Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.04.1941, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 atarbálkur l Eftir Elísabetu Guðmundsdóttur —. ~ „Virkileg dama“ Smásaga eftir Mark Hellinger. ug konur líta ávalt hver á aðra, og var harð ánægð með árangurinn. „Nú ert J)ú orðin „virkileg dama,“ sem maður kallar, góða mín,“ sagði hún. Eiginlega ætti jeg að gráta af gleði yfir lijer, en jeg er svo þreytt, að jeg nenni þvi ekki. Nú á jeg ekki nema eina ósk eftir, — að þú fáir gott gjaforð." „Æ, mamma, jeg er alls ekki í neinum giftingarhugleiðingum — að minsta kosti ekki ennþá," sagði Mary. „Það getur verið — og eiginlega er nógur tími til stefnu enn. En jeg ætla b'ara að gefa þjer golt ráð: gifstu aldrei manni, sem þú elskar ekki. Ástin getur borið alt — en ef maður elskar ekki, þá getur maður hvorki þolað nje fyrirgefið — mundu það. Og svo eilt enn: Vertu altaf á sömu skoðun og maðurinn þinn, jafn- vel þó að þú vitir, að hann hafi rangt fyrir sjer. Og farðu aldrei frá honum! Loforð verða aldrei aftur tekin — líka þau, sem varða ásta- mál. Hafir þú gefið loforð á annað Ijorð, þá er það bindandi fyrir alt lífið. Og þú skalt ekki halda, að frelsið sje eins eftirsóknarvert og piparmeyjar og fráskildar konur vilja vera láta. Og svo er það ýmislegt, sem „virkileg dama“ má ekki leyfa sjer. Hún spilar ekki, reykir ckki og hún blótar aldrei. Þetta er ef til vill svo sjálfsagt, að þjer finst ó- þarfi af mjer að minnast á það — jeg hefi brýnt það fyrir þjer síðan þú varsl barn — en sá tími kemur, að jeg liverf burt úr þessum heimi, og þá verður þú að treysta sjálfri þjer og eiga alt undir sjálfri þjer i henni veröld. Og þá skilurðu, hvað fyrir mjer vakti, þvi að það er vond og flá-veröld, sem við lifum í. Ver- öld, sem aldrei fyrirgefur yfirsjónir og ávirðingar, aldrei hefir umburð- arlyndi með breysleikanum og aldrei sjest yfir ágalla náungans. Mundu nú það, sem jeg liefi sagt þjer, Mary, lofaðu mjer liví, að gleyma því al- dréi.“ — Mary giftist tveimur árum siðar. Og þegar hún var nýgift, þá lirökk frú Murray upp af. Það Var eins og hún hefði þurausið lífsþróttinn, eins og hún hefði náð lífsmarkinu, og þessvegna legðist liún til liinstu hvíldar. Hann var ríkur, þessi maður, sem Mary liafði giftist. Hann var um það bil tuttugú árum eldri en hún, en hann var góður maður og þótti vænl um Mary. Hann dáðist að ment- un hennar og gáfum og liann elskaði hana fyrir hjartagöfgina, sem ein- kendi alt hennar athæfi. Þau voru einstaklega hamingjusöm. Fyrst fram- an af áttu þau heima i New York og þar fæddist dóttir þeirra. Svo keyptu þau sjer landsetur og fluttu þangað. Þau hjeldu marga þjóna, áttu bifreiðar og hesta og eignuðust marga kunningja. Og á þessu heim- ili ríkti Mary — hin fullkomna dama, sem móðir hennar hafði tekist að gera úr henni. Fullkomin sem móð- ir, húsmóðir — virkiieg dama! Hænsnakjötsúpa. Steikt hænsni. Triolose. Hænsnakjötsúpa er einhver sú besta súpa, sem er búin til. Ef soðnir eru gamlir han- ar, þá þarf ekki að sjóða kraftinn með. En sjeu hænsnin ung, er gott að sjóða kálfakjötsbein með, ásamt gulrótum, púrrum og sellcri (stein- selja?) og fleiri tegundum, ef völ er á Þegar hænsnin eru mátulega soð- in, eru þau tekin upp og soðið sigt- að gegnum þjetta ríu. Grænmetið er skorið niður í litla ferhyrninga. — Kjötbollur úr góðu kjötfarsi (fingur- bollur) og mjölbollur, bakaðar upp og soðnar í ljettu suðuvatni (sem fingurbollur) eru látnar í súpuna. Súpan er framreidd með franskbrauðí eða franskbrauðssnúðum. Steikt hænsni. Smjörið er brúnað í potti. Hænsn- in þurkuð vel upp með hreinu stykki, salti stráð yfir þau og þau brúnuð fallega i smjörinu. Tökum lítinn hluta af seyðinu, látum í það sósu- lit, svo að Ijósbrúnt verði, og hell- um seyðinu smám saman yfir hænsn- in. Er þetta hefir soðið litla stund, er sósan jöfnuð með hveiti. Gott er að láta eina stóra teskeið af epla- hlaupi eða öðru góðu ávaxtamauki út í sósuna til bragðbætis. Þegar hænsnin eru framreidd, eru þau iál- in á stórt fat og það skreytt með brúnum kartöflum, gulrótum, græn- um baunum, káli eða því grænmeti, sem tiltækilegt er. Grænmetinu er raðað smekklega kringum hænsnin á fatinu. Triolose. 