Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N Sumir hinna syntu tímunum saru- an í sjónum tii þess a'ð verjast hit- anum. En þeir guldu þessa svölun dýru verði, því að þeir sólbrunnu enn þá ver þegar þeir komu upp úr, og sviðinn var mikill undan selt- unni. Jeg liefði sloppið ver, ef jeg hefði ekki liaft vasaklútana mína. Jeg batt þá yfir niðurandlitið, eins og innbrotsþjófur og var hlifð i því. En ekkert var til að hlífa augunum. Sjórinn endurvarpaði biljónum af skörpum geislum, svo að á sama stóð í hvaða átt var litið. Doði færðist i alla. Við sátum máttlausir með liaus- inn dinglandi niður á bringu og liálf- opinn munninn. Það var hræðilegt að sjá Reynolds vegna sársins á nef- inu á honum. Vegna sólarinnar gat það ekki byrjað að gróa. Hann varð að þvo af sjer blóðið með sjó, en alt af fór að blæða aftur útyfir andlitið, þornaði þar og varð að rauðri skán. Bartek þjáðist líka mikið af sárunum á fingrunum. Hann var að bera á þau joð úr ferðaapótekinu, en sjáv- arseltan át það burt. Á daginn þráðum við næturkuld- ann og á nóttunni þráðum við sól- ina. En jeg hataði næturnar. Á dag- inn gat jeg sjeð fjelaga mína og sjó- inn og máfana — tákn lifsins. En á nóttunni færðist óttinn nær okkur. Þá var altaf köld, þjett þoka kring- um okkur. Gufan rauk úr fötunum okkar og við þrýstum okkur saman til þess að lialda betur á okkur hita. Stundum, þegar þokan var jjjettust, sáum við ekki hina bátana. Ef sjór- inn var lygn og slakt á snærinu þá reis jeg stundum eins og upp af mar- tröð og dró inn línuna þangað lil bátarnir komu fast að; þá sá jeg að þeir voru þarna ennþá. Stundum heyrði jeg'urg og uml, óp og bænir. Eins og tveir menn í baðkeri. Það sem okkur kom verst var að við gátum aldrei rjett úr oklcur. Ein- hverntíma liitti jeg njanninn, sem af- rjeð, að þessir bátar skyldu bera ýmist tvo menn eða fimm. Þegar jeg geri það þá verður liann annað hvorl að breyta um skoðun eða reyna bát- ana í langri ferð, við aðstæður, sem jeg ætla að ákveða. Adamson vóg yfir 200 pund og jeg var litlu ljett- ari. Á okkar fimm manna báti vor- um við, ásamt Bartek, á plássi, sem var 6 fet og 9 þuml. á lengd en 2’4” á breidd. Þegar skáflöturinn á brún- unum er talinn með, cn upp á hann gat inaður lagt fæturna og látið þær liggja í sjónum, var hátstærðin 9x5 fet. Við Bartek ljetum Adamson eftir annan endann, vekna þess að hann var svo þjáður. Við Bartek Iágum á ská þversum yfir bátinn og sner- um bökum saman, og með fæturna útbyrðis. Eins var það í bát Cherrys. En ennþá ver fór um Alex og De Angelis í litla bátnum, þó að þeir væru minstir vexti. Þeir urðu að sitja andspænis hvor öðrum, annar með fæturnar á öxlum hins en liinn með fætur andbýlingsins í armkrik- unum, eða þeir sneru bökum sam- an og höfðu fæturnar í sjónum. — Stundum lá de Angelis endilangur og ljet Alex liggja ofan á sjer. Hugsið ykkur tvo menn í sama baðkerinu, og þá sjáið þið rjetta samlíkingu. Hvenær sem einliver sneri sjer þurfti nágranninn að gera eins. Það tók okkur marga daga að læra hvern- ig plássið yrði sem notadrýgst, en þetta kostaði miklar þrautir. Ef maður hreyfði liönd eða fót átti maður á hættu að ýfa opin sár á fjelaga sinum. Þó væri rangt að segja, að næt- urnar hafi verið samfeldur kvala- tími. Jeg vakti mikið á nóttunni i þeirri von að lieyra i skipi. Þeg- ar jeg starði upp i þokuna þessar kyrru nætur, sá jeg skýin taka á sig svo nauðalíkar myndir af ýmsu, sem jeg hafði áður sjeð — fíla, fugla, kastala, fagrar konur, villigelti. Jeg hjelt að þetta væri ímyndun ein, en þriðju nóttina vakti jeg Adamson og benti honum á þetta. Hann sá það sama og sagðist aldrei hafa ímynd- að sjer að skýjamyndirnar gætu ver- ið svona merkilegar. Meðan Adám- son hjelt sæmilegum þrótti var hann oft að segja mjer ýmislegt um stjörn- urnar á suðurhvelinu. Hann þekti talsvert til þeirra. Hvernig ekki á að veiða. Fjórða inorguninn skiftum við annari appelsínunni. Höfðum við þá verið án