Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 spui-ningin mikla. Lítt vant ferða fólk gerist oft óþolinmótt, þeg- ar það verður að bíða — jafnvel þó á hættulausum friðartímum sje — og þessvegna munu flestir geta skilið, að talsverð óþreyja var í mörgum af ferðalöngun- um, einkum þeim, sem virtust halda, að þessi heimferð öll væri vandalaust'verk, og að alt liefði gengið miklu betur, ef þeir hefðu ráðið ferðinni og undirbúið liana. En þesslconar harnasjúkdómar gleymast fljótt og láta ekki 'eftir sig neinar bilanir á sálinni, held- ur þvert á móti ofurlitla reynslu, sem keniur þeim að lialdi siðar, sem ekki eru orðnir svo alvitrir, að þeir geta ekki lært meira. Þann 26. sept. — daginn eftir að við komum til Stokkliólms — var fáni dreginn að hún víðs- vegar í borginni og íslenski fán- inn blakti fyrir utan skrifstofu sendisveitarinnar, á Walhalla- vágen 134. /Einhver prakkari hafði orðið til þess að ljúga því í sumt ferðafólkið að öll þessi í lögg væru við hún vegna komu íslendinganna til Stokkhólms, og trúðu því furðii margir. En svo „upplýstist“, að Kristján konimg- ur tíundi ‘væri sjötugur þennan dag, og urðu þá margir í vafa um, livort verið væri að flagga fyrir þeim eða konunginum. — Hvað um það, — vist er um liitt, að konungi var sent heillaskeyti frá heimferðarfólkinu, en sam- sæti var vitanlega ekki liægt að halda! Eina samsætið í ferðinni var hinsvegar lialdið daginn eftjr, af sænska fjelaginu Norden og fje- laginu Sverige-Island og boðið öllu ferðafólkinu ásamt ymsum fslendingum í Stokkhólmi. Stóð hófið á „háaloftinu“ i Esselte, en því nafni heitir nýlegt stór- hýsi við Vasagatan með stórum samkvæmissölum á efstu hæð- inni. Góðgerðirnar voru öl og pylsur ásamt snapsi, sem eigin- lega ekki var innifalinn í boð- inu, en varð þó ókevpis, því að frú Ahlmann, kona Ahlmanns jarðfræðings, liafði útvegað eld- vatnið ókeypis. Samsætið setti fyrverandi forseti Norden, Gabr. Thulin stjórnarráð, með einkar hlýlegri ræðu. En aðalræðuna fiutti Ahlmann prófessor af hálfu Svía, en þeir Finnur Jónsson alþm. og Villi. Finsen af fslands liálfu. Eftir þessar ræður kom Ake Claesson, Belhnannssöngv- arinn frægi, sem lijer var fyrir nokkrum árum, upp á pallinn og söng marga „epistla“ við mikinn fögnuð áheyrenda, en Einar Fors- Bergström hlaðamaður talaði nokkur orð fyrir minni Dan- merkur, Noregs og Finnlands, og sungu allir þjóðsöngvana á eftir, en Karl Steenberg yfirkennari, ritari sænska Norden, ljek undir. Einnig hjelt H. J. Hólmjárn ræðu. Skemti fólk sjer hið hesta í hófinu, en þvi lauk með söng og dansi um miðnætti. Þarna hittist ferðafólkshópurinn í fyrsta skifti undir einu þaki og upp- Nalionahialleriet, aðalmálverkasafn Svíþjóður. götvuðust þá ný andlit kunn- ingja, sem ekki liöfðu vitað hvor- ir af öðrum. Núverandi formað- ur Norden, „overstathállare“ Stockhólms, Thorsten Nothin, kom þegar á leið kvöldið. Og frú Buréen, ritari Norden, var alstað ar nálæg til að greiða fyrir gest- unum og mun undirbúningur samkvæmisins hafa livílt að mestu leyti á herðum hennar. En ekki veit jeg, hvort hún hefir nokkurntíma fengið rúgbrauðs- miðana fyrir þessum 20 pundum af hrauði, sem við átum um kvöldið. f Stokkliólmi getur mað- ur nefnilega ekki fengið brauð- hita á veitingastað eða gistiliúsi nema gegn brauðmiða, og sama ei að segja um sápustykki í svefnherhergið sitt. Besta veður var eiginlega all- an tímann, sem við vorum í Stokkhólmi, að undanteknum tveimur vætfttíögum. Síðdegis á sunnudaginn ljetti betur til en nokkurhtíma liafði gert áður síð- an við komum og var þá fagurt útsýni ofan af Vestra Bron, yfir horgina og'upp til Málaren. — Tiskuhverfið í Norra Málarstrand blasti við og yfir sáust kirkju- turnar og stórhýsi á aðra hlið, en hinar sundurleitu byggingar á Södennalm á hina. Það er óvenjulega kyrt í horg- inni. Stokkhólmur undanfarinna ára var frægur fyrir mikla bif- reiðaumferð og hana hraða, en nú er umferðin lilil og bifreið- awiar aka liægt. Bensínið er skamtað' í Stokkhólmi og skamt- urinn er að sama skapi naumur sem liann er dýr. En nýtt fyrir- bæri er komið á göturnar. 