Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 10
I
10
F Á L K I N N
VHCt/ftf
LE/&H&URHIR
Iðna Dóra og lata Lísa.
„Æ, á jeg nú a'ö l'ara á fætur
undirein.s!" andvarpaði Lísa og
gróf sig enn betur undir sængina.
„Jeg er svo syfjuð!“
„Ekki er jeg syfjuÖ,“ sag'ði Dóia
og hljóp fram úr rúminu. „Nú ætla
jeg að flýta mjer að taka upp eld
og hita kaffi."
Svona gekk það að heita mátti á
hverjum morgni. Systurnar voru ger-
ólíkar — Dóra var jaínan iðin og
kát og Lísa var löt og syfjuð.
Og svona gekk það allan daginii.
Lísa gerði að lieita mátti ekki eitt
ærlegt handvik en át og drakk og
svaf, sokkarnir hennar voru altaf
götóttir, ef Dóra stoppaði ekki í þa,
kjóilinn hennar var rifinn, af því
að hún nenti aidrei að gera við
hann, og mamnia hennar gat aldrei
fengið hana til að taka hendinhi til
neins, því að ekkert gekk lijá
lienni og stundum steinsofnaði liún
yfir því, sem hún var að dútla vi'ð.
„Ekki veit jeg iivaða enda þetta
tekur,“ andvarpaði mamma þeirra
oft, þegar liún sá hvað Lisa var löt
og kæruiaus. „Þú mátt til að hjálpa
lienni systur þinni, Dóra“ sagði
liún oft, og þá kinkaði Dóra kolii
og sagðist skyidi gera ])að.
En svo dó móðir þeirra og telp-
urnar stóðu einar uppi og ailslausar.
„Við verðum að l'ara hjeðan og
reyna að fá okur atvinnu,“ sagði
Dóra. „Þú verður að leggja að þjer
og vera iðin, Lisa mín, því að ann-
ars vinnur þú ekki fyrir þjer, og
það er siæmt að þuri'a a'ð svelta/1
„Jeg skal reyna það,“ sagði Lísa
og svo lögðu þær af stað.
Það var steikjandi sólskin og Lisa
varð hrátl þreytt að ganga. Þær
voru komnar í dálítinn skóg; þar
var svalara og hetra og Lísa settist
í grasið og sagði:
„Nú get jeg ekki gengið lengra,
jeg er svo þreytt! Þú getur farið
á undan mjer og reynt að finna
okkur einlivern samastað. Jeg ætla
að hvíla mig á meðan.“
„Nei, Lísa min, við megum ekki
skilja,“ svaraði Dóra. „Við höfum
ekki gengið nema stutt ennþá, og
þú verðu.r lað leggja svoiítið á þig,
svo að við komumst lil næsta bæj-
ar áður en dimmir.“
En Lisa vildi það ekki, og ioks
sagði liún í skætingi, að hún skyldi
sjá um sig sjálf og að Dóru væri
hest að fara.
Og loks varð Dóra að yfirgefa
hana, þó að henni væri það nauð-
ugt, en Lísa haliaði sjer og fór að
sofa í mjúku grasinu.
Undir kvöld kom Dóra að litlu
húsi, og gömul kona með silfui-
gráa lokka gægðist út um gluggann
liegar hún drap á dyrnar.
„Þú mátt gjarnan vera hjá mjer
i nótt, en þá verðurðu að hjáipa
mjer með ýmislegt smávegis fyrst,“
sagði konan, þegar Dóra bað um
gistingu.
Svo fjekk Dóra bæði mat og g'ott
rúm, þegar hún hafði hjálpað' kon-
unni, og morguninn eftir fór hun
að dútla við húsverkin áður en kon-
an vaknaði. Og þegar liún iauk upp
augunum var allur hærinn sópaður
og fágaður.
„Þú ert iðin og góð stúlka,“ sagði
gamla konan vingjarnlega, „jeg er
viss um að þjer vegnar vel í henni
veröld. Farðu nú upp i kongshöll
og berðu henni systur minni kveðju
mína, hún er herbergisjómfrú prins-
essunnar og þarf endilega á aðstoð-
arstúlku að halda. Ef hún ræður þig
til sín þá væsir ekki um |)ig úr þv.í.“
Dóra gerði eins og konan hafði
sagt, og þegar lnin liitti herhergis-
þernu prinsessunnar var lnin undir
eins ráðin i vistina, og nú leið Dóru
eins vel og hún frekast gat óskað.
