Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.11.1940, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs og liðnir. Johan P. E. Hartmann. 1805—1900. Um langan aldnr hefir mátt telja Dani með helstu tónlistarmenningar- þjó'ðum Norðurálfu og lengi hefir Kaupmannahöfn verið miðstöð tón- listarmenningar Norðurlanda. En drýgstan skerfinn til þess, að auka veg danskrar tónlistar, lögðu þeir Hartmann og 'Gade. Hejjr starfs þeirra og áhrifa mikið gætt i dönsku tónlistarlifi og mikið verið á því bygt, sem þeir lögðu grundvöll að, og mun svo verða enn lengi. Enda halda Danir minningu þessara tveggja mætu tónskálda sinna mjög í heiðri. Til Khafnar koma flestir merk- ustu tónsnillingar heims, og þykir talsvert um það vert, hvernig þeim er tekið þar, því að hljómleika- gestir eða tónlistaráheyrendur eru mjög orðnir góðu vanir og þvi vand- iátir, jafnt við sína eigin tónlistar- menn sem erlendu snillingana, og vandlætingasemi danskra tónlistar- gagnrýnenda þykir jafnvel oft nálg- ast það að keyra úr hófi. Sjálfir hafa Danir átt allmarga merka tónlistarmenn, en fáir þeirra hafa þó verið það stórbrotnir, eða þrekmiklir í framsókn, að þeir liafi lilotið Evrópufrægð eða alheims. Ef- laust hefir t. d. Hartmann gamli ver- ið eitthvert allra merkasta tónskáld- ið, sem Danir hafa átt, en þó að ýmsar hinar stærri tónsmiðar hans hlyti mjög lofsamleg ummæli ýmsra merkustu tónsnillinga erlendra, sem uppi voru samtímis honum, eins og t. d. Schumanns og Hans von Biilows, varð Hartmann aldrei áberandi per- sóna utan Danmerkur. Nokkur þess- ara verka voru að vísu flutt erlendis og fengu góða dóma. En svo náði það ekki lengra. Ekki var það þó fyrir það, að ‘Hartmann stæði ekki á sporði ýmsum þeim, sem mikið voru dáðir í hljómleikasölum og óperuleikliúsum um svipað leyti og hann kom fram með sín verk. En Hartmann mun verið hafa lítt til . þess fallinn að ryðja sjer braut á erlendum vettvangi með hávaða og olnbogaskotum, það var svo fjarri skapgerð hans. Eri í danskri og nor- rænni tónlist er hann í fremstu röð. Og það af tónsmíðum hans, sem sjer- staklega er danskt, er Dönum kær- ara en flest annað hliðstætt, enda er það einróma álit hinnar uppvaxandi, dönsku tónlistarkynslóðar, að hversu miklir og þungir sem sjeu nýju straumarnir, sem berast inn yfir danska tónlistarmenningu „utan að“, þá eigi hin unga kynslóð þó „Hart- nrann gamla“ ákaflega mikið að þakka. T. d. hefir ekkert tónskáld sungið ljúfari danska söngva en Hartnrann. Hjer hjá oss, úti á íslandi> var Hartmann mjög vinsælt tónskáld fyrir og um aldamótin. Mentamenn, sem nám stunduðu við Hafnarhá- skóla fluttu liingað heim nreð sjer mörg af karlakórslögum lians, sem hann hafði samið fyrir stúdenta- söngfjelagið „sitt“ og urðu ákaflega vinsæl, og önnur lög, sem hjer urðu á hvers manns vörum, eins og t. d. „Svíf þú fugl“. Og ungar meyjar, sem um þær mundir voru að læra á slaghörpu, byrjuðu oftast á því, að stauta sig fram úr smálögum Hart- manns. Johan Peter Emilus Hartmann hjet hann fullu nafni og var fæddur i aupmannahöfn 14. maí 1805. Faðir hans var organisti við Garnisons- kirkjuna í Khöfn, en afi hans var atkvæðamikill tónsnillingur (fiðlari og hljónrsveitarstjóri) sem getið hafði sjer góðan orðstir í Þýska- landi, en síðar varð „hirðfiðlari konungs“ í Khöfn, og hljómsveitar- stjóri í Kgl. leikhúsinu. (Talið er, að hann sje liöfundur lagsins: „Kong Kristian stod ved Höjen Mast). Þó þess gætti snemma, að Jolran Hartmann var mjög hneigður til tónlistariðkana, var þvi lítið sint, en honum ætlað „að ganga mentaveg- inn“. Einhverja tilsögn fjekk hann þó ungur á píanó og orgel, og svo varð hann fær organleikari á barns- aldri, að hann ljek oft á orgelið í Garnisons-kirkjunni við guðsþjón- ustur, í forföllum föður sins. Síðar naut hann góðrar tilsagnar í fiðlu- leik hjá J. F. Frölicli, sem talinn var ágætur kennari, gáfaður og vel ment- aður tónlistarmaður. Og svo góðum tökum náði hann á