Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraflflaraþankar. Afleiðing þess, að Þjóðverjar hafa lýst yfir útvikkun hafnbannsvæðis- ins, þannig, að það nái til hafnanna kringum ísland, svo og það, að þrjú íslensk skip hafa farist af ófriðar- völdum, hefir meðal annars orðið sú, að fólk hugsar til brottflutnings úr bæjunum af meiri alvöru en áður. Og einmitt um sömu mundir hefst starf- semi fjelaga þeirra, sem starfa að sumardvöl barna í sveit, fyrir al- vöru. í stuttu ávarpi i útvarpinu, í vik- unni sem leið, lýsti Þorsteinn Schev- ing Thorsteinsson nokkuð starfsemi undanfarinna ára fyrir börnin og gerði grein fyrir áformum hinnar sameiginlegu nefndar Rauða Kross- ins, Barnavinafjelagsins Sumargjöf og Barnaverndarráðs, viðvíkjandi starf- seminni i sumar. En það er takmark nefndarinnar, að sem flest börn inn- an 14 ára komist i sveit og dvelji þar lengur en venjulega. Nú munu börn innan 14 ára vera eigi færri en 9000 hjer í Reykjavík og má marka af því, hve mikið verkefni hjer er fyrir hendi. Fjöldinn allur af þessum börnum á framfærendur, sem sjálfir geta út- vegað börnunum sumarvist eða greitt meðlag með þeim að fullu eða miklu leyti. En hin börnin eru líka mörg, sem ekki eiga aðstandendur, er stað- ist geta þann kostnað, að senda börn- in frá sjer. Hjer reynir þvi á fórn- fýsi almennings, því að þetta er máske stærsta hlutverkið, sem stoðar hefir verið beðið til að framkvæma. Á sumardaginn fyrsta liefir mörg undanfarin ár verið fjársöfnun til þess að styrkja dvalarheimili og starfsemi „Sumargjafar". í ár verður samskonar fjársöfnun, sem gengur til saméiginlegra starfa áðurgreindrar nefndar: að koma börnunum í sveit, ýmist á einkaheimili eða stærri dval- arheimili, er höfð verða í sveitaskól- um eða öðru viðunanlegu húsnæði. En fjársöfnun þessi verður undir stjórn formanns „Sumargjafar“, ísaks Jónssonar kennara, sem áður hefir unnið ómetanlegt starf fyrir þetta fjelag. Það tnun öllum skiljanlegt, að þó að oft hafi verið góðar undirtektirn- ar á sumardaginn fyrsta, þá þurfa þær að verða miklu betri nú. Og þess ber einnig að gæta, að meðal almenn- ings er nú meira um peninga en verið hefir nokkurntíma áður. Það er þvi vonandi, að Reykvíkingar sýni á eftirminnilegan hátt, að þeir vilji ekki láta gott málefni synjandi frá sjer fara. Þörfin er svo mikil, að hún hefir aldrei verið meiri. Þess- Dr. Jén Helgason bisknp: TÓMAS SÆMUNDSS0N Hinn 17. mai næstkomandi eru liðin 100 ár síðan maðurinn, sem Jón Sigurðsson sagði um: „Iiann var ís- lands í innilegasta og algjörðasta skilningi“ andaðist austur á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, aðeins 34 ára gamall. Tómasi Sæmundssyni auðnað- ist, þó að æfi hans yrði ekki löng, að eignast ódauðlegan sess í ineð- vitund þjóðar sinnar, og jafnan mun hans verða getið, sem eins af merk- ustu sonum þjóðar sinnar. Það er þvi vel farið, að íslending- ar hafa loks eignast ítarlega æfisögu þessa brautryðjanda og eldhuga sinn- ar samtiðar. Þegar liundrað ár voru liðin frá fæðingu lians, árið 1907 gaf dóttursonur hans, dr. Jón Helgason síðar biskup, út brjef hans, og liafa þau eflaust orðið til að auka stórum kynni þjóðarinnar af Tómasi Sæ- mundssyni, því að livorttveggja er, að Fjölnir, sem geymir flestar þeirra ritgerða, er eftir Tómas liggja, er í fárra manna höndum, og svo liitt, að einmitt brjefin gefa eigi siðri mann- lýsingu, heldur máske fyllri, en nokk- ur ritgerð getur gefið á höfundi sín- um. Nú hefir dr. Jón biskúp Helga- son ritað æfisögu síra Tómasar, mikla bók, yfir liálft þriðja hundrað blað- siður í stóru broti, svo að eigi verð- ur annað sagt, en hann skiljist vel við ininningu þessa merka forföður síns. En Isafoldarprentsmiðja hefir gefið bókina út. Inngangur bókarinnar er um Högnaættina, niðja síra Högna á Breiðabólstað, en hann var oft nefnd- ur prestafaðir og ekki