Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.06.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Rnby M. Spankie: Alveg dæmalaust 'P RÚ POTTS opnaði dyrnar í Carling Street nr, 6 með lykli, sem hún hafði fengið í því augnamiði, enda var henni trúandi fyrir lyklum. Hún var ein af þessum áreiðanlegu morgunverkakonum, sem hægt var að treysta. Hún læsti dyrunum á eftir sjer og fór þrönga ganginn inn í eldhúsið, sem var einstaklega lítið. Hún tróð sjer milli gas- ofnsins og eldhúsborðsins að vaskinum með slíkri fimi, að það var auðsjeð að hún kunni að snúa sjer við í eldhúsinu í Carling Street. Hún andvarpaði. — Iijer hefir verið samkvæmi, tautaði hún. Samkvæmi! Diskar og glös, bollar og undirskálar, sem höfðu verið notaðar sem ösku- hikarar, var þarna í einum hrærigraut. Alt á tjá og tundri. Diskarnir höfðu ekki einu sinni verið lagðir hver ofan á annan. Hnífar og gafflar ekki verið teknir saman. Öllu hafði verið fleygt eins og verkast vildi. Frú Potts andvarpaði; svo hengdi hún hattinn sinn og káp- una upp á nagla, sem eiginlega var ætlaður steikarapönnunni, setti á sig krullaða svuntu og helti vatni á ketilinn. • Meðan vatnið stóð á gastæk- inu og hún var að raða saman leirtauinu, hugsaði liún um samkvæmi — samkvæmi frú Garratts og annara frúa .... og um sín eigin samkvæmi. Fyrstu árin, sem hún hafði verið gift hafði hún haft mjög gaman af samkvæmum — sjer- staklega á jóladaginn — þó að aldrei hefði hún haft efni á að hafa gesti á hverjum sunnudegi eins og frú Garratt. En ekki mundi hún greinilega eftir öðr- um samkvæmum sínum en því síðasta. Það var þegar Ernie litli hafði fengið flauelisföt í fyrsta gsinn. Og nú voru vfir tuttugu ár síðan. — Frú Potts! — Frú Potts! heyrðist kallað veikri og skræk- ri röddu innan úr ganginum. — Eruð það þjer? — Já, frú Garratt, það er jeg! svaraði frú Potts og tróð sjer á ská fram úr eldhúskytrunni og stakk hausnum inn í svefnher- bergisgættina. — Góðan daginn, frú Garratt! Frú Garratt lá i rúminu; dökka, hrokkna hárið hreidd- ist út yfir koddann. Þarna í svefnherberginu var líka frem- ur illa um gengið; blúndukjóll- inn hennar frú Garratt lá á stól; á snyrtiborginu var farða- skúfurinn og askjan með and- litsduftinu stóð opin. Það eina í herberginu sem var i lagi var rúm húsbóndans. Það var um- búið, eins og frú Potts hafði gengið frá þvi á laugardags- morguninn. Frú Garratt tók eltir augna- ráði frú Potts. - Garratt fór til Liverpool í kaupsýsluerindum, sagði hún. - Þjer þurfið ekki að búa til neinn morgunmat. Jeg vil ekki neitt að borða, en ... hevrið þjer frú Pötts, hafði þjer vatn yfir eldinum? — Já, það er alveg að sjóða. — Æ, viljið þjer þá ekki gefa mjer bolla af tei, frú Potts. Þegar hún liafði búið til teið fór hún að þvo upp. Frúnum, sem hún gerði húsverk hjá, kom saman um, að hún væri fljót i verkum sínum. Síðast þurkaði hún glösin. Það var gaman hvað fólk var farið að gera mikið að því að drekka öl upp á síðkastið i kvöldsamkvæmum.Nú var þetta tíska. Frú Potts hafði lesið um það. Ö1 og smurt brauð var svo móðins núna. Og ef alt átti að vera í lagi urðu einhverjir lista- menn að vera viðstaddir og skemta, og í kunningjahópi frú Garratt voru nokkrir listamenn .... en .... frú Potts var dá- lítið í nöp við þessa listamenn. Hinsvegar kunni liún einstak- lega vel við Garralt. Hann var kaupsýslumaður fram í fingur- góma, jú, það var liann sannar- lega! Augun i honum voru grá og' góðleg og hrukkurnar i augnakrókunum voru brosandi. Þetta minti hana dálítið á aug- un í honum Jóa gamla En vit- anlega var þetta ekki rjett sam- líking. Garratt og Jói gamli voru sitt livað. Síminn í svenherbergi frú Garralt hringdi og af því að hurðin stóð opin komst frú Potts ekki hjá því að heyra hverju frú Garratt svaraði. Ó, ert það þú! Jú, auðvit- að gat jeg heyrt það! Já, víst er það. Nei, hvað segirðu? Það hefi jeg ekki heyrt .... Ef til vill á morgun .... Nei, maður sem hefir mikið að gera um lielgar gefur sjer ekki tíma til að skrifa. (Það var talsverður hiti