Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 15 Flösku var slengt á borðið; tappinn dreg- inn úr henni; andartaksþögn; slokskvamp er rent var í staupin og því næsl rödd Toms, sem sagði: „Skál!“ Hinn svaraði að eins með púi. Nú varð íbyggin þögn, er Tom rauf með því að spyrja: „Búinn? Viltu einn til?“ Enn lieyrðist skvamp, og nú gat liann fyrst greint orðaskil hjá Rudd, sem sagði í þessu: „Þú lilýtur að hafa frjett það. Það er ómögulegt annað.“ Tom skríkti þetta með Watkyn- kvensuna áttu við; jeg geri ekkert með það, blessaður vertu.“ „En þeir hljóta að hafa sagt þjer það.“ Rudd bljes og púaði, liálf gramur að því er virtist. „ Sei, sei, jú .... þeir voru eitthvað að þvaðra um, að það hefði verið gert út af við einliverja kvenmansnóru.“ Rödd hans lýsti megnustu ólund. „Fjandann ætli að maður sje að hlusta eftir öllu, sem sagt er. Á svona stöðum . . . .“ Setningin slitnaði við það, að rekið var bylmingshögg á borðið, og púið í Rudd breyttist í reiðilegt öskur. „Er jeg eklci altaf að reyna að troða því í liausinn á þjer, að hún var drepin? Það er ekkert grín, lieyrirðu það? Höfuðið á henni var slegið í klessu — með sleggju, segja þeir. Taktu við því, kunningi. Og segðu svo, að jeg færi þjer engar frjettir. Stattu við það.“ „Segirðu þetta satt?“ livíslaði Tom, og sjómaðurinn gat ekki varist brosi, er hann heyrði furðutóninn. „Ertu að .segja satt?“ livíslaði hann aftur; en skyndilega varð rödd lians full af tortrygni. „Nei, þú færð mig ekki til að trúa þessu. Þú ert að gabba mig, bannsettur.“ „Þetla er heilagur sannleiki, kunningi, heilagur sannleiki." Púið varð nú ísmeigi- legt og leyndardómsfult til skiftis. „Það var maður á ferð i morgun .... hann var á hjóli, og það var hann, sem fyrstur kom að henni svona .... liauskúpan mjelbrot- in, já mikil skelfing. Þetta ekkisen lög- regluhyski er eins og mý á mykjuskán um alla sveitina í dag. Ekki stendur á því.“ „Herra trúr.“ Tom var öldungis forviða. v,Ja, lierra trúr. Hver skyldi svo sem liafa gert þetta, lieldurðu?“ „Hver, segirðu?“ Nú heyrðist blástur og hávært hvísl. „Já, það væri nú frjett í lagi. En jeg verð að láta aðra svara þeirri spurningu.“ „Hvernig ættir þú líka að vita það, ræf- illinn. Jeg ....“ Orð lians druknuðu i áköfu livísli. „Jeg get samt frætt þig á einu. Stelpan er stungin af. Algjörlega uppnum- in, get jeg sagt þjer.“ „Stelpan?“ Tom var lengi að álta sig. „Stelpan? Æ — já, hún. Hvers vegna held- urðu að hún hafi horfið?“ „Hvers vegna lield jeg .... Jú, sjáðu til, kunningi — min skoðun er þessi: annað hvort hefir stelpan gert það sjálf, eða að kjaftaði ekki frá .... verið beinlínis falin einhversstaðar.“ ,IJreint ekki fjarri sanni. Skarplega at- hugað hjá þjer,“ sagði Tom með óherslu. „. . . . þektirðu þá gömlu nokkuð?“ „Þekti jeg hana? Þekti jeg hana, spyrðu? Já, jeg' befði nú haldið það — og betur en flestir lijer í kring. Bill gamli Rudd getur þakkað sínum sæla fyrir það, að hafa verið staddur í Bwome og það geta margir vottað .... að jeg var þar frá því í gær- morgun og þangað til seinnipartinn í dag.‘ Nú heyrðist aftur skenkt í glösin. Því næst kom málrómur Toms; hann var orð- inn ísmeygilega loðmæltur. „Jeg get nú bara rjett ímyndað mjer það — fyrst þið væruð svona kunnug .... Hvernig var hún ann- ars, sú gamla?“ „Hún var fjandi kræf .... fjandans ári kræfur kvenmaður.“ Nú greip hann áköf hóstahviða, samfara miklum blæstri og ræsk- ingum. „Fjandi kræf,“ endurtók bann, „það var hún“ Tom blístraði hástöfum og flissaði kjána- lega. „Fáðu þjer annan dramm, Ruddie vinur. Alveg rjett. Upp með glasið. Ska-ál!“ Nýtt hóstakast með tilheyrandi ósköpum. „Þetta er liörkugott, lagsmaður. Skál fyrir þjer!“ „Víst er það gott!“ Tom brýndi raustina. „Vesalings kerlingin hún Watkyn . . Jæja, var hún fjandi kræf, segirðu. Nolckuð mikið fyrir fuglinn gæti jeg trúað!