Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN-
Iffifiiarstrœti
i 'Reykjavík
fyrir 75 ár-
um.
STYRKTARSJÓÐUR VERSLUNARM.
Frh. af bls. 5.
Larsen 1883—84 og Eggert M. Waage
brot úr ári (varaformaður), Guð-
brandur Finnboðason 1888—90, Jó-
hannes Hansen 1891—99 og Chr.
Zimsen 1899—1908. I>á tók við for-
mannsstörfuni sá niaður er lengst
allra liefir gegnt þeim, Sighvatur
Bjarnason bankastjóri, sem var for-
maður í 20 ár, til dauða sins, 1929,
en næstur honum Jes Zimsen kon-
súll, sem var formaður til ársloka
1937. Síðan liefir núverandi for-
maður, Helgi Hetgason verslunar-
stjóri, gegnl formannsstörfum. Með
honum sitja í stjórninni Guðmund-
ur Þórðarson bókari, Sigurjón Jóns-
son verslunarstjóri, Helgi Bergs for-
stjóri og Sigurður Guðmundsson
skrifstofustjóri.
AIIs hefir sjóðurinn kjörið sjö
heiðursfjelaga nfl. Jón Gunnarsson
samábyrgðarstjóra, Böðvar Þorvald-
sson kaupmann á Akranesi, Matthi-
as Matthíasson kaupm. í Holti,
Björn Kristjánsson bankastjóra, sem
allir eru dánir, — og Nicolai Bjarna-
sen kaupmann, P. O. Cliristensen
Jyfsala í Randers og Hannes Thorar-
ensen forstjóra.
Aftan við afmælisritið er fróðleg
kkrá' yfir alla meðlimi sjóðsins frá
byrjun, ásamt grein fyrir þvi hve-
nær þeir gerðust meðlimir sjóðs-
ins. Telur skrá þessi 651 nafn, en
meiri hlutinn er vitanlega kominn
undir græna torfu. Alls teljast starf-
andi meðlimir sjóðsins nú 294.
Auk þeirrar beinu stoðar, sem
þessi merka stofnun hefir verið
ýmsum fjelögum sínitm, hefir
Styrktar- og sjúkrasjóður Versl-
unarmanna verið tengiliður inilli
stjettarinnar innbyrðis og haft ó-
metanlega þýðingu i þá átt að efla
samheldni ltennar og árvekni í
þeim málum, sem ltenni hafa mátt
að gagni koma.
Myndir af fyrstu og núverandi
stjórn sjóðsins birtast á bls. 2.
BASILUSKIRKJAN í MOSKVA.
í Riisstandi er margt af stórkost-
kostlegum og einkennilegum bygg-
ingum. En Basiluskirkjan í Moskvá,
mun þó vera þeirra sjerstæðust. Ljet
ívan keisari óttalegi reisa hana.
Þegar Napoleon kont til Moskva,
1812, skipaði liann að láta brenna
„þetta Múhameðsmusteri“, sem liann
kallaði, því að lionum fanst kirkjan
hæfa betur Múhameðsmönnum en
kristnum, vegna liinna liáu næpu-
turna. Þó er kirkjan líkari austur-
lenskum musterum, sem ekki komast
þó í hálfkvisti við liana að fágæl-
um, stileinkennum og litskrúði. í
kirkjunni er fjöldi af Iágum kapell-
um, i tveimur hæðum, en ekkert
innbyrðis samræmi í stíl þeirra.
Og á kirkjunni eru tólf turnar, allir
misstórir og' liver með sinu lagi og
tit og úr ýmiskonar efni. Virðisl
þessi lurnaþyrping vera með öllúm
regnbogans iitum.. Það er ekki síst
vegna litskrúðsins, sem Basiluskirkj-
an er talin eitt af einkennilegustu
verkum byggngarlistarinnar.
