Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1941, Síða 4

Fálkinn - 26.09.1941, Síða 4
4 F Á L K I N N VATNSSKRÍMSLI OG MIÐGARÐSORMAR Fjöldi íólks zr rEÍðubúinn til þess aðuinna eið að þuí, að pað haíi sjeð sjú- skrímsli. Dg þó er Engin uissa íyrir, að þau sjeu'til. TrARLA líður það suniar, að að ekki komist á kreik sögur um skrýmsli, sem sjest hafi í sjó eða vötnum. Ein frægasta saga þessarar tegund- ar frá síðari árum er af skrýmslinu í Locli Ness í Skot- landi. Sáu það margir menn og meðal þeirra voru ábvggilegir og skrumlausir menn, svo að ekki var hægt að segja, að þeir færi með vísvitandi lygi. Lækn- ar, kennarar og vísindamenn sáu það og fyrverandi foringi úr enska sjóhernum sá það livað eftir annað. Blaðamaður frá einu Lundúnablaðinu tal- aði við um 30 manns, sem allir vildu vinna eið að því að þeir hefðu sjeð skrýmslið og þeim har öllum saman er þeir lýstu útlitinu á því. Svo að Jjað verð- ur ekki rengt, að þarna í vatn- inn Loch Ness liafi verið dýr, sem dýrafræðingarnir vita ekki deili á. Er sæskrýmslið af- brigði af risaeðlum fornaldardýralífsins hjer á jörðu? í gömlum jarðlögum liafa fundist steingerðar menjar fornra trölldýra, sem nú eru fyrir löngu liðin undir lok. Eitt af þessum skriðdýrum var svana-eðlan svonefnda, sem var stærri en stærstu hvalir og útliti hennar ber mjög saman við flestar lýsingar á sæ- skrýmslum. Hálsinn var al'ar langur en hausinn lítill. Sporð- urinn var mjög langur, og gekk í hlykkjum. Einmitt svona er flestum sæskrýmslum lýst. En vísindamennirnir neita að taka þessar skrýmslasögúr trúanleg- ar meðan enginn áþreifanlegur vottur fæst fyrir þeim. En leif- ar fundust aldrei eftir sæ- skrýmslin. Það vakti því milda atliygli er merkilegt hafdýr rak á land nálægt Cherhourgh í Frakk- landi fyrir fáum árum. Dýr þetta var afar stórt, og þó að það væri allmikið rotnað mátti þó sjá lögunina á þvi í aðalat- riðum. Ilálsinn var mjög lang- ur og hausinn likur hesthaus í laginu. Vísindamennirnir sem komu og skoðuðu skepnuna urðu forviða fyrst í slað og fóru að halda, að hjer væri um ókunnugt dýr að ræða, en þá kom það upp úr kafinu að þetta var afarstór hákarl, sem farinn var að úldna og liafði hreytt svo mikið lögun, að hann var nær óþekkjanlegur. Við rotnunina og núninginn i fjöru- grjótinu hafði hann fengið lög- •un, sem var svo ólik venjulegri hákarlslögun, að vísindamenn- irnir þektu hann ekki. Hinar mörgu frásagnir af drekum og lindormum í nor- rænum bókmentum og þýskum og arabiskum þjóðsögum og drekastefninu á víkingaskipun- um fornu öllu þessu svip- ar næsta mikið lil drekamynd- anna hjá Kínverjum og bendír til þess, að hinir fyrstu menn á jörðinni hafi iiaft kvnni af hinum fornu risaeðlum. Frá Smálandi í Svíþjóð eru til margar sögur um dreka, sen. liafi sjest þar í vötnum, og eru sumar sagðar undir eiðs tilboð. Að öðrum hefir verið unninn eiður og gamalt fólk hefir sagl presti sínum frá því á bana- beðinum, að það hafi sjéð skrýmsli, líka dreka, með lang- an liáls og hesthaus. Gamall bóndi frá Vordinghorg i Dan- mörku vann sálusorgara sínum eið að því að hann hefði sjeð sæskrýmsli. En flestar sögurnar eru þó frá skipstjórum, sem