fiðlunni, að 15 ára gamall gat hann debúterað með jafnaldra sínum einum, álíka slyng- um, á hljómleikum, sem „Selskabet for Musikens Udbredelse“ efndi til. Ljeku þeir „konsert“ fyrir tvær fiðlur eftir Joseph Moralt, og þóttu standa sig prýðilega. En annars var þegar í þvi fólgin mikil viðurkenn- ing, að fú að koma fram á opinber- um hljómleika þessa virðulega fje- lags. En nú vildi svo til, að einhverju sinni heyrði tónskáldið Weyse, Hart- mann leika á orgelið í Garnisons,- kirkju og fór síðan að grenslast frekar um þennan dreng. Hann þótt- ist sjá hvað í honum bjó og hvatti foreldra hans rnjög til þess, að leyfa drengnum að fylgja köllun sinni. En sjálfum var drengnum ekkert hugþekkara en að mega gefa sig allan við tónlistinni. Þetta varð til þess, að honum voru gefnar nokkuð óbundnari hendur en áður, þannig að nú var honum leyft að eyða meiri tíma til tónlistarnámsins. En þó varð hann að halda bóknáminu á- fram. Og stúdent varð hann 1822 og lögfræði-kandídat 1828. Að loknu námi gerðist hann síðan starfsmaður á skrifstofum borgarhervarnanna í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi í nær fimmtíu ár. Tilsögn í hljómfræði og instrú- mentatíon fjekk Hartmann mjög litla, og mátti því heita, að hann væri sjálfmentaður á þvi sviði, — en vel mentaður engu að síður. Nítján ára gamall tók hann við organleikarastöðunni í Garnisons- lcirkju, eftir föður sinn. En ári sið- ar (1825) þreytti liann hina raun- verulegu frumraun sína sem tón- skáld, með kantötunni „Orglets Pris“. Árið 1828 varð hann kennari í söng, hljómfræði og á slaghörpu við tónlistarskóla í Khöfn, sem kend- ur var við Siboni, og gegndi þeim störfum þangað til skóli þessi var lagður niður, árið 1841, og urðu ýms- ir nemendur hans frá þesum árum, síðar nafnkendir tónlistamenn. Árið 1832 saindi Hartmann melo- dramatiska tónsmíð við hið fræg; kvæði Oehlenschlagers: „Gullhorn- in“ og um svipað leyti söngleikina Hrafninn (1832) við teksta eftir If. C. Andersen, og Víkingana (1835) við teksta eftir H. Herz, og loks Sýmfóníu nr. 1 í g-moll, sem liann tileinkaði þýska fiðlusnillingnum L. Spohr. Voru öll þessi verk flutt opinherlega i Kaupmannahöfn og tekið vel, og sum þeirra voru einnig flutt i Þýskalandi. Þrisvar að minsta kosti, fór Hart- mann til útlanda, til þess að afla sjer mentunar og „sjá og heyra“, — 1836 til Berlínar, Dresden, Prag, Vínar, Múnchen og Parísar, — Qg síðar, 1839 og 1841 til Þýskalands. í þess- um ferðum kyntist hann ýmsum liin- um merkustu tónsnillingum, sem þá voru uppi, svo sem Spontini, Chop- in, Rossini, Cherubini, Spohr, Men- delssohn, Schumann og Liszt. Urðu þessar ferðir honum til mikillar uppörvunar, 'þvi að þessir kollegar hans dáðu mjög verk hans, og margt lærði hann. Og þegar liann kom heim úr fyrstu utanförinni, gerðist hann miklu umsvifameiri sem tón- skáld, en han hafði áður verið, og tók mikinn þátt í opinbcru tónlistar- lífi í Kaupmannahöfn. Hann átti t. d. mikinn þátt í stofnun danska tón- listafjelagsins (1836), var formaður þess frá 1839 ‘til 1892, og dáður og elskaður formaður danska stúdenta- söngfjelagsins frá 1868 til dauðadags. Að Weyse látnum, varð H. organ- isti í Frúarkirkju, og þegar „Nýi tónlistarskólinn" (nú Det kgl. Mus- sikkonservatorium) var stofnað (1867), varð H. einn af þremur fyrstu stjórnendum hans (hinir voru Gade og Paulli) og var jafnframt kennari skólans í kontrapunkt-fræði. Árið 1849 var hann sæmdur pró- fessorsnafnbót, og á 50 ára organ- jeikara-afmæli sinu (1874) var hann kjörinn heiðurs-doktor af Hafnar- háskóla. Hartmann kom víða við í skáld- skap sínum og eru verk hans bæði mikil að vöxtum og fjölbreytileg að formi og efni. Hann samdi .t d. 3 óperur, 2 sýmfóniur, 1 fiðlusónötu, tvær píanósónötur, eina orgelsónötu, ýmisleg stór kórverk, píanótónsmíð- ar, einsöngslög við þýska og danska teksta, kantötur og loks karlakórslög- in, sem áður eru nefnd. Margt af tónsmiðum Hartmanns er liklegt að lifa lengi