• „Jeg á að deyja í dögun“
Þetta alvarlega og hrifandi brjef
skrifaði 22 ára gamall hollenskur
/jillnr rjett áffur en hann var skct-
inn, ásamt þremur fjelögum sinum,
af þýskri aftökusveit, þann 27. febr.
siðastlib'inn.
Hver var glæpurinn: Þeir struku
frá Hollandi og ætluffii aff reyna aff
komast í liff Hollendinga í Englandi.
Þessir fjárir unglingar náffusl í her-
numda Frakklandi og voru dæmdir
til dutiffa af þýska herrjettinum,
þann 13. febrúar.
TZ'ÆRI PABBI: — Það er erfiti
fyrir mig að skrifa þetta brjef,
cn jeg má til að segja þjer, að lier-
rjetturinn hefir dæmt okkur í þunga
refsingu.
Lestu þetta brjef i einrúmi og
segðu henni mömnui svo gætilega
frá efni þess.
Þegar jeg skrifaði þjer síðasl,
þann 14. febr., vissum við þegar,
að við höfðum verið dæmdir til
dauða. En mig brast jirek lil að
skrifa þjer Jietta Jiá, vegna Jiess að
mig langaði ekki til, að Jiú liefðir
kvöl af biffinni. Náðunarbeiðni, sem
send var okkar ýegna til Parfs, var
synjað, Jió að við hjeldum að við
hefðum góðan málstað, því að
verknaður okkar var Jió ekki gtæp-
ur, hvað sem öðru líður.
Jeg get ekki sagt, að við höfum
lifað kvíða-tíma, Jiví að sem betur
fer hefir Jiað ekki verið svo. Mjer
hefir tekksl að biðja mikið, og það
er örugg . sannfæring mín, að jeg
megi hugsa til Jijáningardauða
Krists.
Þetta gérist á stuttrl stund, klukk-
an fimin að morgni, og það er alls
ekki liræðilegt. Þetta tekur ekki
nema augnablik, Jiegar að er gáð,
og svo erum við komnir tit Guðs
— engin hræðileg- eymd nje Jijáning
Jiessa lieims verður frainar til. Er
þetta i rauninni liræðileg umbreyl-
ing?
Á hinn bóginn er það yndislegt
að vera á valdi Guðs. Guð liefir sagt
okkur, að hann muni ekki yfirgefa
okkur ef 'að við aðeins biðjum hann
um hjálp'. Jeg finn svo greinilega
að jeg er nærri Guði, að jeg er
fyllilega undir Jiað búinn að deyja.
Jeg vona að Jiað verði þjer huggun.
Jeg veit ofurvel að Jietta er skelfi-
legt. Við erum svo ungir enn. En
Guð veit, að málstaður okkar er rjett-
ur. Jeg hugsa að þetta verði þjer
niiklu Jiungbærara en mjer, vegna
liess, að jeg veit að jeg liefi játað
allar syndir mínar fyrir lionum og
er orðinn rólegur. Þessvegna máttu
ekki syrgja lieldur treysta Guði og
biðja liann um styrk.
Mamma, elsku niamma, lofðu mjer
að faðma þig. Fyrirgefðu mjer alt
Jiað illa, sem jeg hefi gert þjer.
Gráttu ekki, elsku mamma. Vertu
hughraust. Þú átt börii cftir —
öðruvísi uni þig en liana frú L. Jeg
veit að jeg sje ykkur öll aftur. Hann
Kees sonur þinn kyssir þig iiú síð-
asta mjúka kossinum.
Faðir minn, fyrirgef Jiú mjer líka.
Vertu sterkur í trúnni, sem jeg veit
að Jiú hefir, ekki síður en hún
mamma. Syrgðu ekki, en þakkaðu
guði fyrir það, að við getum venð
viss um náð lians. Segðu ekki „Frið-
urinn verður okkur ekki til neinn-
ar gleði, úr því að þú ert farinn“,
vegna Jiess, að þrátt fyrir alt gef
jeg landinu okkar líf mitt, eins og
svo margir gera- nú. Taktu fast í
höndina á mjer. Verði Guðs vilji.
