Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1941, Qupperneq 6

Fálkinn - 26.09.1941, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N H. Renard Eolme: HUNDA-BRJÁLÆÐI FELLIB YLJIR Eftir prófessor Bertil Hanström. Á Floridaskaga, sem talinn er einn unaðslegasti staður- inn í Bandaríkjunum, eru fellibyljir mjög tíðir og eyði- leggja verðmæti fyrir miljónir og verða fjölda fólks að bana. Prófessor Bertil Hanström segir frá þessu í eftir- farandi grein. IÐ sátum í listaniannaklúbbnuih * Teszek með kaffibollann og glas af apríkósu brennivíni fyrir fram- an okkur. Það voru leikararnir Joska og Denes, listmálarinn Laci og svo undirritaður, sem tókum þátt í þessu samkvæmi, eins og við höfðum hafl fyrir venju síðustu fimm árin. Það var syfjuleg siðdegisværð yf- ir samkvæminu. Enginn sagði neitt. Joska var dottandi og Laci tottaði pipuna eins og spekingur. En þá fór Denes alt í einu að hlæja, svo að allir hrukku við. — Hvað gengur að þjer? spurði Joska með hluttekningarsvip. — Hef- irðu fengið sólstungu? — Sjáið þið náungann þarna við dyrnar? Við litum allir við, eins og eftir skipun, en gátum ekki sjeð neitt einkennilegt við manninn. — Jeg mátti til að hlæja þegar jeg sá hann, sagði Denes, — því að mjer datt nokkuð í liug, sem gerðist fyrir tíu árum. En þið þekkið hann víst ekki? Það er Sosdy Miki, sem nú er leikhússtjóri í Debrecen, en sem fyr- ir tíu árum, þegar jeg var flökku- leikari i sveitaþorpunum, var í leik- fjelaginu okkar. — Miki var ekki mikill leikari, lijelt Denes áfram, en hann hafði einn góðan eiginleika. Það var gott að erta liann. Það er ekkert gaman að erta fólk, sem hefir gaman af að láta erta sig og endar með þvi að hlæja sjálft, en Miki var ekki svo- leiðis. Hann var var um sig, en tæk- ist það eigi að síður að koma honum til þá gat hann orðið reiður eins og naut í fiagi. Það varð smámsaman erfiðara að koma honum til, svo að stundum varð alt leikfjelagið að taka þátt í tilrauninni ef hún átti að takast. Þannig var það til dæmis í Kassa, þegar einn af vildarvinum leikflokks- ins dó, Bedö greifi hinn auðgi. Leik- ararnir voru kvaddir á fund og leik- stjórinn las upp erfðaskrá, sem látiö var heita, að Bedö hefði gert. Sam- kvæmt henni ánafnaði hann leikurun- um mikinn hluta eigna sinna. Síðan hjelt leikstjórinn ræðu og hvatti okk- ur til að afsala okkur arfinum, en stofna i staðinn sjóð úr lionum, til styrktar fátækum, gömlum leikurum. Allir fjellust á þetta nema Miki, sem hjelt tveggja tima ræðu og andmælti tillögunni eindregið. Hann vildi fá peningana út í hönd og hann grjet og afskræmdi sig og úthúðaði okkur eins og hann gat. Hann fór meira að segja til málaflutningsmanns Bedö greifa, sem ekki botnaði neitt í því sem hann sagði, og rak hann út. Jeg hafði fataskiftalierbergi með Miki og við vorum bestu vinir þang- að til það rann upp fyrir honum, að jeg væri að leika á hann. Það hyrjaði með því, að jeg liras- aði í stiganum þegar jeg ætlaði að fara að hafa fataskiffi undir leik- sýningu. Eftir að jeg var komin úr sá jeg að jeg hafði flumbrast á ökl- anum. Jeg sat og var að bera joð á þetta þegar Miki kom inn til að hafa fataskifti. — Hvað liefirðu gert við öklann á þjer? spurði liann forvitinn. Þá kom yfir mig freistingin — að leika á liann. — Ekkert, sagði jeg rólegur. Það beit mig bara hundur í kvöld þegur jeg var á leiðinni í leiklnisið. Það verður víst batnað á morgun. Svo hjelt jeg áfram að klæða mig. Dag- inn eftir tnakaði jeg vararoða kring- um sárið, svo að það leit illa út. En jeg sagði ekkert. Jeg ljet Miki taka eftir breytingunni sjálfan, og hann var ekki lengi að því. — Heyrðu, sagði liann hræddur, — sárið er orðið rautt og bólgið! — Hvaða sár? Nú, þessi skeina þarna. Hm. Ójá, það er talsvert rautt — en það lagast víst bráðum. Daginn eftir batt jeg miklu af un,- búðum um löppina, vatt og bindi upp á legg, svo að fóturinn varð gildur eins og konulæri. Og svo haltraði jeg um herbergið veinandi og stynjandi. — Er það sárt? spurði hann með hluttekningu. — Skelfing er það