Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 að Ji^tagál'a skáldá þeirra tíma var ekki eingöngu lil sannrar prýði fyrir hirð keisarans, heldur afl sem eykur skilning manna á nýjum og breyttum viðhorfuin þjóðlífsins.“ Að loknu ávarpi ríkisstjóra flutti Sigurður Nordal prófessor sköru- legt erindi um listir og afstöðu lisla lil þjóðarinnar. En að loknu er- indinu var þjóðsöngurinn sunginn og lauk þá athöfninni í Háskólan- um. Viðstaddir setningarhátíðina voru m. a. kenslumálaráðherra, forsetar Alþingis, sendiherrar og ræðismenn erlendra ríkja. Þá fjölmentu lisla- menn þangað, auk ýmsra boðsgesta. Klukkan 2% var málverkasýning- in oþnuð í Oddfellowhúsinu. Hún er ekki stór um sig, enda húsnæðið ekki nema tveir litlir salir. Þarna eru samtals 31 mynd, eftir 13 mál- ára, og saknar maður þar fjölda ágætra ungra listamanna. En þeir sem þarna sýna eru Ásgrímur Jóns- son, Kjarval, Snorri Arinbjarnar, Guðmundur Einarsson, Þorvaldur Skúlason, Jón Þorleifsson, Nína Tryggvadóttir, Gunnlaugur Blöndal, Jóhann Briem, Finnur Jónsson, Eyj- ólfur Eyfells, Ólafur Túbals og Kristín Jónsdóttir. ‘ — Það hafði verið i ráði að koma upp allstór- um sýningarskála lil málverkasýh- inga, á lóðinni næst fyrir vestan Al- þingishúsið, en hann er enn skaml á veg kominn. En þegar liann verð- ur fullgerður má vænta þess, að málarar haldi stóra og veglega sýn- ingu og nái þar saman eigi aðeins nýjum myndum heldur og lika eldri, svo að tækifæri geí'ist til yfirlits yfir hina merkilegu þroskasögu mál- aralistarinnar á siðari árum, hjer á landi. Orðlist og’ sönglist. Alla þessa viku hefir Ríkisútvarp- ið á dagskrá sinni ])átt frá lista- mannavikunni. Þar er tónlist ýmis- konar, bæði hljóðfæralist og söng- ur, og svo upplestur skálda og ril- höfunda. Þessir hafa látið til sín heyra ]>egar þetta er skrifað: Gunn- ar Gunnarsson, Guðmundur G. Haga- lin, Tómas Guðmundsson, Halldór Kiljan Laxness, Kristmann Guð- mundsson, Guðmundur Friðjónsson (á plötu), Jakob Thorarensen Jón Magnússon, Friðrik Ásmundsson Brekkan, Jóhannes úr Iíötlum, Guð- Pált ísólfssoii. Tómas Guðmtimlsson. mundur Böðvarsson, Halldór Stef- ánsson, Steinn Steinar, Gunnar Bene- diktsson, Stefán Jónsson, Magnús Ásgeirsson og Sigurður Einarsson. Eins og sjá má af þessari upptain- ingu hafa skáld og rithöfundar fylkt hjer liði og gefst áheyrendum um land alt betra tækifæri en nokkru sinni áður á því að kynnast rödd og ílutningi skálda þeirra, sem áður eru kunn af bókum. Lin tónlistina má segja bið sama. Flest eða öll íslensk tónskáld hafa verið flutt í útvarpinu, ýmist með söng eða ineð hljóðfærum eða hvort- tveggja. En i Hátíðasal Háskólans hafa verið ritlxöfundakvöld og hafa kom- komið þar fram margir af þeim„ sem nefndir voru í sambandi við útvarpið og ýmsir fleiri. Þingsetningardaginn voru einnig hátíðatónleikar í Gamla Bíó, þar sem flutt var: Fjórir íslenskir dans- ar eftir Jón Leifs, Tilbrigði yfir Irumsamið rimnalag eftir Árna Björnsson, Tvö sönglög eftr Þórar- inn Jónsson, Tilbrigði yfir fornís- lenskt rímnalag eftir Hallgrim Helga- son, Tvö sönglög eftir Markús Krist- jánssoii, Fjögur íslensk Þjóðlög búningi Karls O. Runólssonar og Introduktion og Passacaglia eflir Pál Isólfsson. Leiklistin. Þá er enn ólalinn þáltur leiklist- armanna í listavikunni. í kvöld verður