Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 'J ganginum, svo að liann tæki undir handlegginn á henni, fast og lilýtt eins og í gamla daga, en hann gekk á undan og ljet sem ekkert væri. — Þú skrifar mjer vonandi, muldraði hún þegar þau námu staðar. Hvað á maður eiginlega að segja, þegar maður vill segja alt, og það verður að ganga fljótt ..... áður en klukkan hringir. — Auðvitað skrifa jeg, Signa. Jeg mun lnigsa oft til þín, vertu viss um það. Um allar yndislegu gönguferðirnar okkar — manstu iivernig alt var öðruvísi í skóg- inum og hve loftið og' fugla- söngurinn var gjörbreytt, þeg- ar við vorum saman. Þanúig fanst nxjer það að minsta kosti. Mjer finst einhvernveginn að jeg sje að yfirgefa eitthvað, sem jeg muni aklrei sjá aftur. Hvað áttu við, Jolin? Hún liafði tekið i jakkaerm- ina hans, án þess að vita af því. — Jeg' á ekki við annað en jeg segi. Það er svo skritið að hugsa til þess, Signa mín, að þetta sje i síðasta skiftið sem jeg sje þig . ; . . svona. Hann strauk mjúkt um kinnina á henni og sneri sjer undan, svo að liún sæi ekki iive hrærður hann var. Siðasta skiftið. En þú ætl- ar að koma aftur? — Jú, en þá verður þú ekki Signa nxín framar. sama alúð- lega stúllcan, sem jeg' varð svo ástfanginn af. Eftir eitt ár kanske eitt missiri, ert þú orð- in frú. Þá tilheyrir þú öðrunív manni, erl komin í nýtt um- hverfi, þú átt bifreið sjálf, spil- ar tennis, riður út .... en jeg ætla altaf að minnast þín eins og þú ert núna. Nú fór að fyllast af fólki kringum þau. Ferðatöskur og hattaöskjur rákust í þau. Klukk- an á „Baldri“ hringdi í annað sinn. — Það er víst best að við kveðjumst, Signa. Jeg óska þjer alls góðs. Ný, ókend tilíinning braust fram i meðvitund hennar. Það var eins og hún vaknaði eftir áralangan svefn. Iljartað hárð- ist fastar og harðar — var þetta raunveruleg staðreynd að .... Það var Jolmnie sem hún til- heyrði — hann og enginn ann- ar, sem hún átti samleið með! ..... Mikið hafði hún verið blind, mikið hafði hún verið ó- næm þegár hann bað hana um jd-ið! — Verðurðu lengi burtu Johnnie Rödd hennar var gerbreytt, og hún horfði á hann eins og eitthvað hjartfólgið, sem hún væri að missa. Já, áreiðanlega í fimm ár. Ef til vill sex eða sjö. Þetta er stórt firma og' jeg hefi von um að hækka í stöðum, ef alt geng- ur vel. — Ætlarðu ekki að koma heim i sumarleyfunum? — Je,g á ekkert heimili fram- ar, Signa mín. Allir ástvinir mínir eru horfnir mjer, pabbi, mamma og' þú. Nú ætla jeg að hugsa eingöngu um framtið mína, liún er það eina, sem jeg get lifað fyrir. Hvað hefi jeg við frídaga að ,gera? Jeg' ætla að lesa og' fræðast þann tim- ann, sem aðrir nota til að hvíla sig og vera með vinum sínum og gleðjast. En farðn nú, Signa. Og þakka þjer fyrir að þú vild- ir sjá mig einu sinni enn. Klukkan liringdi í þriðja sinn. Piltur og stúlka slóðu hjá þeim og hjeldust í liendur. Jeg fer ekki í land, sagði Signa. — Jeg fer með þjer. — Klukkan hefir hringt í þriðja sinn, og þú mátt ekki gera að gamni þínu. Sjerðu, nú eru þeir að taka landgangs- brúna. Komdu nú! Hann tók undir handlegginn á henni og gekk hröðum skrefum með henni niður landganginn. Svo sleppir hann henni, grípur um báðar hendur hennar og þrýst- ir þeim upp að vörum sjer. Afsakið, ætlið þjer ekki með skipinu? Einn af hásetun- um stendur við hliðina á hon- um og kinkar kolli upp að skip- inu. En þau eru bæði komin i land. — Nei, hann fer ekki! Það liggur við að Signa þekki ekki sína eigin rödd. Hann fer með næsta skipi. Alt i lagi, fröken! Hásetinn gefur merki, og landgöngubrúin er tekin niður . — En — Signa, livað á þetta að þýða? John Halle starir undrandi á liana og' svo á skip- ið, sem nú er komið svo sem tvo metra frá bryggjunni. Þú færð ekki að fara frá mjer svona. Það er dálítið, sem jeg þarf að segja þjer. Já, en manstu ekki eftir firmanu