Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kh 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Skradðaratiankar. F'rá fornu fari hefir það verið siður að kalla sumarið annatímann, öðrum árstíðum fremur. Þegar það heiti sumarsins varð til var land- búnaðurinn Iangsamlega mesti at- vinnuvegur landsins og mikill meiri hluti þjóðarinnar átti afkomu sina nær eingöngu undir honum. Siðan liefir Svo skipast atvinnuháttum þjóðarinnar, að sjávarútvegurinn er orðinn afkastamesti atvinnuvegur þjóðarinnar og sá, sem ber uppi gjaldgetu utanríkisverslunarinnar. Tií skemsta var jjað einkum vetr- arvertíðin, sem var mikilsverðasti tími sjávarútvegsins — sá tími, sem aflað var þorsks í sall. Síðan hefir, með tilkomu hraðfrystingarinnar, tognað úr hinum almennu fiskver- tiðum. En jafnframt hefir sildarút- gerðin færst svo i aukana, eftir að farið var að hræða úr síldinni lýsi og mala úr lienni mjöl, að hún hefir getað boðið þorskveiðunum hyrg- inn. Á sildinni byggist nú uppgripa- mesti útvegur landsins, þegar ekki er tekið tillit til fiskútflutningsins, sem vegna styrjaldarinnar er reistur á óheilbrigðum grundvelli þessi ár- in. Peningaflóðinu og hernáminu fylg- ir það, að eftirspurnin eftir vinnu- afli er meiri þessi árin, en hægt hefir verið að fullnægja. En enginn gengur þess dulinn að þetta muni breytast mjög undir eins og stríð- inu lýkur. Og þá væri gott að eiga næg úrræði til þess, að atvinna gæti orðið seni jöfnust i landinu allan ársins liring. Annars verða hjer fyrirsjáanleg vandræði. Við vit- um það, að markaðsskilyrðum hlýt- ur að hraka mjög að stríðinu loknu og að kaupgjald fellur hraðar en verðlag jíess, sem við verðum að kaupa. Það hefir löngum verið veil- an i íslensku atvinnulífi að atvinn- an liefir verið of stopul, atvinnu- leysisdagarnir of margir, og stund- um svo mánuðum skifti í röð. Þetta verður að lagfæra. Ef til vill má lagfæra það með ýmsum nýjum iðn- greinum, sem aðeins sjeu stundaðar þann tíma ársins, sem ekki er svo- nefndur „annatími“. Ef til vill má auka stórum, eða lengja, þann tíma, sem liægt er að stunda útræði, og gætu hraðfrystihúsin stuðlað að því. Á þessum tímuin nefndanna virð- ist það mundu reynast þarflegra en margt annað að setja á stofn at- vinnumálanefnd, er freistaði að finna ný úrræði til þess að stofna til atvinnubóta á „dauðu tímunum“, Bonesteel hershöfðingi Bandaríkj- ana hjer á landi kvaddi liðsfor- ingja sína og ýmsa íslendinga, sem hann hefir einkum liaft saman við að sælda, í fjölmennu samkvæmi, sem haldið var i aðalstöðvum Rauða Kross Bandarikjanna við Hringbraut á þriðjudag fyrri yiku. Þar var og viðstaddur eftirmaður lians, Key hershöfðingi, sem nú hefir tekið við stjórninni, því að Bonesteel hers höfðingi er farinn af landi burt. Mikill fjöldi fólks var saman kom- inn í Rauða Kross-skálunum við þetta tækifæri. Fyrir hönd ríkis- stjóra, sem ekki mætti sökum veik- inda, komu rikisstjóraritarinn og ríkisstjórafrú Georgía Björnsson, á- samt fjölda embættismanna og for- ustumanna i atvinnuvegum og stjórn- málum. Umboðsmenn erlendra ríkja voru þarna einnig staddir og mjög margir foringjar úr liði banda- manna. En áður hafði Charles H. Bonesteel kvatt herforingjaráð sitt og nánustu samstarfsmenn hjer, og þakkað hernum ágæta samvinnu og dugnað i hvívetna. — Og kveðjur hans til íslendinga báru þess glögg- an vott að hetrsliöfðinginn ber hlýj- an liug til þjóðarinnar enda hefir það í hvívetna komið fram í starfi hans lijer á landi þann 21 mánuð, sem hann hefir liaft yfirstjórn liers- ins hjer á landi, að honum hefir verið annt um, að sambúðin milli setuliðsins og þjóðarinnar gæti orð- ið sem