Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 X^VÖLD eftir lcvöld í „Brunninum“. Það var bæði viðbjóðslegt og heillandi. Þjónaliðið á veitingahús- inu var farið að tala við liann eins og gamlan kunningja og gestirnir pískruðu um liann. Móðirin lcrufði hann sagna um inálið, ávítaði hann, bað hann, grátbændi hann og hótaði honum. Var honum ljóst að liann setli smánarblett á nafn hennar — þetta nafn, sem faðir hans hafði svívirt áður, en sem henni hafði tekist að þvo hreint á ný. Hermann var ihaldsauga að eðlis- fari og bar mikla virðingu fyrir ætt- göfgi, en hann vísaði ávítum móður sinnar á bug, og hjelt fram nútíma skilningi á þessum máíum. „Aldrei liefi jeg sjeð þig svona, Hermann. Kvenmaðurinn hefir gert þig vitlausan," kjökraði frú von Krain. „Vitlausan?" át hann eftir og hló hæðilega, með báðar hendur í buxna- vösunum. „Hún er yndisleg og jeg er piparsveinn. Mjer er farin að leið- ast einveran í þessari bæjarkytru, það er alt og sumt.“ „Mundu eftir stöðunni, sem þú hefir í mannfjelaginu!“ „Þú ert orðin á eftir tímanum, mamma. Nútímafólk lítur öðrum aug- um á þessi mál en þú.“ „Að því er mjer er sagt,“ sagði frú von Krain liægt og fast, „þá vili þessi kona ekki líta við þjer. Jeg álit liana meiri mann fyrir það.“ „Hver segir það?“ sagði liann og spratt upp eins og naðru. „Það sæniir þjer ekki að leggja hana í einelti. Hún hefir allra besta orð, er mjer sagt.“ Hermann þagði um stund. Svo strunsaði hann þegjandi út úr stof- unni. Frú von Krain skildi þetla svo, að hann liefði svignað. En hann fór beina leið í „Brunn- inn“. Hann sat þar kvöld eftir kvöld og sendi blóm og gjafir heim til madame Gitrko, ásamt lyriskum brjefum, og reyndi að hitta hana, þegar lnin fór af veitingalmsinu á kvöldin, þó að hún hefði endur- sent sumar gjafirnar og skrifað hon- um og beðið hann um að vera ekki að eyða peningum i þetta — hún vildi' lielst vera í friði, og hann lijeldi liklega, að hún væri önnur manneskja en raun væri á. En þetta brjef var svo fallega skrifað, að það espaði liann. Hún var líka orðin öðruvísi en áður, þegar hún sat í hljómsveitinni. Hann sá aldrei þetta angurbliða vinalega bros hennar framar. Hún liafði snú- ið bakinu við honum. En hann varð ekki afhuga samt. Hún hlaut að láta undan, er hún sæi, hve ást lians var rík. — „Það er besl að við tölum út um málið, úr því að þjer eruð svona þrá- látur,“ sagði lnin eina nóttina, er hann liitti liana fyrir utan veitinga- húsið. Hún leyfði honum að fylgja sjer heim á leið. Hún hafði afþakk- að að vera gestur hans i „Brunnin- um“ eða koma með honum á ann- að veitingahús. Hún flýtti sjer altaf lieim á kvöldin, eftir að hljómleik- unum lauk — heim til drengsins síns. „Jeg elska yður,“ sagði von Krain. Þau gengu saman liljóða götuna, fram hjá garðinum og út að húsinu í bæjarjaðrinum, sem hann þekli svo vel. „Elska.... elska...sagði hún hvíslandi. Hann titraði.af ákafa. Sagði henni frá þessari hörðu haráttu við sjálfan sig, vonunum og vonbrigðunum, auð- mýkingunni, örvæntingunni. Atti hann ekkert nema spott skilið? All- ur bærinn vissi um þetta. Nú varð liann að berjast lil sigurs. Það var mannleg skylda hennar að láta und- an.... „Hefi jeg gefið yður undir fótinn?" „Nei, það hafið þjer ekki gert. En bænheyrið mig!, Berjist ekki gegn mjer. Jeg vil gera alt fyrir yður.