Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 I I Timburs þarf líka við í hernaði. Verkfræðingadeildirnar í Englandi hafa sög- unarmyllur og taka við timbrinu ósöguðu en láta myllurnar rista það l borð- við, gaddavírsstaura, planka og annað, sem þurfa þykir. Þarna er verið að gera gaddavírsstaura úr trjágreinum, „einhversstaðar í Englandi". Á hverri enskri loftvarnastöð er flokkur manna, sem hefir það sjerstaka hlut- verk með höndum, að slölckva eld. Hafa þessir menn bjargað fjölda mannslífa, meðal annars Þjóðverja, sem hrapað hafa til jarðar í brennandi flugvjelum. Þessir slökkviliðsmenn eru í asbestfötum og geta því komið nærri brunanum. Hjer á myndinni sjest einn þeirra vera að sprauta slökkvivölwa á brennandi flugvjel. Efst: Flugmenn úr enska flotanum eru æfðir í að þekkja óvinflugpjelar, eftir eftirlíkingum, sem sveima neðan í loftvarnlabelgjum, og hitta þær með Ijósmyndavjelum. — Næstefst: Ensk flota- skytta skoðar eina loftvarnabyssuna, sem fylgdi tundurspillunum, er Bandaríkjamenn seldu Eng- lendingum. — Neðst: Ástralskir hermenn, sem hafa farið hálfa leið kringum jörðina til þess að berjast með Bretum. Hjer eru þeir að æfa sig í meðferð loftvarnabyssa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.