að ástæðu- lausu, því að hann átti átta sonu, sem allir urðu prestar. En niu voru dætur lians. Var Tómas Sæmunds- son sonarsonarsonur hans. Þá tekur við sjálf æfisaga Tómasar og skiftist hún í þrettán kafla: I: Uppvaxtar- og skólaár, II: Hafnarárin, III: Suður- landaferðin, IV: Hafnardvölin 1834. — Útgáfa Fjölnis fullráðin, V: Al- kominn heim, VI: Sveitaprestur og prófastur, VII: Kennimaðurinn, VIII: Sambandið við samherjana, IX:‘ Rit- höfundurinn, X: Undirtektir lands- manna, XI: Heimilishagir, XII: vegna skulu allir minnast þess, að gera eigi aðeins skyldu sína, heldur meira en skyldu sína á sumardaginn fyrsta. Þyngsta baráttan, XIII: Niðurlag. — Ennfremur fylgir bókinni heimilda- skná og nafnaskrá. Af þessari niðurröðun efnisins má nokkuð ráða, live yfirgripsmikil og alhliða þessi nýjasta bók dr. Jóns biskups muni vera. Það er kunnugt af eldrí æfisöguritum þessa höfund- ar, hve þekking hans á sögu þjóðar- innar og þá ekki síst persönusögu er alhliða og ítarleg, og væri ólík- Iegt, að rannsóknir hans á æfi hins stórmerka ættjarðarvinar, sem hon- um er svo nákominn, hefði orðið útundan hjá liinum sistarfandi fræði- manni. Enda gefur æfisaga þessi svör við flestu eða öllu því, sem lesand- anum dettur í hug að spyrja um. Sögulietjan birtist lesandanum ung- ur i föðurgarði, sem námsmaður i framandi landi, sem ferðamaður suð- ur i Evrópu á ókunnum stigum, sem engir íslendingar röktu í þá daga, sem prestur og búhöldur, sem þjóð- málaskörungur, sem berst ldífðar- laust við svefn sinnar eigin samtíð- ar og lætur aldrei undan síga. Og að lokum kynnist maður baráttu hans við hinn þunga sjúkdóm, tæringuna, sem náði tökum á honuin veturinn, er hann dvaldi í Paris á heimleið úr Frh. á bls. U. Biskupsfní Marie Helgason varð 75 ára 5. apríl. Pðll ísólfsson orpelmeistari. átti 2. þ. m. 25 ára afmæli sem starf- andi hljómlistarmaður á íslandi, þvi að þann dag árið 1916 lijell hann fyrstu hljómleika sína i Reykjavík. Með Páli urðu í rauninni tímamót í hljómlistarlífi borgarinnar. Að vísu átti Island nokkra ágæta tónlistar- menn fyrir, en þeir höfðu hjer ekki fastan sainastað, heldur komu hjer sem farfuglar. Páll dvaldist að vísu nokkuð erlendis, eftir að hann hjelt fyrstu hljómleika sína hjer, og er hann fluttist liingað alfarinn nokkr- um árum siðar, liafði hann um stund verið orgelleikari í Tliomasarkirkj- unni í Leipzig, en hinn frægi kantor þeirrar kirkju, Straube, hafi verið lærifaðir Páls í tónmentinni. Páll liefir ávalt gert miklar kröfur til sjálfs sín og lika til áheyrenda sinna. Hann flutti ekki annað en hina vönduðustu tónlist, hann tók að sjer liið djarfa hlutverk að ryðja Bach og öðrum mestu tónsnillingum götu hjá þjóð, sem yfirleitt hafði ekki mikinn músíkþroska. Slíkt er oft vandasamt verk, og sumum þótli sú list, sem Páll boðaði, æði tor- melt. En með snilli sinni og smekk hefir honum tekist að þoka iniklu um, og liklega hefir enginn maður breytt tónlistarsmekk jjjóðarinnar meira en liann. Það er ekki orgelið eitt, sem Páll hefir notað í i hinu mikla starfi sínu. Hann hefir lialdið saman kór- sveitum og flutt almenningi tónverk, sem gera svo miklar kröfur, að fyrir 25 árum mundi það hafa verið talið óvinnandi verk að koma slíku á framfæri. Hann hefir stjórnað hljóm- sveitum og liann hefir unnið feikna- starf fyrir Tónlistarskólann, sem nú er orðinn undirstaða fjölbreyttrar tónmenningar hjer á landi. Þá er þess ógetið, live ve-1 hann liefir verið starfandi sem tónskáld. Auk margra sönglaga og smárra tón- smíða, má sjerstaklega geta kantötu hans, sem hann samdi í tilefni af Alþingishátiðinni 1930 og hlaut hina ágætustu dóma. Páll er enn ungur að aldri, þrátl fyrir þetta „jubileum" og þessvegna á hann vafalaust mikið starf óinnt af hendi, þjóðinni til heilla og heið- urs. — Drekkiö Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.