Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 3
f ÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjahested Skrifslofa: Bankaslr. 3, Beykjavík. Síini 2210 Opin virka daga ki. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBEBTSpí’-en/. Skradðarattankar. Undanfarna daga hafa athafnir hins islenska listamannaþings yfir- gnæft alt annað lijer í höfuðstaðn- um, og landsendanna á milli liefir fólk orðið þess vart, fyrir milli- göngu útvarpsins, að þessi vika, sem lielguð er því lilutverki, að gefa öllum landslýð sýnishorn af starfi íslenskra listamanna, hefir fært hlustendunum meiri fjölbreytni í orði og ljóði en þorri manna bjóst við að hægt væri að finna í þess- um listagreinum hjer á -landi. Það hefir eigi til þessa þótt vera öfundsvert að vera listamaður á íslandi og er það vissulega ekki enn. Flestir foreldrar hafa viljað kjósa börnum sínum aðra stöðu fremur en listamannsstöðuna. Foreldrar, scm liafa viljað stuðla að því, að börn þeirra mættu njóta góðra líf- daga hafa að jafnaði fremur viljað sjá þeim fyrir þeirri menlun, að þau gætu fengið embætti, eða yrðu fær um að stunda öruggan atvinnu- rekstur og safna peningum. En þau þóttust vita það af reynslu annara, að vegur listamannsins væri þyrn- um stráður — ekki síst vegur hins íslenska listamanns. Það var forð- um sagt mn okkur íslendinga, að við seigdræpum listamennina eða stokktum þeim á flótta úr landinu. En sterk og markviss listhneigð verður ekki svæfð. Hún er ódrep- andi og lætur ekki fjotra sig. Þess- vegna er það, að fleiri listamenn hafa lagt út á þá braut með tvær liendur tómar, en þeir sem iagt hafa fyrir. sig' annað nám. Þess- vegna er það, að barátta ýmsra listamanna hefir verið harðari en allra annara ungra mann, sem vildu komast áfram. Þessvegna er lista- mannlifið liaft að orðtæki — lif mannsins sem her enga áhyggju fyrir morgundeginum, mannsins sem sveltur í köldu þakherbergi, en sem tórir þó og vinnur loksins sig- ur — eða ferst, tærist upp. Það er stundum talað um, að við íslendingar sjeum öðrum þjóðum skilningslausari á iist og að okkur farist ver við listamenn en öðrum þjóðum. Mjer er nær að halda, að þetta sje röng ásökun. Við verðum að gæta að fólksfæð okkar og svo að því, hve listin er ung í landinu. Jeg læt ósagt hvort einstakliiigar nokkurrar þjóðar geri meira — að liltölu við fólksfjölda — fyrir sína listamenn, en við fyrir okkar. — En liitt er annað mál, að enn vantar þær heildaraðgerðir, sejjíi listin má ekki án vera. Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna 75 ára. Okkur finst að jafnaði, sem öll slyrktarstarfsémi sje barn þessarar aldar eða jafnvel allra siðustu ára- tuga. Þessvegna kemur það nærri því kynlega fyrir að frjetta, að lijer sje til styrktar- og sjúkrasjóður, sem sje að eiga 75 ára afmæli. En þetla er engin lygasaga, þvi að það er sannanlegt að Styrktar- og Sjúkra- sjóður Verslunarmanna var stofn- aður i Beykjavik 24. nóv. 1867 og liefir dafnað jafnt og þjett síðan og aldrei sofnað. Arið 1864 var stofnað hjer i hæn- um kaupmannafjelag — llandelsfor- ening var það kallað, enda meiri hluti fjelagsmanna víst danskur — einskonar skemtiklúbhur. Styrktar- sjóðurinn var afsprengi þessa fje- lags og reglugerð hans var undir skrifuð á l'undi Kaupmannafjelags- ins 14. des. 1867 af 18 stofnendum, en vitað er mn að 3 í viðbót tóku þátl í stofnuninni. í fyrstu stjórn sjóðsins voru kosnir H. Th. A.Thom- sen, Hannes St. Johnsen og Hans A. Sívertsen, kaupmenn og verslunar- stjórar, sem