“ „Þjer þekkið mig'ekki,“ sagði hún. „Mjer er þvert um geð að spila á kaffihúsi og vera að heiman frá drengnum mínurn á kvöldin. En jeg geri það út úr neyð, hr. von Krain.“ „Þjer getið losnað við það,“ sagði hann óðamála. „Þjer þekkið mig ekki. Jeg lifi eingöngu fyrir drenginn minn og í endurmmningunni um föður haps, sem druknaði í fyrra. Hann liafði farið út á seglbátnum sínum, eins og hann var vanur. Það var tilviljun, að við Micliael fórum elcki með lion- um, eins og yið vorum vön. Jeg sagði manninum mínum að fara samt, hon- um veitti ekki af að ljetta sjer upp, frá stritinu hjá Berkowitz, sem var heilsuspillandi. Maðurinn minn var verkfræðingur, en varð að vinna stritvinnu þarna. Hann mátti til. Við vorum flóttamenn. Maðurinn minn var byltingasinni og það vofði fang- elsi yfir lionum. Svo tókst okkur að flýja og við fengum griðland hjerna. Svo fór hann út að sigla, þetta fal- lega sumarkvöld í fyrra, og hafði hundinn sinn með sjer. Um miðnætli kom hundurinn heim rennblautur og morguninh eftir fundu fiskimenn bátinn á hvolfi." Hermannn von Krain var hálf- ergilegur út af þessum málalenging- um, sem honum fundust ekki koma málinu við, og varð steini lostinn, er hún rjetti honum hendina fyrir utan húsdyrnar hjá sjer. „Þjer mcgið ekki yfirgefa mig strax.... það er skylda yðar að hlusta á mig,“ sagði hann. „Jeg er ekki i rónni tyr en jeg sje, hvort drengurinn minn sefur,“ svaraði hún. „Svo stór drengur þarf enga barn- fóstru," sagði hann. „Þjer megið tii að koma út aftur. Jeg bíð á meðan.“ Hún færðist undan. Hún hafði al- drei verið lmrtu frá dregnum á nótt- inni síðan faðir hans dó. En Her- mann grátbændi liana. Hún skaust inn i lnisið og Her- maiin stóð á gangstjettinni á móti og sá, að kveikt var í íbúðinni. Hon- um fanst biðin löng. En loks kom liún. Hann tók undir eins eftir, að hún liafði sett upp annan hatt og liann fann nýja ilmvatnslykt af henni. Þau gengu um í tvo tíma, og hann reyndi að tala um fyrir henni. Iiún átti erfitt uppdráttar, en nú bauðst henni maður, sem vildi ala önn fyrir henni. Hann gæti ekki liugsað sjer meiri gæfu en að fá að vera stoð henn- ar í lifinu. „Hugsið þjer yður nú vel um, Madame,“ sagði hann, er þau voru komin að húsdyrum liennar aftur. „Þó ekki sje nema vegna drengsins yðar. Jeg get að minsta kosti orð- ið honum að gagni.“ Hann tók hönd hennar og hún lofaði honum að kyssa á hana. Hún hugsaði málið. Elskaði von Krain hana svo mikið, að hann vildi giftast henni og ala upp dreng- inn? Það var hest að reyna á þetta, og einn daginn setti hún honum úr- slitakosti. Þau liöfðu þá borðað sam- an hádegisverð nokkrum sinnum og liún hafði gefið honum lítilsháttar undir fóttinn, svo að hann var snar- vitlaus af ást. Hann hafði meira að segja fengið að kyssa hana á munn- inn einu sinni. Móðir hans og Azella voru svo sem ekki í neinum vafa um, að lianii væri orðinn brjálaður. Nú ætlaði liann að giftast „kvenmanninum, sem leikur á hnjefiðlu í „Brunninum" — hann, maður af háum ættum og í hárri stöðu hjá bænum! Það varð engu tauti við hann komið. Jafnvel heimilislæknirinn varð að gefast upp. Hermann sat við sinn keip. Ef móðir