Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1941, Qupperneq 4

Fálkinn - 25.07.1941, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N BOÐFLENNUR í VÍSINDUM 0G LISTUM AÐ LENDA „Á RJETTRI HILLU“ ER ÞAÐ SEM MESTU VELDUR UM ÁRANGURINN AF LÍFSSTARFI EIN- STAKLINGSINS. „MARGIR ERU KALLAÐIR — EN FÁIR ÚTVALDIR“ EN OFT HLJÓTA ÞEIR ÚTVALDRA SESSINN, SEM ENGINN HAFÐI TIL HANS KALLAÐ OG ENGINN TALDI I HANN HÆFAN. — Robert Schumann var kandidat í lögfræffi. AÐ kemur ekki ósjaldan fyr- ir í veðreiðum, að hestur sem enginn hafði liugað sigur fer fram úr öllum keppinautun- um. Mælikvarðann á álitinu, er fólk hafði beint að þessum „outsider“ eða boðflennu ef svo mætti segja, má sjá af veðfjenu, sem hann gefur þeim fáu sem lagt hafa á hann veðfje. Því minna álit sem liesturinn liefir hefir liaft, því margfaldari vinn ing gefur liann. Þar sem eigi er veðjað um horfurnar er eigi eins hægt um vik, að sjá al- menningsálitið. En það kemur þráfaldlega fyrir í daglega líf- inu, að það ólíklega skeður: maðurinn, sem fáir treystu til nokkurs, skarar fram úr átrún- aðargoðunum og sigrar j)au. Svo er í iþróttum, í líkamlegu starfi og ekki sísl í vísindum og listum. En j)eir sigrar, sem unn- ir eru á því sviði verða ekki eins áberandi og hinir snoggu samkeppnissigrar, sem unnir eru í einu vetfangi. Sigrar vís- inda og lista eru ekki unnir á svipstundu — þeir eru árangur af margra ára starfi og heilu æfistarfi, og sá árangur verður oft ekki bersýnilegur fyr en sá er kominn í gröfina sem sigur- inn vann. Það líða jafnvel stund- um aldir þangað til sum afrek öðlast viðurkenningu og njóta fulls skilnings. Andstaða samtíðarinnar. Þegar er litið yfir árangurinn af baráttu mannsandans fyrir jíeim framförum, sem allieim- urinn nýtur góðs af i dag, þá verður það ljóst hverjum manni, að j)ær framfarir eru árangur af l)ai'áttu einstakra manna fyrir hugsjónum sinum og gegn almenningsáliti samtíðar sinriar. Við vitum, livernig þeim farnað- ist fyrstu mönnunum sem dirfð- ust að staðhæfa að jörðin væri hnattmynduð, eða þeim sem sögðu, að jörðin hreyfðist kring- um sólina og að aðdráttaraflið rjeði brautum himintunglanna, eða að það væri þyngdarlög- málið sem væri að verki þegar steinn dytti, en ekki „jarðand- inn, sem sogar alt til sín“. í öll- um greinum ‘iiáttúrufræði, heim speki og lista liafa mikilsverð- ustu kenningarnar verið knúð- ar fram í trássi við íhaldsama miðlungshyggjuna, sem jafnan á bágt með að tileinka sjer ný sannindi og eru treg á að láta sannfærast, eigi siður en Tómas ppstuli. Miðlimgsmaðurinn er ekki þannig gerður, að liann geti skil- ið nýjar hugmyndir, sem brjóta í bág við þann hugmyndalieim, sem liann sjálfur lifir í. Og hori- um finst engin þörf á nýjum hugmyndum og kenningum — hann er eiginlega ánægður með heiminn eins og hann er og vill ekki láta hreyta honum. Þetta sama kemur einnig fram í verk- legum aðgerðum; hándverks- menn og iðnfræðingar eru ófús- ir á, að taka upp miklár breyt- ingar i iðn sinni. Það er t. d. al- kunna, hve íhaldssamar reglur ýms iðnfjelög liafa sett sjer fyr á tímum. Umbæturnar koma líka oft frá mönnum, sem ekki eru vaxnir upp í greininni sem j)eir vilja gera umbætur á, og j)essvegna eru umhótafrömuð- irnir litnir hornauga. Hinar hylt ingakendu nýjungar t. d. í lækn- isfræði og lögfræði — eru ekki aðeins verk lækna og lögfræð- iagn heldur utanaðkomandi manna — boðflennanna í menn- ingarlífinu, sem hafa orðið að heyja liarða haráttu við sjer- fræðingana, sem sögðu „vjer einir vitum.