matar og drykkjar í 72 tíma, að undantekinni fyrstu appel- sínunni, sem skift var annan morg- uninn. Fiskur var alt í kring um okkur, við sáum hann í hundraða tali rjett hjá bátnum. Við Cherry vorum að reyna að veiða á appel- sínubörk. Jeg lánaði meira að segja lyklahring Adamsons, sem var gljá- andi og ællaði að reyna að nota hann sem agn. Fiskurinn kom með nefið að lionum, sperti sporðinn en beit aldrei á. Bátarnir virtust ekki hreyfast neitt úr stað þessa sex fyrstu logndaga. En með þvi að atliuga úrin okkar sáum við að okkur rak; þvi að sólin kom altaf dálítið síðar upp í dag en i gær. Það sýndi að okkur rak til suðurs og vesturs. Við vorum endalaust að ræða um hvar við vær- um, en það kom 'á daginn að við Cherry höfðum á rjettu að standa. Við höfðum farið fram lijá eyjunni X, og ef svo var þá áttum við ekk- ert land nær en 400—500 mílur í burtu; það voru eyjar, sem Japanar höfðu hernumið. Jeg skoðaði kort- ið 2—3svar á dag og stakk því svo altaf i innvasa minn til þess að verja það vætu, en samt voru litirnir í því farnir að blotna. Cherry byrjaði að skjóta Ijós- merkjunum aðra nóttina. Við höfð- um átján og ákváðum uð nota þrjú á nóttu, hið fyrsta eftir sólarlag, annað um miðnættið og þriðja undir morgunn. En af þeim þremur, sem við skutum fyrst, var eitt alveg ó- nýtt og annað brann að eins örfáar sekúndur. Það þriðja brann með sterku, rauðu tjósi í liálfa aðra min- útu. Þá ákváðum við að nota aðeins tvö næstu nótt, en annað þeirra var ónýtt. Var þá afráðið að senda ekki ljósmerki nema einu sinni á nóttu framvegis. Eftir að ljósmerkin t sloknuðu starði jeg ávalt iipp í myrkrið í þeirri von að sjá Ijós til svars — ljós, sem væri reikulla en stjörnurn- ar. Það var auðsýnt, að ef við fengj- um ekki bráðlega mat eða vatn, eða að liitanum linti, þá mundu ein- hverjir okkar bíða bana. Adamson var feitlaginn og þoldi hitann ver en við hinir. Reynolds var magur fyrir, enda varð liann fljótt eins og beina- grind. En Alex var verst kominn. Munnur hans var skorpinn og freyddi úr munnvikunum; hann var altaf að hrópa á vatn. Hann var að eins 22 ára. Jeg svaraði honum með harðneskju til þess að reyna að vekja liann til meðvitundar. Þá fjekk jeg að vita orsökina til þess hve aum- ur hann var. Það voru ekki nema þrjár vikur síðan hann hafði leg- ið á spitala. Auk þess hafði hann fengið varasjúkdóm. Þess vegna hafði hann verið veikari fyrir frá byrjun en við hinir, og sjórinn, sem hann drakk þegar livolfdi undir honum, hafði ekki bætt um. En því miður var jietta ekki eini sjórinn, sem hann hafði drukkið. Eina nóttina vaknaði De Angelis við að hann liafði hallað sjer yfir borð- stokkinn og var að slolca í sig sjó. Játaði Alex þá að hann hefði gert þetta hvað eftir annað. Þetta var skýringin á þvi að hann var altaf að hrópa á vatn. „Jeg reyndi að stilla mig um það,“ sagði Alex, „en jeg varð að gera það. Jeg varð að fá eitthvað vott.“ Þannig var ekki nema timaspurn- ing með Alex veslinginn. Hann sökk dýpra og dýpra í óráð, tautaði Maríuvers og aðrar katólskar bæn- ir. í vasabókinni hans var mynd af ungri stúlku, unnustunni hans: hann talaði við hana og baðst fyrir. Loks gat hann hvorki sofið nje legið fyr- ir. De Angelis reyndi að skýla hon- um fyrir sólinni, en hvergi var skuggi. Og hann brann meira og meira. í tunglsljósinu á nóttinni sat liann uppi og hríðskalf. En aldrei kvartaði hann, nema hvað hann hrópaði á vatnið. Við lesum í Biblíunni. Bartek var með Nýja testamentið. Jeg sá að liann var að lesa í því og datt þá í hug, að við gætum allir liaft gott af því sama. Jeg er enginn trúmaður, en jeg liafði lært Faðir vor við linje móður minnar og geng- ið á sunnudagaskóla. En jeg hafði altaf vitað að Guð var til. Við höfðum morgun- og kvöldbæn- ir og studdumst við Testamentið. Þá voru bátarnir dregnir sainan, svo að þeir mynduðu þríhyrning. Svo lásum við stutta ritningargrein, liver eftir annan. Meðal annars lásum við altaf þetta: „Segið