friðsamlegust. íslendingar, sem nokkuð þékkja til þeirra mála, genga þess ekki duldir, að yfirhers- höfðinginn er sannur heiðursmaður, sem aldrei vildi vamm sitt vita. Sjálfur óskaði liann þess í viðtöl- um við blaðamenn, að sjer mætti auðnast að heimsækja ísland aftur — en ekki sem hershöfðingi — því að vitanlega hefir hann haft fá tæki- færi, anna vegna, til þess að kynn- ast landinu, þó að eitt af siðustu störfum lians hjer væri að fara i hálfsmánaðar ferðalag til þess að kveðja undirmenn sína á herstöðv- unum viðsvegar um landið. En á ummælum, sem liann hefir látið uppi við blöðin má marka, að hann hafi kynnst helstu skapferliseinkenn- um þjóðarinnar. Charles H. Bonesteel hershöfðingi sem óefað koma á ný eftir styrjöld- ina. er nú 58 ára og hefir verið í her- þjónustu í 39 ár, enda af hermanna- ættum kominn. Hann lauk liðsfor- ingjaprófi við hermannaskólann í West Point fyrir 35 árum, og sonur hans er liðsforingi frá sama skóla og tekur þátt í þessu striði. En Bone- steel hershöfðingi hefir gegnt her- þjónustu i 39 ár, enda af hermanna- ennfremur á Havaij og Filippseyj- um. Skömmu áður en hann fór hjeð- an sæmdi Bandarikjastjórn hann heiðursmerkinu D.S.M. (Distinguish- ed Service Medal). Eftirmaður hans, William S. Key, sem tók við lierstjórninni í síðustu viku, er 54 ára að aldri og hefir verið í herþjónustu i 36 ár. Hann er Oklahomabúi og meðeigandi ýmsra stórfyrirtækja þar í fylkinu. Hann er kvæntur og á þrjú börn. Gekk hann i herinn 1907 og varð liðsfor- ingi árið 1910, en kapteinn 1915 og gegndi störfum í landamæraverðin- um við Mexico' 1916—17. Major varð hann 1918 og ofursti ári síðar og undirhershöfðingi 1923. En árið 1937 varð hann hershöfðingi. Þegar hann var kvaddur hingað var liann yfirmaður lögregluliðs Bandarikja- hersins í Englandi, en hafði um liríð áður haft á liendi stjórn 45. fótgönguliðslierfylkisins. Myndin er af William S. Key hers- höfðingja. — Myndina tók U.S. Army Signal Corps. * Hátíðahöldin í rauninni er jiað merkilegt, að 17. júni skuli ekki enn vera orðinn lög- helgaður frídagur, þvi að i meðvit- und þjóðarinnar er liann fyrir löngu orðinn þjóðhátiðardagur hennar. En um þátttöku, sem slikum dcgi sæmir, getur ekki orðið að ræða meðan all- ur fjöldinn er bundin við venjuleg dægurstörf. En það bætti úr að veðrið var hið ákjósanlegasta þennan dag. og þeg- ar dr. Björn Þórðarson forsætisráð- lierra tók til máls á svölum Alþing- ishússins kl. 14% var saman kom- inn við Auslurvöll meiri mannfjöldi en títt er að sjá þar á flestum tylli- dögum. Var ræða ráðherrans livatn- ing til íþróttamanna og skilgreining á gildi íþróttanna, ekki síst nú, eftir að þjóðhættir liefði breyst í þá átt, að dægurstörfin sjálf sæi fjölda fólks Egill Vilhjálmsson, forstjóri, Lauf- ásveg 26, verSur 50 ára 28. þ. m. Frú Sigriður Linberg, Þingholtsstr. 22, veröur 60 ára 28. þ. m. Ásmundur Gestsson, kennari, varö 70 ára 17. b. m. 17. júnl ekki fyrir nægri þjálfun líkamans. Áður hafði orfið og árin verið mik- ilsverð iþróttatæki, en nú hefði vjel- in liaslað þeim þröngan völl. íþrótt- irnar yrðu að koma í staðinn, og allar þjóðir liefðn sjeð nauðsyn á iðkun lieilbrigðra íþrótta. íþrótta- men ættu að hafa lietta htugfast og halda iþróttunum i því horfi, að þær yrðu ávalt samboðnar nafni Jóns Sigurðssonar. Meðan forsætisráðherra flutti ræðu sína staðnæmdist skrúðganga iþrótta- fólks fyrir framan Alþingishúsið og var liún mjög fjölmenn.’ En að lok- inni ræðunni var haldið suður á íþróttavöll og staðnæmst að vanda við gröf Jón Sigurðssonar og lagður á hana blómsveigur. En á eftir lék Lúðrasveit Reykjavikur þjóðsönginn. Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.