“ Viðvaningarnir ryðja brautir. Einn af brautryðjendum lækn- isfræði nútímans, Frakkinn Pasteur, var ekki læknisfræð- ingur heldur efnafræðingur. Læknisfræðingar samtiðar lians fordæmdu liann og kölluðu hann skottulækni. Það var ekki fyr en Pasteur var kominn á efri ár, að hann lilaut viður- kenniugu, sem liann átti skilið — fyrir afrek sín í jieirri grein, sem hann var ekki talinn sjer- fræðingur í. I skurðlæknisfræði er annað merkllegt dæmi til um afrek „óviðkomandi aðskota- dýra“. Gerileyðingin er ein að- alundirstaðan undir skurðlækn- ingum nútímáns: aðferðiu til j)ess að verjast gerlum og sótt- kveikjum, sem fyrrum drápu fólk unnvörpum, þegar gerður var á því holskurður. Það er enski skurðlæknirinn Lister, sem venjulega er kállaður höf- undur gerjleyðingarinnar, eri þetta er ekki rjett nema að nokkru levti. Þjóðverjinn Sam- melweiss vakti athygli á því, tuttugu árum á undan Lister, að ástæðan til þess hve margir ljetust af uppslturði væri sú, að sóttkveikjur kæmust í sárið af höndum læknisins eða með verkfærunum, sem hann notaði. Ráðlagði Senunelweiss að gæla ,,Hvaöa tónfræðinemandi sem vera skal getur fundiff þar fjölda af vill- um," var sagt um 9. hljómkviffii Beethovens. ílrasta hreinlætis við uppskurði, J)vo sjer um hendurnar og J)vo verkfærin úr vatni með ýms- um sótthreinsandi efnum í, til J)ess að verjast J)vi, að sótt- kveikjurnar kæmust í sárin. Semmehveiss hafði J)að starf að aðstoða við fæðingar. Lækharn- ir gáfu ráðleggingum hans eng- an gaum og hann dó áður en nokkurn óraði fyrir hve stór- kostlega þýðingðarmilda athug- un hann hafði gert. Nokkur líkt má segja um austurríska munkinn Georg Mendel. Hann er í dag talinn höfundur arfgengisfræðinnar, en samtíðarmenn hans gáfu honum engan gaum. Hann var kennari i eðlisfræði en í tóm- stundum sínum gerði hann sjer það til gamans að gera tilraun- ir með kynblöndun á jurtum. Hann var öllum ókunnugur J)eg- ar liann dó, að öðru leyti en því, að liafa „rækt kennarastarf sitt með alúð og samviskusemi“ og verið hneigður fyrir jurtafræði. En löngu síðar var farið að glugga í skrif þau, sem liann hafði látið eftir sig og kom þá á daginn, að hann liafði gerl ýmsar stórmerkar uppgötvanir og að starfsaðferðir lians voru svo glöggar og vísindalegar, að segja mátti að liann hefði lagt grundvöllinn að spánýrri vís- indagrein. Ágústínamunkurinn fjekk fulla uppreisn og er í dag talinn í flokki helstu náttúru- fræðinga veraldarinnar, en sam- tíðarmenn hans eru fyrir löngu gleymdir. Heimskunnir áhugamenn. Maðurinn sem fann upp syfil- issóttkveikjuna, Schaudin, var ekki lækriisfræðingur heldur dýrafræðingur. Ehrlich prófess- or, serii fann áhrifamesta lyfið gegn þeim sjúkdómi, salvarsan, var efnafræðingur. Iiöntgen, sem Um Björnson var sagl: ,,Það eru þrjúr málvillur í fgrstu línunni af þjóffsöngnum hans".

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.