250 gr. súkkulaði soðið í 1 1. af mjólk. Potlurinn er tekinn af eldin- um, og G blöð af matarlími eru leyst upp í þessum legi. Slöðugt þarf að hræra í súkkulaðinu, þangað til það fer að storkna. Þá er það látið í glerílát og skreytt með þeyttum rjóma og sultulaui eða góðu ávaxta- mauki. Gott er að borða smákökur, svo sem ískökur, með þessum ábæti. KÖKUR. Trúlofunarkökur eru bæði góðar og skrautlegar. Það hefir áður verið birt uppskrift af linsudeigi í blöðum Fálkans. Notum hana. Linsudeigið er flatt út og kök- urnar bakaðar i litlum linsuformum. Þegar kökurnar eru hálfkaldar, eru þær teknar úr formunum, en þegar þær eru orðnar alveg kaldar, eru þær fyltar með góðu sultutaui. Og á miðjuna á sultutauinu er sprautað þ AÐ var sunnudagur. Sólin hátt á lofti, lieitt í veðrinu, sumar — og þrjár ljósklæddar dömur sátu á bekk í skemtigarðinum og voru að tala saman. Þrjár knipplingasólhlíf- ar blikuðu í lofti og það var hlegið og talað. Svo leit ein daman um öxl. Ung og grönn kona, með litla telpu við liönd sjer kom í áttina til þeirra. Þrír liausar færðust saman undir kniplingasólhlífunum — það var hvíslað: „Hún er ekki samboðin okkur, liún er fráskilin! Og þeir segja, að hún rcyki sigarettur frá morgni til kvölds — og hugsið þið ykkur — hún drekk- ur sherry.“ Þær stóðu upp, allar þrjár, og flögruðu burl eins og hræddar hæn- ur. Unga konan nam staðar. Hún laut niður að telpunni: „Þær fella sig ekki við okkur,“ sagði hún raunamædd, „þær segja, að jeg sje slæm' móðir, af því að jeg skyldi við hann pabba þinn.... en þær vita ekki —! Drottinn minn, ef þær vissu bara, livað jeg liefi lið- ið! Og liann fór frá okkur — fór með annari.“ Hún grjet og tárin hrundu niður á hendur barnsins. Litla telpan horfði forviða á móður sína — svo brosti hún glaðlega og sagði: „Mannna — villu-gefa mjer is- rjóma?“ Það er satt, að frú Murray hafði lineykslað allan kaupstaoinn. Auð- vitað kvenfólkið einkum og sjer í lagi. Þær litu um öxl, þegar þær gengu hjá lienni á götunni, þær heilsuðu lienni ekki, en hjeldu hend- inni fyrir munninn og hvísluðu: „Hún er fráskilin,“ þegar hún gekk fram hjá. Og, karlmennirnir góndu á hana — spyrjandi, hissa og for- vitnir — kanske voru karlmennirnir ennþá bölvaðri. Og svo einn góðan veðurdag gerði frú Murray það, sem hún hefði átt að gera fyrir löngu — hún tók sam- an pjönkur sinar, tók Mary litlu við liönd sjer og gekk á járnbrautar- stöðina. Fór burt með næstu lest og kom aldrei framar í bæinn. Inni í klefanum hristi hún götu- rykið af kjólfaldinum sinum og kysti telpuna. „Það er langt síðan jeg liefi verið svona glöð, Mary,“ sagði hún glað- lega. „Frá þessum degi byrjum við nýtt líf.“ Og það gerðu þær. Þessi móðir og þessi dóttir. Frá þessum dcgi fórnaði frú Murray lífi sinu fyrir Mary. Það varð bókstaflega lifsverk liennar að ala barnið upp. Mary átti ekki að gera sig seka í sömu flónsk- unni sem liún móðir hennar. Fyrstu árin voru erfiðust. Frú Murray strit- aði og Mary gekk á skólann — skóla, sem var alþektur fyrir strangan aga. Og á kvöldin var móðirin sífelt að lesa yfir dóttur sinni, hvernig stúlk- ur eigi að haga sjer, svo að þær verði „virkilegar dömur". Þegar Mary var þrettan ára liafði frú Murray fengið svo góða atvinnu, að lnin gat sent dóttur sína á lieima- visarskóla. Mary var i þessum skóla í fimm ór samfleytt, að undantekn- um sumarleyfunum, og það, sem hún hafði ekki lært