orð- ið bólgið — væri ekki vissast fyrir þig að fara til læknis? Hundsbit geta stundum verið hættuleg, skilurðn. — Þú ert altaf svo svartsýnn. Þetta eru bara smámunir, sagði jeg og hnyklaði brúnirnar, eins og jeg væri að harka af mjer. Kvöldið eftir fór jeg alt í einu að gelta í miðri setningu og Miki tókst í háaloft. Hann fór til leikstjórans eftir sýa inguiia og sagði honum hvernig kom- ið væri fyrir nijer, en leikstjórinn hló bara að honum. — Jeg skil ekkert hvað að mjer er, sagði jeg daginn eftir. — Jeg er vísí með hita og svo langar mig til að bíta í alt sem jeg sje. En þá hefðuð þið átt að sjá liann. Hann varð öskugrár í framan og hörfaði undan mjer út í hom. — Ætti jeg ekki að sækja handa þjer glas af vatni? sagði hann loksins. — Nei, svaraði jeg sakleysislega. Jeg liefi ekki getað komið niður nokkrum vatnsdropa síðustu þrjá dag- ana. Það er svoddan óbragð að því, skilurðu ...... Miki tók á rás út og beint upp til Jcikstjórans. — Hörmuleg tíðindi! Hörnnileg tíðindi! Denes er brjálaður! — Hvað segirðu? Ætli það sje ekki þú, sem ert brjálaður? — í guðanna bænum, útvegið þjer mjer annað herbergi, jeg þori ekki að vera með honum, stundi hann. — Annað herbergi núna, kortjerí fyrir sýninguna. Ertu alveg vitlaus? — Og svo fór leikstjórinn frá hon- um. Miki hríðskalf þegar liann kom inn aftur. Jeg var að mála mig í framan, en geispaði á milli og gelti eins og liundur. Miki hafði gát á mjer meðan hann var að fara iir fötunum. Hann var náfölur og svit- inn rann niður ennið. í sama augnabliki og hann dró skyrt una yfir hausinn og var orðinn nak- inn að öðru leyti, löðraði jeg froða úr skeggburstanum kringum munn- inn á mjer, fór að gelta eins og jeg væri vitlaus og rjest á Miki. Hann öskraði eins og óargadýr, hrinti upp liurðinni og hljóp eins og hann stóð — án þess að liafa nokkra spjör á kroppnum — niður stigann og út á götuna og hópur af leikfólki á eftir honum. Það komst alt í uppnám á götunni eins og geta má næri. Fólk hópaðíst saman og lögreglan tók Miki og ók með hann beiiit á stöðina og var þar undir eins náð í geðveikralækni, því að Miki ljet eins og vitlaus maður af hræðslu við að jeg hefði bitið liann. Leikstjórinn var raarga daga að sann- færa yfirvöldin um, að þetta hefði ekki verið annað en gaman og að Miki væri jafn óvitlaus og hver annar. Málinu lauk þannig að hann fjekk tuttugu króna sekt fyrir götuspjöll. En síðan liefir hann ekki þolað að koma nærri mjer. Q UMÁRIÐ 1935 dvaldi jeg í smá- ^ bænum Woods Ilole í Massachu- setts og var að fást við dýrafræði- rannsóknir í líffræðisstöðinni 'miklu, þar við bæinn. Þegar leið á sumarið liugsaði jeg mjer til hreyfings suður á bóginn; jeg ætlaði að flytjast til Florida ásamt konu minni og árs- gamalli dóttur, og lialda rannsókn- um mínum áfram þar. En þá kom fregnin, eins og þruma úr heiðskíru lofti, með stærsta fyrirsagnaletri, sem Ameríkublöðin áttu til: í byrjun september fór fellibylur yfir sunnan- verðan Floridaskaga. Þessi fellibýlur var, hvað eyðileggingar snertir, einn sá versti, sem sögur fara af, og um 400 manns fórust. Einna verst varð baðstaðurinn frægi, Miami, úti. Sex vikum seinna var jeg kominn ó þennan stað og var þá sem óðast verið að lagfæra skemdirnar. Við hjeldum áfram í smábæ, sem heitir Englewood, á vesturströnd skagans og leið þar ágætlega ó lít- illi líffræðastöð, sem miljónamæring- ur einn 'frá Chicago, áhugasamur um vísindi, hafði boðið okkur að dvelja á. Við vorum í gestaíbúð stofnunarinnar, sem nýlega liafði verið skinnuð upp eftir fárviðrið. Því að það liafði líka komið við í Englewood og á rannsóknarstofunni, þar sem ekki voru aðrir lieima en þrír svertingjar, þegar féllibylurinn reið yfir. Þeir höfðu flúið í gesta- íbúðina, sem var talin tryggari gegn fárviðrum en örtnur lnisakynni stað- arins, og sátu þar innibirgðir í marga daga ásamt þremur hunduni, einum hesti, grís og hænsnahóp, meðan rigningin buldi á þakinu og fururnar í skóginum kringum kubbuðust sund- ur eins og eldspítur. Það er hægra að hugsa sjer það en að