En liún andvarpaði stundum þegar
liún hugsaði til hennar Lisu, og ósk-
aði að húu vissi, hvernig henni
hefði reitt aí.
Nú víkur sögunni lil Lísu. Uún
hafði steinsofið þarna í skóginum
l'ram á næsta morgun og þegar hún
vaknaði var hún glorhungruð og i
versta skapi. En þarna' var enginn,
sem liún gat heðið um mat og þess-
vegna var henni nauðugur ei.nn
kostur að hypja sig af stað.
Þegar leið á daginn kom hún til
sömu gömlu konunnar, sem Dóra
hafði komið til, og konan hauð
henni líka mat og gistingu, gegn því
að Lísa hjálpaði, henni með hús-
verkin. En Lísa gerði þetta svo illa
og var svo lengi að því, að konan
varð sár við hana, og sagði að hun
væri löt. Samt lofaði hún lötu stelp-
unni að vera hjá sjer til næsta tlags,
og þegar Lísa kvaddi sagði gamla
konan við hana:
„Farðu upp í kongshöllina og
spurðu eftir henni systur minni,
sem er hirð-eldakona þar. Ef hún
tekur þig í vist þá þarftu engu að
kvíða.
Og Lísa hugsaði undir eins til
þess, að þá mundi liún fá að
smakka á öllum góða matnum, sem
prinsessan fengi, og svo flýtti hun
sjer af stað, án þess svo mikið sem
þakka fyrir sig. Og ekki leið á
löngu þangað til hún fann hirð-
eldakonuna.
„Þú skalt fá að læra margt áður en
langt um Iíður,“ sagði systir gömlu
konunnar. „Sestu lijerna og afhýddu
þessar kartöflur, og ef þú ert ekki
fl.jót þá l'ærðu ekkert að horða.“
Og nú varð Lísa að skræla og
skræla, þangað til hún var rjeti að
því komin að blunda, en loks lauk
hún við þetta.
„Hjerna er hrauðsneið og mjólkur-
holli!“ sagði liirð-eldakonan. „Þú
hefir ekki unnið fyrir meiru! Þegar
þú hefir horðað það þá geturðu
hjálpað til að brýna hnífaiia, og
svo skal jeg vísa þjer á stað lil að
sofa i.“
Lísa var svo þreytl og henni leijð
svo illa, en hún þorði ekki annað
en gera það, sem lienni var skipað,
og upp frá þessu lærði hún að
vinna. En hún fjekk ekki nema
ljelegan mat og hart rúin til að
sofa í.
Þegar ár var liðið mætti hún einu
sinni tingri stúlku í fallegum fötum
— það var Dóra. Hún var nú orðin
herbergisjómfrú prinsessunnar,
Þið getið nærri, að systruiium
þótti gaman að hittast. Og af því að
Lísa var nú liætt að vera orðin löt
og var orðin jafniðin og Dóra, fjekk
hún eftir þetta að vera í herhergi
með systur sinni og h.jálpa henni.
Svo að eftir það leið þeim báðum
vel.
Út mefí sannleikann! Ilpar hefirðu veriö í nótt?
Jú, elskan mín, en stoppaðu miq ef jeg hefi sagt það áður.
S k r í 11 u
— fír málaflutningsmaðurinn við?
— Ilver er það með leyfi, sem
jeg tala við?
— Það kemur málinu ekki við.
Þá er hann ekki við.
Gáðan daginn. Þjer hafið
unnið þessa slaghörpu í happdrætt-
inu. í hvaða stofu eigum við oð
láta hana.
Fiskaðirðu vel i gær. Kalti?
Af hverju spyrðu? Ha, eruff þjer að fara prófess-
Jeg ætlaði að sníkja í soffiff or —- og verðið þjer að taka kon-
hjá þjer. una yðar með yður?
Nei, jeg fiskaði illa. Þvi miður verff jeg að gera það.
• . i' nnFKWin F R I I R _ fl I. fc.'JSSSf-. I
Fálkinn er langbesta heimilisblaðið.
* Allt með íslenskum skipum! +1