Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - GOSI heitir hún myndin hans Walt Dis- ney, teiknimyndarhöfu.ularins heims- fræga, sem eftir aö hafa skemt tug- um miljóna meö „Mickey Mouse“ og fjölda smærri mynda, rjeðst í það að búa til heilkvöldsmynd um „Mjall- livit og dvergana sjö“. Besti rithöf- undur Dana, Jóhannes V. Jensen, gerði sjer ferð til Walt Disney sið- ast er hann fór til Ameríku og sá þá „Mjallhvít" í smíðum. Og í pistl- um, sem liann skrifaði í dönsk blöð er hann kom heim, ljet hann svo ummælt, að af öllum skáldskap, sem hann hafði kynst í Bandaríkjunum í ferð sinni, væri enginn stórfenglegri en Mjallhvítarmynd Walt Disney. Nú er hjer í uppsiglingu á Gamla Bió næsta heilkvöldsmyndin, sem Walt Disney gerði á eftir „Mjallhvit“. Hún heitir Pinnochio og hefir verið skirð Gosi á íslensku, eins og sagan, sem myndin er gerð eftir og kom út hjer fyrir nokurum árum. Saga jjessi er eftir Italann Carlo Lorenzini, sem skrifaði undir nafninu C. Collodi, kom hún út á ítölsku fyrir 00 árum, en enskumælandi þjóoir kyntust lienni ekki fyr en um aldamótin. Varð hún brátt ein visælasta barna- bókin, sem völ var á, að sínu leyti eins og Mjallhvit, og þvi ekki nema eðlilegt, að Walt Disney veldi hana til að beita hugkvæmni sinni á. Gos>i er í raun og veru svolitill dauður strákur — úr trje, sem Gep- petto gamli trjeskeri hefir tálgað, eins og svo margt annað fallegt. Og honum líst svo vel á þennan smíðis- grip sinn, að hann óskar þess, að hann væri orðinn lifandi. Bláklædd álfamær kemur inn i stofuna þegar Geppetto er sofnaður og hlæs lií- andi anda í Gosa. En þarna er við- staddur annar ofurlítill peyi, sem Jimini Cricket heitir og hann gerir álfamærin að einskonar uppeldisföð- ur Gosa. Þeir Gosi og Jimini eru því einskonar andlegir tvíburar. Myndin hefst með því, að Jimini situr uppi á bókastafla og er að syngja vísu, en byrjar svo að segja söguna af sjer og Gosa og öllum þeim æfintýrum, sem þeir rata í. Þarna kemur hver persónan annari fáránlegri við sögu og allskonar skepnur og ófreskjur, því að engin takmörk eru því sett, hvað Walt Disney getur upphugsað og teiknarahópur hans fest á papp- írinn. Mynd þessi er tekin af RKO Radio Picture og er öll með litum (Tecni- color). Það eru alveg undursátnleg litbrigði, sem tekist hefir að fram- Ieiða í þessari mynd. Hún er í einu orði saat galdraverk. Kristleifur Þorsteinsson, fræða- þulur, að Stórakroppi, varð 80 ára 5. þ. m. Altaf, - en þó sjerstaklega á hátíðum og tylli- dögum, þurfa menn á Hárvötnum, Ilmvötnum og Bökunardropum að halda. Vjer framleiðlum þessar v3rur úr rjettum efnum með rjettu verði. Fá§t í öllum versluiiiiiu. Afengisverslun ríkisins TJOLD af öllum stærðum. fyrirliggjandi veiðarfæraverslun - Fálklnu er be§ta lieimilisblaðið. - Nú handprjóna inæðurnar fötin á litlu börnin sín, en þær nota eingöngu Gefj- unargarn, af því þær vita af reynslunni, að það tryggir best heilsu barn- anna. Notið eingöngu Gefjunar- garn í allan prjónafatnað. Or meira en 100 mismun- andi litasamsetningum að velja. —- Munið GEFJUNAR-prjónagarn. VERKSMIÐJUÚTSALAN Gefjiin - Iðunn Aðalstræti. - NÝJA BÍÓ - SWANEE RIVER. Þetta er mynd um Stephen Forster, draumlynda tónskáldið, sem heillað- ist svo af söngvum svertingjanna í suðurríkjum Ameríku, að hann ein- setti sjer að færa þá í aðgengilegan búning og gera þá almennings eign. Honum tókst það svo vel, að jjrátt fyrir svertingjahatrið í Ameríku urðu þessir söngvar Forsters — „Negro Ministrels" sem kallaðir eru, ekki aðeins með vinsælustu söngvum allra Bandaríkjamanna heldur liafa þeir einnig farið sigurför um mestan hluta Evrópu, ekki sist Fngland, og hafa náð þar litlu minni vinsældum en þjóðlögin ensku, írsku og skotsku. Þetta er verk Forsters, að varðveita þessi ljúfu og listrænu lög svertingja frá gleymsku. Jafnvel lijer úti á ís- landi hafa þessi lög Jengi átt vin- sældum að fagna, svo sem „My old Kentucky Home“, „Ó, Súsanna“ og „Swanee River“ eða „Old Folks at Home“. En sjálfur naut Forster ekki ávaxl- anna af f>essu mikilsverða starfi sínu. Hann var ógæfumaður í orðs- ins fylsta skilningi og barðist jafn- an við fjeleysi og raunir. Myndin er æfisaga hans og segir frá ástum hans og suðurríkjastúlkunnar Jane Mc- Dowell frá Louisville i Kentucky, en það var hún, sem stappaði i liann stálinu. Hann var ráðleysingi mikill og varð ekkert úr tónsmiðum sínum — þá fyrstu seldi hann fyrir 15 dollara kórstjóranum E. P. Christy, sem gerði lagið frægt og græddi stórfje á því. En þegar Forster reyndi að seija músíkforlögum verk sín þá fjekk hann þau jafnan endursend. Svo skall þrælastríðið á, og þá bakaði Forster, sem var norðurríkjamaður, sjer óvild þar nyðra með því að tón- setja svertingjalög. Varð þetta til að loka lionum öil sund um langt skeið, og draga hann niður í skítinn. Hann sigraði ekki fyr en á bana- stundinni, er lagið „Swanee River“ kom fyrir almennings eyru. Leikarinn Don Ameche fer með hlutverk Forsters í myndinni og fylgir hjer mynd af honum í liiul- verkinu. En mótleikari hans, Jane, er Andrea Leeds. A1 Jolson, hinn frægi söngmyndafrömuður leikur Christy kórstjóra, en kórsöngvararnir eru sungnir af hinu ágæta kóri Hall Johnsons. Hinir ágætu söngvar njóta sín prýðilega í myndinni, og leikur- inn er ógleymanlegur. Myndin segir í rauninni merkan þátt úr sögu Bandaríkjanna, og sjerstaklega má ráða öllu söngelsku fólki tii að sjá hana. Hún er tekin af Fox Film og verður sýnd á 2. dag páska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.