Fálkinn - 27.11.1942, Blaðsíða 4
4
F Á L K 1 N N
USTAMANNANNGIÐ
IIiíS fyrsta l)ing íslenskra lista-
inanna liófst á sunnudaginn var,
og var setl í liátíðasal Háskól-
ans kl. 1 Va- Formaður frani-
kvæmdanefndar þingsins, Póll
ísólfsson, setti þingið með
stuttri ræðu og skýrði frá li 1-
drögum þess, eftir að sungin
liöfðu verið hátíðaljóð eftir Jó-
hannes úr Kötlum, undir nýju
lagi eftir Eniii Thoroddsen. For-
seti þingsins var kosinn Gunnar
Gunnarsson, en af því að hann
var þá ekki koniinn til bæjar-
ins gegndi Páll ísólfsson for-
setastörfum fyrst um sinn.
Rikisstjórinn hafði tekið að
sjer að verða verndari þings-
ins og flutti liann því næst ó-
varp það, sem fer hjer á eftir
í heild:
Ávarp ríkisstjóra.
•Jeg er einn af mörgum, sem er
það ánægjuefni, að stefnt hefir
verið lil þessa fyrsta islenska lista-
mannaþings, með svo góðri dagskrá
og fjölskrúðugri, sem raun ber vitni.
Færi jeg þinginu einlægar árnaðar-
óskir mínar.
Mjer er það í barnsminni hve
snælega snugði á þessu sviði fyrir
hálfri öld, að undanteknum nokkr-
um ljóðskáidum. Jeg hefi haft að-
stöðu lil þess að fylgjast með því
sem gerst hefir í þessum efnum
siðustu 50 ár. Jeg sé fyrstu tilraun-
ir Þórarins Þorlákssonar til drátt-
listar og málverka T heimahúsum
mínum. Hann stjórnaði þar bók-
handsverkstæði þá. í prentsmiðj-
unni í sama húsi vann þá maður,
sem settist við skrifborðið og ritaði
skáldsögur er hann kom heim
þreyttur frá vinnu. Báðir þessir
menn brutu siðan brauðvinnuhlekk-
ina og gerðu listina að aðalstarfi,
þótl lítil væri vonin um afkomu.
Seinna kyntist jeg vel Einari Jóns-
syni, sveitadrengnum, sem braust
fátækur til framandi landa til þess
að nema myndhöggvaralist og nú
situr í Hnitbjörgum á Skólavörðu-
holtinu, þar sem geymd eru óvenju-
kga merk listaverk lians í þröngum
húsakynnum. Rögnvaldur Ólafsson,
(iunnur Gunnarsson.
fyrsti lærði islenski húsameistarinn
og Jón Stefánsson listmálari, voru
bekkjarbræður mínir í Latínuskól-
anum..
Námsdvöl mín í Kaupmannahöfn,
og siðar nær tveggja áratuga dvöl
sein sendiherra á sama stað, hefir
gefið mjer betra tækifæri en marg-
ii aðrir hafa liaft til þess að fylgj-
ast með því, hvern bratta íátæktar,
vonbrigða og fíeiri þránda í götu,
margir þeirra manna liafa orðið að
klifa, sein nú koma hjer fram sem
góðir hstamenn, landi sínu og þjóð
til sæmdar. Mjer finst rjett að minna
á það, að áreynsla og þrautir liggja
á hak við það, sem listamennirnir
nú koma færandi hendi og leggji
fram fyrir okkur.
Með því sem jeg liefi sagt, hefi
jeg einnig viljað undirstrika þá
staðreynd, að fagrar listir á islandi,
að undanskildum gullvægum hók-
mentum á vissum sviðtim, er að
mestu nýrækt í landinu, varla liálfr-
ar aldar gömul. Og hjer er urn svo
merkilega, efnilega og lífvænlega
nýrækt að ræða, að mjer finst að
oss hinum beri skylda að hlúa að
henni.
í því sambandi megum vjer al-
drei gleyma þvi, að íslendingar
eiga fjör sitt, sjálfstæði og virðingu
þá er vjer njótum meðal annara
þjóða meir að þakka íslenskum
bókmentum fyrri alda en nokkuru
öðru.
Þing þetta sýnir að nú er sann-
ui gróandi á sviði listanna á íslandi.
Það veltur á iniklu að hann dofni
ekki fyrir kæruleysi eða aðhlynn-
ingarleysi.
Táknrænt dæmi um að vjer meg-
um hafa alla gát á oss í þessu efni
má sjá með því að ómaka sig stutt-
an spöl upp í Hverfisgötu. Þar
standa tvö hús hlið við hlið. Safn-
liúsið og Jijóðleikhúsið. Annað er
fult af dýrmætum listasjóðum —
yfirfult, en vanliirt hið ytra. Hitt
er sem stendur pakkhús, að vísu
snoturt ytra, 'en tómt að innan af
því sem Jiar var ætlað rúm. Mig
kennir lil í livert skifti sem jeg fer
þarna unr. Þetta er ekki skemtileg-
ur vottur um nienníngu íslendinga.
Um það tivað vér getum gert, og
hvað vér megnum að gera, til að
hlynna að gróandi listum á ís-
landi, mun jafnan vera skiftar skoð-
Jóhannes Kjarvul.