í röddinni). — Hann átti að hitta einlivern skiftavin, sem er nýkomiim til Liverpool frá Ameríku. Jeg er alein .... Já, skelfing leiðinlegt! Jú, en hvers vegna kemurðu þá ekki? Já. Ágætt. Við borðum klukkan eitt. Hún lagði frá sjer heyrnar- tólið og augnabliki siðai’ kom frú Garratt fram ganginn í hælaháum skónum sinum og vafin í bláan kínverskan morg- unslopp með gullnu flúri. Frú Potts fanst liún líkjast kátri, ungri telpu, með þessa hroklcnu, svörtu lokka og litla rjóða munninn. Enda var hún líka ung. Það varð maður að hafa í minni .... annars hefði mann stundum þifotið þolinmæðina ])egar hún átti í hlul .... — Heyrið þjer, frú Potts. Gætuð þjer ekki verið svolítið lengur í dag en venjulega og búið lil hádegisverð. Hádegis- verð handa tveimur. Herra Marling kemur hingað. — Jú, frú Garratt, jeg get vel gert það, svaraði frú Potts. Að eins góður huglesari hefði get- að lesið meininguna í þessum orðum, en frú Garratt var eng- inn lmglesari. — Huglesarinn mundi hafa lesið út úr orðun- um: „Jeg gef ekki túskilding fyrir smekkvísina yðar þegar þjer eruð að velja yður fjelags- skap.“ — Þakka yður fyrir. Gætum við ekki borðað kótelettur. Jeg ætla að bringja til slátrarans meðan þjer eruð að undirbúa baðið lianda mjer. • Svo trítlaði hún inn í svefn- herbergið, en inn í baðhe.rberg- i'ð þrömmuðu skórnir með gömlu gúmmísólunum. Vatnið bunaði ofan í hvítt baðkerið. Frú Potts lauk við eldhúsverkin og fór svo að taka til i svefnherberginu og síðar í dagstofunni. Morguninn leið áður en vai’ði. Frú Potls þótti vænl um að vera dálítið fram yfir í dag,„það þýddi meiri borg- un, sem alt af var vel þegin . . og svo var það líka dálítið ann- að, lxugsaði frú Potts. Frú Potts fanst einhver breyt- ing orðin á frú Gai’ratt, sem hún gat ekki áttað sig á. Hún óskaði, að þessi Mai’ling gæti ekki komið. Frú Potts gat ekki um aixnað hugsað exx Marl- ing, allaxx moi'guninn. — Hann er ekki góður — nei, hanxx er ekki góður! heyrðist iienni snai’ka í kótelettununx á pönnunni, þegar hún beygði sig yfir þær. „Við kærum okkur ekkert mxx liann.“ Marling konx rjett fyrir klukk an eitt. Frú Potts þótti skrítið að mað- ux’inn var alt öðru vísi útlits, en hún hafði hugsað sjer lxaxxn. Hann var mjög alvarlegxxi’, og skömniu síðar sá frú Potts, sem tók eftir öllu, án þess að hlusta eða hlera, að tíðindin, sem hann hafði flutt fi’ú Gari-att höfðu alls ekki verið henni gleðiefni. Klukkutíma síðar var dvra- bjöllunni hringt og frú Potts lauk upp. Við dyrnar stóð sexxdill með símskeyti. Frú Potls tók við því og flýtti sjer iixn til frú Garratt með það. Hjei’na er skeyti til frú- ai’innai’, sagði hún flumósá. Til mín! Það hlýtur að vera frá Gex-ald! Þökk fyrir! Hún tók við skeytinu og Marl- ing gekk út að glugganum og *hoi’fði út. SendiIIinn þarf ekki að taka neitt svar, sagði frú Garr- att, er hún hafði lesið skéytið; rödd hennar var þreytuleg, er hún bætti við — i söxnu svif- um og' dyrnar voru að lokast eftir frú Potts —Gerald kem- ur heim i kvöld! Frú Potts lagði aldrei í vana sinn að hlera, og' þess vegna heyrði hún ekki svar Max’lings, .en henni fanst hjartað í sjer hvísla: — Sem betur fer. Frú Garratt kallaði á hana. Hún virtist glaðlegi’i núna. — Jeg vei’ð ekki lieima um mið- degisverðarleytið, fi’ú Potts, sagði hún. — En maðui’inn minn vérður heima. Hann kem- ur heim klukkan hálf átta. Jeg veit ekki hvort jeg verð heinia um það leyti. Hún virtist óstyrk. — En þjer lxafið lykla sjálf. Gætuð þjer ekki steikt kótelettu eða eitthvað svoleiðis handa honunx? Veslings mr. Garx-att! Hví- lík meðferð á öðrum eins gæða manni! Og fi-ú Gai-ratt yrði farin út, þegar hann kæmi lieim. Kóte- lettu eða eitthvað svoleiðis! Dá- íagleg heimkoma! Að hugsa sjer þetta, að frúin nenti ekki að leggja á sig að vera heima og sjá um að maðurinn liennar fengi boðlegan miðdegismat! En hann skyldi nú fá ágætan bita samt — það skyldi frú Potts sjá urh, að sjer lieilli og lifandi. Hugui’inn hvarflaði til ann-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.