Fálkinn - 26.09.1941, Page 9
F Á L K I N N
9
fljótlega fram í. Hann liafði orðið
Kinverjanum samferða til hennar.
„Jeg ætla að tala við Ilock Chan,
úngfrú Galvert. Kanske .... við sjá-
uin nú lil ....“
Og þegar Hock Clian var farinn
sagði Ba Kin henni, að liann vonaði
að það tækist að fá Hock Chan til
að horga dálitla upphæð, er hann
tæki við eigninni.
„Jeg Iijelt að við ættum ekki fyr-
ir skuldunum?"
„Kanske og kanske ekki. Þegar alt
hefir verið talið saman, tekst mjer
kanske að fá Hock (ihan lil að borga
dálitla upphæð.“
Svo skifti hann um umræðuefni.
,,Og þjer hafið ákveðið að fara til
Rangoon?"
„Herra Coyle hefir verið svo góð-
ur að hjóða mjer stiiðu á skrifstof-
unni sinni l>ar — og einhverja vinnu
verð jeg að fá, til þess að geta lifað.“
Ba Ivin sneri hringnum á fingrin-
um á sjer.
„Þjer þekkið ekki Rangoon, ung-
frú Calvert .... þjer trúið mjer ef
lil vill ekki þegar jeg segi, að þjer
verðið einmana þar. Þjer kynnist
engu fólki á yðar reki, því að ensk-
ar stúlkur vinna ekki á skrifstofum
í Bangoon. Þjer neyðist til að um-
gangast kynblendinga og burma-fólk.“
„Það hefir aldrei þótt óheiðarlegt
ac vinna fyrir sjer með lieiðarlegu
móti,“ svaraði Joan Calvert róleg.
Hann kinkaði kolli.
„Alveg rjett. En hversvegna ekki
að vinna fyrir sjer í Englandi? Þjer
eigið ættingja þar.“
„Jeg vil ekki verða þeim til byrði,“
svaraði Joan. „Og herra Coyle hefir
gert mjer ágætt tilboð.“
„Jeg treysti ekki þeim manni. ung-
frú Calvert." Hún liló.
„En jeg treysti sjálfri mjer,“ sagði
hún.
„Þjer ættuð nú samt lieldur að
fara til Englands,“ sagði liann hiðj-
andi. „Jeg er viss um, að þjer fáið
fljótlega stiiðu þar.“
Hún liristi höfuðið. „Jeg hefi ekki
efni á að hafna boði hr. Coyle —
jeg verð að sjá mjer farborða og
verða fjárhagslega sjálfstæð."
Sjálfstæð! Aldrei yrði lnin per-
sónulega sjálfstæð og örugg ef hún
færi á skrifstofu Coyles í Rangoon.
Henni væri niiklu hollara að fara til
Englands. Þar ætti lnin að minsta
kosti fjölskyldu sína að. Þannig
hugsaði gamli burma-læknirinn með
sjer, en liann var liyggnari en svo,
að hann legði frekar að Joan í þetta
skifti.
Nokkrum dögum síðar kom Vin-
cenl Coyle og reið um hjá Ba Ivin.
í þetta skifti staldraði hann við af
sjálfsdáðum.
„Halló, læknir! Jeg þarf að tala
nokkur orð við yður.“
Ba Kin hafði setið og hlundað úti
i horni, þar sem forsælan var mest.
Hann vaknaði og fór út. Það hafði
fokið i liann við tiltal þessa hroka-
gikks frá Rangoon en þegar hann
kom út ljet hann ekki á neinu hera.
„Jæja, svo að þjer liafið farið að
sletta yður fram í mín málefni á
nýjan leik? Jeg hefði gaman af að
vita, hvað þjer ætlist fyrir?“ spurði
Coyle í ögrandi skipunartón.
„Jeg her hag ungfrú Calvert fyrir
ijrjósti, ekkert annað,“ svaraði Ba
Kin. „Framkoma yðar og tónn er
mjög ósvífið, hr. Coyle.“
„Það var líka til þess ætlast að
svo væri,“ svaraði Coyle og lyfti
sólhjálminum til að þurka svitann af
enninu. „Jeg líð yður ekki neinn
slettirekuhátt í þetta mál. Skiljið þjer
l>að? Ungfrú Calvert kemur til Ran-
goon og vinur hjá mjer.“
Ba Iíin þagði um stund og starði
hugsandi á fiðrildin á blómunum.
Svo leit hann upp, liorfðist i augu
við Coyle og sagði hægt og fast:
„Þjer sýnduð yður sannan vin
nngfrú Calvert, ef þjer vilduð lijálpa
henni að komasl á burt frá Burma
og heiin til Englands."
