Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N DVÖLIN í STOKKHÓLMI. Frh. af bls. 5. til Petsamo, svo að ótafin átti Esja að komast þangað á þriðju- dag. En þó 'að skipið væri orðið laust var eigi enn örugt, að það kæmist leiðar sinnar og fyr en það væri sannfrjett, þótti ekki ráðlegt að leggja af stað. Frjett- in um komu Esju til Petsamo gat ekki komið til okkar fyr en á þriðjudag, og þessvegna varð enn að bíða. Upprunalega hafði verið ráðgert að láta fólkið fara í tveimur hópum með dags milli- bili norður frá Stokkhólmi, en frá því var þó horfið og tókst að fá aukalest norður til Tornio cg'þaðan til Rovaniemi, sem er síðasta járnbrautarstöðin á þess- aii leið, og bifreiðar frá Rovani- emi til Petsamo, nægilega marg- ar til að flytja allan hópinn i einu. Þó fór lítill hópur á und- an frá Stokkhólmi, einkum lieilsu veilt fólk, svo 'að það gæti hvílt sig einn dag i Rovaniemi, undir bílferðina. Með þessu fólki fór Tryggvi Sveinbjörnsson sendi- ráðsritari í Kaupmannahöfn, er fór sem „kurer“ með stjórnar- póst alla leið til Petsamo og sneri þar aftur. En burtför aðalhópsins var á- kveðin miðvikudag 2. okt. kl. 12.40. Veður var hið besta um morguninn og þegar gestirnir á hótelunum við Vasagatan litu út til að gá til veðurs, ráku þeir augun í Jsamfelda röð sænskra og íslenskra fána meðfram allri götunni á báða vegu jámbrautar- stöðvarinnar. .Sú fánaröð liefir ekki sjest í Stokkhólmi 'síðan á íslensku vikunni þar, árið 1934. Það var kveðja Málardrotningar- innar til íslensku gestanna, sem voru að lialda heim óvenjuleg- ustu leiðina, sem farin hefir ver- ið milli Skandinavíu og íslands. Þó að margir væru annars hugar yfir ’þvi, sem þeir ættu kanske eftir að upplifa í þess- ari ferð, þó að þeir væru þreytt- ir og slæptir og hrysi hugur við að sitja í járnbrautarlest i 39 tíma og síðan í bifreið í 15 tíma, áður en Ægir, með allar kafandi hættur, færi að velkja þeim á brjósti sjer í mismunandi góðu skapi — þó að þeir liugsuðu um alt ’þetta, þá tóku þeir eftir vin- semdarkveðjunni sænsku og muna hana lengi. Næsti kafli heitir: Frá Stokkhólmi til Bjarmalands, og kemur í næsa blaði. Flestir nota fyrri hluta æfinnar til þess að gera þann síðari óhamingju- saman. La Bruyére. Hatrið er svo langætt og harð- vitugt, aS þaS er fyrsti votturinn um nálægS dauSans hjá veikum manni, er löngunin til að sættast. La Bruyére. Fórnfýsi ætti að banna með lög- um. Hún hefir svo siðspiilandi áhrif á fólkið, sem þiggur fórnirnar. Æfintýrí Gunnars Finsens læknis. Gunnar Finsen læknir í Stavanger, sonur Vilhj. Finsens sendifulltrúa mun vera orðinn með víðförlustu íslendingum þessarar aldar og liefir veriS herlæknir 'i þrernur styrjöld- um, þó að ungur sje. Þegar Norð- menn gerðu út hjúkrunarleiðangur í Spánarstyrjöldina var Gunnar einn þeirra lækna, 'sem þangað rjeðust, og var hann í Austur-Spáni fram undir styrjaldarlok. Þaðan fór hann 'Gunnar Finsen. í ferðalag austur í lönd, um Bagdad austur i Indlandi og alla leið til Japan og þaðan sjóleiðis með jap- önsku skipi til San Fransisco og lieimleiðis um Ameríku. Hefir Gunn- ar haldið marga fyrirlestra um þetta ferðalag í norska ríkisútvarpið og kunni þar frá mörgu að segja, sem gaman var að hlusta á, enda er hann ágætur fyrirlesari. Þegar Finnlandsstyrjöldin hófst um mánaðarmótin nóvember og des- ember í vetur' sem leið, varð Gunn- ar aftur iæknir í Rauðakrossleið- angrinum, sem Norðmenn gerðu út til Finniands. Var hann þar þangað til friður var saminn og lijelt þá heimleiðis. Hann kom að landamær- um Noregs og Svíþjóðar við Char-_ lottenberg sama daginn og Þjóðverj- ar gerðu innrás í landið. Allar sam- göngur yfir landamærin þar -höfðu verið bannaðar, svo að Gunnar hjelt norður Svíþjóð aftur og tókst loks að komast inn í Þrændalög frá Jamta landi, en þar höfðu Þjóðverjar ekki náð yfirráðunum þá. Nokkrum dögum áður hafði norsk- ur höfuðsmaður í Þrándheimi safn- að liði, á 4. hundrað manns, og sest að í virki einu í Þrændalögum sem Hegra heitir, og liafði 'verið lagt niður fyrir allmörgum árum. Gekk Gunnar í sjálfboðaliðssveit höfuðs- mannsins og voru þeir þar tveir, læknarnir. En um meðul var sára- lítið, nema