í Newcastle? — Þú átt ekki að taka við stöðunni fyr en þann fimtánda, sagðirðu, svo að þjer liggur ekkert á fyr en með föstudags- skipinu. — En hvað á, þetta að þýða. Jeg botna ekkert i þessu. Aumingja Johnnie, skil- urðu þá ekki, að jeg vil ekki sleppa þjer? Það ert þú, sem jeg elska1. — Signa! Er þetta alvara hjá þjer? Hann dró hana með sjer út úr mannþrönginni á liafnar- bakkanum, sem stóð og veifaði vasaklútunum. Og svo tók hann utan um hana. — Getur þetta verið satt? Þig órar ekki fyrir hve hamingju- samur jeg er. Þegar liann leit á iiana runnu tvö stór tár niður kinnar henn- ar. Það var hver síðastur. Hugsaðu þjer, ef jeg liefði ekki komið til skips, þá hefðum við máske aldrei sjest framar, sagði hún. Hann þurkaði tárin af kinn- um hennar með klútnum sín- um. Og jeg sem hjelt að það væri eitthvað milli ykkar Ei- ríks Moe. — Það hjelt jgg líka-----• — þangað til ........ Hún leitaði að orði. - Þangað til .......? Þangað til skipsklukkan hringdi. Þá var mjer alt í einu Ijóst, að það ert þú og jeg, sem eigum samleið. Yið skulum ganga upp í Ijæinn, Johnnie. Taktu nú undir handlegginn á mjer — og taktu fast. —- En þið voruð mikið sam- an, deildarstjórinn 'og þú? — Já, og mjer þykir vænt um það núna, því að annars lief'ði jeg ekki kynst lionum til fulls .... og þú hefðir farið. Jeg heillaðist af honum, hann var nærgætinn og kurteis, fór með mjer á veitingahús, sem jeg' hafði aldrei komið á áður, hringdi á skrifstofuna til mín á hverjum degi og' .... nei, við skulum ekki tala meira um það núna, Johnnie. Líttu við og sjáðu .... þarna er „Baldur“ kominn langt út á fjörð. — Á föstudaginn fer jeg' um horð aftur, og þá fæ jeg víst að fara? — Já, og á je.g' að segja þjer hversvegna? Vegna þess að þá veist þú og' jeg og Moe og' all- ur heimurinn að við erum trú- lofuð. Jeg vil elcki láta dragast einn einasta dag, að allir fái að vita það. — Sammála! Signa, hvernig líst þjer á, að við lítum inn í litla kaffihúsið þania uppi í hliðargötunni, þar sem við liöf- um komið svo oft áður, og' fá- um okkur kaffibolla og vínar- brauð, meðan við erum að semj a trúlofunarauglýsinguna i blöðin. — Ágætt! Og svo á eftir . .. . — Þei, þei, ekki eitl orð um það. Nú ætla jeg' að ráða ferð- inni. Á eftir ferð þú heim og ferð í fallegasta kjólinn þinn, og jeg fer í smokingfötin mín —- og svo höldum við daginn liátíðlegan — eigum við ekki að segja á „Bristol". — Ljómandi. En smokingföt- in þín . . . . eru þau ekki í ferða- koffortinu þínu, um borð í „Baldur“? — Alveg' rjett, — þá verðum við að ...... — Þá hugsum við ekkert um „Bristol“, en spörum peningana og höldum veisluna heima í herberginu mínu, vi'ð tvö ein. Hann nam staðar og horfði á hana með fögnuði. — Mjer er ómögulegt að þekja þig aftur, Signa, þú ert svo glöð og svo frjáls, svo .... heldurðu að nokkur taki eftir ef við kyssumst hjerna á gang- stjettinni? — Það sjá okkur margir, en einmitt þessvegna skulum við gera það. Gerðu svo vel, tilvon- andi forstjóri Halle. Hvort viltu heldur kinnina eða munninn? — Auðvitað munninn! Þeg'ar John kvaddi Signu, seint um kvöldið, laumaði liúii hrjefi í lófan á hinum. Honum datt ekki í hug að líta á áskriftina fyr en hann var í þann veginn að setja bréf- ið í póstkassann. „Herra deildarstjóri Eiriur Moe“ stóð þai'. En livað það var líkt Signu, að hún skyldi hafa skrifað þetta brjef, undir eins og hún kom heim frá skipinu. Hún hafði ekki minst einu orði á það. — Jæja, herra deildar- stjóri, nú verðurðu a'ð svipast um eftir nýrri stúlku, sem vill gangast upp við nýju bifreið- ina þína, silkisokkana og leggja- löngu rósirnar. Hvað sem öðru líður þá er Signa nú mín — það geturðu lesið i blöðunum á morgunn! Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. Fálkinn flýgur inn á hvert heimili Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.