lýsa því, hvernig gistiskálinn leit út eftir þessa ákomu, enda var viðgerðin rækileg. September og október eru hættu- legustu féllibyljamánuðurnir í Flor- ida og þessvegna kom okkur það ó óvænt er við fengum 2. nóvémber tilkynningu um, að stormsveipur væri að nálgast og stefndi á Englewood. Auðvitað var öllum gluggum lokað undir eins og aðrar varúðarráðstaf- anir gerðar. Okkur var órótt og við sátum uppi fram eftir nóttunni og þorðum ekki að hátta. En enginn stormur kom, það lieyrðist ekki nema niður í pálmalundunum og sterkara brimhljóð en ella utan frá Mexico- flóa, sem ekki var nema noklira kílómetra undan. Morguninn eftir var þó alllivasst og öldugangur mikill á flóanum. Eelli- bylurinn hafði breytt stefnu og farið fyrir suðuroddan á Florida, frá Miami á Atlantshafsströndinni til Marco Island á vesturströndinni. í fjörunni fyrir utan Englewood fundum við net djúpt ofan i sandinum, sem hafði slitið upp úr sjónuni og fokið þarna upp á fjörukamp. Datt okkur þá i hug að fara i bifreið suður með Og við því er auðvitað ekkert að segja. En gaman var það,' sagði Denes hlæjandii og kveikti sjer i nýjum vindlingi. ströndinni til að vita, livort við yrð- um ekki annars vísari, og hvort ekk- ert hefði rekið á land, sem dýrafræð- ingi gat verið matur í. Eitthvað hlaut að liafa komið upp úr sjónum í þessu veðri og brimi. Á vesturströndinni á Marco Island fundum við líka það, sem við leituð- um að, nefnilega heila hrönn af kuð- ungum og sníglum, sem voru lifandi ennþá, ígulker, krabba og kampa- lampa, kórallabrot og nokkra fiska. Þessi lirönn var um 200 metra löng og 30 metra breið og meter á þykt og þaðan af meira. Mest var þar af Pinna-skeljung, sem er eins og hring- geiri í laginu og' verður 20 cm. lang- ur. Við lijónin og fólkið sem með okkur var, vorum í marga klukku- tima að aðgreina þennan ríka feng, en hópar af snípum og svartir gamm- ar grömsuðu i kösinni og leituðu sjer að æti. En allar kokoshneturnar, sem rekið höfðu, gátu fuglarnir ekki ráð- ið við. Nóvember-fellibylurinn í Florida hafði því meiri dýrafræðilega en veðurfræðilega þýðingu fyrir mig, en um veðurfræði fellibyljanna gat jeg fræðst nýlega af nýútkominni bók, sem lieitir „Hurricanes“ og er eftir forstöðumann sjávardeildar veður- stofunnar í Bandaríkjunum og prent- uð lijá liáskóla Wilsons forseta, Prin- ceton, árið 1938. Þessi bók er spenn- andi eins og skáldsaga og segir eðli og sögu fellibyljanna, sjerstaklega þeirrar tegundarinnar sem algengust er í Vesturindíum og sunnanverðum Bandarikjunmn. Nafnið „cyclon“ er tiltölulega nýtt og var lekið upp af sjórjettardóm- ara í Californiu um miðja 19. öld. Cyclon kemur af gríska orðinu kyk- los = hringur eða sveiþur og er notað um vinda, sem hringsnúast kringum lágþrýstisvæði. Venjulegir stormar sem myndast yfir tempruð- imi svæðum á sjá og landi, oftast á vetrum eða sumruni, eru líka sveip- vindar og ganga í liring. En þeir hringir eru miklu stærri en hring- irnir sem fellibyljirnir mynda, og eru líka miklu meinlausari. Fellibyljirnir eða sveipvindarnir í liitabeltinu eru miklu minni um sig, en að sama skapi sterkari. Til þessara storma teljast svokallaðir „Willi-Willies“ í Ástralíu, „Tyfonarnir“ við Kína og Japan og fellibyljirnir í Ameríku. Miðbik allra þessara storma eru lágþrýstisvæði, sem loftið leitar til, jiyrflast í hring og myndar gorm, Vegna hreyfingarinnar á jörðinni. Þessir gormar fara eftir vissum brautum, og það var Benjamín Frank- lin sem uppgötvaði að norðaustan- stormarnir í austanverðum Bandaríkj- unum norðan til, komu ekki lir norð- austri tieldur úr suðvestri. Árið 1828 sannaði veðurfræðingur- inn Dove að vindurinn í fellibyl á norðurhveli jarðar snerist í öfuga átt við vísirinn á úri, en á suður- hvelinu var hreyfingin í sömu átt og úrvísirar ganga. Um miðja 19. öld varð það hægt, með aðstoð símans, að fylgjast með ferli fellibyljanna og þá var sú gleðilega atliugun gerð, að þeir fara fremur hægt yfir, eða ná- Frh. á bls. 1J.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.