Jan, Bep, E1 og Fien —• verið þið
(ill blessuð og sæl. Verið Jiið sterk
og 'biðjið Guð um hugrekki. Trúið
á hann og hann stjórnar öllu best.
Verið góð við paliba og mömmu.
Marga kossa frá honum Kees bróður
ykkar. — Heilsið litlu systrum og
bræðrum mínum; þau skilja Jietta
kanske ekki vel, en kennið þeim að
trúa.
Heilsið öllum frá okkur fjórum.
Jeg Jiakka þeim innilega fyrir alt
sem þeir liafa gert fyrir mig. Við
ei'uni hugrakkir. Gerið þið eins. Þeir
geta aðeins tekið líkama okkar. Sál
okkar er í hendi- Guðs. Það ætti að
vera nægileg liuggun.
Jeg er farinn — þaiigað til við
við sameinumst þar, sem við verð-
um miklu hamingjusamari. Guð
blessi ykkur öll. Hatið engan. Jeg
dey ekki i haturshug. Guð stjórnar
öllu.
Kees.
(Readers Digest).
KAPT. EINAR NEWMAN.
Frh. af bls. 3.
á liergagnaflutningaskipi, sem verið
tiefir i förum viðsvegar um höf.
Einari stóð (il boða 1 byrjun
stríðsins að fara liingað til íslands
með hernum, vegna þess að hann
lærði íslensku sem barn og hjelt
henni ávalt við. En liann mun liafa
litið svo á, sem Jiað yrði sjer full
næðisamt starf og kaus Jivi heldur
að sameinast tiinni fornu frægðar-
sveit, sem hvorki „bliknar við sár
eða bana“.
FÓLKORUSTU MINNISMERKIÐ
VIÐ LEIPZIG.
Fyrir sunnan Leipzig, Jiar sem
tvær liýðingarmestu orustur lieims-
ins til forna voru tiáðar, reistu Þjóð-
verjar risavaxið minnismerki. A
þessum vígvelli sigraði Gústaf Ad-
olf kaþólskan her, undir forystu
Tillys. En Jió telja Þjóðverjar „fólk-
orustuna" 1813, þar sem Austurrík-
ismenn, Rússar og Prússar gersigr-
uðu Napoleon eftir þriggja daga ór-
Astu merkari. Með þeim sigri var
ríki Napoleons í Þýskalandi lirotið
á bak aftur og til minnngar um
þetta reistu Þjóðverjar varðann
hundrað árum síðar. Til dæmis um
stærð lians má nefna, að i salnuni,
sem er inni í varðanum gæti vel
staðið stór kirkja með 60 metra há-.
um turni. Kringum hvelfinguna að
utan standa 12 hermannalikneski úr
steini, og eru þau tólf metra há.
FRELSISSTYTTAN Í NEW YORK.
Það fyrsta, sem farþeginn rekur
augun í, er hann stefnir til New-
Yorkliafnar utan af Atlantshafi, er
Frelsisstyttan, sem býður gestinh
velkominn, með kyndil í upprjettri
hendi. Styttan sjálf er kvenlíkan
og hefir því oft verið jafnað til
Risans á Rhodos og F’aros í Alex-
andríu. Frelsisstyttan var gefin
Bandaríkjaþjóðinni af Frökkum á
100 ára sjálfstæðisdegi Bandaríkj-
anna og sett upp árið 1886 á Bed-
loes Island við efri höfnina. Er hún
gerð eftir fyrirmynd franska mynd-
höggvarans Bartholdi og stendur á
47 metra liáum granitstalli, en kven-
líkanið er 46 metra liátt. Innan í
styttunni eru stigar, alla leið upp i
höfuð liennar, sem er svo stórt, að-
þar rúmast 40 nianns fyrir í einu.