Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1941, Page 12

Fálkinn - 25.07.1941, Page 12
12 FÁLRI'NN Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Toma hú§ið. Leyuilög,i,eg:Iu$ag:a. 28. Bg==iBE J Morð eða sjálfsmórð? Rak verslun í Yest End. Mr. Julius Rowland, alkunnur forn- gripasali og eigandi alþektrar verslunar í West End, fanst dauður á heimili sínu í morgun, með kulu í höfðinu. Skamm- hyssa lá hjá líkinu .....“ Marrihle smjattaði á kaffinu. „Hvað haf- ið þjer í þessu fati, Durand?“ spurði hann ldýlega. „Nýru — að var ágætt. Og gerið svo vel að rjetta mjer glóðarbrauð.“ XV/. KAPÍTULl. Nónblöðin gerðu sjer mikinn mat úr því, sem gerst liafði í „Carriscot“málinu, það er að segja eins mikinn og þau gálu án þess að brjóta prentfrelsislögin, en furðu mikinn þegar á það var litið, að blöðin vissu næsta lítið um málið. Richard Page var leiddur fyrir dómara. Blyth fulltrúi frá New Scotland Yard bar vitni um handtök- una og krafðist gæsluvarðhalds, svo að lögreglan gæti safnað gögnum. Ákærði var spurður hvort haún hefði nokkuð að al- huga við fangélsunina, og svaraði því, að það hefði hann ekki, og að það mundi sennilega ekki verða tekið tillit til, ])ó að hann hefði athugasemdir að gera um hana. Dómarinn ljet síðari atliugasemd- ina eins og vind um eyrun þjóta og spurði, hvort ákærði óskaði lögfræðilegrar að- stoðar, og ákærði svaraði þvi, að vinir hans mundu sjá fyrir þeirri hlið málsins. Dómarinn gat þess, að úr því að málið væri svona vaxið, gæti það viitanlega ekki komið til mála, að láta hann lausan gegn tryggingu, og kvað upp úrskurð um að ákærði skyldi settur í gæsluvarðhald. Akærði hvarf svo úr salnum, og frjetta- ritararnir skrifuðu „Endir“ undir grein- ar sínar og fóru út til að fá sjer öl, sem þeir skrifuðu á reikning blaða sinna, und- ir einkenninu „Rannsóknir“. Barry Blyth fór inn til Ricliard Page eftir að hinu stutta rjettarlialdi var lokið, og nú var pilturinn talsvert viðtalsþýðari en áður, þegar liann hafði verið hand- tekinn. „Ef jeg get hjálpað yður með eitthvað, þá skuluð þjer láta mig vita,“ sagði Barry, og Diek leit talsvert forviða á hann. „Það er fallega sagt,“ svaraði hann. „Mjer væri kært að fá að tala við liana systur mína.“ „Jeg liefi komið því i kring. Hún kem- ur hingað ásamt málaflutningsmanni yðar innan skamms. Sannast að segja var það jeg, sem ráðlagði henni, að koma ekki í rjettinn.“ „Hversvegna?“ „Henni liefði ekki fundist það þægi- legt, haldið þjer það?“ „Nei, en jeg á bágt með að skilja, hversvegna þjer . . . .“ „Hversvegna skyldi jeg ekki haga mjer eins og mannleg vera? Nei, þjer eigið máske bágt með að skilja það, en þetta er nú samt satt. Mjer virðist, að ung stúlka, sem horfir ekki í, að vilja taka á sig sökina í morði, til að frelsa bróður sinn, eigi það skilið, að maður veiti henni athygli.“ „Já, það verð jeg nú að segja," sagði Dick. „Heyrið þjer, það er eins gott að jeg segi yður . ..." Blyth bandaði með hendinni. „Það skuluð þjer ekki gera,“ lók hann fram í. „Talið þjer við málaflutningsmanninn yð- ar, áður en þjer segið mjer nokkuð, ann- ars segir hann, að jeg hafi reynt að rekja úr yður garnirnar.“ „Hvað varðar mig um málaflutnings- manninn,“ sagði pilturinn þrár. „Jeg er að segja yður, að jeg hefi ekki drepið Cluddam. Jeg hataði hann nógsamlega lil að drepa hann, það skal jeg jála, en jeg gerði það nú ekki. Jeg fór mjög snemma út þennan morgun, og liafði ekki hugmynd um atburðinn fyr en jeg las um hann í blöðunum.“ Að vísu var Blyth starfsmaður lögregl- unnar, en hann var ekki nema maður samt, og þessvegna gat hann ekki slilt sig um að spyrja: „Hversvegna strukuð þjer þá?