allir komu mikið við almenn bæjarmál á sinni tíð. Var Thomsen fyrsti formaðurinn. Kaup- menn þeirrar tíðar ljetu sig miklu skifta ýms velferðarmál hins fá- menna og fátæka hæjarfjelags, og má nefna til dæmis um það, að það voru kaúpmenn sem gáfu hús til fyrsta barnaskóla og sjúkraliúss í Reykjavík. í ársriti því, sem sjóðurinn hefir gefið út í tilefni af 75 ára afmæl- inu, og samið er af Vilhj. Þ. Gisla- syni skólastjóra, er gerð glögg grein fyrir vexti sjóðsins frá uppliafi. í lok fyrsta reikningsársins, 1868 var hann 1633 kr. og óx svo jafnt og þjett með frá 280 til um 2600 krón- um á ári næstu 50 ár, en þá — 1917 — var hann orðinn 56.000 krónur. En á þcim 25 árum verðfeldra pen- inga, sem síðan eru liðin, liefir árið 1927 verið mesta veltiár sjóðsins, þvi að þá óx hann um 13.400 krón- ur. í siðustu árslok var sjóðurinu orðinn 207.054 kr. A sama tima hafa alls verið veitt- ar úr sjóðnum kr. 155.192 krónur, til 103 fjclagsmanna og ekkna þeirra, en margir eða jafnvel flestir hafa fengið styrk oftar en einu sinni eða jafnvel árum saman, því að alls eru styrkirnir 784. llæsti styrkur sem fjelagi liefir notið samtals er 8495 kr., svo að sjá má, að þó að fjelagið hafi að jafnaði veitt styrki, sem aukagetu með öðru, þá safnast þó þegar saman kemur. Einar Néwman, sonur frú Ingu Newman, f. Zocga, og Newman póstmeistara i London, fjell í Egypta- landi í byrjun sóknarinnar, sem hafin var við E1 Alamein í haust. Var Einar Newman höfuðsmaður i liinu fræga herfylki „ Black Watch“, sem svo oft hefir komið við hernaðarsögu Breta, sem ein frægasta og fifldjarfasta sveit breska Kajpt. Einar Neivman. H. Th. A. Thomsen var fyrsti for- maður fjelagsins, svo sem áður er sagt, en 1870 var Hans Sívertsen kosinn formaður og sat eitt ár, en þá 01 e P. Möller til 1877, næst Nieljohnius Zimsen til 1882 (hann var og formaður 1886—87), þá L. Frh. á bls. U. hersins og jafnan liefir vakið mest- an beig allra sveita. „Black Watch'* var upprunalega skosk hersveit, stofnuð af sjálfboðaliðum árið 1739 til þess að halda uppi friði og reglu i Norður-Skotlandi, en var síðan tekin inn i cnska herinn og hefir jafnan verið forustusveit þar, sem mikið lá við. Sagt hefir verið um þessa sveit, að hún taki aldrei fanga og að liennar menn láti aldrei taka sig til fanga. Þar er enginn milli- •vegur lífs og dauða. Sakir fráhærrar frammistöðu i herskólanum og ágætra prófa var Einar Newman tekinn inn í þessa frægu hersvéit í byrjun stríðsins og fjekk þar kapteinstign. En ferill lians varð því miður skammur, en þó á þann veg, sem- góðir hermenn geta ávalt gert ráð fyrir að verði. Einar Newman var íslenskur í móðurætt og fæddur hjer í Reykja- vík 26. mars 1908. Foreldrar lians voru frú Inga Newman, yngsta dótt- ir frú Margrjetar og Einars gisti- húseiganda Zoega, en Newman fað- ir hans var þá erindreki Marconi- fjelagsins enska, sem þá rak reynslu- stöð f.vrir loftskeyti á Ilöfða, innan- vert við Beykjavík. Newman var hjer tvívegis á vegum fjelags sins, fyrsl 1905—6 og síðar nær lieilt ár 1908. Áttu þau eina dóttur barna, er þau komu hingað i seinna skiftið. en meðan þau dvöldu hjer fæddist þeim fyrsti sonurinn, sem heitinn var Einar, eftir móðurföður siimm. Auk Einars liefir þeim lijónum orð- ið þriggja sona auðið, sem allir eru i hernum. Er sá næst elsti majór i skriðdrekasveit, annar „korvett- kapteinn“ en sá þriðji stýrimaður Frh. á bls. Í4. íslenskur höfuðsmaður fellur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.