Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Francis D. Grierson: i bsI^B^be Framhaldssaga. Toma M§ið. LeyuUögregluisaga. ^4. bg=^gr^--. • ic=-• J Hún hristi höfuðið. „Jeg get það ekki,“ svaraði hún. „Hversvegna ekki ?“ „í fyrsta lagi vegna þess, að jeg er heið- arleg. Lögreglan munui veiða það upp úi yður, áður en þjer vissuð af.“ „Nei, svo vitlaus er jeg nú ekki,“ svaraði liann móðgaður. „Auk þess ætla jeg ekki að hafa neitt saman við lögregluna að sælda framvegis.“ „Það megið 'þjer ekki gera,“ sagði hún áköf. „þá mundu njósnararnir verða enn ákafari að ná í yður. Sjáið þjer ekki, að þá mundi lögreglan undir eins sjá, að þjer hefðuð talað við mig. Það var líka heimska af mjer, að lofa yður að hitta mig.“ „Það megið þjer ekki segja,“ sagði hann biðjandi. „Jeg er að sökkva í jörðina af blygðun; jeg skil vel, hvað þjer eigið við, og jeg skal fara afar varlega til þess að Ijósta ekki neinu ujjp um yður. En segið mjer hvernig jeg get hjálpað yður.“ „Viljið þjer svara því, sem jeg spyr yð- ur um, án þess að spyrja mig, hversvegna jeg spyrji að því? „Já látið þjer það koma.“ „I fyrsta lagi, hvað skeði eftir að jeg fór frá „Carriscot“?“ Jack sagði frá komu Blyths fulltrúa og manna hans og hvað þeir gerðu, og Eva hlustaði á með athygli. „Hvað gerðist svo síðdegis í dag?“ spurði hún, og Jack sagði henni frá því. „Grunar Blyth fulltrúa mig?“ spurði hún. „Hann álítur að minsta kosti, að þjer vitið ýmislegt um málið, sem honum væri gott að vita líka,“ svaraði Jack. „Þjer eruð viss um. að hann hafi ekki veitt yður eftirför hingað?“ spurði hún. „Hárviss. Þjer megið treysta þvi, að jeg hafði gát á öllu.“ Hún hugsaði sig um, og Jack notaði tæki- færið til að spyrja. „Þjer hafið auðvitað lesið blöðin?“ sagði hann, „og þjer vitið, að Cluddam hefir arfleitt yður að eignum sínum?“ „Jú,“ sagði hún. „Ætlið þjer ekki að gera kröfu til þeirra ?“ Hún hló napurt. „ Hefir Blyth beðið yð- ur um, að spyrja mig að þessu? Það er vitanlega ágæt beita.“ Hann svaraði engu og hún iðraðist eftir að hafa sagt þetta, og hallaði' sjer að honum. „Afsakið þjer,“ sagði hún biðjandi. „Jeg veit varla sjálf hvað jeg segi.“ Hann tók um hendina á henni. „Það gerir ekkert til,“ sagði hann. „Jeg geri ekki kröfu til að skilja þetta; það eina sem jeg veit er, að jeg ber fult traust til yðar. Það getur vel verið að fólk segi, að jeg sje fífl, en mig gildir það einu. En tim- inn líður. Hvað eigum við að gera?“ „Það veit jeg ekki ennþá,“ sagði hún. „Viljið þjer gera svo vel að bíða þangað til jeg læt yður vita.“ „Já meðan jeg hefi orð yðar fyrir því, að þjer hverfið ekki aftur. Hvar eigið þjer heima núna?“ „Það get jeg ekki sagt yður.“ „En þjer getið ekki hlaupið úr einu skúmaskotinu í annað, eins og villikanína. Hversvegna komið þjer ekki heim, þangað sem jeg bý? Yður mundi falla ágætlega við hana móður mína.“ „Já, en það er ekki sennilegt, að móður yðar fjelli vel við mig. Þetta er vel boðið, en þjer verðið að fara skynsamlega að. Hvað haldið þjer að frú Vane segði, ef þjer bæðuð hana að fela flóttamanneskju fyrir lögreglunni?“ „Hún mundi gera það með gleði, undir eins,“ sagði hann óbifanlegri trú ásfang- ins manns. En hún hrosti angurblítt og dró til sin hendina. „Þjer verðið að láta mig um hvað gera skal,“ sagði hún og stóð upp. „Þjer hafið verið mjer meiri stoð en yður grunar. En þjer megið ekki reyna, að leita mig uppi, þvi að það er hættulegt. Jeg veit hvar þjer eigið heima og jeg lofa að láta yður vita, ef eitthvað verður að, sem þjer getið hætt úr. Annaðhvort geri jeg yður boð með Grace eða jeg síma sjálf. Það er best að jeg taki mjer dulnefni. John er gott.“ „John Brown,“ sagði Jack. „Það minnir á augun yðar og hárið.