Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N TWTADAME GURCO liafði leikið á cello i liljómsveitinni á Hotel „Brunnurinn“, sem er við Stóratorg ið í Matau. Hermann von Krain hafði lengi tekið eftir hve falleg hún vur og oft — en þó með hæfilegu milli- bili setið i gildaskálanum og fundið segulmagnið, sem stafaði frá henni. Hann gegndi virðulegu embætti hjá bænum og margir þektu h’ann. Eitt kvöldið sleit hann af sjer öll bönd. Hann liafði í embættisnafni setið veislu hjá bæjarstjórninni í næsta bæ og drukkið sig rómantísk- an í heitu víni. Hann fór ekki heim í teið til móður sinnar og systur heldur beint á „Brunninn." Vikapilt- urinn færði madame Gurko blóm- vönd, en inn i hann var stungið nafnspjaldi Hermanns von Krains, og sjálfur settist hann skamt frá liljóm- sveitinni Hún sat augliti til auglilis við hann og i hljeinu kinkaði hún kolli til hans yfir blómin, með angur- blíðu brosi. Hann töfraðist. Þegar hljómsveitin hætti bjóst liann statt og stöðugt við því, að hún lcæmi að borðinu hans, en lnin livarf út um bakdyrnar með hinum liljóðfæra- mönnunum án þess að svo mikið sem lita til hans. Svo borgaði hann og fór. Sumir gestirnir horfðu á eftir honum og pískruðu, og þó skritið væri, þá fann hann til sín. Hann skimaði í allar áttir úti á torginu, eins og hann byggist við, að madame Gurco biði hans í ein- hverju skoti eða undir trje. Hann reikaði líka að bakdyrunum. En hún var vitanlega farin fyrir löngu .... Hann kveikti sjer í vindli og slangraði áleiðis í úthverfið. Hann vissi hvar hún átti heima. Það var langt þangað, en hann var ljettur á fæti eins og spói og honum lá ekkert á. Himininn var alstirndur :— göturn- ar auðar. Hann veifaði stafnum og hló, andvarpaði, raulaði og liug- leiddi sæta raunabrosið á madame Gurco. Inn í iitla hliðargötu. Þarna var húsið. Hann liafði ekki komið þarna áður, en hann vissi númerið og vissi líka, að hún bjó í iítilli ibúð á ann- ari hæð til vinstri. Þar var ljós. Skyldi hún vera að borða. Eða var hún háttuð? Hann nam staðar á gangstjettinni á móti. Beið þangað til ljósið sloknaði. Þá varð hann alt í einu þreyttur, skelfing þreyttur og slúskaður. Hann komst varla heim — það var eilífð- arganga. En morguninn eftir vaknaði hann í sæluvímu. Hugur hans var úttroð- inn af glitrandi vonum undir eins og liann „vaknaði. Og þetta var ekki draumur. Hann hafði fulla meðvit- und og iðaði af kæti, honum fanst eins og eitthvað þýðingarmikið og yndislegt hefði skeð. Hann var orð- inn tvöfaldur! Sá venjulegi Hermann von Krain, embættismaður og pipar- sveinn, sem lifði tilbreytingarlausu lífi í gæsluvarðhaldi móður sinnar og systur — en jafnfram annar maður, sem þræddi leynigötur ásta og æfin- týra .... Hann liafði ofurlítið samviskubit. Hann hafði víst farið dálítið ógæti- lega að ráði sínu í gærkvöldi, að sýna svona opinberlega hug sinn til dömu, sem spilaði í hljómsveit á „Brunninum". Fína fólkið í Matau greinir sauðina frá höfrunum og bærinn var ekki stærri en svo, að sagan gat vel borist til fjölskyld- unnar og annara. Hinsvegar var nú þetta liliðar- hopp hans frá lífsvenjunni nauðsyn- legt til þess að geta vaknað í öðru eins sæluástandi og i dag. Madame Gurco hafði -fundist sómi að fá blómin lians. Augu þeirra höfðu mæst eitt augnablik. Eitt brennandi