“ „Getið þjer ekki sett yður i mín spor? Þjer vitið um fleiri en einn, sem vissu um hvernig mjer var til Cluddams, og ef það hefði frjetst, að jeg hefði hafst við í húsinu, hefði jeg verið dálaglega stadd- ur. Við Eva töluðum um þetta, og svo varð það úr, að jeg strauk til Frakklands.“ Það var barið á dyrnar. Það var varð- þjónn, sem sneri sjer að Blyth og sagði, að fólk væri úti og spyrði eftir fanganum. „Lálið það koma,“ sagði Blyth, og Eva Page kom inn, ásamt gráhærðum manni, rjóðleitum og með falleg augu. Eva kinkaði kolli kuldalega til Barry, sem heilsaði henni alúðlega, og kysti svo bróður sinn. „Jeg kem með mr. Maxwell, Dick,“ sagði hún. „Hann vill tala við þig.“ „Þjer bjuggust víst ekki við að sjá mig?“ sagði sá gráhærði. „Nei-ei, ekki gerði jeg nú það,“ sagði Dick. „Eftir að þjer urðuð ósáttir við pabba.“ „Hvaða bull — jeg varð alls ekki ósáttur við hann,“ tók Maxwell fram í. „Hann hjelt að jeg hjeldi Cluddam annan mann en hann var, og þessvegna fjekk hann öðrum mál sín, eins og hann liafði fullan rjett til. En við skulum ekki minnast á það. Eva liefir sagt, að þjer munduð gjarnan vilja, að jeg yrði verjandi yðar.“ „Jeg væri yður mjög þakklátur fyrir það.“ „Þá segjum við það. Því miður var jeg að lieiman í gær og kom of seint til að mæla i rjettinum i morgun.“ Hann þagði og leit hvast á Barry. „Þetta mun vera Blyth fulltrúi, jeg lieiti Mavwell, James Maxwell, í lögfræðingaskrifstofunni Maxwell Cart- wright og Maxwell, Lincolns Inn.“ „Jeg hefi þann heiður að þekkja skrif- stofu yðar mjög vel, og veit hvilíks álits hún nýtur,“ sagði Barry liæversklega. „Þakka yður fyrir það,“ svaraði Max- well. „Jeg geri ráð fyrir, að engar hömlur verði lagðar á, að jeg fái að tala við skjól- stæðing minn,“ sagði Maxwell. „Vitanlega ekki.“ „Gott þá máske. .. . “ Hann leit íbygginn til dyranna og Barry brosti. „Jeg ætti kanske að taka það fram, að jeg kom hingað einungis til að spyrja mr. Page hvort hann óskaði að ía hingað föt og þvi um líkt.‘“ „Mjer datt ekki í hug, að gefa i skyn, að þjer væruð kominn hingað til þess að halda 3. stigs yfirheyrslu yfir honum," sagði Max- well þurlega. „Hve langt gæsluvarðhald báðuð þjer um?“ „Átla daga. En vitanlega má framlengja það, ef þörf gerisf „Já, einmitt.“ „Jæja, þá ætla o fara. Verið þjer sælir, Page — sælar, ungfrú Page og sælir mr. Maxvell.“ Gæslufanginn kvaddi. Mr. Maxwell kinkaði kolli. Eva sagði ekki neitt. Og Barry hvarf út úr dyrunum. Það var ofurlítið gat á hurðinni, svo að varðmað- urinn gæti sjeð hvað fram fór inni, þegar hann vildi. „Góði Dick,“ sagði Maxvell. „Þetla er ljóta málið, sem þjer hafið lent í.“ Page kinkaði kolli. „En ætli okkur takist ekki að bjarga yður út úr því,“ sagði málflutningsmaðurinn. „En mjer finst rjett að segja yður, að það er ekki nóg, að þjer haldið því fram, að þjer sjeuð saklaus. Við verðum að sanna, að þjer sjeuð saklaus. Eða við verðum að minnsta kosti að gera öðrum ómögulegt að sanna, að þjer sjeuð sekur. Og nú lield jeg, að það sé best, að þjer segið mjer, hvað þjer höfðust að í húsinu, og annað það, sem varpað geti ljósi yfir, hver drepið hefir Cluddam.“ Dick Page liristi höfuðið. „Ilvað morðingjann snertir, þá hefi jeg ekki fremur liugmynd um, liver hann er en þjer hafið, og þó lilýt jeg að liafa verið í húsinu, þegar morðið var framið. Þjer vitið, hvernig faðir minn lenti i klónum á Cluddam,“ hjelt liann áfram, „það var ein af ástæðunum til, að við faðir minn urðum ósáttir. Jeg liefi altaf halað Cliuldam og jeg var viss um, að hann mundi koma okk- ur á vonarvöl. En faðir minn vildi hvorki heyra þetta nje skilja. Annars er óþarfi að fara nánar út í það; jeg skal ekki leyna því, að það var fleira, sem við vorum ósam- mála um. Svo fór jeg að heiman og flakk- aði um. Síðan kom jeg heim aftur og spurði

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.