Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
Daphne de Maurier: (höfundur Rebekku)
MÁFURINN
er snildarverk, sem hver bókamaður þarf að eign-
ast. Bókin hefir af fróðum mönnum, verið talin
taka REBEKKU fram um ýmislegl.
Rebekku gleymir enginn, sem lesið eða sjeð hefir.
— MÁFURINN gleymist aldrei þeim sem lesa.
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar
Reykjavik
J. B. P. de MOLIERE.
Frh. af bls. <>.
um, að hún gerist frilla hans. Nú
verður Orgon reiður og rekur Tar-
tuffe af heimilinu, en Tartuffe lætur
liann þá vita, að hann eigi ekkert
i húsinu. Og fógetinn kemur til
þess að bera Orgon og fjölskyldu
hans út. í sama Inli kemur Valére
og hefir þá sögu að segjá, að Tar-
tuffe liafi kært Orgon l'yrir konungi
og saki hann um, að hafa leynt verð-
mæti fyrir póltiskan flóttamann. Og
að Tartuffe sje nú á leiðinni ásamt
lögreglufulltrúa, í þeim erindum að
taka Orgon fastan.
I sömu svifum sem Orgon er að
flýja í vagni Valére kemur Tartuffe
og fulltrúinn. En nú hefir hræsnar-
inn mikli telft of djarft, þegar hann
kemur fyrir konung, Jiekkir hans
hátign að þar er kominn gamall
glæpamaður með mórauða samvisku.
Svo að nú er Tartuffe liandtekinn
en ekki Orgon. Konungúr fyrir-
gefur Orgon framhleypni hans og
flónsku, vegna Jiess að liann liafi
sýnt hreysti af sjer i herþjónustu.
Og hann fær íiflur eignir sinar og
Marianne fær Valére.
Framhald í næsla tölubla&i.
LEIGUMORÐINGJAR FLUTTIR INN TIL
FLESJUBORGAR. NÝJASTA NÝTT FRÁ
SPILLINGARLÝÐ BORGARINNAR.
Greinin var jirýðilega skrifuð. Fyrst var
skýrt frá spjöllunum i danssalnum, Gylta
Húsinu, handtaka og málhöfðun gegn Gasa-
Maríu og það með, að þarna í danssalinn
hefðu kornið tveir vel þektir morðingjar,
háðir dulbúnir, en þektust þó eigi að síð-
ur af vitnum, sem höfðu sjeð þá áður.
Nöfn þeirra voru meira að segja nefnd:
þetta voru „Malli með svinsandlitið“ og
„Hemmi kútur“, öðru nafni Hermann
Rizzio. Síðara nafnið var að vísu getgáta
Mariu, en reyndist vera rjett, en hún liafði
oft hevrt, að þessir tveir heiðursmenn
hefðu átt mikja samvinnu, fyr og síðar.
Lögreglan vissi vel, að þessir menn voru í
borginni (stóð ennfremur í greininni), en
samt liefðu þeir enn ekki verið handtekn—
ir, enda væri lítil von um ánægjulega sam-
vinnu borgaranna og lögreglu, sem allir
vissu, að væri i vasa spillingarlýðsins i
borginni. Hingað til befði Flesjuborg verið
laus við glæpamenn af grófara taginu, en
nú liti svo út, sem óvinir laga og rjettar
ætluðu ekki að gera endaslept við hana.
Návist þeirra Malla og Hemma væri hnefa-
högg í andlitið á hverjum heiðarlegum í-
búa borgarinnar.
Þegar frú Lýðs las jiessa grein, rann
henni kalt vatn milli skinns og hörunds af
hræðslu. „Hversvegna sögðuð þjer mjer
þetta ekki?“ spurði hún Ríkliarðs.
„Jeg vildi ekki gera yður órólega.“
„Nú missi jeg allan svefn.“
„Þeir láta'yður i friði.“
„Jeg er ekki að liugsa um sjálfa niig,
heldur vður.“
„Það skuluð þjer ekki vera hrædd við.
Jeg hef tekist á við svona karla fyr.“
„Þjer ættuð að hafa eð yður lifvörð."
Ríkharðs brosti. „Nei, svo slæmt er það
ekki. Jeg get varið sjálfan mig.“
En þegar hann kom út úr skonsunni
fann hann lífvörð, seni beið hans i skrif-
stofuhni. Hann stóð þar með hattinn í
hendinni og reri sjer fram og aftur, en
stóru hendurnar hengu niður að hnjám, og
maðurinn allur líktist mest apa. Þarna var
kominn útkastarinn hennar Gasa-Maríu.