augna- blik. Hún vissi liver hann var — hafði eflaust sjeð hann á götunni. Hún var hugfangin af' honum fyrirfram. Og hún elskaði blóm — það var auðsjeð á því hvernig hún laut yfir blóm- vöndin hans og livernig liún brosti. Yndisleg kona, sem mikið var leggj- andi í sölurnar fyrir. En framvegis ætlaði hann samt að fara varlegar, Hún hafði töfrað hann og hann varð að komast í kynni við hana. En — hvernig? Vegna almenningsálitsins þorði liann ekki að koma oftar í „Brunn- inn“ en góðu hófi gegndi, t. d. mátti hann ekki fara þangað i kvöld. En hann varð að sjá hana i dag. Tala við hana. Hvernig? Senda blóin aftur — stóran blómvönd — eða aðra gjöf? Hver blómasali og kaup- maður kannaðist við nafnið Her- mann von Krain og slúðrið mundi komast á kreik. Nei hann varð að láta duga, að senda henni brjef og biðja hana um stefnumóf', segja hennl fró aðdáun sinni og játa hug sinn til hennar, í von um endurgjald í sömu mynt. En varlega ... varlega. Að vísu var madame Gurco kona, sem kom fram á opinberum stað, en hann hafði fyrir löngu aflað sjer upplýsinga um einkalíf hennar og þeim bar saman um, að frúin væri í alla staði vítalaus og vammlaus, að hún ljeki í hljómsveitinni til þess að hafa ofan af fyrir sjer, og að enginn fifiBE BRDDER5Eri: og* hernaðnr vissi til, að hún hefði brugðist móð- urskyldunni við son sinn, sem var 12—13 ára. Hún er ekkja, flóttamað- ur úr næsta landi. Kom til Matau fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum og barni. Maðurinn hafði ver- ið verkfræðingur en fjekk atvinnu sem óbreyttur verkamaður Iijá Ber- kowits byggingameistara. Öllum bar saman um, að Gurco, liin fagra kona lians og sonur þeirra, lifðu fyrirmynd ar heimilislífi — þangað til í fyrra- sumar, að maðurinn druknaði. T-ÍERMANN VON KRAIN fjekk ■*■ "*■ ekkert svar við brjefinu sem hann sendi, en í því brjefi liafði hann játað, að hann þrælelskaði hana í laumi og sórlangaði að kynnast henni. Þegar vonin um jáyrði hennar — eða að minsta kosti um svar, sem gat talist viðunandi — var orðin eins og ósandi skar á útbrunnu kerti, varð von Krain gramur. Þetta var móðgun við hann, en jafnframt jjráði hanú frúna meir en nokkru sinni áður. Eitt kvöldið sótu Azella systir hans og móðir lians í stofunni og voru að hannyrða eins og vant var, með fæt- urnar í lambsbelgjum og mislit sjöl á herðunum. Haustið var komið með köldum fjallagusti, sem fór eins og helreið um göturnar og ýlfraði við hvert húshorn. Þetta var fimta kvöld- ið i þessari viku, sem Hermann var ekki heima. Embættisstörf! sagði hann stutt, þegar hann fór. Hann hafði verið merkilega dulur upp á síðkast- ið. Áður sat hann svo oft hjá þeim í stofunni, las í bók og var heima- kær og notalegur. Það hlaut eifthvað að hafa komið fyrir hann. Nú sátu þær báðar þegjandi og hugsuðu. Frú von Krain sat teinrjett yfir liann- yrðunum. í lampaljósinu sló bjarma á hvítu liærurnar, eins og þær væru geislabáugur um liátt ennið. Það sá ekki í augun fyrir augnlokunum. Fingurinr mjóir og langir, dróu nól- ina út og inn. — „Telpan“ var á fertugasta árinu og liafði verið veik- bygð frá fæðingu. Hún var ellilegri en móðir hennar. Hrukkurnar kring- um litlaus augun kipruðust í sífellu og hún hrökk við í hvert skifti sem stormurinn ýlfraði í glugganum. Franska klukkan á spegilhillunni