Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 7
F Á L K I N N / Suona fleygja hermennirnir sjer úl úr ujelinni. Fallhlifarhermenn, með hlifina á magunum, en vopnlausir. Fallhlífarhermenn bíða eflir að fleygja sjer út. Fallhlifarnar opnust eftir að hafa skilið við flugvjelina. Yfirstandandi styrjöld hefir sýnt og sannað, hvi- líka pýðinyu flugvjelarnar og alt það, sem hægt er að gera með þeim, hefir í ófriði. Leifturinnrásir Þjóðverja í hin herteknu lönd, er þeir tóku svo að segja í einu vetfangi, hefðu ekki tekist eins vet og fljótt ef þeir hefðu ekki haft fallhlifahermönnum á að skipa. Tökum t. d. Noreg. Þar voru það fall- hlífahermenn, sem tóku flugvellina við Osió (For- nebu) og Stavanger (Sola). Þegar innrásin var gerð í Holland og Belgíu voru fallhlífahermenn látnir lenda bak við víglínuna til þess að trufla varnir aftan frá. Og Krít mutidi máske aldrei hafa verið tekin, ef Þjóðverjar hefðu ekki sett þar niður heil- ar hersveitir af fallhlífamönnum í nágrenni við flugvellina. Fleiri dæmi mætti nefna. Það voru Rússar, sem fyrstir urðu til þess að æfa fallhlífaher í stórum stíl, en nú munu Banda- ríkjamenn og Bretar var fremstir í þeirri grein. Og í liinni nýju innrás í Afríkunýlendur Frakka hafa þeir sýnt, að þeir eru nú engir eftirbátar orðnir hinna herskáu Þjóðverja, sem urðu fyrstir til að nota þessa nýju og mikilsverðu tækni i ófriði. Hjer birtast nokkrar myndir, varðandi fallhlífa- iækni Bandaríkjamanna. Þessir menn eru valdir úr fjölda hermanna, eftir að ítarleg próftin hefir farið fram á heilsufari þeirra, snarræði og við- bragðsflýti. Síðan eru þeir þjálfaðir vikum saman á flugæfingastöðinni i New Jersey og látnir hlaupa út úr flugvjelunum ýmist úr litilli hæð eða úr gíf-> vrlegri hæð yfir jörðu, og eru til margar einkenni- iegar frásögur af líðan þeirra í loftinu meðan á þessu svifi stendur. Á efstu myndinni til vinstri sjást nokkrir fall- hlífahermenn með einfaldan útbúnað, en líka verða þeir að kunna að hlaupa út með vjelbyssur, vistir, mælinga- og loftskeytatæki og þessháttar. — Næst t. v. sjest hópur af þeim standandi í röð i flugvjelinni, viðbúinn að fleygja sjer út um dyr flugvjelarinnar, hver af öðrum. Þá sjást neðst nokkrir menn í útþöndum hlífunum, eftir að þeir hafa fleygt sjer út úr vjelinni, með nálægt sek- úndu millibili. Oftast fleygja menn sjer út i 750 feta hæð. — Loks er efst tit hægri mynd af mönnum, þegar þeir eru að, fleygja sjer úr flug- vjelinni. Geta 10 menn fleygt sjer út á 12 sek. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.