Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1942, Side 9

Fálkinn - 28.08.1942, Side 9
F Á L K I N N 9 hennar minkuðu óðfluga. Loks spurði hún gistihúseig- andann hvort hann ,gæti ekki vísað lienni á rólegt matsölu- hús þar sem hún gæli dvalið með drenginn. Hún sagði hon- um hreinskilnislega að hún hefði ekki efni á að búa á gisti- húsinu lengur. Hún fjekk ávísun á matsölu og flutti þangað. En það kom brátt á daginn að matsalan varð of dýr líka, og allir þekkja leiðina sem peningalaust fólk i London verður að fara frá ó- dýru herbergi og í annað enn ódýrara. María varð að selja það sem hún gat við sig losað og svalt oft til þess að gela haft mat handa drengnum. Hún reyndi með öllu móti að fá sjer einliverja atvinnu en hún var öllum staðháttum ókunnug og eyddi peningum i auglýsingar eftir atvinnu, sem ekki gálu komið að neinu gagni. Eflir þrjá mánuði var hún komin i tóma kvistherbergið, sem hún stóð i núna og hafði ekki meiri fatnað en svo, að hún rjett gal klætt kuldann al' drengnum. Það eina seljanlega sem þau áttu eftir var fiðlan gamla frá afa Pietro, sem Pietro litli var farinn að leika fullvel á, og að spila á fiðlu var það skemli- legasta sem hann vissi. í dag gat hún ekki leynt hann því lengur, að nú hefði hún ekki meiri peninga til að draga fram lífið. Hún hafði ekki nema eitt ein- asta pund og það átti að fara í húsaleiguna, svo að hún liafði ekkert fyrir mat. Hún liafði meira að segja reynt að syngja á götunum og látið Pietro litla leika á fiðlu, en fólkið liafði bara sussað á þau, og Pietro var þreytlur og hræddur við alt þetta ókunna fólk. Það var ekki annars kostur en að segja Piel- ro að nú yrði hann að missa fiðluna sína og þrátt fyir öll mótmæli lians og kveinstafi hafði hún tekið fiðluna og far- ið með liana í skriflabúðina, sem hún hjelt að mundi borga best fyrir liana. En þegar á átti að herða hafði hún snúið frá án þess að gera alvöru úr á- formi sínu. Nú sagði hún Pietro að klæða sig sem fljótast. Hann átti slil- in flauelsföt, sem hann hafði oft notað góðu da,gana í Italíu forðum, en þá voru þau fallcg og ný. Sjálf fór hún í slitnu kápuna og vafði slæðunni um höfuðið á sjer. Pietro fór i þykkan frakka utanyfir og svo sagði hún honum að nú ætluðu þau á stað, þar sem þau mundu fá mat, en þegar þau kæmu þangað þá yrði hann að halda sjer nærri henni og gera alveg eins og hún segði honum. Svo tóku þau slrætisvagninn til Piccadilly aftur. Glóandi Ijós- hafið þar liafði svo mikil áhrif á drenginn, að liann gleymdi að honum var kalt og að liann var svangur. Þegar liann kom að upplýsta anddyrinu tók María upp eina pundsseðilinn sem hún álti, kevpti tvo aðgöngumiða og Svo fóru þau inn í upplýstan sal, þar sem fáránlega klætt fólk var að dansa jazz. Pietro tók fast í liendina á móður sinhi og starði undrandi á grímuklædda fólkið, pierrola, kolumbínur, sigauna og domi- noa og alt fólkið, sem þarna var samankomið á þessum stóra grímudansleik. Sumt af fólkinu horfði með forvitni á þessa ein- kennilegu gesti þegar þau gengu rólega inn og settust við lílið borð. Drengurinn virtist alt of ungur til að eiga heima á svona samkomu og fötin þeirra voru sannarlega undarleg, í svona samkvæmi að vera. En það voru margir sem höfðu klæðst ein- kennilega til þess að vinna tiu punda verðlaunin, sem heitið liafði verið fyrir besta búning- inn. Klukkan tíu átti að bvrja að dæma um búningana. — Mainma, hvislaði Pietro. Littu þarna inn i liinn endann á salnum. Jeg sje að það situr fólk þar og er að horða. Getum við ekki farið þangað og borð- að líka. Jeg er svo svangur. — Komdu, sagði María og tók í böndina á honum, og leiddi lianiK að skenknum og bað um kaffi, sem þau tóku með sjer að borðinu, sem þau liöfðu setið við. Framreiðslustúkan, sem af- greiddi þau, rak augun í litla drenginn og þótti þetta óvenju- legur 'gestur á veitingahúsi í London. Og hún braut heilann iiin hvað það væri, sem konan geymdi undir kápunni sinni. Hún var altaf að koma að borð- inu til þeirra og spyrja livort drenginn langaði ekki i meira og afleiðingin varð sú, að Piet- ro át sig saddan. Alt í einu þagnaði hljóðfæra- slátturinn og nú kom maður fram á sviðið og tilkynti. að nú ætti búningasýningin að hefjast. Tveir karlmenn og tvær konur komu fram og settust hjá hon- um og nú gengu allir gestirnir í röð fram hjá þeim og þeir sem vildu