tikkaði í sifellu. Hún var arfur úr ættinni. Frú von Kain hugleiddi mæðusama æfidaga sína, æskuárin í eyðilegri höll, þar sem foreldrarnir m víggirtu sig sitt í hvorri ólmunni eins og óvinir, fyrstu samfundina við mannsefnið sitt, kátan og töfrandi liðsforingja, sem undir eins eftir brúðkaupið afhjúpaði sig sem svall- ara og landeyðu, síðan nóttina, jiegar skammbyssuhvellurinn söng í öllu húsinu og hún fann manninn sinn liggjandi dauðan i blóðpolli fallinn fyrir eigin hendi. Það kom á daginn að hann liafði verið bendlaður við njósnir. Nokkrum tímum eftir að hann liafði skotið sig hringdi lög- reglan dyrabjöllunni. Svo komu erfið ár. Hann hafði sólundað öllum föð- urarfi hennar. Hún sat allslaus eftir með Azellu (og Hermtmn, sem varð lögfræðingur og þurfti peninga til þess að geta komið fyrir sig fótum. Þau voru bláfótæk og hún varð að selja húsgögnin og erfðasilfrið. Hún mundi lika hryllilega atburði úr styrjöldinni miklu og frá byltingar- árunum. En í öllu þessu umróti liafði Her- mann verið huggun hennar og von. Hann var iðinn og ástundunarsamur, hreinn og beinn, opinskár og einlæg- ur. Hún hafði, jtangað til fyrir skömmu, haldið, að hún þekti liann til fulls. Loks rauf Azella langft þögn. „Þú frjettir það fyr eða siðar, hvort sem er,“ sagði lnin, og það var eins og hún tæki andann á lofti. „Hvað?“ sagði frú von Krain og hrökk við. Hún starði ó dóttur sína og skalf, því að hana grunaði, að þetta væri eitthvað viðvíkjandi Her- manni. Munnurinn var opinn. Hún varð alt í einu eins og áttræður aum- ingi. „Ilversvegna á jeg að bera þetta ein, jeg sem er alveg þreklaus?" urr- aði Azella. „Það heimtar það enginn, barn. Hvað hefir^ komið fyrir?“ „Prúðmennið hann bróðir minn!“ vældi Azella og hló svo eins og hundur væri að spangóla. „Háttvirt- ur embættismaður í bænum. Veistu, hvað hann liefir fyrir stafni? Hann er ó púlnaveiðum í „Brunninum". Það spilar kvéngæksni á hnjefiðlu í hljómsveitinni þar. Og hann er vit- laus eftir henni, segir fólkið.“ „Hver segir það?“ kjökraði frú von Krain. Hún reyiidi árangurs- laust að sýna á sjer myndugleik og tala livast. „Hver? Hún Filippa kaupmannsins sagði henni Miru það, en allir tala um það. Hermann gerir sig að fífli i bænum. Þú ert sú eina, sem lifir í sælli fáviskunni og sjerð alt rós- rautt.“ Frú von Krain varð orðfall. Svo spratt hún upp úr sælinu, og stóð um hrið, eins og hún væri orðin að saltstólpa. „Hermann?... . Það getur ekki ver- ið satt!“ hvíslaði hún og hugsaði í kvíða um liðnar hörmungar og nýjar. Þennan kross ótti hún þá líka að taka á sig. Hermann var töfraður og það varð ekki aftur tekið. Víst átti hann á liættu að fyrirgera áliti sínu. Hann vissi það. En hann rjeð ekki við það, að hún var svo hlje- dræg og seintekin. Hversvegna varð hann að ganga svona á eftir henni. Maður eins og hann i hárri stöðu, með góðar tekjur. Var liann ekki lag- legur maður? Hvað gat hún liaft á móti honum? Hún liefði að rjettu lagi átt að taka honum tveim liönd- um. Hún var yndisleg, fallegri en nokk- ur manneskja, sem hann liafði sjeð. Kvöld eitt sat liann við sama borðið rjett lijá liljómsveitinni og fylgdi hverri hreyfingu hennar. Hann varð þakklátur eins og hundur i hvert skifti, sem henDÍ varð litið til hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.