Sveinn Bjövsson ríkisstjóri ávarpar listamannaþingið.
anir. Vjer lifum á öhl skipulagn-
ingarinnar. En fagrar listir er ekki
hægt að skipuleggja. Tilraunir í þá
átt á vissum stöðum i Norðurálf-
unni á síðustu timum liafa ekki
gefist vel. Jeg held að aldraða al-
þýðuskáldið islenska liafi rjett fyrir
sjer er liann skrifaði nýlega i tíma-
ritsgrein: „Þeir menn, sem eru
Bragaættar, temja sjer fjörsporin
og skifta um gang öðru hvoru, ým-
ist viljandi eða þá ósjálfrátt, vegna
brjósthvatar.11
Svona nnin jafnan verða um sanna
iist.
Svo haldið sje við samlíkinguna
held jeg að við verðum að fara að
eins og góðir hestamenn: Að fara
vel með gæðingana, svo að þeir
tapi ekki ganginum.
Einn þáttur þessa þings er mál-
verkasýning, sem halda verður í ó-
fullkomnum lnisakynnum, svo ófull-
komnum, að nægja verður að lýsa
sýninguna opnaða hjer á þessum
stað. Geri jeg það hjer með, sam-
kvæmt ósk.
Jeg hefi komið í ýmsar borgir
úti í löndum. Höfuðborg íslands er
eina höfuðborgin, sem jeg þekki,
þar sem ekki er til hús yfir lista-
söfn. Smábær í Danmörku með 5000
íbúa á skínandi gott málverkasafn,
að mestu gjöf eins manns.
Hjer verður að koma upp sem
fyrst, auk leikhússins, safn- og sýn-
Ingarliús fyrir málverk, fyrir þjoð-
minjar og tónlistarliús. Máske má
samcina þetta að einhverju leyti
undir sama þaki.
Þetta kostar fje, mikið fje.
„Hver borgar?" er hætl við að
menn spyrji. Jafnhætt er við Jiví að
svarið verði Jrað venjulega: Rikið.
Jeg efast um að það sje heppi-
legt að halda því áfram sem verið
liefir, að krefjast þess, að ríkið eilt
sjái fyrir öllum þörfum af Jiessu
tagi. Rikið hefir í mörg horn að
líta, því er takmörkum háð hvað
Jiað getur gert og óvist í hverri
röð viðfangsefnin verða leyst, enda
fjárliagurinn ekki altaf góður. En
að leggja á hilluna uni óákveðinn
tíma nauðsynlegar menningarfram-
kvæmdir, af þvi að menn bíða þess
að ríkið geri Jiað -— getur orðlð til
Jiess að framkvæmdir sofni svefn-
inum langa. Auðvitað er hjer verk-
efni sem ríkið varðar. En hví ekki
reyna samvinnu milli ríkis og borg-
aranna eins og tíðkast í öðrum
löndum?
Fyrír tvö þúsund árum var uppi
í Rómaborg maður að nafni Cinius
Mæcenas. Hann var aðalráðherra
Ágústusar keisara og auðugur að
fje. Hann var með hæfustu stjórn-
málariiönnum þeirra tíma. Mjög.fáir
menn minnast hans nú sem stjórn-
málamanns. En orðið Mæcenas cr
nú notað um allan heim sem líeiti
Jieirra manna, er lilúð hafa að
fögrum listum, með fjárframlögum
og annari virkri aðstoð. Þannig
hefir lifað í 2000 ár nafn stjórn-
málamannsins í Rómaborg, vinar
Horatz skálds, af Jiví hann hlúði
að fögrum listum, aðallega skáldlist,
með auðæfum sínum og á annan
liátt, ineira en þekst hafði áður,
Það, en ekki stjórnmálastarfsemin,
þótt hann væri frannirskarandi á
því sviði, hefir gert Jiennan mann
ódauðlegan.
Ef lýst er eftir islenskum mönn-
um af þessu tagi, þá munu þeir
finnast. Mennirnir sem sátu í þröng-
um og kölduin húsakynnum við
grútartýru, svo árum skifti máske,
og skrifuðu ián nokkurs endurgjahls
og án þess að láta nafns síns getið,
frægu fornliandritin íslensku, og
hafa 'með þvi varðveitt fornbók-
mentir vorar, voru Mæcenesar okk-
ar ú þeim tímum. Margur maðurinn
hefir á seinni árum styrkt til náms
íslensk listamannaefni og keypt gf
listamönnum verk þcirra til éigin
nota eða til liíbýlaprýði i stofum
sinum. Ýmsir þessara manna hafa
máske haft sama innrætið og Mæ-
cenas Rómverja. Styrkur einstak!-
inga til lista með því móti að al-
menningur gæti notið góðs af, l. d.
með byggingu málverka- og högg-
myndasafns, þar sem saman er
komið úrval málverka og högg-
mynda íslenskra listamanna, og jafn-
vel listamanna annara lijóða væri
íhugunarvert verkefni. Það er ekki
óalgengt með öðrum þjóðum, að
einstaklingar geri þetta. Slikt safn
er alt i senn: sannur mentaskóli
fyrir almenning,. hvöt fyrir lista-
mennina og auglýsing út á við um
þroska vorn á þessu sviði. Hér er
tækifæri fyrir einstaklinga, sem
hafa eignast fje, til þess að ávaxta
fje sitt, að vísu ekki svo, að þeir
fái af því sparisjóðsvexti í sinn
vasa — en ávaxta það svo að aldir
og óbornir njóti vaxtanna,
Jeg lýk máli mínu með því að
minna á eftirfarandi ummæli um
Mæcenas liinn rómverska eftir fræg-
an breskan fræðimann: „Rækt lians
við skáld og rithöfunda stafaði
bvorki af fordild nje einvörðungu
af viðvaningslegri ást á bókmentum,
lieldur af skilningi á æðri þörfum
þjóðfjelagsins. Hann sá og skildi,