Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 8
ÞEGAR SKIPSKLUKKAN HRINGDI
«
Smásaga eftir Dídí Olesen
Hún var lengi í vafa um hvort
hún ætti að taka .... og loks
hún ætti að taka ákvörðun ....
og loks tók hún ákvörðun ....
Var sú ákvörðun rjett eða röng?
AÐ smárigndi jafnt og þjett.
Signa Sander var að flýta
sjer Iieim af leiðinlegri skrif-
stofu til þess að setjast að að
stoppa sokka. Og skap hénnar
var grátt ekki síður en rigning-
in. Þarna sem hún gekk var
hún að hu,gsa um brjef, sem
hún liafði fengið fyrir nokkr-
um dögum. Vitanlega liefði hún
átt að svara því um hæl og húu
hafði ákveðið hverju hún skyldi
svara. Það var aðeins þetta, að
alt virtist svo endanlega ákveð-
ið þegar það var koniið á papp-
írinn, og stundum hefði henni
nú fundist, að eilthvað ætti að
verða meira úr kunningsskapn-
um við John Halle. En úr því
að hann vildi svona ólmur kom-
ast langt í burt til þess að taka
við skrifstofustöðu, sem eigin-
leiga var næsta litið varið í, þá
gat svarið við hinu hlægilega
bónorðsbrjefi hans — já, að
liugsa sjer að biðja stúlku með
svona gamaldags móti — ekki
orðið annað en neil Annars
hafði hann ekki heldur gert
neina tilraun til að mála fram-
tíðina björtum litum. „Jeg get
ekki lofað þjer dansi á rósum,
en jeg held að þú sjert dugleg,
svo að við munum komast af,
þangað til jeg fæ eittbvað betra,
með tíð og tíma.“ Hún kunni
þetta hjerumbil utan að, og
henni sárnaði þetta við og með
tíð og tíma. Jolin skyldi ekki
halda, að alt væri klappað og
klárt þó að hann liefði fengið
þessa fáu og snubbóttu kossa
hjá henni. Hún ætlaði að skrifa
honum í da,g — þá væri það
búið. Hann liafði eitthvað verið
að tala um, að skipið sem hann
færi með mundi sigla í vikulok-
in .... Og það var talsverl
auðveldara að segja nei brjef-
lega — í rauninni var það nær-
gætni af honum að hugsa út i
aðf halda sjer í fjarska. En
svona var John Halle — uss!
Hún hrökk við i— það tók ein-
hver í kápuermina hennar.
— Halló, Signa, ertu að æfa
þig undir næsta Holmenkolls-
hlaup? Hár, ungur maður gekk
fram á liana o,g; var orðinn móð-
ur. — Sástu ekki að jeg sat i
nýja bílnum mínum og beið
eftir þjer á horninu? Eða var
það viljandi, sem þú gekst í
þveröfuga átt? Mjer datt í hug,
að við gætum ekið svolítinn
spöl út fyrir bæinn og borðað
miðdegisverð saman.
Signa roðnaði.
— Er það alvara að þú hafir
keypt bifreiðina, sem þú varst
að tala um?
Víst var mjer alvara,
komdu nú og líttu á hartn! Það
er litli grái bíllinn, sem við
vorum að dáðst að bjerna um
daginn. Nú máttu ekki segja,
að þú verðir að fara heim og
stagla í sokka!
— Jú, því í dag verð jeg ein-
mitt að stoppa sokka.
— Þá vil jeg heldur kaupa
tvenna nýja sokka handa þjer.
Svona var Eiríkur Moe altaf
— gjöfull og glaðvær. Altal’
fljótur til taks. Hann kunni alt-
af ráð — o,g liann hafði loí'að
að bera liana á höndum sjer.
Signa Sander raulaði glaðlega
þegar hún hljóp upp stigann
hjá sjer, til þess að skifta um
kjól. Auðvitað gátu sokkarnir
beðið — og brjef Johns lika.
Þegar hún hafði fest hnapp,
sem losnað liafði á kjólnum,
fór hún að hugsa urn stóru
verslunina, þar sem Eiríkur
Moe var deildarstjóri. Hún
mundi auðvitað fá fastan reikn-
in,g þar — yndisleg tilfinning
að þurfa ekki að snúa hverj-
um skilding tvisvar og þrisvar.
— Best að hamra járnið með-
an heitt er, sagði hann, þegar
hún kom niður að bifreiðinni
aftur. — Þú getur skift á sokk-
unum ef þjer líkar eklci litur-
inn. Og þarna stóð hann með
sokkaböggulinn og fjórar legg-
langar rósir.
— Jeg get ekki tekið við
jjessu öllu, sagði hún.
— Víst getur þú það, Signa
litla, svaraði hann.
Hann hjelt ekki áfram sam-
talinu.
Signa beið stundarkorn. Það
hefði verið gaman að fá skor-
ið úr málinu.
Ef hún hefði bundist Eiríki
núna, þá hefði verið hægara
að skrifa John.
Þau töluðu ekki mikið sam-
an, en áttu eigi að síður skemti-
legt kvöld, fóru í bíó og kvödd-
ust vel í portinu. Honum mun
ekki hafa þótt neitt í það varið,
að hún sneri andlitinu undan
þegar hann ætlaði að kyssa hana,
Henni liafði alt í einu fallið
þetta svo illa, en eftir á varð
hún gröm sjálfri sjer. ELríkur
Moe var kanske einn þeirra
manna, sem nauðsynlegt var
að gefa vel undir fótinn. —
Rósirnar voru farnar að visna,
en hún setti þær nú samt í
vatn. Þarna lá brjef á borðinu.
