Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N Falleg sending Þúrdís Þorsteinsdóltir og Tyrfingur Tyrfingsson búndi aö Vetleifsholts- parti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, eiga gullbrúökaup 15. fj. m. , <■ §HI Þórólfur Þórðarson Sf i , heitir maðurinn á ftess ari mynd og er hann mörgum bæjarbinan kunnugur. Hefir hann ■(Sf ’ undanfai'in ár dvtflið j á Elti- og hjúkrunar- , j * * » v heimilinu Grund og éú A starfar þar við þvotta- húsið. Er Þórólfur hinn mesti dugnaðar- KgSlil \ maður og er ávalt sí- \ .1 ‘•n starfandi, enda þótt ‘ 1 % ' aldur hans sje orðinn allhár, en Þórólfur hHHHb il . varð 70 ára s. 1. laug- ardag 5. júní. Svíar smíða tilhöggvin timbnrhús Fyrir nokkrum (lögum afhenti StjórnarráSiö Landsbókasafni ís- lands bók, sem jjví var send me'ð aðstoð sendiherra íslands í Wash- ington. A fremstu opnu bókarinnar er svo hljóðandi tileinkun, á íslensku og ensku, undirritað af höfundun- um: Höfundur og teiknari þessarar bókar færa íslenskum listamönnum og rithöfundum kveðjur frá amerísku þjóðinni. Vjer dáumst að þjóð yðar fyrir hlutdeild hennar í fundi Amer- íku, fyrir óslitna bókmentaarfleifð liennar um þúsund ár, og fyrir þrautseiga trúmensku hennar við lýðræðislegar hugsjónir. 1 þeirri von að þjer nnmið þiggja l>etta rit, sem verið liefir oss hugljúft viðfangs- efni, afhendum vjer það, fyrir milli- göngu sendiherra yðar í Bandaríkj- unum, til varðveislu i bókasafni þjóðar yðar, Landsbókasafni ís- lands. Einar Haugen Professor University of Wisconsin Frederic T. Chapman, Mahwah, New YERSEY Illustrator Bók þessi er hin mesta gersemi og myndirnar mjög skemtilegar. Um það, hvernig hún er til orðin, segir prófessor Einar Haugen, i brjefi til Thor Tliors sendiherra, meðal ann- ars þetta: „Bók sú, er vjer höfum þann heið- ur að senda með yðar aðstoð, kom út i desember 1941 hjá „The Holi- day Press“, hóp iðnaðarmanna og framkvæmdarmanna, er starfa hjá H. R. Donnelly Co. í Chicago, Illi- nois.------ Hún birtist í að eins 350 eintök- um, og hafa einungis fá þeirra feng- ist á markaðinum. Alt starf að prent- un hókarinnar var unnið af með- limum þessa fjelagsskapar í tóm- stundum þeirra, alt frá setningu til bands. Hefir verið lögð við það öll sú ástúð og umhyggja, er í manns- valdi stendur, af sumum fremstu iðkendum prentlistarinnar í Banda- ríkjunum. Frágangurinn sýnir því blóma amerískrar bókgerðarlistar.“ Titill bókarinnar er: Voyages to Vinland. The First American Saga. Newly Translated and Annotated by F.inar Haugen. Illustrated with Woodculs by Frederic T. Chapman. Holiday Press. Chicago. 1941. Þetta er þýðing á heimildum vor- um um Vinlandsferðirnar, Þorfinns sögu karlsefnis („Eiríks sögu rnuða“ tsl. fornrit) og Grænlendinga sögu. Prófessor Haugen lítur svo á sem báðar sögurnar sjeu upphaflega runnar frá mönnum, sem þektu þá atburði, er þær greina frá, og hefir því felt þær saman í eina heild, svo að hvor fylli aðra upp. Hann hefir þýtt frumtextann nákvæmlega, en felt burlu nokkur atriði, er að eins mundu rugla amerískan les- anda, en aftur skotið inn einstöku atriöum úr öðrum heimildum til þess að alt yrði tjós og samfetd heild. Þýðingin er á eðlilegu og þróttmiklu nútíðarmáti og virðist skila anda sögunnar betur en flest- ar aðrar þýðingar á sögum vorum, sem jeg hefi lesið. Bókin er ætluð almenningi í Ameríku, enda verið gefin út alþýðuútgáfa af henni árið sem leið, og hefir hún sjest hjer í bókabúð. i í inngangsköflum að bókinni gerir próf. Haugen stutta grein fyrir heim- ildunum og meðferð sinni á sögun- um, upptökum og eðli íslenskrar söguritunar og hvernig arfleifð vik- ingaaldarinnar varðveittist á íslandi, svo að þangað verður að sækja flest það