“ „He, lie .... þú átt kollgátuna .... Ekki langaði mig í hana; maður er farinn að eldast. En hún hafði alt af nóg, sú gamla — jeg botnaði aldrei í því. Það var prest- urinn og Ridgeway og . .. . “ Tom rak upp öskur mikið. „Presturinn! Presturinn! Heldurðu að jeg láti hafa mig að fífli? Presturinn! Ekki nema það þó!“ „Já, jeg sagði presturinn — og jeg stend við það!“ Rudd gamli grenjaði nú einnig fullum hálsi, svo að undir tók í kofanum. „Hann heitir Pole og er prestur í Mallow ....“ Röddin sveik hann, því að nú skall á nýlt hóstakast með ógurlegum hvin, svo að hann stóð næstum á öndinni. „Ekki svona æstur, góði — vertu elcki svona æstur, góði!“ Tom haði lækkað róm- inn. „Fáðu þjer einn dramm í viðbót. Það var rjett. Svona, annan til? Þú verður að afsaka, íjelagi . .. .“ „Ekkert að afsaka, ekkert að afsaka, blessaður vertu. Rudd var búinn að jafna sig .... „Já, hún Minna Watkyn, það var nú kerling í krapinu, he, he! Heyrðu!“ Röddin varð að leyndardómsfullu, hásu hvískri. „Komdu, jeg ætla að segja þjer nokkuð.“ Nú færðust hvíslingarnar 1 aukana, svo að-um munaði. Sjómaðurinn lagði við hlust- irnar, en heyrði ekkert nema rámar rokur og livissandi hljóð, rofið öðru hvoru af henni hefir verið komið undan svo að hún bósta og ræskingum. Ilann varð allur að eyra, en gat elcki með nokkru móti lieyrt orðaskil. Hvískrið, hvissið og hóstakjöltrið hjelt viðstöðulaust áfram og rann í eina samfelda suðu fyrir eyrum hans. Honum þótti sem hann hefði staðið í þessum óþægi- legu stellingum, stirður og undinn, í alt að því heila klukkustund, ja, ef ekki í tvær — í það óendanlega, fanst honum. Hann klæjaði svo óskaplega i nefið, að tilhugsun- in um að mega hnerra virtist bámark allrar sælu, og þar að auki óumflýjanleg stað- rejmd. Hann afstýrði hættunni á síðasta augnabliki með því að toga í efri vörina á sjer. Enn hjelt suðan áfram óbreytt, nema hvað annað veifið rumdi í Tom, eða það heyrðist gutla á flösku, og smellurinn, er tappi var dreginn úr annari. Skyndilega datt alt í dúnalogn.Svo heyrði hann málróniToms; hann var nærri óþekkj- anlegur, dráfandi og þvoglulegur eins og í dauðadruknum manni: „Tjah, nú fæ jeg alveg nóg af því, lasm Síðan kom blásturinn í Rudd: „Sagði jeg þjer ekki — sagði jeg þjer kanske ekki, að þú skyldir fá að heyra nokkuð krass- andi, ha?“ „Þú stóðst við það, drengur minn .... Fáðu þjer einn lítinn, einn agnarlítinn. .“ Nú skrönglaðist einhver upp úr sætinu, völtum fótum; því næst heyrðist skellur; það var stóll, sem datt; síðan örlítið glam- ur, er flöskustúturinn snerti barminn á tinkrúsinni. Alt í einu brýndi Tom raustina. „Farðu nú að fara, Rudd! Jeg ætla að fara að hátta .... Farðu út! Mig langar að halla mjer .... Út með þig, segi jeg! Þú getur tekið bokkuna með þjer, og farðu svo!“ Nú kvað við nýr skellur, er hinn stóll- inn valt um koll; óstöðugt fótatak, jafn- vel enn reikulla, en hið fyrra. „Olræt — olræt! Jeg er farinn!“ sagði Rudd og sjómaðurinn heyrði hann skjögra fram að dyrunum, fálma við hurðina, og smellurinn, er lokan datl niður. Það marr- aði dauft í hjörunum; Rudd steig út fyrir, lirasaði um þröskuldinn og sjómaðurinn heyrði dynkinn, er hann datt í grasið fyrir utan og bölvaði með sjálfum sjer. Um síðir varð all hljótt; þá lieyrði hann að hurðin var lögð hægt að stöfum og lokunni hleypt fyrir. Tom blístraði lágt og sagði: „Erlu þarna, Stubbur?“ „Já, það geturðu bölvað þjer upp á!“ Hann hreyfði sig ekki. „Á jeg að koma upp? Eða ætlar þú að koma niður “ „Komdu upp!“ kallaði Tom og smá- skríkti. Sjómaðurinn klifraði upþ um gatið. — Hann deplaði augunum nokkrum sinnum móti hirtunni frá olíulampanum, sem stóð á borðinu. Ilann leit á flöskuna, er stóð hjá lampanum og sagði: „Var það einiberjabrennivín?“ „Já, það er metallinn hans, og hreint ekki afleitur!“ Sjómaðurinn brosti. „Jeg er orðinn þur í kverkunum af að hlusta á ykkur. Gef mjer einn!“ „Hvort jeg skal!“ Tom rendi í lcrúsina. „Ah-h!“ sagði sjómaðurinn. „Það er ó- svikið, þetta.“ Ilann saup á aftur og setti svo frá sjer krúsina. „Hvað segirðu þá,“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.