Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1941, Qupperneq 3

Fálkinn - 26.09.1941, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 - Minning Snorra Sturlusonar - AÖfaranótt síðastliðins þriðjudags voru 700 ár liðin síðan einn mesti liarmleikur íslenskrar sögu gerðist í Reykhólti. Þá var það, að Gissur jarl Þorvaldsson gerði Snorra Sturlu- syni, tengdaföður sínuin heimsókn með 70 manna iið og gengu þeir af honum dauðum. Af öllum ljótum atburðum Sturlungaaldarinnar verð- ni þessi lengst i minnum hafður, vegna þess, að þar týndi sá maður líl'i, sem mestum ljóma hefir varp- að á nafn íslands. Dánarafmælis Snorra var minst á tvennan hátt, dagana 22. og 23. sepl. Fyrri daginn var samkoma haldin í Reykholti, fyrir forgöngu Snorranefndarinnar islensku, en síðari daginn hafði Háskólirin minn- ingarsamkomu í hátíðasal Háskólans i Reykjavík. í REYKHOLTI. Snorranefndina skipa fimni mcnn: formenn þriggja stærstu síjórnmála- floklcanna, þeir Jönas Jónsson, Ólaf- ur Thors og Stefán J. Stefánsson og ennfremur Guðjón Samúelsson húsameistari og Sigurður Nordai prófessor. Nefnd þessi mun upp- haflega hafa verið kosin fyrir til- maeli Snorranefndar þeirrar, sem Norðmenn kusu fyrir nokkrum ár- um til þess að liafa forgöngu um fjársöfnun og framkvæmdir í því að koma upp likneski Snorra í Reyk- liolli á 700 ára dánardegi hans. Er Ólafur Norðmannakrónprins heið- ursforseti iiefndar þessarar, en for- maður hennar er Oscar Alb. Jóhn- sen prófessor. íslenska nefndin lief- ir haft samstarf við nefnd þessa um undirbúning allan i Reykholli, og unnið mikið verk. Þar er að rísa upp vísir lil Snorragarðs, sunnan \iÖ skólann, en í þeim garði á lík- neskið að standa, þegar það er kom- ið hingað til lands. Fjársöfnun til líkneskisins gekk mjög greiðlega og sneri nors'ka uel'ndin sjer til Gustavs Vigelands, hins írægasta allra norskra mynd- höggvara og bað liann gera líknesk- ið, en samþykti síðar frummynd þá, scm hann gerði að líkneskinu. Er þetta standmynd og er Snorri sýndur þar sem bændahöfðingi i síðum kufli. Mynd þessi var full- gerð í fyrra og hefir legið í Noregi sí'ðan, en eigi komist hingað vegna .samgönguteppunnar, sem verið bef- ir á annað ár af v'öldum slríðsins. Hefir nú verið ákveðið, að myndin verði afhjúpuð í Reykholli á fyrstu ólafsvöku (29. júlí) eftir að hún er komin liingað til lands. — Snorranefndin bjer hafði boðið allmörgum gestum, nær 70 hjeðan að sunnan til samkomunnar i Reyk- holti og fóru þeir með Esju á Skipa- skaga kl. 9 á ínámidagsmorgunn. Þar voru þrír ráðherranna, sem sje meðlimir Snorranefndar tveir og Eysteinn JónSson, sendiherrar Norð- urlandarikja þriggja, núverandi og fyrv. biskup landsins, æðstu menn ýmsra rikisstofnana og margir al- liingismenn. Á Akranesi bættust margir við og að Reykholti komu og fjölnlargir bændur úr nærsveit- ununi, einkum þeir, er á einn eða annan hátt liafa baft afskilti af Reykholtsskóla. Rigning var fram eftir degi og hvassviðri mikið. Voru ár allar í foráttu vexti, enda hafði rignt að kalla samfleytt i heila viku. Að lokinni kaffidrykkju i Reyk- holti og er menn höfðu svipast um á staðnum og' skoðað m. a. hin fornu jarðgöng milli bæjar og Snorra- laugar, er grafin voru upp og yfir- bygð að nýju í sumar (því verki er þó eigi að fullu lokið enn) setti formaður Snorranefndar, Jónas Jóns- son alþm. minningarsamkomuna. Skýrði hann i ítarlegu máli frá störfum Snorranefndanna í Noregi og hjer og eru þær upplýsingar raktar í stuttu máli hjer að framan. Hann sagði, að það hefði verið ætlun Norðmanna að fjölmenna að Reykholti þennan dag og eins mundi þátttaka íslendinga liafa orðið meiri i samkomu þessari, ef all hefði far- ið samkvæmt þvi, sem ætlað hafði verið: að minnismerki Snorra hefði verið afhjúpað á þcssum degi. En óviðráðanlegar orsakir, sem allir þektu, hefðu orðið til þess að gera þetta ókleyft. Þó hel'ði nefndinni þótt sjálfsagt að minnast dagsins á þessum stað og hefði því boðið til þessarar samkomu fulltrúum lands- ins ýirisum og m. a. preslum þeirra staða, sem nafn Snorra hefði eink- um verið tengt við: Hvamm, Borg, Reykholt og Odda. Ennfremur hefði verið boðið til samkonnmnar iðk- endum íslenskra l'ræða og innan- bjeraðsbændum. Þá flulti Sigurður Nordal erindi um Snorra. Hann drap á þá