umbúðir og deyfingarlyf. Virki þetta er hellir, s’em sprengdur hefir verið inn í fjallstind og er erf- itt til sóknar þangað. En vopn voru mjög af skornum skamti og aðbúð hin versta. Þar var bæði „fúlt og kalt‘, fult af sagga og víða leki. urðu liðsmenn að liggja á hálmi of- an á grjótinu í gólfinu og oft undir leka, enda kvefuðust margir og heilsu farið var yfirleitt slæmt. Ljós höfðu þeir ekki nema kerti og litla olíu- lampa og matur, vatn, Ijósmeti og skotfæri var af skornum skamti. Tókst þó liði þessu lengi vel að ná í björg og brýnustu nauðsynjar frá sveitabæjum þarna í nágrenninu og skotfæri höfðu þeir nokkur, en urðu að fara sparlega með. Virki þetta stóðst árásir Þjóðverja lengst allra staða í Þrændalögum og varð loks að 'gefast upp vegna matarskorts og skotfæraskorts, eftir 23 daga umsát. Þremur dögum fyrir uppgjöfina hafði Gunnar hætt sjer út úr virk- inu ásamt tveimur 'hjúkrunarmönn- um til þess að bjarga særðum manni, sem lá skamt frá virkinu. Komu þá að þeim Þjóðverjar og miðuðu á þá byssunum og mundu hafa drepið þá alla, ef þeir hefðu ekki getað kallað, að þeir væru læknar og hjúkrunar- menn, en ekki hermenn. Voru þeir nú teknir hönduin og fluttir til Vær- nes-moen, s'em'er aðalherstöð Norð- manna í Þrændalögum syðri, en sem Þjóverjar höfðu þá fyrir nokkru lagt undir sig. Var Gunnar settur í varðhald þar. En fyrstu nóttina, sem liann var í varðhaldinu, gerðu ensk- ar 'flugvjelar árás á Værnes og sprengjubrot kom inn um vegginn á skála þeim, sem Gunnar lá í og særði hann alldjúpu sári í bakið. Var Gunnar nú fluttur á sjúkrahús í Trondhjem og sprengjubrotið tekið úr bakinu. Lá hann á sjúkrahúsinu i átta daga, en var þá slept lausum gegn drengskaparheiti um, að fara ekki i norska herinn aftur. Um þessar mundir voru engar járnbrautarsamgöngur norðan yfir Dofrafjöll til Osló. Komst Gunnar á reiðhjóli suður yfir fjöllin og niður Austurdal og með járnbraut síðasta áfangann. Kom hann heim til for- eldra sinna'í Osló um miðja aðfara- nótt hvítasunnudags og höfðu þau þá ekki frjett neitt af honum vikum. saman. Gunnar hefir nú afur tekið við starfi sínu á sjúkrahúsi í Stavanger eftir hinar æfintýralegu veru sína í Finnlandi og Hegra. SJÁLFVIRK VITASKIP. Vitaskip við Englandsstrendur hafa viða orðið fyrir loftárásum undanfarið. Hafa menn því tekið upp sjálfvirk vitaskip, svo að þar þarf engra gæslumanna við, og'því engin mannslíf a. m. k. í hættu, þegar sprengjurnar dynja. Á mynd- inni hjer að ofan sjest eitt slíkt vita- skip. Egils ávaxtadrykkir Napoleons-gríma er selt á Gurt Götz. Áður en stríðið skall á var margt, sem benti til þess, að þýskar kvik- myndir væru heldur að hafa sig upp úr skítnum. í Berlín var nýlega gerð mynd, sem heitir ,,AIt er Napo- leon aö keima“ (Napoleon ist an allem Schuld) Vakti liún hvarvetna mikla athygli. Myndin er skrifuð og sett á svið af Curt nokkrum Götz, sem er fræg- ur, þýskur leikari og rithöfundur. Árum saman hefir hami rekið sitt eigið leikhús, skrifað flest viðfangs- efnin og auk þess sjálfur verið að- alleikari lfeikhúss þessa. Mynd sú, sem áður gat um, kvað vera mjög fjörug og ljett á yfirbragð, leikur að myndum. Curt Götz er auðvitað aðalleikarinn. Robert Montgomery og Janet Gaynor. Vegna glaðværðar sinnar og glæsi- legs útlits er Robert Montgomery mjög vinsæll leikari. Hann telur, að góður leikari þurfi um fram alt að hafa sjálfsrýni til að bera, og hann þurfi að læra eittlivað nýtt á öllum tímum. „Jeg geri ráð fyrir, að það verði langt þangað til jeg geti sagt, að jeg hafi leikið mitt lang besta hlut- verk,“ segir hann, og virðist því ætla að láta sjer fara eitthvað fram ennþá. Hann vill helst leika alvöru- hlutverk, en þó vilja áhorfendur helst sjá hann í gleðileikjúm, og þá kröfu hefir Metro nú samþykt og gert skopmynd, sem heitir „Nancy á þrjá elskhuga". Robert Montgo- mery leikur jiar gáfaðan listamann, sem lendir í skrítnu æfintýri við sveitastúlku, rjett eftir að hafa slitið sig af leikkonu, sem endilega vill giftast honum. Stúlkan úr sveitinni kemur til New York til að leita brúðguma síns og klófestir hún lista- manninn í staðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.