Jolm — aftur! Húsmóðir henn-
, ar mundi víst fara að setja sam-
an söigu hvað liði.
„Kæra Signa: —-
Jeg býsl við að jeg skilji þögn
þína rjett. En ef þú vilt taka í
höndina ú mjer að skilnaði, þá
fer jeg degi áður en ákveðið
var. Með „Baldri“ fimtudags-
kvöld, klukkan sex. — Þinn
gamli vinur Jolin“
Ágætt! Það var gott að bann
skildi, því að þá hlífði hann
henni við því að gera afsakan-
ir. Auðvitað mundi hún lcoma
og kveðja hann. Aðeins tvær
línur þurfti hún að skrifa:
„Þú hefir rjett að mæla, John.
Þetta var aðeins kunningsskap-
ur. Og jeg óska þjer alls góðs“.
Nei, þetta síðasta var of
hversdagslegt. Hún reif kortið
og tók annað.
„Verð niðurfrá við „Baldur“
rjett eftir klukkan fimm. Signa“.
Einn klukkutími — liún gat
ekki komist fyr, en nú fanst
henni alt í einu, að þetta væri
svo skelfing stuttur tími. Þau
höfðu oft átt svo skemtilegar
stundir saman 1 sunnudagsferð-
unum sínum, hún og hann John.
Það var svo gott að ganga í
takt við hann, og stundum,
þegar kalt hafði verið á haust-
um og vetrum, hafði hann tek-
ið utan um kaldar hendurnar á
henni og sagt: „Þú ættir að
kaupa þjer þykka vetlinga“.
Og Svo hafði hann ornað henni
á hondunum ofan i djúpum
vösunum sínum. En hann liafði
aldrei sent henni þunna silki-
sokka eða leggjalangar rósir.
Hún keypti heldur elcki nein-
ar rósir þegar hún lagði af stað
til þess að kveðja hann. Hann
mundi víst fremur kjósa að eiga
bók frá henni. Hún varð þá að
taka ofurlítið dýpra i buddunni.
í rauninni átti hún honum svo
mikið að þakka. Það var svo
þægilegt að tala við hann, en
ekki gat hann hafa verið tiltak-
anlega ástfanginn af lienni. úr
því að hann tók öllu svo í’ó-
Iega.
„Baldur“ lá hvítur og fágað-
ur við hafnarbakkann. Maður
gat sjeð á honum flaggið úr
langri fjarlægð. Og þarna niður
frá stóð John og beið.
— Það var gaman, að þú
skyldir vilja koma qg kveðja
mig, sagði hann. En ekki eitt
orð um það, sem Signa bafði
verið að hugsa um.
Þarna var eimur af tjöru,
þangi og sjó, niðri við höfnina.
Signa fór alt í einu að rifja upp
öll þau skifti, sem þau höfðu
verið saman. Þarna var lílið
kaffiliús í nágrenninu. Það
hafði verið við hæfi ljetlra.
pyngjanna þeirra, en Eiríkur
Moe mundi ekki liafa viljað líta
við svoleiðis kaffihúsi. Nú
þráði hún að John stingi upþ
á, að þau settust þar inn, þar
gætu þau setið í horni út af
fyrir sig. Hún tók fram bókina
og vafði umbúðapappirinn af
henni..
„Þín alla æfi“, las liann. Það
gerist í heimi bókanna, já.
Þaklca þjer fvrir, Signa. Jeg
man að við vorum eiuu sinni
að tala um þessa bók.
Signa Sander fjekk kökk í
hálsinn. Að hann skyldi geta
fengið af sjer að minnast á
þann dag! Þau höfðu gengið
með bakpokana sína og gengið
lengi, þangað til þau komu í
ofurlitla vík. 0,g John hafði
legið með böfuðið í keltunni
hennar og' talað um stöðuna,
sem hann byggist við að fá i
Englandi — stöðuna, sem hann
var að fara í núna. En hann
hafði talað svó mikið um spar-
senri og það allra nauðsvnleg-
asta.
— Mjer er kalt, sagði Signa.
— Eigum við ekki að skreppa
inn ......?
— Það er varla tími til þess,
svaraði hann. — Við getum
kvaðst hjerna og svo fer jeg
um borð. Þú sagðir einu sinni,
að þjer væri svo ógeðfelt að
heyra skipsklukkuna hringja —
o,g nú áttu eftir að heyra hana
þrisvar.
— En þú kemur aftur, Jolin-
nie?
Hann tók ekki einu sinni eft-
ir, að hún notaði gamla gælu-
nafnið hans. Hann rendi aug-
unum milli siglutoppanna á
gömlu skipi, sem var að leggja
frá liafnarbakkanum. Hann
vildi af ásettu ráði ekki líta í
augun á henni.
— Ekki býst jeg við því. Þetta
getur orðið marga ára útivisl.
Signa gat ekki fundið votta
fyrir því að nokkur skjálfti
væri í rpddinni. Og í sömu and-
ránni hringdi skipsklukkan.
— Æ, þetla er eins og við
jarðarför. — Jeg ætla að fylgja
þjer upp landganginn.
Hún ljet eins og hún ætti
bágt með að fóta sig á land-