Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Marcel Benoit: Kaup kaups OSIANE liafði reist málara- grindina sína spottakorn frá veginum, og málaði í óða önn. Henni var nautn í því að mála. Hún hafði getað gert alt mögu- legt annað, hefði hún viljað, til dæmis alls ekki neitt, þvi að hún var dóttir ríks súkkulaðikaup- manns. En það vildi hún ekki, hún vildi vinna fyrir sjer sjálf. Hún elskaði listir, og þar sem hún hafði hæfileika til þess, þá lagði hún stund á málaralist. Hún valdi sjer kunningja meðal listamanna og hagaði lífi sínu eins og þeir. Sem listakona kall- aði hún sig Josiane Benard, þótt hún í raun og veru hjeti Bemard. Þetta litla r, gerði það að verk- um, að hún slapp við að heyra þetta eilífa: Ah......... dóttir súkkulaðikonungsins! Bernard gamli var ekkjumað- ur, og elskaði dóttur sína mjög. Hann Ijet hana sjálfráða, þótt honum væri það á móti skapi. Hann hafði áður verið óbreyttur verkamaður, en var nú einn rík- asli maður landsins, og hann hafði hugsað annað fyrir dóttur sinni. Hans heitasta ósk var að dóttir hans giftist aðalstitli, en þar mætt hann hinni horðustu mótspyrnu hjá Josiane. Hún vildi ekki giftast titli, heldur manni eftir sínu eigin höfði. Josiane var einmitf að liugsa um alt þetta, þegar hún 'heyrði ógurlegt brak og bresti á bak við sig. Það var einhver, sem hafði ek- ið bílnum sínum á trje við veg- inn. Jósiane hljóp til og sá ungan mann skreiðast út úr vagninum. — Hafið þjer meitt yður? kall- aði hún upp. — Nei, það held jeg ekki! Hann þreifaði á sjer öllum og brosti, og aðgætti svo bílinn. — Jæja, jeg hefi sloppið vel út^úr þessu, og bíllinn hefir held- ur ekki orðið fyrir neinum veru- legum áföllum. Hann liló eins og drengur, og hláturinn smitaði Josiane. -— Hvemig gátuð þjer nú ekið svona um hábjartan daginn. — Það er von að þjer spyr jið! En það var nú annars yður að kenna. — Mjer? Hvernig þá það? — Auðvitað! Fyrst þjer vor- uð þarna, þá gat jeg ekki stilt mig um að horfa á yður. Eins og þjer vitið, þá getur stundum komið fyrir, að maður gleymi öllu í kringum sig! Hann fylgdi henni eftir þegar liún snjeri aftur að málaragrind- inni^inni. — Það er mjög fallegt, þetta sem þjer eruð að mála þarna. Nú iðrast jeg ekkert eftir, að jeg skyldi stansa. t— Litirnir eru ef til vill nokk- uð harðir. — Það má vel vera. En þjer hafið hæfileika. — Eruð þjer sjálfur málari? — Nei, sagði liann hlæjandi, svo að skein i allar tennurnar. — Jeg hefi ekki hugmynd um hvern ig á að halda á pensli. En mjer þykir mjög gaman að málverk- um. I fyrsta lagi af því að mjer þykja listamenn mjög aðlaðandi fólk, óg ekki síst þegar þeir líta út eins og þjer, ungfrú. En hvað sem því líður, þá þykir mjer vænt um að jeg skyldi ekki drepa mig. — Já, þá hefði jeg aldrei feng- ið að heyra hvernig yður litist á myndina mína. — Nei, það er satt. En þjer hefðuð kanske líka helst viljað komast hjá þvi? Hún hló ertnislega og svaraði ekki. Svo hjelt hún rólega áfram að mála, til þess að missa ekki af hinum fögru litum sólseturs- ins. Hann.beið rólegur og horfði á hana. Við og við skiftust þau á örfáum orðij^n. Alt í einu hætti hún og byrj- aði að taka saman áliöldin. — Farið þjer aftur til Tours? Hún sagði honum, að liún byggi þar ein á gistihúsi. — Hvar? spurði hann. —Hversvegna spyrjið þjer? — Af því að jeg 'ætla að búa þar líka. — Heyrið þjer nú! Þjer getið alveg eins gert yður það Ijóst strax, að þjer þurfið ekki að gera yður neinar vonir mjer við- víkjandi. — Verið þjer nú ekki að gera yður slíkar hugmyndir um mig. Mjer geðjast vel að yður sem íjelaga, blátt áfram. Og það er sem slíkur, að jeg vil lialda við kunningsskap við yður. Ekkert annað. — Hm! Fjelagi. Ætli það sje nú bara af fjelagslyndi, að ung- ur maður veltir trjám um koll, af því að hann er að góna á eftir