bví ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? eða: Hvað eig.um vér að drekka? eða: Hverju eigum vér að klæðast? Því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir, og gðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun alt þetla veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufullir rnn morgun- daginn, því áð morgundagurinn mun hafa sinar áhyggjur; hverjum degi nægir sín þjáning“. (Mattheus 6, 31—34). Einn eða tveir af okkur urðu gramir vegna þess að svarið var svo seint að koma, en hinir hjeldu áfram að biðja, i trú og von. Við vanrækt- um hinsvegar ekki að gera það sem í okkar valdi stóð til að hjarga okk- ur. Whittaker reyijdi að gera sjer spjót úr einni aluminiumárinni, með því að ydda árarblaðið. Hann rak það i bakið á hákarli, sem synti meðfrain bátnum, en skrápurinn var sterkari en spjótsoddurinn. Eftir nokkrar tilraunir var oddurinn orð- inn bitlaus. Þá fleygði Whittaker vopninu ofan í kjalsogið. Honum hafði .ekkert orðið ágengt en skemt eina ári. Og Cherry sat allan daginn með skammbyssuna í hendinni til þess að reyna að komast í færi við máf. En enginn kom nógu nærri. Hann opnaði byssuna 2—3 sinnum á dag og njeri hana með fitu úr nefinu og undan eyrunum á sjer. En honum tókst ekki að afstýra að hún ryðg- aði af sjónum. Hún ryðgaði saman og þá lienti Cherry henni í sjóinn. Við eyddum appelsinunum fljótar en ráðgert var, til þess að reyna að halda lífinu i þeim, sem verst voru haldnir. Sú þriðja fór fimta niorg- uninn og sú síðasta þann sjötta. Þær síðustu tvær voru hlaupnar saman, eins og vökvinn hefði gufað upp úr þeim, og sú síðasta var farin að mygla. Meðan snefill var eftir af appelsínunum kvartaði enginn und- an sulti. En nú fór löngunin i mat og drykk að ofsækja okkur. Kókomalt og mjólk. Reynolds talaði um hve mikið af isrjómasóda hann skyldi drekka það sem eftir væri æfinnar. En Cherry talaði altaf um isrjóma með súkkulaði. Þegar jeg var að hlusta á þetta hjal milli bátanna datt mjer altaf í hug kókomalt í mjólk. Jeg fann beinlinis bragðið af því í munninum. En það skrítna var að jeg hafði ekki smakkað þennan drykk i 25 ár. Áttundi dagurinn var heitúr og blæjalogn. Það lijálpaði maganum ekki neitt þó að við sæjum i'sjónum höfrunga og feitan makríl, 12—18 þumlunga langan og þúsundir af smærri fiski. Þann dag las Cherry hænina og hina venjulegu tilvitnun úr Mattheusar guðspjalli. Hjerum- bil klukkutíma siðar sat jeg og mókti með liattinn niðri í agum. Kom þá máfur fljúgandi og settist á hattinn minn. Jeg veit ekki hvernig þetta atvik- aðist eða hvernig jeg vissi að hann var þarna. En jeg vissi það strax, að ef jeg misti jþennan þá mundi aldrei máfur setjast á liattinn minn framar. Jeg laumaði hægri hendinni upp, hægt og hægt og náði í liann. Jeg sneri hann« úr hálsliðnum, reitti hann, skar hann í bita og skifti ketinu jafnt, en lijelt aðeins innyflunum eftir til beitu. — Við bruddum meira að segja beinin og svelgdum þau. Enginn setti það fyr- ir sig að ketið var hrátt. Okkur fanst það gott. Þegar Cherry hafði lokið við bitann sinn beitti jeg öng- ul og rjetti honum. Við höfðum hring Whittakers fyrir sökku, og naumast var færið koniið i sjóinn fyr en lítill makrill beit á og var dreginn inn. Jeg rcndi hinu færinu með sama dásamlega árangrinum, nema hvað jiað var sjóaborri, sem jeg dró. Allur þessi matur á fáeinum mín- útum gladdi okkur meira en orð fá lýst. Við átum annan fiskinn áð- ur en fór að skyggja en geymdum hinn til næsta dags. Þorstinn virt- ist einnig minka, sennilega við að tyggja kaldan og safamikinn fiskinn og bryðja beinin. Alex og Adam- son átu sinn hlut og jeg var svo bjartsýnn að halda að þeim hefði skánað. Jeg segi það satt, að jeg hjelt altaf að við mundum komast lifs af, en undir 8. nóttina þóttist jeg sannfærður um, að við mundum endast til eilifðar nóns. Sjórinn var fullur af fiski og við gátum veitt hann. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.