er vjer vitum um trú og siði Norðurlandabúa á þeim tímum. í athugasemdum og skýringum aftan við söguna er svo vikið að dáð Eiríks rauða, er hann bygði Græn- land, landsháttum, atvinnuvegum og sögu þess, uns hinn norræni kyn- stofn hvarf. Þá er vikið að ályktun- um þeim, sem dregnar liafa verið af heimildunum um það, hvar Vínland var, en um það hefir, svo sem kunn- ugt elr, mikið verið skrifað og deilt af málfræðingum, sagnfræðingum, stjörnufræðingum, siglingafræðing- um, landfræðingum og jurtafræðing- um. Höf. gefur stutt og ljóst yfirlit yfir deiluatriðin og bendir á, hve erfitt er úr þessu að skera til fulln- aðar. -Hann rekur tilraunirnar, sem gerðar liafa verið til þess að finna einhverjar minjar norrænna manna frá þeim tímum í Ameríku og álirif- in, sem þetta hefir haft á ímyndun- arafl skáldanna. Loks bendir hann á ástæðurnar til þess, að fundur Vin- lands hafði öldum saman svo litil áhrif á gang sögunnar. — Alt er þetta ljóst og skemtilega skrifað og af hinni mestu sanngirni og lilýju til þjóðar vorrar. Hjer er því mið- ur ekki rúm nje tími til að gera bók- inni fræðimannleg skil. En hún er gjöf til þjóðar vorrar, sem vert er að færa hinar bestu þakkir fyrir. Guöm. Finnbogason. Sigurlaug Guðmundsdótlir, frá Ási í Vatnsdal, veröur 75 ára 12. þ. m. Eins og kunnugt er lifa krókó- dilar í ósöltu tatni, fljótum eða stöðuvptnum, en þó kemur það fyr- ir að þeir halda sig í sjónum. í hafinu kringum Austur-Indlands- eýjar og Norður-Ástralíu lifir þann- ig krókódílategund ein, sem Brelim kallaði „sjó-krókódíl“. Iiann hefir leitað til hafs úr ánum, eins og lax- inn, og fer oft margar sjómílur und- an landi. Hann þykir eitt skæðasta rándýrið á þessum slóðum. Á undanförnum árum liafa ýms fyrirtæki í Svíþjóð gert mikið að þvi að smíða í verksmiðjum til- höggin timburhús, sem síðan var hægt að flytja á staðinn, sem þau skyldu standa á, og setja upp með litlum tilkostnaði. Hafði fengist svo góð reynsla af þessum húsum, að þegar fyrir stríðið fór eftirspurn eft- ir þeim sívaxandi og var jafnvel far- ið að selja þau úr landi, til dæmis til Bretlands. Eins og búast inátti við hefir sú hugmynd komið fram, að vert væri að framleiða þessi lms í stórum stil til þess að endur- reisa húsakynni, sem eyðilagst hafa í ófriðnum, þar scin það þykir henta. Samkvæmt skýrslu er Bengl Lind- berg, forseti timburhúsaframleiðslu- fjelagsins sænska hefir nýlega gefið blöðunum, hafa mörg lönd í Evrópu spurst fyrir um sænsk timurliús, en fyrirspurnir liafa líka borist frá Afríku, Suður-Ameríku og öðrum fjarlægum töndum heims. í Englandi liafa þessi sænsku timburhús verið rædd í Parlament- inu. Sænskir framleiðendur hafa boðist til að selja Bretum um 20,- 000 hús á ári undir eins og ástæður leyfa, en óskir liafa borist um enn meira framboð. — Sænsku timburhúsasmiðirnir lialda bráðlega sýningu á húsum þessum í sænsku ferðaskrifstofunni í London, og er tilganur hennar að sýna hvernig þeir sjálfir liafa ráð- ið fram úr húsnæðj,svöntun með þessum tilhöggnu timburhúsum og að hverju gagn þau geti komið eftir stríðið. Þess má geta í þessu sambandi að hús af þessari tegund liafa verið gefin af sænsku lijálparfjelögunum og reist í all stórum stíl í ýmsum eyddum hjeruðum í Finnlandi og Noregi. ÁRNI JÓNSSON, HAFNAR5TR.5 ReVKJAVÍK. Feröamaöur (við samferðamann- inn, sem situr á móti honum í klef- anum): — Afsakið þjer —- eruð þjer að lesa blaðið, sem þjer sitjið á? Frœnkan: — Það hefði bara átt að vera unnustinn minn, sem hefði leyft sjer að koma of seint á stefnu- mót! Jeg hefði farið undir eins! Stúlkan: — Já, frænka. En jeg kýs nú heldur að bíða hálftíma, en að bíða alla æfi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.