Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 11
F Á L K I N N li Sir Harold Alexander yfirhershöfð ingi og B. L. Montgomery Alexander liefir oröið fyrir því óláni að stjórna undanhaldi tvisvar (í Burma og Dunkirk), og í bæ'ði skiftin var lionum falið starfið á síðustu stundu, eftir að fyrirrennar- ar lians liöfðu verið kallaðir heim, ef til vill of seint. Orðtak Alexanders er þetta: „Ráðstu á, ráðstu á, gerðu gagnáhlaup, jafnvel þó að þú sjerl í vörninni“. Kurteisin bregst hon- um aldrei, en herforingjaráðsmenn, sem hilta hann í fyrsta skifti taka eftir festu i hláu augunum, sem aldrci hvika og hinum stuttu fyrir skipunum, sem koma eins og skot úr vjelbyssu; þeir telja hann tals- vert hranalegan en mjög færan stjórnanda. Hægri hönd hans er generallautinant Bernhard Law Montgomery, 54 ára gamall Ulster- maður, sem er svo miskunnarlaus að nærri stappar hrottaskap. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Sir Harold Álexander er aðeins 51 árs að aldri. Hann hefir nú ver- ið hershöfðingi í fjórtán ár og hefir fjölbreyttan hermenskuferil að baki sjer, eins og áður er getið. Dugnað- ur hans i fyrri styrjöldum varð til þess, að liann fjekk ‘skjótán her- menskuframa og trú herstjórnarinn- ar á lionum er mikil, eins og sjá má af því, að hann var gerður iiæst- ráðandi enska liersins á meginland- inu eftir Gort lávarð, um það bit sem allar varnir voru að þrjóta, og sendur til • Búrrna þegar eins var á- statt þar. Það þótti ekki tiltökumál þó að liann færi ekki sigursæll úr þeim sendiferðum. En ef honum tekst að stökkva her öxulveldanna úr Afríku hefir hann unnið það þrekvirki, sem mun varðveita nafn lians frá glötun í hernaðarsögu Breta um ókomnar aldir. Alexander frá Egyptó. Maðurinn, sem breytli uióhorfinu í Lybiu. H.F. HAMAR ÞAD horfði báglega fyrir Bretum í sandauðninni miklu í Norður- Afríku i júní síðastliðnúm. Rommel hershöfðingi hafði þá um stund geysað fram alla leið vestast úr Cyrenaica og stóðst ekkert fyrir honum, Tobruk, sem var sterkasta vígi Breta á Líbyuströnd, og hafði mikið breskt setulið, fjell að kalla mótstöðulaust. Og her Rommels tijelt áfram alla leið inn í Egypta- land. Nú var farið að'spá: „Þjóð- verjar halda áfram og taka Alexand- riu, vaða austur yfir Níl og taka Sú- es-skurðinn. Og hvar standa Banda- menn þá?“ En þelta fór á aðra leið. Bretum tókst loks að stöðva flóttann við smáþorpið E1 Alamein í Egypta- landi, spölkorn fyrir vestan Alex- andriu. Og þar liefir svo verið þæft í alt sumar, þangað til liin mikla haustsókn Alexanders herstjóra og Montgomery hershöfðingja hófst. Ifjer i blaðinu liafa áður (í grein um Rommel) verið raktar nokkrar ástæður lil þessa geypilega undan- lialds Breta í júní. Síðan hefir ver- ið upplýst, af Churchill sjálfum, í skýrslu er hann gaf þinginu, að vígvjelaskortur hefði valdið nokkru um ósigurinn, en ekki kvað hann tíma tit lrominn að segja þessa sögu allá. Það er talið, að fyrir Rommels- sóknina miklu hafi Bretar haft 100.000 manna her í Libyu en öxul- veldin 90.000. En hvað vigvjelar snerti voru Bretar miður settir en hinir. Þeir höfðu færri og miður útbúna skriðdreka en Þjóðverjar og ílalir og fótgöngulið þeirra liefir liklega verið miður útbúið að vopn- um og klæðum. Hinsvegar