Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Indversk byggingar- list: Grafhýsið Taj Mahal, sem indversk ur fursti reisti fyrir konu sína. G imsteinn breska heimsveldisins: INDLAND FINTÝRALANDIÐ INDLAND - er það til lengur? Landið með helgu fljótin og lótusblómin, tanrt maharadjanna og hvítu fílanna, must- eranna og fjársjótanna. — Jú, víst er það til enn. Enn eru til fursta- fjárhirslur, sem geyma miljarða- verðmœti i gulli og gimsteinum, hall- ir með húsgögnum úr skiru gulli, heilagir fílar og heilagir menn, must- eri og turnar. Ferðamenn frá Evrópu, sem hafa efni á að sigla kringum hnöttinn, geta sjálfir sannfærst um þetta með því að fara ferðir inn í landið og ljósmynda undrin sjálf. En svo er til annað Indland. Staerra Indiand. Indland, sem ekki er auglýst í myndaheftum ferðaskrifstofanna. Indland með;320 miljónum af hungr- uðu bændafólki og verkamönnum, fóik, sem býr við aumari kjör en vesturlandabúar geta gert sjer í hug- arlund. Um þúsundir ára var Indland talið ríkasta land veraldar. Síðan á dögum Alexanders mikla hefir það verið keppikefli drotnunargjarnra Evrópu- manna. Það var tilraunin til að finna sjóleið til Indlands, sem varð til þess að Ameríka fanst i lok 15. aldar. Það eru yfir- ráðin yfir Indlandi, sem hafa skapað heimsyfirráð og ríki- dæmi Breta. Það er Indlandi að þakka, að ein miljón Eng- lendinga getur lifað af eignum sínum, án þess að vinna hand- arvik að arðberandi starfi. Indverjar höfðu lifað menu- ingarlifi i þúsundir ára áður en Norður-Evrópubúar kom ust af steinaldarskeiðinu. Sögurannsóknir vorra tíma hafa varpað ljósi yfir meira en 3000 ár af fortíð Indverja. Elstu heimildarrit þeirra eru til orðin 1500 árum fyrir Krist burð. Það eru Vedda- bækurnar — hinar heilögu bækur Aríanna i Indlandi. Þessar bækur sýna, að arískir Indverjar höfðu fasta bústaði og ráku fullkominn landbúnað. Þeír höfðu ytri skilyrði til þroskaðrar andlegrar menningar, og heimspeki Mahatma Gandhi. og trú þeirrar menningar kemur skýrt fram í Veddabókunum. En þessar bækur gefa einnig upp- lýsingar um aðra þjóð, Dravídana, sem bygðu landið áður en Ariarnir komu þangáð. Og þó að Vedda-bæk- urnar tali með lítilsvirðingu um menningu Dravídana, þá minnast þær þó á ýmsar menjar lista og bygg- inga, sem voru fyrir i landinu og þeirra verk. Aríarnir telja þessar menjar að vísu lágstæðar, en það var vegna þess, að þær komu þeim einkennilega fyrir sjónir. Alla fornöldina á enda var Indland æfintýralandið og undralandið, í aug- um hinna vestrænu þjóða. Indversk- ur listiðnaður barst vestur til Babý- lon og Egyptalands, bæði smíði og vefnaður, og það voru frásögurnar af auðæfum Indlands, sem ýttu und- ir Alexander mikla að gera út her- ferð þangað. En hvorki Alexander nje aðrir harðstjórar, sem i fótspor hans fetuðu, komust nokkuð að marki austur fyrir norðurlandamærin og þeir gátu «kki haldið landinu. Þá voru stjettaböndin ekki komin í Indlandi, og hjátrúin, sem síðar varð til þess að ekkjur voru brendar á báli eða einangraðar, var ekki komin í tisku, þegar Veddabækurnar urðu til. Stjettabandsfarganið, kenningin um sálnareik, bann við slátrun naut- penings o. fl. kom ekki fyr en seinna, og það voru fjárhagslegar og stjórn- arfarslegar ástæður, sem knúðu þess- ar bábiljur fram. Þegar Aríarnir höfðu lagt undir sig lönd Dravidanna og gátu ekki flæmt þá lengra uúdan, neyddust þeir til að hafa viðskifti við þá og umgangast þá nokkuð. En til þess að varna því, að bióðblöndun yrði milli Aría og Dravída, tóku Ari- arnir upp stjettabandið, og voru af- kvæmi Aría og Dravída gerð rjett- laus og nefnd paría, en það þýðir: fólk, sem ekki má snerta á. Og franski heimspekingurinn Montes- quieu bendir á það í riti sinu, „Andi laganna“, er kom út 1726, að bá- biljan um helgi nautpeningsins sje sprottin af nauðsyn. Mjólkin var að- alfæða almenningsins langan tíma af árinu og auk þess var loftslaginu þannig liáttað, að óholt var að neyta kjöts. Þessvegna var nauðsynlegt að banna slátrun og kjötát og varð þetta von bráðar trúaratriði, því að venju- leg lög hefði tæplega dugað til að afstýra kjötátinu. Og kenningin um sálnareik, sem fyrst var tekin upp í Bramatrúna, var nauðsynleg til þess að sætta fólk við hin ranglátu ákvæði stjettabandsins. Sálnareik Indland var eirui sinni rlkasta land heimsins.... Verkfallsmenn frá spunastofunum l Bombay.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.