'Það eru hifreiðar með viðarkola- hrenslu, hifreiðar með gasbelg ofan á og hifreiðar með tvihjóla vagni aftan i. Á þessum vagni er ketill mikill, sem vinnur gas úr skógarviði og er þvi veitt inn í hreyfilinn. Áhald þetta kostar um 3000 krónur, en áætlað er, að það borgi sig á einu ári, með verðmuninum, sem er á hensín- inu og viðargasinu. En auðvitað er gasið aflminna en gott bensín. Gashifreiðarnar vilja verða stað- ar í hröttum brekkum og á þung- um vegi, ef hleðslan er mikil á hifreiðinni, 'og liraðinn er auð- vitað nokkru minni en á hensín- bifreiðum. En þetta verða Sviar að gera sjer að góðu og mögla ekki. Þeir mögla ekki heldur, þó að þeim sje bannað að nota heitt vatn frá miðstöð nema einu sinni eða tvisvar í viku og 'þó að skemtistöðunum sje lokað fyr en venja var til. þeir hafa fundið Stadslmsét — eða ráðhúsið — í Stckkhólmi, er frœffasta bijgging Norð nrlanda, þeirra sem bygðar hafa ver- ið á þessari öld. Hjcr sjer á þá hlið- ina, sem veit að útrásinni úr Malaren alvöru stríðsins í fullum mæli, þó að enn hafi þeim tekist að lialda sjer utan við hildarleik- inn. En undanfarnir mánuðir hafa Teynt á taugar þeirra, hræðslan við yfirvofandi skelf- ingar er mikil og hræðslan við ýmsa grunsamlega gesti, sem eigi geta gert'ljósa grein fyrir erindi sínu, er líka mikil. En þetta er horið með stillingu. Enginn fjargviðrast, enginn þexar eða heldur hrókaræður. Þó að Sviar sjeu langsamlega stærsta þjóð Norðurlanda, þá tala þeir engir eins og þeirra væri ríkið og mátt- urinn. En ef til vill hafa þeir orðið að hugsa meira en sumir aðrir, sem 'hærra tala. Táknmynd hinnar núverandi Svíþjóðar hirtist okkur undir stálh jálmum landamæravarðanna i Eiðskógi, er við komum inn i landið hjá Chai'lottenberg. And- litin voru alvarleg, menn bitu á jaxlinn, eins og þeir vildu láta sjá á sjer, að'þarna væru menn, sem töluðu lítið en gerðu þess meira. Gerðu þetta eina: skyldu sína. „Gör din plikt“, stendur á mörgum auglýsingum í Sviþjóð núna. Andlitsmyndin sænska var að vísu öðruvísi í Stokkhólmi en meðfram gaddavírsgirðingunum við 'landamærin að Noregi, en hún kom aftur svo ósvilcin, að ekki var um að villast, er við færðumst norður á bóginn, ekki síst á leiðinni frá Boden til Hap- aranda, norðaustasta hæjarins i Svíþjóð, við landamæri Finn- lands. Svíþjóð hefir á liðnu sumri gerl meira en nokkurntíma í sögu sinni til þess að efla her- varnirnar og vera viðbúin því að verja hlutleysið. Þar hefir þagn- að „dægurþras og rígur“, þar eru allir samtaka um að reyna að verja hlutleysið til að bjarga sjálfstæðinu. Þar er einhuga þjóð, sem kann að gera mun á aðalatriðum og aukaatriðum og er fljót að koma þjóðhættulegum röddum undir lás. „Gör din plikt“ — það er einkunnarorðið. Víkjum nú aftur að okkur sjálfum. Þegar setið'var að snæð- ingi á gistihúsunum okkar sunnudaginn 29. sept. rjett eftir hádegið, barst loks skeyti um, að Esja væri gefin laus aftur og hefði haldið af stað þá um morguninn. Á að giska tveggja daga sigling er frá Þrándlieimi Frh. á bls. lb.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.