hans vildi ekki verða tengda- inóðir madame Gurko, þá varð liann að slíta öll tengsl við hana, þó að hann tæki það sárl. Hann fór að undirbúa brúðkaupið og leigði íbúð. En Michael reyndist þver líka. Hann hataði manninn, sem átti að ganga honum i föður stað, og von Krain var meinilla við strákinn, seni gerðist cnn einn þröskuldurinn í gæfugötu hans. Loks ljel móðir Hermanns undan, þegar ekki var annars kostur, og fjelst á að taka móti tengdadóttur- inni í heimsókn. Óneitanlega var hún lagleg og ein- staklega prúð. En gömlu frúnni fanst hún lcggja full mikla áherslu á Michael og framtíð hans. Það var eins og Hermann væri aukaatriði. „Jeg hefi hugsað mjer að láta Michael í heimavistarskóla," sagði Hermann. En þá spratt Maria Gurko upp og hvesti á hann augun. „Það leyfi jeg ekki! Jeg vil ekki láta drenginn frá mjer!“ Frú Krain lenti í stælu við hana og Hermann reyndi að miðla ítlál- um. í sama bili var dyrabjöllunni hringt. Það var Michael, sem spurði eftir móður sinni. Hann stóð ekki bljúgur í dyrunum heldur kom þjóí- andi til móður sinnar og fleygði sjer kjökrandi i fangið á henni. „Pabbi er ekki dauður!“ hrópaði hann. „Pabbi er kominn heim! Flýttu |ijer mamma!" Madame Gurko fjell í yfirlið sem snöggvast, en vaknaði við kossa stráksins. Svo hljóp lmn út með Michael við hönd sjer. Hún minnist altaf þessa lcvölds og nætur með lotningu. Hún sjer nvalt hlýja, en kvíðandi svipinn á andliti mannsins sins, þegar hún kom inn í stofuna, þar sem liann var kófsveittur að bisa við koffortin sín. Sumarnóttina, sem hann var talinn að hafa druknað, hafði hann verið stöðvaður af skipi. Nokkrir menn komu frá borði og tóku hann með sjer um borð og sigldu með liann inn í gamla landið hans. Þar hafði hann setið í fangelsi þangað til honum tókst að strjúka. En hann þorði ekki að vera á- fram í Matau. Hann var umsetinn og mátti búasl við að verða drepinn þá og þegar. Sömu nóttina hjeldu þau á hurt með Michael, eitthvað suður í buskann. í Cambridge, Mass. hjelt fjelag iðnfræðinga danSieik hjer á árunum. Aðgangseyririnn var ekki ákveðinn sá sami fyrir alla, lieldur áttu karlinennirnir að greiða fyrir dömur sínar aðgangseyri eins og hjer segir: eitt cent fyrir pundið og auka- gjald, sem nam 10 centum fyrir dökk- hærðar stúlkur, 15 fyrir ljóshærðar og 20 cent fyrir rauðhærðar. Hæsta gjaldið varð 1 dollar 88 cent, og stúlkan, sem þessi aðgangseyrir var greiddur fyrir, var ljóshærð. Hefir lnin því vegið 173 pund. — Það cr talið, að taxtinn hafi verið miðaður við, hve mikið pláss stúlkurnar þurftu að nota á dansgólfinu. U.S.A. er ekki Canada livað smekkinn fyrir útvarpsdagskrá snertir. Eitt sinn þegar blaðið „Varie- ty“ efndi til atkvæðagreiðslu um vin- sælustu dagskrárliðina og ljet greiða atkvæði um þetta í 150 borgum í Bandaríkjunum og Canada urðu úr- slitin þau,. að Bandaríkjunum þótti flestum mest gaman að heyra Eddie Cantor (sem flestir kvikmyndagestir þekkja hjer á landi), Ed Wynn og Jack Pearl. Svörin frá Canada voru á aðra leið. Þar voru það þrjár fræg- ar hljómsveitir, sem fengu langflest atkvæðin, nefnilega New York Phil- harmonic, Pliiladelphia Orcestra og hljómsveit Metropolitan Opera Com- pany.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.