.,Jeg er ekki nein góðgerðastoíuun,
læknir sæll — jeg lieimta altaf verð-
mæti fyrir peningana!" Hann hló aft-
nr og vætti varirnar með tungubrodd-
inum.
„Já, jeg gerði ráð fyrir því.“ Og
Burma-læknirinn rjetti fram fótinn
og sleig ofan á eitrað kvikindi i
sandinum og drap það. Hann leit til
Coyle.
„Mjer þykir leilt að haka yður von-
brigða — en jeg er enn staðráðinn
í því, að hafa afskifti af þessu máli.
Jeg lofaði vini minum, John Calvert,
því, á banastund hans, að jeg skyldi
líta eftir dóttur lians og lijálpa henni
eins og jeg gæti.“
„Bölvaður ....!“ Coyle reiddi
svipuna og ætlaði að herja læknir-
inn í andlitið en lnigsaði sig svo um
og hætli við. „Gott — nú hef jeg að-
varað yður — og ef jeg frjetti meira
um heilræði, sem þjer gefið ungfrú
Calvert, þá segi jeg henni frá fortíð
yðar. Gleymið því ekki, læknir! Og
svo reið liann áfram og beið ekki
cftir svari.
Ba Kin leit ekki einu sinni á eftir
honum þegar lian fór, en gekk inn
til sin og-opnaði meðalaskápinn. Þar
kom konan lians að lionum skömmu
síðar.
„Er nokkur veikur?" spurði hún.
Ba Kin kinkaði kolli.
„Jeg er að finna meðul,“ sagði
hann. „Viltu senda einlivern til Ming
Tha og hiðja um að lána mjer uxa-
vagninn. Jeg verð að fara á ekruna
hans Franldin Dayne.“
„Er sjúklingurinn þar.“
„Já, liann er þar.“
Þremur dögum síðar var Vincent
Coyle dauður. „Blóðsótt", sagði Ba
Kin, sem kom til hans. Og enginn
gat mótmælt því, neina ef til vil’
þjónninn sem gekk uni heina hjá
Franklin Dayne, þegjandalegur burma-
maður. Eftir beiðni Ba Kins hafði
Íiann á hverjum degi stráð livítu
dufti á súpudisk Coyles. En þjónn
þessi stóð í þakklætisskuld við Ba
Kin, sem hafði bjargað barni lians
úr hólunni.
Nú kom kinverski kaupmaðurinn
Hock Chaii á ný til ungfrú Calvert.
Ilann þrýsti sólhjálminum að mag-
anum á sjer, hrosli og bukkaði og
strauk fellingarnar úr silkijakkanum
sínum. Hann benti á Ba Kin og sagði,
að hann ætti að reifa málið.
„Já, mjer þykir vænt um að geta
tilkynt yður, að jeg liefi getað talið
Hock Chan á, að borga yður nokkra
fjárhæð er hann tekur við eignuin
dánarbúsins," sagði gamli læknirinn
og brosti. „Vitanlega er þetta ekki
stór fjárhæð, en fimtán liundruð
rúpíur eru þó talsvert fje.“
„Fimtán hundruð rúpíur — herra
minn trúr! Það er nóg fyrir fargjaldi
til Englands!"
„Já, það er víst um það. Hock
Chan er með peningana.“ Ba Kin
rjetti fram hendina og kínverski
kaupmaðurinn tók upp seðlahrúgu.
Hann lmeigði sig á ný og rjetti lækn-
inum peningana og liann rjetti Joán.
„Þetta á jeg yður að þakka, lækn-
ir!“ sagði Joan Calvert.
„Alls ekki, ef þjer viljið þakka
það nokkrum þá þakkið það vini min-
um Hock Chan.“
Þannig atvikaðist það, að Joan
Calvert komst frá Burma. Daginn sem
hún fór gerði hann sjer ferð til
liennar til að kveðja hana, og þegar
þau tókust í liendur, sagði hún að
sjer þætti leitt, að yfirgefa Asíu.
Hún hefði fremur kosið að vinna á
skrifstofu Coyles en að fara héim.
Gamli maðurinn kinkaði kolli.
KROSSGÁTA NR. 391
Lávjett. Skýring.