staði, sem Snorri hefði verið nátengdast- ur: fæðingárstaðinn Hvamm, upp- vaxtarstaðinn Odda, Borg á Mýr- um, þaf sem Snorri reisti bú sitt fyrst og loks Reykholt. í snjöllu máli gerði liann grein fyrir hinu rnerka sambandi Snorra við Reyk- holtsstað. Þar gerðist sá atburður, sem varð til þess að böfðinginn Jón Loftsson tók Snorra til fósturs og veitti honum þá mentun, sem varð undirstaða ódouðlegs æfistarfs hans. Og i Reykholt flutli hann frá höfuðbólinu Borg, því að þar þótti honum betur haga að sitja,- vegna v.al’da þeirra, sem hann hafði viðsvegar um suðveslur-, vestur- og norðurland. Yar erindið skarplegt og aðgengilegl á að hlýða. Dr. Nor- dal mintist í lok erindis si.ns skól- ans í Reykholti og' þess hlulverks, sem honum væri m. a. ællað að rækja, að halda jafnan hátt merki þeirrar menningar, sem nákomin væri minningu hins ágætasta rithöf- undar, er ísland hefði alið. Stei'án Jóh. Stefánsson ráðherra las því næst upp svohljóðandi skeyli, er borist hafði frá Joh. Nygárdsvold l'or.sælisráðherra Norðmanna: ,,Fyrir hönd norsku rikissljórn- arinnar sendi jeg yöur álúðar- kveðjnr i íilefni af íninningarhá- lið á 700. árstið Snorra Siurlu- sonar. Noregskonungasögur Snorra Sturlusonar liafa verið stárum mikilsverðar fyrir Jiroska jjjáð- legs lífsi og menningar með Norð- mönnum. í sorta þeim, sem ná gráfir gfir þjóðinni, lifa minningarnar um fornsögur vorar máttugra tífi en nokkni sinni fgr. Þessvegna her- um vjel í brjósti hngheilustu þakk- látssemi til hins mikla islenska höfðingja, er gaf okkur sögu vorra iildnu konunga. Johan Nygárdsvold forsœtisráðherra Norðmanna. Þá tók til máls sendiherra Norð- manna í Reykjavík, Esmarck og skýrði frá störfum Snorranefndar- innar norsku og hve g'óðar undir- tektir fjársöfnun lil Snorralíkneskis- ins hefði fengið i Noixígi. Væri lík- neskið komið hingað til lands fyrir löngu, ef eigi væri samgöngubannið. Sendiherran drap á, hve mikla þýð- ingú Heimskringla hefði haft fyrir sjálfstæðishug Norðmanna og þjóð- ernistilfinningu og kvað liann svo mundu verða í framtíðinni. Sendi- herrann mælti á íslensku og blaða- laust. Næst lýsti Mattliías Þórðarson fornmenjavörður söguminjum i Reyk- holti og drap þar fyrst og fremsl á Snorralaug og þá á jarðgöngin ný- l'undnu og gufuleiðslu þá, sem fanst þarna í jörðu fyrir nokkrum árum. Loks sagði hann frú Sturlungareit í Reykholtskirkjugarði og var hann sýndur gestunum, að samkomunni lokinni. Árni Pálsson prófessor kvaddi sjer þvi næst hljóðs og i fáum orð- um bað hann menn minnast Nor- egs og Norðmanna og tóku menn undir það með húrrarhópi. En Hall- dór Helgason á Ásbjarnarstöðum flutti kvæði, er bann nefndi Snorra- minni. Formaður Snorranefndar sagði því næst samkomunni slitið, er hann hafði lesið svolátandi skeyli, sem samkomunni liafði borist frá ríkis- stjóra: „Hiigur minn er bundinn við Snorra, Regkholt og það, scm þar fer fram i dag. Aláðarkveðjnr. Sveinn Björnsson ríkisstjóri ístands.“ Eftir skamma viðdvöl úti og myndatökur var haldið af slað í Borgarnes, en þar liafði Esja átt að lalca farþe’gana. En sakir hins mikla hvassviðris, sem staðið liafði atlan daginn, hafði lisja lagst við Miðfjarðarsker. En Laxfoss var við bryggju i Borgarnesi og flutti far- þegana um borð í Esju. Þar beið miðdeg'isverður farþeganna og var legið fyrir festum þangað til sriæð- ingi var lokið. Var þá haldið til Reykjavíkur og komið þangað undir miðnætti. Tókst ferðin liið besla þrátt fvrir rigningu og hvassviðri. SNOIIRAHÁTÍÐ HÁSKÓLANS. Hún hófst kl. 2 á þriðjudag í há- liðasalnum, með því að htjómsveil ljek forleik eftir Hallgrím Ilelga- son tónskáld og stýrði Páll ísólfs- son sveitinni. Næst söng blandaður kór kanlöluflokk Sveinbjörns Svein- björnssonar frá 1907: Norræni sterki, en hljómsveitin ljek undir og þá söng Pjetur Jónsson „Sverri kon- ung“ með umlirteik hljómsveitarinn- ar. — Rektor Háskólans, dr. Alexander Jóiamnessori, flutti þvi næst þrótt- mikið ávarp í tilefni af deginum og mintist hins mikta sagnritara og málsnillings.- En að þvi loknu slje dr. Sigurður Nordal í stólinn og flutti langt erindi og djúplnigað um Snorra Sturluson og drap meðal annars á þann skilning, sem hann Frh. á bls. 15. Snoi'ra-likneski Guslavs Vigelands.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.