Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCSSVU LES&HbURHIR Ljósrauði kuðungurinn. Æfintýri. — Það suðar í honum, eins og þeg- ar alda brotnar við sandinn! sagði Leifur og lijelt kuðungnum upp að eyranu á sjer. — Má jeg hlusta, sagði Veiga og rjetti út hendina til að ná í kuð- unginn, og bróðír hennar rjetti henni hann. Þetta var nú ekki venju- legur snúinn kuðungur og ekki held- ur skel, heldur eitthvað svona mitt á milli. Börnin höfðu fundið hann niðri í fjörunni snemma morguns, áður en nokkur önnur börn komu niður að sjó. Þarna lá hann í sandinum, stór eins og mannshnefi, skínandi fagur og ljósrauður í dpið, en nærri því livítur að utan og með djúpum gár- um. Hvorugt þeirra systkinanna hafði nokkurntíma sjeð svona fallegan og einkennilegan kuðung og ekki held- ur svona stóran. — Við skulum hafa hann með okk- ur, þegar við förum aftur heim til Reykjavíkur, og við skulum láta'hann standa uppi á skáp. Við höfum hann til endurminningar um sumarfriið og veruna hjerna! sagði Veiga. Leifur hafði ekki neitt við þetta á- form að athuga, svo að hann kink- aði bara kolli og hjelt kuðungnum aftur upp að eyranu og hlustaði. Jú, jú, það suðaði ennþá inni í honum — það var eins og hann væri að syngja undurfallegt lag, en hann gat bara ekki heyrt, hvaða lag það var. Þau fóru með kuðunginn heim og mamma þeirra dáðist að honum og sagði, að hann væri ógn fallegur. Og eftir að þau voru háttuð um kvöldið stóð liann á borðinu milli rúmanna þeirra, og þau sáu hann bæði, því að tunglið skein á hann. — Leifur, getur þú sofnað? sagði Veiga og reis upp við dogg í rúm- inu. — Nei, jeg er glaðvakandi! svaraði bróðir hennar lágt. — Mjer finst jeg heyra einhvern, sem er að gráta. Heyrir þú það ekki líka? — Jú, það er einmitt þessvegna, sem jeg get ekki sofnað. Hver held- ur þu, að þetta geti verið? Þau fóru varlega fram úr rúm- unum og læddust á tánum út að glugganum. Þau sáu vel yfir garðinn fyrir utan gluggann og bak við hann sá yfir fjörðinn og út á sjó — yfir spegilsljett hafið — og það var það- an, sem gráthljóðið kom. Þar var einhver, sem grjet svo beisklega. — Eigum við að fara niður í fjöru og sjá, hver það er, sem er að gráta? hvíslaði Veiga, og Leifur kinkaði kolli. Þau voru ekki nema sex og sjö ára og voru alls ekki neinir ofur- hugar, en úr því að tunglið skein svona glatt, þá gat það ekki verið neitt hættuspil að fara út — og ekki var kuldinn! Þetta var i rauninni spennandi — alt var svo hljótt, og fuglarnir sváfu víst eins og aðrir — það var eins og húsið, garðurinn og blómin svæfu — en þó að hafið væri sljett, þá var það Samt ekki alveg kyrt. Sjórinn sefur víst aldrei. — Heyrðu, sjáðu! Þarna situr vist lítil telpa niðri i fjöru; hvíslaði Leif- ur og benti. . « Veiga horfði og horfði — loks liristi hún höfuðið og sagði: — Þetta er ekki telpa — þetta er hafmey! Og þetta var alveg rjett hjá Veigu litlu. Að ofanverðu var þessi vera alveg eins og lítil telpa, með sítt liár, en að neðanverðu var hún með fisksporð, alveg eins og hafmeyjan, sem þau höfðu sjeð mynd af í bók, sem þeim var gefin i fyrra. Og það var hún, sem var að gráta og þau flýttu sjer til hennar til að hugga