liafa skrásett sögurnar í skips- hækurnar eins og þær væru heilagur sannleiki. Sæskrýmslið sem var tíu kílómetra langt. Elsta frásögnin af sæskrýmsli er skrásett af sænska biskupn- um Olaus Magnus um miðja 16. öld. Ormurinn sem hann segir frá átti að vera um tiu kíló- metrar á lengd. Orinur þessi hjelt sig ol’tast kringum Bergen og gekk oft á land og- glevpti þar sauði og kýr. A teikningu, sem til er frá þeim tíma. er sýnt hvernig ormurinn gleypir menn um borð í skipi. Þessi orniur var vilánlega ekki ann- að en hugarburður en öðru máli gegnir um sæskrýmslið sem grænlandstrúboðinn Hans F.gedé segist hafa sjeð á einni ferð sinni til Grænlands. Hann íýsir sjálfur skrýmsli þessu mjög ítarlega og heldur því fram, að það sje óhugsandi að það hafi verið hvalur. Liggur mönnum næsl að halda, að þetta hafi verið risavaxinn kol- krabbi; hausinn á teilcningu Egedes með uggum, sem líkjast slíðri minuir talsvert á aftur- endann á lcolkrabba. í skýrslum frá tímum Krist- jáns III. segir frá „sæmunk“, sem veiddist í Eyrarsundi og cr sennilegast að þar sje einnig um kolkrabba að ræða. Samtíð- armaður einn segir svo frá, að „fiskur þessi var fáránlegur í laginu og með haus og andlitssvip eins og á manni, einkum þeir menn, sem ganga með rakaða krúnu og vjer köllum munka. En samsetningin af neðri hluta húksins, sem var alþakin hreistri, minti aðeins litillega á mannskrokksins limi og' liða- mót, sundurtætt og slitin. Þessi hræðilega ófreskja var að kön- ungs bífaling strax i jörð niður- grafin, svo að hún eig'i — eins og það sem nýtt er og fátítt skyldi gefa lýðnum tilefni til Imeyxlanlegra umræðna.“ Þessi „sæmunkur‘f varð um- talsefni um alla Evrópu. Frá síðari áratugum eru til þúsundir umsagna um sæ- skrýmsli og bækurnar, sem slcrifaðar bafa verið um þetta efni, eru mörg hundruð bindi. Ein myndin sem lijer fylgir er teiknuð af frönskum manni, Maurice Renard. Myndin og skýrsla lians er undirrituð al' sjö sjónarvottum. Var skrýmsli þetta talið 50 metra langt og alhreistrað. Það var grátt og grænt á litinn. Hausinn var eins og á fugli og með „Ifanakamb“. Tennurnar hvítar og hvassar cins og vígtennur i lnindi. Sama sem ekkert hevrðist til kvik- indis þessa í sjónum, en hins- vegar lagði af því megna ó- daun. Renard segir, að skepna þessi muni hafa verið gömul og dregur j)að af litnum og stærðinni. Hann sagðist hafa sjeð skrýmslið 10. ágúst 1881. Skýrsla Renards var hirt á- saml teikningum hans í Mondé Illusté, en reyndist við nánari rannsókn að vera lygi frá upp- hafi til enda. Og siðan hafa hlaðamenn húið til margar á- líka sögur um sæskrýmsli, þeg- ar þeir hafa verið í vandræð- um með frjettir. Sexfætta skrýmslið. Arið 1808 varð uppi fótur og fit þegar dautt hafdýr, 55 feta langt rak við éyjuna Stronsa, sem er ein af Orkneyjum. Ýms- ir vísindamenn skoðuðu skepn- una og skrifuðu um hana í fræg náttúrufræðirit. Henni var meira að segja gefið vísinda- heiti: Halsydrus Pontoppidan, því að slíkri skepnu hafði verið lýst í náttúrusögu Pontoppid- ans. Urðu langar og strangar deilur um þetta furðudýr. Vis- indamennirnir deildu i sjer-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.