Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N ÞEIR, SEM FÚRUST MEÐ »PJETURSEY« Hjer í blaðinu fyrir hálfum mán- uði, var þess getið, að öll likindi mundu vera til þcss, að línuveið- arinn „Pjetursey“ frá Súgandafirði, mundi ekki vera ofansjávar. Voru þá liðnir 18 dagar frá því, að skipið hafði látið úr, síðustu liöfn, Vest- mannaeyjum, en þar hafði skipið komið við á útleið frá ísafirði. Af skipinu hefir ekkert frjest umfram það, að árdegis þ. 12. mars mætti skipið „Dóra“ hinu horfna skipi, um 240 sjómílur SA af Vestmannaeyjum, í besta veðri. Var „Pjetursey“ þá á hraðri siglingu og virtist alt vera í besta gengi lijá skipinu. Síðan liefir ekkert til þess frjest. Þeir tíu „her- menn íslands", sem voru á skipinu, munu því hafa mætt samskonar „vin- arkveðju“ og skipverjar á „Fróða“ og „Reykjaborg“. Hjer birtast myndir af áhöfninni á ;,Pjetursey“, sem flestir voru Vest- firðingar. Minningarathöfn um þá fór fram á Isafirði á föstudaginn var. Þess má geta.^að vjelstjórarnir tveir, sem voru á skipinu frá Isafirði, af- skráðu sig i Vestmannaeyjum, en þeir, sem komu í staðinn, voru einu Reykvíkingarnir, sem fórust með skipinu. Þorsteinn Magnússon, skipstjóri. Theodór Jónsson, matsveinn. Ólafur Ó. Gíslason, kyndari. Kristján Kristjánsson, kyndari. Halldór Magnússon. háseti. Óli Kjartansson, liáseti. Hrólfur Þorsteinsson, liáseti. og rak þá i útlegð án dóms og laga. — Næsti landstjórinn var Hardinge lávarður (1910—’16). Á þeim árum lenti Indland í heimsstyrjöldinni. Hundruð þúsunda af Indverjum beið bana í styrjöldinni, án þess að þeir vissu, fyrir hverju þeir voru að berjast. Á j)essum árum var stjórnar- setrið flutt frá Kaikutta^ til Dehli, sem síðan er liöfuðborg indverska keisaradæmisins. Á stjórnartíð næsta undirkonungs í Indlandi, Chelmsford lávarðar (1916 —’21) harðnaði enn meir og landið var i liernaðarástandi og hundruð rnanna voru tekin af lífi. Annie Bes- ant, guðspekihöfundurinn, var sett í fangelsi, fyrir að tala máli Ind- lands. Ný lagasetning. Árið 1919 koma lögin um 'heinta- stjórn Indlands. Nú skykli meirihluti þingsins i Dehli kosinn, en áður var hann skipaður. En kosningarrjettur- inn var svo takmarkaður, að ekki höfðu hann nema 2—3% af þjóð- inn og auk þess var tilhögunin þann- ig, að hún gaf tilefni til væringa milli múhameðssinna og hindúa. — Dyer, aðalhershöfðingi Breta i Ind- landi, yar óvæginn og illa þokkað- ur. Og blóðsúthellingar hans urðu til þess, að „óhlýðnistefna" Gandliis hófst. Gandhi-hreyfingin var l)jóðleg frelsishreyfing. En jafnframt er sjer- stök byltingahreyfing í Indlandi, sem á ítök í öðrum stjettum, og er sprott- in af hinni djúpu neyð almennings. I spunastofunum í Bomay og Kal- kutta vinnur fólk í 10—12 tíma og aflar þó varla fyrir hrísgrjónunum ofan i sig. Leiguliðarnir í sveitun- um vinna 18 tima á dag og svelta samt. I Indlandi svelta i bókstafleg- um skilningi um 100 miljónir manna. Á hverju ári deyja ])úsundir manna af sulti og í hverjum bæ og þorpi má sjá börn, sem eru skinin og lítið nema bjór og bein. Indverskur vef- ari fær 35—50 aura í daglaun, og verkamenn á te-ekrunum 30—35 aura. Gandhi sagði eitt sinn, er hann hafði verið látinn laus úr fangelsi og lækn- irinn hafði sagt lionum að hlífa sjer: „Jeg get látið vera að skrifa, ef með þarf. Jeg get jafnvel látið vera að lesa — en hvernig get jeg látið vera að liugsa um, að hjer í Indlandi svelta hundrað miljónir manna?