hana. — Af hverju ertu að gráta, litla liafmey? spurði Veiga og kom var- lega við bera öxlina á lienni. Litla hafmeyjan, ‘ sem ekki var nema barn, leit upp, ósköp raunaleg á svipinn og sagði: — Jeg rata ekki heim! Jeg hefi týnt kuðungnum minum, sem jeg nota sem leiðarstein. Ef jeg finn hann ekki aftur, þá villist jeg i þang- skógunum þarna niðri á hafsbotni og hver veit nema það komi kol- krabbi og taki mig! Þetta var hræðileg tilhugsun. Veiga vissi vel, hve hættulega það var að villast i skógi — en þó var það smá- ræði lijá hinu. Að hugsa sjer að vill- ast í þangskógunum dimmu, sem eru fullir af allskonar fiskum og svo kolkröbbum og ýmsum óargadýrum í þokkabót. — Hvernig leit þessi kuðungur út? Getum við ekki hjálp- að þjer til að leita að honum, sagði Leifur. — Hann var ljósrauður i opið og skínandi fagur að utan, með djúpum gárum. Og svona stór! Hafmeyjan sýndi stærðina með höndunum. Börn- in horfðu hvort á annað, og svo sögðu þau bæði í senn: — Við fundum hann! Bíddu svo- litið, þá skal jeg sækja hann fyrir þig- — Það var ljómandi gott, sagði liafmeyjan og andlitið varð eitt bros. Og Leifur hljóp heim til að sækja kuðunginn, en Veiga talaði við haf- meyjuna á meðan. — En hvað það er skrítið, að við skulum geta talað saman, sagði Veiga. — Það var heppilegt, að það skyld- um einmitt verða við, sem fundum kuðunginn, og að við skyldum heyra, að þú varst að gráta. — Skelfing þótti mjer vænt um, að þú skyldir heyra til mín og að þið skylduð finna kuðunginn minn, sagðí hafmeyjan. En nú kom Leifur með hann og fjekk henni hann. — Ykkur má ekki gremjast, að jeg tek hann frá ykkur, sagði hafmeyj- án. — Jeg veit vel, að ykkur lang- aði til að eiga hann, en þetta er leiðarsteinninn minn. Jeg skal senda ykkur eitthvað fallegt í staðinn. Ver- þið nú sæl, og þakka ykkur fyrir hjálpina. Svo hljóp hún út í sjó og var horf- in von bráðar. Og börnin fóru að sofa. Morguninn eftir sögðu þau mömmu sinni, hvað fyrir þau hefði borið, en hún hjelt, að þau hefði bara dreymt þetta, þó kuðungurinn ccp^RiöttT p. i e. ecðt Adamson keypti sjer hundablistru. S k r í 11 u r. Harmsaga bananasalans: — Hún elskar mig — hún elskar mig ekki — hún elskar mig — hún ............ — Mundu nú aö kaupa síðasta blaðið af Garðyrkjutiðindum oy koma með það! — Nú er jeg loksins kominn, kaupmaður, til þess að borga reikn- inginn minn, sagði prófessorinn. — Þakka yður kærlega fyrir. — Pjetur, gáið þjer að hvað prófessor- inn skuldar. — Jeg finn það hvergi í þessari bók. — Nei, það er í bókinni „óvissar skuldir“. — Nú jæja, stend jeg þar, kaup- maður? Þá er best að það dragist dálítið að borga. Verið þjer sælir. væri horfinn. En þegar þau komu niður i fjöru fundu þau bæði nokkuð skrítið. Veiga fann stóran mola af rafi, sem hún ljet gera hjarta úr síðar, og Leifur fann Ijómandi fal- legan og sjaldgæfan stein, sem hann notaði siðar fyrir brjefapressu. — Þetta er áreiðanlega það, sem hafmeyjan lofaði okkur! hvíslaði Veiga að bróður sínum. — Hvernig verða baunirnar í ár? — Ef þetta veður helst býst jeg við að þær verði hnöttóttar, eins og vant er. Ctbreiðið Fálkannf

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.