frumsýning á „Dansinum i Hruna“ eftir Indriða Einarsson. Tómas Guðmundsson hefir samið formála í Ijóði fyrir þessa leiksýn- ingu, en Indriði Waage búið sýning- una til leiks. Það er „Fjelag is- lenskra leikara“, sem stendur að þessari sýningu, og flestir hinna kunnari leikenda eru þarna á svið- inu. En á morgun flytja leikarar i útvarpinu þætti úr ýmsum íslensk- um leikjum, Eru það alls 23 leikend- ur, sem koma fram i þessum þátt- um, en þeir eru 4. þáltur úr „Úti- legumönnuin" eltir Matthías Joch- umsson, 1. þáttur úr „Ljenharði fó- geta el'tir Einar H. Kvaran, 2. þátl- ur úr „Fjalla-Eyvindi“ Jóhanns Sig- urjónsson og 3. þáttur úr „Skái- holt“ eltir Guðmund Kamban. Har- aldur Björnsson hefir leikstjórn „Úlilegumannanna", Indriði Waage leikstjórn „Ljenharös fógeta, Soffia Guðlaugsdóttir leiksljórn „Fjalla- Eyvindar" og Þorst. Ö. Stephensen leikstjórn „Skálholts“. — Verður ef- laust hlustað vel og víða í útvarpið annað kvöld. Eins og sjá niá af framansögðum upptalningum er það ekki smáræðis dagskrá, sem hið fyrsta íslenska listamannaþing býður þjóðinni. Það má með fullum sanni segja, að dag- skráin sje glæsileg, og að lnin liljóti að vekja þjóðina til itarlegrar um- hugsunar um, hvers virði íslensk list sje þjóðinni. Það ætti að geta aukið skilning hennar á því mikils- verða hlutverki, sem islenskir lista- menn i öllum greinum hafa i þjóð- fjelaginu. Framkvæmdanefnd listaþingsins hefir leyst undibúningsstörfin svo prýðiiega af liendi, og dagskráin verið framkvæmd með svo miklum ágætum, að listamapnasambandinu er sömi að. I framkvæmdanefndinni eiga sæti: Páll ísólfsson (formaður), Helgi Hjörvar (ritari), Jóhann Briem, lvristín Jónsdóttir, Jón Þor- leifsson, Magnús Ásgeirsson og Þorst. Ö. Stephensen. En framkvæmda- stjóri listamannaþingsins er Ragnar Öla fsson lögfræðingur. En stjórn Bandalags islenskra listamanna skipa-: Jóhann Briem málari (förmaður), Tómas Guð- mundsson skáld (ritari), Árni Krist- jánsson pianóleikari (gjaldkeri), Sigurður Nordal prófessor og Þorst. Ö. Stephensen. LANDGANGA BHETA Á MADAGASKAR. •4ó' morgni 10. september gekk breskt herlið á land viða á frönsku eyjUnni Madagaskar til þess að tryggja það, að hún fjelli ekki i hendnr Japana, sem þá voru komnir vestnr i Ind- landshaf. Meðal landgöngustaðanna var höfnin i Najunga, a vesturslrönd Madagaskar. Myndin er þaðan og sýnir franska foringjann i tiðsveitinni þar, sem swrst hefir í viðureigninni og verið handtekinn af Bretum. FLUGVJELARNAR BÚNAR UNDIR LOFTÁRÁS. Þetta er 1001) pitnda sprengja, af þeirri tegund, sem mest er noíuð til flugárásanna á þýskar borgir, og er verið að teggju hana á sleðann, sem ftylur hana át að fluyvjelinni. Rn slærstu sprengj- ttr Breta vega 8000 pnnd og hefir reynslan sýnt, að þessi sprengja er langskœðasta sprengjan sem notuð hefir verið i laftárásnm. Myndir þær, sem teknar lutfa verið úr lofti aj' stöð- um þeim, sem orðið hafa fyrir spreiigjtimim, hafa sannað þetta. Það hefir l. d. sýnt sig, að 'tOOO ptinda sprengja hefir gjöreyði- tagt byggingtt, sem var 300 sinnum 320 fet að grunnmáli. Má marka af þessu hve mikil áhrif loftárásirnar á Þýskatand gela haft á gang striðsins, því að það eru mestmegnis hergagnafratn- teiðstustöðvar, sem verða fyrir sprengjuniim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.