er talið að Bretar hafi haft öllu fleiri flug- Vjelar. Fjórir Bretar höfðu komið við sögu ófriðarins i Líbyu j)egar nú- veraiidi yfirherstjóri. Alexander var skipaður þar. Fyrstur var Wav- ell, þá Cunningham og þegar þrum- an drundi voru þeir Ritchie og Auchinleck þar æðstu ráðamenn. Skutdinni fyrir ófarirnar í júní var skelt á Ritchie, en hinir hafa allir lekið við háum stöðum í hernum annarsstaðar. Það var Auchinleck, sem stöðvaði sókn Rommels við E1 Alamein, en ekki var honum trúað fyrir þvi að veita Rommel viðnám þar til lengdar. Til þess var vatinn Alexander hershöfðingi, sem siðan er yfirmaður hersins og hefir bæki- stöð sína í Cairo, og gCnerallautin- ant Bernhard Law Montgomery. — — Sir Harold fíupert Leo- fric George Alexander hershöfðirigi liefir liklega haft það til sins ágætis, að liann skytdi betur herkænsku Rommels en fýrirrennarar hans. Uppeldi hans var þannig varið, aö hann var vel undir það búinn að beita kænskubrögðum, gera fyrir- sátur og vera snar i snúningunum. Hann var þriðji sonur fjóða jarls- ins af Caladon, en misti föður sinn kornungur og urðu bræður hans að sjá honum fyrir uppeldi að miklu leyti. Þeir áttu heima á afskektu óðalsbýli í Norður-írlandi og í bernsku fór mestur tími Harolds og bræðra hans í að reika um skóga og lieiðar og á nóttinni höfðust þeir löngum við með veiðiþjófum. Heima fyrir hafði Harold mest gaman af liúsgagnasmíði og málm- smiði. En þegar liann var sendur í skóta, tíu ára ganiall, kunni liann ekki að skrifa nafnið sitt. Nú gjörbreytti til, er hann varð að stunda erfitt nám. Hann var pervisa- legur en þó seigur, og varð þó við- urkendur íþróttamaður (liann se'li síðar met hermanna i einnar míiu hlaupi). Á skólanum í Harrow og Sandhurst fágaðist hann og m'ent- aðist. Hann barðist í Frakklandi i fyrri heimsstyrjöldinni. Var orðinn oliirsti 2G ára gamall og stjórnaði battalion (rúmlega 1000 manns); þegar hann var 'M) ára stýrði hann régímenti, og 42 ára var liann foringi fyrir einni brigade (tæp 4000 manns með 124 tiðsforingjum). Hann talaði frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku og urdu-mál. Fyrir stríðið málaði liann talsvert vatnslitamyndir, tagði slund á almenn visindi og forn- menjafræði. Eftir að hann hvarf á burt frá Burma, eftir að Japanar l’öfðu lagt undir sig .mestan liluta tandsins, dvaldi hann mánuð á heimili sínu i Englandi, til þess að gera upp vermiliúsið sitt, sem eyði- tagst liafði í toftárás, svo að konan hans gæti ræktað tómata. Símnefni: HAMAR, Reykjavík. Sími: 1695, tvær línur. Framkvæmdastjóri: BEN. GRÖNDAL, cand. polyt. VJELAVERKSTÆÐI KETILSMIÐJA ELDSMIÐJA JÁRNSTEYPA Framkvæmum: Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvjeluni og mótorum. Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuðu og köfun- arvinnu. Úívegum og önnumsl uppsetningu á frystivjelum, niður- suðuvjelum, liita- og kælilögnum, lýsishræðslum, olíugeymum og stálgrindahúsum. Fyrirliggjandi: Járn, stál, málmar, þjettur, ventlar o. fl. Mynd ]>essi er úr enskri fhigvjelasmiðjii, sem smíðar hinur frœgu Stirling-sprengjuflugvjelar. Þar vinna stúlkur meiri hluta verksins. Hjer ern þær að festa alnminiiimsplötiinar ntan á grind skrokksins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.