Hann brosti yfir alt andlitið og afhenti
Ríkharðs brjef, sem ritað var á bláa brjefa-
pappírinn hennar Gasa-Mariu, með gyltu
stöfunum. Efnið var það, að hún sendi
honum þarna lífvörð, sem hefði skipanir
um að vera jafnan á hælum hans, jafnvel
sofa fyrir utan dyrnar hjá honum heima
á Aulastöðum.
„Þjer getið reitt vður á liann. Hann hef-
ur skannnbyssu og' er fljtur að beita henni.
Jeg hef sagt lioniun að sleppa aldrei aug-
um af yður, og þar sem hann er ekkert
gáfnaljós, þá þýðir yður ekkert að reyna
til að hrista hann af yður, jafnvel þótt þjer
vilduð. Og það ættuð þjer lieldur ekki að
reyna, meðan þessir djöflar eru í borginni.“
Þannig hljóðaði brjefið. Ríkharðs reif
það sundur og sagði við Black: „Sestu nið-
ur.“ og Blakluir settist niður, brosandi,
með hendur á hnjáni. Eftir það skildi hann
aldrei við Rikharðs. Þegar hann stóð upp
frá skrifborði sinu, stóð Blakkur líka upp.
Þegar hann fór inn í setjarasalinn eða nið-
ur, til að tala við Mörtu, fór Blakkur með
honuni. Hann fór meira að segja með hon-
um á salernið og beið þar við hurðina, eins
Iryggur blóðhundur.
Villi Frikk horfði á Blakk úr horninu
simi. með óttablandinni lotningu, og var
meir en farinn að láta sjer detta í hug að
fá sjer líka lífvörð. í langan tíma hafði
taugaóstyrkur Villa farið sívaxandi, og nú,
er það hættist við, að borgin liafði heim-
sókn af leigumorðingjum, var hann farinn
að leita æ oftar í neðstu skúffuna, eftir
hugrekki, sem enn hafði aldrei brugðist
honum. Og' Sjana horfði á Blakk frá sínu
skrifborði og ofbauð alveg, hve mikilvæg
persóna Ríkharðs var orðinn, að setið
skyldi vera um lif hans, og hinsvegar lirif-
in af þessum apamanni, sem alt i einu var
kominn til „mannheima", úr þessum heiini
niðri á Árbakkanum, sem var henni svo
ókunnur.
Klukkan sex tók riistjórnarskrifstofan
að smáfvllast af fólki úr Blysfararnefnd-
inni. Þarna var síra Símon og Landon
sóknarnefndarmaður, með hörkusvip eins
og endranær, en dálítið meira sigrihrós-
andi, þarna var frú Jenkins úr „Siðferð-
inu“, Jabbi Nýborg og nokkrir af sveita-
drengjunum", ennfremur skáldið unga,
frændi Öddu og Jói gestgjafi. Þetta var
stórfenglegur mannsöfnuður, og svo mátti
lieita sem liver stjelt borgarinnar ætti
þarna einhvern fulltrúa. Hinsvegar niátti
vel sjá, að hjá helmingi nefndarinnar
fólki eins og Gasa-Maríu, Jabba Nýborg,
Jóa o. fl. — var aðaláhugamálið ekki það
að gera borgina að einhverri siðgæðispara-
dis, heldur hitt, að gera út af við Dorta og
hans líka.
Krossferðin var sýnilega farin að ganga
sjálfkrafa, eins og' af eigin þunga og' án
þess, að nokkur þyrfti þar eftir að ýta. Ef
til vill var ekki sem auðveldast að hafa
hemil á lienni lengur, ®vo að hætta gæti
verið á, að þeir sem fyrir henni stóðu mistu
stjórnar á henni. Slíkt hefði aldrei getað
skeð i Austurríkjunum. Það, sem Gasa-
María hafði sagt í upphafi, var satt: Flesjti-
borg og Calamoshjeraðið hafði garnan af
almennilegum pólitískum bardaga, og hafði
beðið eftir honum all of lengi i þetta sinn.
Um það bil sámtímis þessu var annar
fiindur haldinn i skrifstofu „Frjetta“, og
fundarmönnum leið ekki sem hest. Þar
var Dorti gamli, Flynn dómari,Byngham
lögreglustjóri, ritstjórinn og Hjrsh og auk
jiess nokkrir ómerkingar úr óaldarflokkn-
um, Kobbi Dorti ljet ekki sjá sig.