ungum stúlkum? — — Þau borðuðu miðdegisverð saman á gistihúsinu í Tours. Hann sagðist heita Jean Darcy, foreldralaus umferðasali fyrir út- varpstækjaverksmðju. Áður en þau skildu, lofaði liún honum að hitta hann aftur daginn eftir á sama stað. Næsta hálfan mánuð hittust þau á hverju kvöldi þegar dags- verkinu var lokið. Það var al- drei minst einu orði á ást, og ljet hún, sem hún væri hrifin af því, en með sjálfri sjer var hún ef til vill dálítið vonsvikin. Þau hittust aftur í Pai-ís og hann kom á hverjum degi upp á mál- arastofuna hennar, og þau voru altaf jafnánægð með livors ann- ars fjelagsskap. En hann hafði aldrei neina hugmynd um, að liún væri „dóttir súkkulaðikon- ungsins.“ Dag nokkurn þegar hann kom upp í málarastofuna á öðrum tima lieldur en hann var vanur, hitti hann fyrir nokkrar ungar stúlkur, sem voru frænkur Josi- ane, og án þess að vita það, komu þær öllu upp um ætterni hennar. Svo fóru þær og hann varð einn með Josiane. Hún varð eyði- lögð, þegar hún þóttist geta ráð- ið af hinum dimma svip hans að samband þeirra værl búið að missa hina gömlu stemningu. — Hvað gengur að þjer? sagði hún, og reyndi að tala með sínu venjulega látbragði. — Hvað koma þessar upplýsingar okkar kunningsskap við ? — Mjög svo .... og f jandinn liirði það! Nú, svo að þú ert dóttir súkkulaðikóngsins og erf- inginn að öllum miljónunum. Hversvegna hefir þú blekt mig? — Hversvegna? Vertu nú skyn samur, Jean. Það getur þó ekki á neinn hátt hindrað okkur í því að vera kunningjar, þar sem þú þekkir mig einungis sem málara. — Nei, ef jeg hefði bara htið á þig sem málara. Undrandi horfði liún á hann. — Hvernig leist þú þá á mig? Spurningin var óþörf, liún las svarið alt of greinilega i hinum áhyggjufulla andlitssvip lians, og hún gat ekki betur sjeð en að honum lægi við. gráti. — Nú, þegar alt er ónýtt hvort sem er, þá get jeg vel sagt það: Sem þá stúlku, sem jeg ætlaði að giftast með tímanum .... — Lofaðu mjer því að koma aftur á morgun, og alt verði eins og áður milli okkar, sagði Josi- ane brosandi, um leið og hún fylgdi lionum til dyra. Þegar hann kom til hennar daginn eftir, sagði hún umsvifa- laust: — Jeg þarf að gera játningu. Jeg liefi sjálf farið bónorðsför til pabba — fyrir þina liönd. Nú er alt í lagi .... — Er það satt, en þa. . . . — Það er mjer sama um. Hann hefði hvort sem er aldrei fengið mig til þess að giftast ein- hverjum aðalsmannssyni. Jean varð hugsandi noklcur augnablik. Svo sagði liann ertn- islega: — Maður á aldrei að segja aldrei, stúlka mín, og jeg er lnæddur um að þú verðir að gera eins og pabbi þinn vill .... — Aldrei að eilífu! sagði hún hrygg og reið. — Hvernig getur þú ráðið mjer til annars eins. — Jú, sjerðu. Jeg vildi líka fá stúlku, sem væri eflir minu höfði og nú á dögum eru það svo margar stúlkur,sem giftast vegna HÚSNÆÐISLAUS! Hjer er ein móðirin, sem mist hefir hús og lieimili við sprengju- árásir i stríðinu. STÆRSTI TÓPAS-STEINN í heimi er um þessar mundir til sýn- is á Harvard-háskóla i U.S.A. Hann fanst suður í Brasilíu og er talinn 100 miljóna ára gamall. Ástin er eins og landfarsóttirnar, því hræddari sem menn eru við hana því auðveldar smitast þeir af henni. Chamford. Þjóðfjelagið er samansett af tveim- ur stjettum: þeim, sem hafa meiri mat en matarlyst, og þeim, sem hafa , meiri matarlyst en mat. I Chamford. Upphaf og endi ástarinnar er oft hægt að þekkja á því, að fólk verð- ur vandræðalegt þegar það er saman. La Bruyére. nafnsins svo .... jeg er d’Arcy greifi. Nú var komið að Josiane að reka upp stór augu. Svo hallaði hún höfðinu upp að öxl hans og sagði: — Það verður þá að hafa það. Mjer er alveg sama — bara ef jeg hef þig. En skrítið er það nú samt, að pabbi skyldi fá sitt fram — þrátt fyrir alt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.