1. fjall, 7. eyja í Miðjarðarhafi, 11.
venslamaður. 13. jökull, 15. fanga-
mark, 17. bíta, 18. stæri, 19. fornt
nafn, 20. húsdýra, 22. frumefni, 24.
tveir hljóðstafir, 25. hraði, 20. anga,
28. peningar, 31. hvískur, 32. lirip, 34.
stúlka, 35. rjettur, 30. gælunafn, 37.
skáldsaga, 39. upphrópun, 41. fall-
vatn, 42. þrir eins, 45. eldsneyti, 40.
tóm, 47. vafi, 49. minna, 51. vígvöll,
53. rótarávöxtur, 55. láta vel að, 50.
gotstöð, 58. kvenmannsnafn, 00. væta,
01. einkennisstafir, 02. fyrstir í röð-
inni, 04. elska, 05 —aa, 00. sproti,
08. biblíunafn, 70. tónn, 71. sögn í
spilum, 72. gamalt strandferðaskip,
74. gengur, 75. líkamshlutar.
Lóðrjett. Skýring.
1. Liffæri, 2. Forsetning, 3. gæfa,
4. sleinn, 5. heiður, 0. þræta, 7. linött-
ur, 8. önuglyndi, 9. tónn, 10. Mærur,
12. fugl, 14. farfuglar, 10. stafli, 19.
kvenmannsnafn, 21. vola, 23. hæjar-
nafn, 25. sjóntæki, 27. tveir hljóðstaf-
ir. 29. forsetning, 30. ryk, 31. menta-
stofnun, 33. frægð, 35. blóm, 38. svöl-
un, 39. musteri, 41. fallvatn, 43. leysa
upp, 44. eldi, 47. halda heit sitt,
48. skafla, 50. kvartett. 51. vaði, 52.
einkennisstafir, 54. lirylla, 55. ávöxt-
ur, 56. leiðsla, 57. hnjóta, 59. svarar,
01. skip, 03. öskur, 00. karlmansnafn,
ef„ 07. gæhmafn, 08. skrækja, 09. í
fjárhúsi, 71. hitamælar, 73. forsetning.
LAUSN KROSSGÁTU NR.390
Lárjett. Ráðning.
1. París, 7. argar, 11. ótækt, 13.
álnir, 15. ná, 17. alla, 18. rúst, 19.
mó, 20. egg, 22. aa, 24. ta, 25. ham,
20. læra, 28. kónga, 31. urra, 32. tæta,
34. lön, 35. spje, 30. ótt, 37. M. Iv„
39. la, 40. ána, 41. handtaska, 42. gró,
45. ná, 40. G. N„ 47 B B B, 49. árin,
51. æta, 53. afar, 55. skál, 50. áttur,
58. étur, 00. mið, 01. ás, 62. já, Ot.
ana, 05. án, 06. erta, 08. hóll, 70. an,
71. annar, 72. aðlar, 74. Irana, 75.
apana.
Lóðrjett. Ráðning.
1. panel, 2. ró, 3. íta, 4. sæla, 5.
áta, 0. hár, 7. ansa, 8. rit, 9. gr„ 10.
í'jóma, 12. klak, 14. lúta, 10. ágætl,
19. Maren, 21. græt, 23. linöttótta,
25. hrjá, 27. át, 29. ól, 30. G. N„ 31.
U. P„ 33. amann, 35. sakna, 38. kná,
39. LSG, 43. rákin, 44. óráð, 47. bata,
48. bruna, 50. il, 51. æt, 52. au, 54.
fé, 55. smáði, 56. Ásta, 57. rjóð, 59.
randa, 61. árna, 63. alla, 06. enn, (57.
arm, 08. hal, 69. lap, 71. aa, 73. Ra.
„Ójá, það er altaf leitt að yfirgefa
notalegan verustað." Svo birti yfir
andlitinu og hann bætti við: „En til
lengdar verðið þjer farsælli hjá yðar
eigin þjóð. Jeg gleymi aldrei náms-
árum mínum í Englandi. Þjer eigið
gott, ungfrú Calvert — það liggur
við að jeg öfundi yður.“
Þegar lnin var farin staldraði
liann um stund við hjá grafreitnum
í garðsliorninu. í huganum fylgdi
Ba Kin ungu stúlkunni af stað i hina
löngu ferð vestur. Hún liafði sloppið
hjá alvarlegri hættu í Rangoon, án
þess að hafa hugmynd um það sjálf.
Og það var hanii, Ba Kin, sem
hafði bjargað henni. Hann brosti og
hægri hönd lians lokaðist um baug-
fingurinn á vinstri hendi. Hringurinn
dýri, með hvíta safírnum, var horf-
inn. Nú var kínverski kaupmaðurinn
Hock Chan að dáðst að honum —
á sínum eigin fingri.
Ba Kin andvarpaði og labbaði
heim á leið. Hann liafði efnt loforð-
ið, sem liann gaf deyjandi vini sín-
um, og reynst verðugur trausts hans.
Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna.
Takmarkið er:
FÁLKINN
inn á hvert heimil.