“ „Nú verð jeg að fara,“ sagði hún. „Grace fer að halda ....“ Hún rjetti honum hendina og hann tók fast um mjóu, löngu fingurna.“ „Við sjáumst aftur,“ sagði hann. Hún hikaði sem snöggvast. „Já, sjáumst aftur,“ sagði hún lágt. Og á næsta augnabliki var hún Jiorfin út í rökkrið. VII. KAPlTULI. Blyth fulltrúi var í versta skapi Og það var jafn mikið sagt um jafn ró- lyndan mann og hann. En það sem verra var: það var við sjálfan sig, sem honum gramdist. Hann starði áhygjufullur á púlt- ið sitt, þar sem skjölin i „Carriscot“-málinu lágu. Þetta var orðið stærðar safn — skýrsl- ur sjálfs hans og samverkamanna hans í málinu. Hann tók kalda pípuna, barði úr henni öskuna og tróð í hana aftur. En tóbakið gat ekki einu sinni huggað hann og hann lagði pípuna frá sjer og fór að labba um gólf í skrifstofu sinni, þó að gólfrúmið væri alls ekki mikið. Sannleikurinn var sá, að þetta mál hafði farið í taugarnar á honum. Hann var að vinna verk, sem liann sá að mundi eyði- leggja framtíð hans í „Yardinum“. Fjár- hagslega gerði þetta lionum ekkert til; faðir hans mundi ekki verða öðru fegnari en hann kæmi aftur til „Foliat“. En Barry hafði einsett sjer, að hverfa ekki frá starf- inu, ef hægt væri, fyr en hann hefði náð miklu æðri stöðu, en hann hafði nú. Fram að þessu hafi alt gengið vel. Hann liafði gert skissur og hann hafði verið heppinn, en út- koman liafði verið honum i hag og liann hafði áunnið traust yfirboðara sinna. Hann hrökk við þegar skrifarinn harði á dyrnar og kom inn. „Mr. Dale er tilbúinn til að taka á móti yður, sir,“ sagði maðurinn. Barry axlaði sín skinn og fór inn í stóra bjarta skrifstofu, vistlega að húsgögnum, þar sem maður sat og skrifaði við stórt skrifborð. Hann leit upp og kinkaði kolli. „Setjist þjer, Blyth,“ sagði hann. „Jeg skal koma undir eins.“ Hubert Dale, næstvaldur í stofnuninni átti eitt sameiginlegt með Barry. Hann var metnaðargjarn. Og metnaður hans stefndi í tvær áttir. I fyrsta lagi vildi hann verða æðsti maður lögreglu höfuðborgarinar. I öðru lagi, og það lá nær í þessu sambandi, vildi hann gera Scotland Yard að færustu glæpamálalögreglunni í veröldinni. Og þenn an metnað sinn taldi hann vera skref i átt- ina til liins fyrri. Þessvegna var Dale altaf á veiðum eftir duglegum mönnum og Blyth var einn þeirra, sem liann hjóst við miklu af. Hann hafði mætur á góðum aga, en vildi þó eklci láta hann ganga svo langt, að liann dræpi persónuleg einkenni einstaklinganna. Hann var afar kurteis, og undir venjulegum kringumstæðum enda gamansamur, og afl- aði það honum vinsælda hjá undirmönn- um hans. Hann lagði nú frá sjer pennann og liorfði hugsandi á Blyth. „Merton hefir sagt mjer, að þjer ósk- uðuð að tala við mig. Hann benti mjer á, hvert erindið mundi vera. Og jeg verð að segja yður það hreinslcilnislega, að mjer fellur illa að heyra þetta. En mjer finst þó ekki nema rjett og sanngjarnt, að gefa yður tækifæri til, að reifa málið fyrir mjer, frá yðar sjónarmiði.“ Barry hneigði sig lcurteislega. „Jeg er yður mjög þakklátur, sir, að gefa mjer þetta tækifæri. Mjer er sjálfum ljóst, að það er einkennileg tillaga, sem jeg ber fram.“ „Mjög,“ svaraði 'Dale þurt. „En jeg vona, að mjer takist að sýna fram á, að jeg hefi gildar ástæður til þess, að koma fram með þessa tillögu. Hún er í sambandi við „Carriscot“-málið. Án þess að jeg sje kominn í strand þar, þá er það þó eitthvað í þá áttina.“ Dale lmyklaði brúnirnar. „Jeg kann ekki við að lieyra svona,“ sagði hann. „Og jeg kann heldur ekki við, að biðja yður um, að hlusta á það, svaraði Blyth. „Merton hefir lesið allar skýrslur inínar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.