þaðan á prömmum, eða rjettara sagt var, því að ekkert vit- um vjer nú, hvort þessi atvinnuveg- ur viðgengst ennþá, eftir að stríðið sliall yfir Holland. r+J />J />/ />> /» Forðist allar röksemdaleiðslur. Þær eru altaf dónalegar og geta verið sannfærandi. Kvenfólk hefir dásamlegt hugboð um alla hluti; það tekur eftir öllu öðru en því, sem augljóst er og sjálf- sagt. Oscar Wilde. Þýsk flugvjel, sem hefir verið skoiin niður á Englands- strönd. Hermaðurinn bendir á skotgöt á „nefinu“ á henni Aðmírálar, sem ekki eru sjómenn. í EngJandi geta menn orðið að- mirálar án þess að kunna nokkuð til sjómensku. Þeir þurfa ekki einu sinni að hafa tekið ísfirskt punga- próf. Þannig er um aðmírál einn, sem búsettur er i Edinburgh. Hann er aðmiráll Forthflóa-árinnar, Borgar- stjórinn i London er lika aðmíráll hafnarinnar í London. Þegar hann fer á skipi eftir Themesá, mcð fán- ann við hún, eru öll nálæg skip skyldug tii að lieilsa með fána sín- um og herskipin að skjóta af fall- byssu. Hertoginn af Argyli er að- míráll yfir vesturströnd Skotlands og Suðureyjum, Hjaltalandi og Orkn- eyjum og friðardómarinn í Argyll er vara-aðmíráll. Líka er aðmíráll fyrir stærsta vatnið í landinu, Locli Neagh. Það er greifinn af Donegal, sem er stór-aðmiráll yfir þessu vatni, og gengur tignin í erfðir. Hvernig væri að við eignuðumst nokkra aðmirála hjer á landi, því að nú er orðið svo mjkið af prófess- orunum. Það væri ekki óvirðulegt heiti að vera aðmíráll Faxaflóa, Þingvallavatns eða Ölfusár. er miðslöð verðbrjefavið- skiftanna. fitbreiðið Fálkann!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.