gálu staðnæmst á sviðinu og gert eitthvað til að skemta gestunum með. María og Pietro voru síðusl i röðinni. Þegar þau voru kom- in fram fyrir dómarann fór Pietro úr kápunni, tók fiðluna og setti hana upp að hökunni og fór að spila fallega gamla ítalska þjóðvisu en María söng með. — Götusöngvarar! Þetta er fallega leikið! hvíslaði fólkið sín á milli. — Þei, þei! Þegar lagið var úti kvað við lófaklapp um allan salinn. Það var ekki um að villast að þau mundu fá verðlaunin. Einn maðurinn á sviðinu hjelL ræðu fyrir þessum einkenni- legu gestum og önnur konan rjetti Maríu tíu pundin og hún þakkaði fyrir en Pietro hneígði sig djúpt. María reyndi að sleppa út ■svo að lítið bæri á, en þá rjeð- ist að henni blaðamaður sem vildi fá að vita hvað hún hjeti. því að hann ællaði að skrifa um liana í blaðið sitt. -- Verð jeg að segja til nafns míns? spurði María hrædd. -7- Það er auðvitað ekki nauðsynlegt, frú, en----. Hann þagnaði og varð svo einkenni- legur í framan. — Afsakið þjer frú, en viljið þjer leyfa mjer að spyrja yð- ur einnar spurningar — það er ekki fyrir blaðið — eruð þjer María Lewis og þetta Piet- ro sonur yðar? — Hvernig — hvernig getið þjer vitað hvað við heitum. Við erum ókunnug hjer. — Yður er óhætt að treysta mjer, frú. Við skulum koma okkur hjeðan út úr þrengslun- um og svo skal jeg segja yður hvernig í öllu liggur. Það lieyr- ist ekki mannsins mál lijerna fyrir glymnum í hljómsveitinni. Það er betra að tala saman frammi í anddyrinu. — Viljið þið lofa mjer að bíða hjerna stundarkorn. Jeg hugsa að þjer iðrist ekki eftir það síðar. Jeg liefi frjettir handa yður, en jeg verð að vfirgefa yður snöggvast vegna áríðandi erindis. María var forviða. Hún hjelt i hendina á Pietro og lofaði að bíða. Blaðamaðurinn, Vernon Lee hjet liann, flýtti sjer í næsta síma og kom aftur eftir nokkr- ar mínútur. — Þjer vitið víst ekkert, sagði hann — að maðurinn yð- ar hefir verið að auglýsa eftir yður og syni yðar í blöðnnum í margar vikur! — Maðurinn -— maðurinn minn? Meredith! — Já. Við þekkjum alla for- söguna, all þangað til þjer hurf- uð. Hann sagði fúslega frá öllu, sem gæti orðið til þess að þið findust. Fyrsta matseljan sem þjer fluttuð til eftir að þjer fór- uð úr gistihúsinu hafði týnt heimilisfanginu yðar og við það tapaðist sporið. Jeg geri ráð fyrir að þjer hafið ekki komið nema sjaldan úl, nema þegar þjer voruð að flytja á milli, og að þjer hafið átt heima í þeim hluta borgarinnar, sem blöð eru ekki lesin í, úr því að eng- inn hefir orðið til þess að get'a upplýsingar um yður og ia verðlaunin, sem heitið var fyr- ir það. — En maðurinn minn! Hefir hann heitið verðlaunum fyrir að finna okkur. Hvar er hann? Hvar liefir hann verið allan þennan tíma. — Iiann varð fyrir bifreiðar- slysi sama daginn sem hann fór frá ykkur heim til sín. Hann misti minnið og fjekk það ekki aftur fyr en fyrir hálf- um mánuði. Læknarnir hjeldu að þetta áfall hans mundi riða föður hans að fullu, en það hafði alveg gagnstæð áhrif. Hann hafði ekki veitt sjúkdómi sínum neina mótspyrnu, af ]iví að hann hjelt að hann liefði mist son sinn fyrir fult og alt. Þegar liann heyrði, að nærri hefði legið að sonur hans hefði týnt lífinu er hann var að flýta sjer heim til hans — —■ Æ, fyrir gefið þjer, sagði Vernon Lee þegar liann sá að María skalf af hræðslu og heyrði að Pietro fór að gráta. — Maður- inn yðar nær fuliri heilsu aftur undir eins og hann hefir end- urheimt ykkur. Það lá við að hann ætlaði að sleppa sjer af hræðslu. Hann setti sig undir eins í samband við Scotland Yard. Og undir eins og lianii komst á fætur fór hann lil London og hefir verið hjer sið- an. Faðir hans er með honum og er nærri því eins bágur og hann. Myndin af yður hefir staðið i öllum blöðum — þess- vegna var það, sem jeg þekti vður. Hann leit á klukkuna. Við getum vist farið út núna, hann ætti að vera kominn. Meredith Lewis hoppaði út úr bifreið og kom hlaupandi upj) þrepin. — Maria! Og Pietro! var all sem hann gat sagt er liann þrýsti þeim að sjer. Hvar hafið þið verið? Og hvað hafið þið gert? —- Guði sje lof að þú erl lifandi -— og vilt sjá okkur! hvíslaði Maria. — Vil sjá ykkur! Komið þið nú með mjer til pabba! Þá hittið þið mann sem vill sjá ykkur. — Pabbi! Jeg passaði hana fvrir þig, sagði Pietro og rjetli fram fiðluna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.