“ En verksmiðjurnar, sem lialda fólk á sultarkaupi, gefa hluthöfunum 100% í arð. Og rjettarfarið er lilut- drægt — það er ómögulegt fyrir Ind- verja að ná rjetti sínum á Englend- ingi. óhlýðnistefna Gandhis, sem svo mikið var talað um fyrir nokkrum áruin, virðist vera að fjara út. Hið borgaralega Indland, sem óskar að losna við forræði Englendinga,. ótt- ast, að byltingarviðleitni þjóðernis- sinna snúist upp í stjettabyltingu, og að liinn sveltandi þriðjungur Ind- verja snúist upp á móti öllum yfir- boðurum, hvort heldur þeir eru ind- verskir eða enskir. Nýjasta stjórnar- skráin, sem Tndverjar fengu, varð þeim til mikilla vonbrigða, því að hún beinist aðallega að því, að halda byltingunni i skefjum. Það er enslci landstjórinn, sem hefir völdin eftir sem áður, — það eina, sem Indverj- ar sjálfir hafa fengið í sínar hendur er — póstmálin. Vald þingsins er ekki nema á yfirborðinu og aðeins 14% hafa kosningarrjett. Múhameðssinnar og Hindúar. Frömuðir óhlýðnistefnunnar og liinnar neikvæðu mótspyrnu óttast byltingarliuginn í alþýðunni. Vilja sumir hætta allri mótspyrnu og láta reka á reiðanum. Gandhi vill láta Ilindúa taka þátt í störfum þingsins og mynda úrvalsþingflokk 100 manna, sem haldi áfram mótspyrnunni. Ann- ar flokkur vill stofna hreyfingu, sem hafi áhrif á ensku stjórnina innan frá. En það, sem gerir erfiðast fyrir um sjálfstæðisbaráttuna er hinn sí- feldi fjandskapur Hindúa og Mú- hameðssinna. Hinar vinnandi stjettir, bændur og verkamenn, hafa á siðari árum nálg- ast livor aðra og tekið upp sam- vinnu um að láta ekki sitja við ó- virku mótspyrnuna eina, heldur taka upp virka baráttu. Ef sú samvinna tekst, má búast við stórtíðindum í Indlandi á næstu árum. Það er ó- sennilegt, að hinn fáliðaði enski her í Indlandi geti haldið meira en 300 miljónu mmanna í skefjum, ef þær geta notið sin fyrir innbyrðis ósam- lyndi. Rotsnhild barón var sjeður maður í viðskiftum. Eitt sinn kont til hans okrari einn, og tjáði honum farir sínar ekki sljettar. Hann hafði lánað manni einum, sem hann vissi vel að stóð fyrir sínu, 10 þús. franka, en ekki tekið neina kvitt- un fyrir láninu. En svo hafði mann- skrattinn „stungið af“ til Istanbul án þess að borga. Og okrara-greyið var í öngum sínum út af því, hvernig hann ætti að ná í aurana aftur. — Þá sagði Rotschild: — Þjer skrifið manninum og biðjið hann um að senda yður þá 50.000 franka, sem þjer eigið lijá honum! — En hann skuldar mjer ekki nema 10 þúsund, sagði okrarinn. — Já, einmitt! svarar Rotschid. -— Hann svarar yður og segir, að hann skuldi yður ekki nema tíu þúsund, — og um leið fáið þjer kvittun fyrir því, að hann geri það. Er yður það ekki nóg, úr þvi að maðurinn á fyrir skuldum?. — Sagan segir ekk- ert um, hvort Rotschild hafi tekið nokkuð fyrir ráðið. Það sló miklum felmtri á allan kristinn heim á miðöldum, er vis- indamaður einn gerði þá uppgötvun sína kunna, að ekki vantaði eitt rif í manninn. Því að þá trúðu allir sögu Bibliunnar um það, að Jahve hefði tekið rif úr manninum til þess að skapa Evu úr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.