enn. T. d. kantatan, sem hann samdi í tilefni af 400 ára af- mæli Hafnarháskóla, en hún hefir verið sungin oft síðan, þegar mik- ið hefir þurft til að vanda í tilefni af ýmsum merkisviðburðum i Dan- mörku, — lögin úr „Liden Kirsten“, kórlögin og einsöngslögin, og loks sálmalögin sum, en alls samdi hann um 100 sálmalög og andlega söngva. Þó að 'ekki verði talið, að Hart- mann næði Evrópufrægð, voru ýmis verk hans flutt í Þýskalandi og hlutu, viðurkenningu Of* lofsamleg um- mæli tónsnillinga, svo som sýmfóni- an í g-moll, sem flutt var í Cassel, forleikurinn að „Hákoni Jarli“ Oelilenschlagers, í Leipzig, óperan „Liden Kirsten" í Weimar o. s. frv. cn „Völuspá" er talin mest snildar- verk Hartmanns, — stórbrotnast og þróttmest. Að endingu þykir injer rjett að tilfæra lijer ummæli GViogs um Hartmann. Þau lýsa því nokkuð, hvert álit affrir snillingar höfðu á honum: „Fyrir heilum mannsaldri voru honnm opinberaðir drauinar okkar, — hinnar ungu norrænu kynslóðar. Fullkomið betrunarbús. — Gerið þjer svo vel og fáið yð- ur sæti! Það er fangavörðurinn, sem talar og fanginn sest á þægilegan stól. — Má jeg hjóða yður sígarettu? Gerið þjer svo vel. Nú skulum við tala um málið. Þeir saka yður um, að hafa verið að undirbúa samsæri hjerna! Þetta er ekki upphaf á sögu. Það er veruleiki úr nýja betrunarhús- inu í Le-wisburgh i Bandaríkjunum. Fangavörðurinn er Henry C. Hiil majór og fanginn getur verið hver sem er. Hann hefir gert sig sekan um undirróður, syndaselurinn, en vcr málstað sinn. Hann er haldinn blóðsjúkdómi, svo að hann þolir ekki hitann í smiðjunni, þar sem liann vinnur. Hann biður um að fá annað starf \Og lofar að gera sitt besta, ef liann fái það. Og hann fær það. Kjörorð betrunarhúss þessa er: mannúð og starf. Það er tilrauna- stofnun i baráttunni gegn hinni si- vaxandi glæpaöld Bandaríkjanna. — Tilgangurinn er sá, að betra fang- ana, verja þá þvi að þeir sæki i sama farið er þeir losna aftur, og gera þá að gagnlegum borgurum í þjóðfjelaginu. í þessu augnamiði hefir fangelsið keypt land og komið sjer upp stór- um búgarði, með svínarækt, naut- griparækt, mjólkurbúi o. fl. Þar vinna „gestirnir“ átta stundir á dag og alt er gert til þess að reyna að láta þá gleyma því, að þeir sjeu fangar. Þarna er einnig stálhús- gagnagerð, trjesmíðástofa, smiðja og ýmislegt annað, svo að úr sem inestu sje að velja fyrir fangana og þeir geti fengið það starf, sem þeim hent- ar best. Þarna eru líka skólar, leik- fimishús og söngkensla og vitanlega liafa fangarnir knattspyrnufjelag. — Klefarnir eru ekki stórir, en bjartir og heilnæmir. Þegar nýr fangi kemur á hælið er hann rannsakaður að staðaldri fyrsta mánuðinn, bæði á likama og sál, af læknum þeim, sem eru við liælið. Hann getur verið veikur i maganum, tönnunuin eða taugunum og fangelsinu er skylt að hæta úr þessu, ef hægt er, svo að fanginn nái fullu jafnvægi. Einkum er lögð áhersla á að bæta sálarástand hans og jafnfraint er kunnátta hans próf- uð. — í Lewisburgh eru 1200 fangar og hver þeirra liefir sitt spjald þar sem alt er tilfært honum viðvíkj- andi, sem fangavörðurinn og lækn- arnir þurfa að vita. Með línuriti er sýnt viku eftir viku, hvernig fang- inn gegnir starfi sínu og hvernig hegðun hans er. Ef línan hækkar, þá vita læknarnir, að fanginn liefir fengið starf, sem honum hentar, en ef ekki, þá er reynt að komast að því, hv^rju ábótavant sje og bæta úr þvi. Einstaka maður reynist alls óhæfur til allrar betrunar og er liann þá settur i annað fangelsi. En flestir fangtarnir taka undraverðum framförum og verða eins og nýir menn. í Drekklð Egils-öl J ^»*.»V-*.«*-*-*.*-* -***.»-*.♦*-* ♦-*•-*• Hinar göfugustu og djúptækustu hugsanir,'sem heil kynslóð hefir síð- an lifað á, varð han,n fyrstur til að láta i ljós, fyrstur til að láta endur- óma í oss“. Hartmann varð fjörgamall, eða tæpra 95 ára, og ljest í Kaupmanna- liöfn 10. mars aldamótaárið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.