áður af kurteisi og góðum siðum, það lærði hún þar. Það var afar siðuð og fín stúlka, sem kom aftur lieim til móður sinn- ar eftir skólavistina. Og frú Murray leit yfir hana rannsóknaraugum, eins Það var sunnudagur. Sólin hátt á lofti, heitt i veðrinu, sumar. Þrjár dömur sátu á bekk og voru að tala saman. Reykurinn frá þremur sigar- ettum leið upp í blómann og það var hlegið og hjalað. Svo leit ein þeirra um öxl, alt í einu. Ung og grönn kona, með litla telpu við hönd sjer nálgaðist þær hægt og liægt. Þrjú stuttklipt höfuð færðust saman — og svo var livislað: Á Filippseyjum má lieita, að ekki sje unnið nokkurt verk, án þess að lilustað sje á tónlist á meðan. Tón- listarmennirnir fara með fólkinu á akurinn og það notar hrynjandi tón- aiuia til þess að haga lireyfingum sinum eftir. Öll handtök fara því fram samtímis og enginn má drag- ast aftur úr. „Hún er ekki samboðin okkur. Hún fer í taugarnar á manni. Ekki reykir hún, ekki drekur liún og nú hefir hún, sem jeg er lifandi manneskja, verið gift sama manninum í fimm ár.“ Og þær stóðu upp, allar þrjár, og flögruðu burt eins og liræddar hæn- ur. — vanillekremi. Síðan er stífþeytlum rjóma sprautað ofan á sultutauið og ávaxtamauki eða ávaxtakremi spraut- að ofan á rjómatoppinn. Tveim litl- um súkkulaðiplötum er stilt sitt hvorumegin við toppinn. Síðan er grænum puntsykri stráð yfir alt saman. Kleinur. 500 gr. hveiti, 1 egg, 1 brjef eggja- duft, 50 gr. smjörlíki, 75 gr^ sykur, 2 skeiðar gerduft og % teskeið hjartasalt. Blandið gerinu og eggja- duftinu vel saman. Látið 1 brjef af kardemommum í. Myljið síðan ó milli handanna hveitinu, smjörinu, sykrinum og eggjunum. Þegar þið hafið blandað þessu vel saman, lát- ið þið mjólkina út í, ca. Vj lítra. Þegar mjójkin er komin í, eltið þið deigið og fletjið það út ca. Vj cm. þykt, skerið síðan lengjurnar i ca. 3 cm. löng stykki. Stingið gat á miðj- una og snúið kleinunum við. Tólg eða plöntufeiti er sjóðhituð og klein- urnar brúnaðar í henni. Ef engin egg eru fyrir hendi, þá sýrið mjólk- ina og notið hana í stað eggja. Sandkaka: Vj kg. linað smjörlíki, V> kg. strau- sykur. Þetta er hrært, uns livitt er orðið. 8 eggjarauðum er hrært út i, einni og einni í senn. 14 kg. liveiti hrært þar út i og seinast stífþeytt- um eggjalivítum, átta. Formið er smurt innan og smjörpappír látinn í botninn á forminu, deigið látið í það. Siðan er það bakað í 1 klst. við meðalhita. Maizena-rommkaka. • 125 gr. vel linað smjör er lirært út með 125 gr. af sykri, uns hvítt er orðið. 1 egg og kúfuð matskeið af maizenamjöli er hrært vel saman við smjörið. Látið er út í það 125 gr. hveiti, og toppfullri teskeið af ger- dufti er blandað saman við hveitið. Síðan er eilt egg látið út í á ný. Smyrjið kökuform með lausum botni, látið deigið þar i, og bakið kökuna i rúma hálfa klukkustund við jafn- an hita. Flórsykur er hrærður út með soðnu vatni, og rommdropar látnir út í. Kakan er smurð með þessum glassúr, meðan hún er volg. Sódakaka 200 gr. smjörlíki er lirært livítt með 300 gr. af strausykri. Einu eggi er hrært út í. 000 gr. hveiti, blönduð með 2 Vi teskeið gerpulver, er lirært inn í smjörið og sykurinn, þynt út með 1 Vi dl. af mjólk. Bakað við meðalhila ca. 1 klst. Mikilvægasta uppgötvun mannkyns- ins er ekki uppgötvun eldsins, hjóls- ins eða stafrófsins, lieldur sú, er menn uppgötvuðu, að liægt er að sá til jurta. Á því byggist kornræktin og af kornræktinni það, að menn hættu að lifa hirðingjalifi og tóku sjer fasta bústaði. Á sumum ám í Kína nota menn endur til þess'að ferja sig þangað, sem þeir þurfa að fara. Eigandinn beitir heilum andahóp, stundum alt- að hundrað, fyrir bátinn sinn, og þær draga hann, eins og liundar sleða og eigandinn á furðu ljett með að stjórna þeim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.