Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 11
F Á li K I N N 11 KYRRAHAFSLEIDANGURINN IV. Vjelin lendir hjá okkur. Vjelin tók beina stefnu og lenti varlega á dimraum sjónum. Sem betur fór var hann kyrr, að öðru leyti en því, aÖ lágar og langar öld- ur voru á honum. Þegar vjelin hafði runnið nokkra metra slökti flug- maðurinn á hreyflinum. Jeg rjeri og náði i annað flotlmldið. Loft- skeytamaðurinn kom niður til að lijálpa mjer. Svo kom flugmaðurinn. Jeg minnist þess hve hreinir og fall- egir þeir voru, og hve það gladdi mig að þeir skyldu vera landar minir. Þeir kyntu sig — Iiadie (W. F. Eadie frá Evanston, 111.), og Boutte loftskeytamaður (L. II. Boutte frá Abbeville, Louisiana). Eadie sagði, að varðbátur væri á leiðinni til að sækja okkur. En hann sagðist ekki vilja senda fleiri ljósmerki, því að Japanar gætu verið í grendinni. Svo að harin taldi best að sigla áleiðis til stöðvarinnar, sem var 40 milur undan. Jeg sagði flugmanriinum, að við yrðum að gera dálítið fyrst. Kvöldið fyrir, ‘eftir að iiinir bátarnir voru skildir við okkur hafði jeg gert þann samning við Ádamson og Bartelt, að á þeirri stundu sem okkur yrði bjargað skyldum við skifta á milli okkar öllu vatninu i björgunarvest- inu. Þeir áttu að fá góða vatnið úr öðru liólfinu, en jeg það óhreina úr hinu. Með því móti fjekk jeg h'elm- ingi meira’, en þeir voru ánægðir með skiftin. Jeg opnaði vestið og helti hreina vatninu i austurlrogið. handa Adam- son og Bartek. Þeir fengu um hálfan lítra hvor. Meðan þeir voru að drekka skrúfaði jeg hettuna af hinu hólfinu, bar stútinn upp að vörun- um og drakk i botn. Það var dálít- ið saltbragð af þyí, en jeg hefði drukkið það þó að það hefðu verið 'ilrim lítrar. Á meðan sagði Eadie okkur góðar frjettir af fjelögum okkar. Cherry hafði sjest kvöldið áður, um 25 míl- ur frá okkur, úr gæsluflugvjel, sem Fred E. Woodward frá Davenport stýrði. Með lionum hafði verið sarni loftskeytamaðurinn, sem nú var með Eadie, og hann liafði orðið fyrri til að sjá bátinn. Cherry var svo heppinn að varð- bátur var þar skamt frá. Hann vissi ekki í hvaða átt okkur mundi hafa rekið um nóttina og gat þvi ekki gefið nema óljósar bendingar um hvar ætti að leita okkar. Nú voru allar tilkippilegar flugvjelar sendar af stað, en þegar leitin stóð sem hæst liafði komið loftskeyti frá ann- ari eyju ekki langt frá, þess efnis, að innfæddir menn þar hefðu sjeð þrjá skipbrotsmenn i fjörunni á ó- bygðri eyju þar skamt frá. Enskur trúboði liafði sent þessa frjett, með ofurlitlu senditæki er hann átti. Þarna mundi vera um að ræða Whit- taker, De Angelis og Reynolds. — Hafði læknir verið sendur til þeirra með flugvjel. Við vorunm sannarlega liepnir. Um nóttina hafði bátinn okkar rek- ið gegnum eyjaklasa og út í rúmsjó. Næsta landtaka var mörg hundruð mílur undan. Vitanlega er ógjörn- ingur að giska á hve langt okkur hefir rekið þennan 21. dag. Jeg giska á 400—500 mílur. Án þess að vita af hafði okkur rekið yfir dagsetn- ingarlíriuna og á þann hátt höfðum við mist einn dag. Samkvæmt okkar almanaki fundumst við miðviku- daginn 11. nóv., en samkvæmt al- manaki flugmannsins fimludaginn 12. nóv. Voru þá liðnir nokkrir tím- ar betur en 21 sólarhringur, siðan við urðum að neyðlenda. Eftir að við höfðum drukkið út vatnið tyflu þeir Eadie og Boutte Adamson, upp í vjelina. Á>ar var að eins rúm l'yrir einn farþega og jeg gekk að því vísu að Eadie mundi ikilja okkur Bartek eftir. Sagði jeg ]iá við hann: „Hafið þjer nokkuð á móti því að bíða þangað til varð- báturinn kemur? Jeg vildi ógjarn- an, að hann færi á mis við okkur í dimmunni.“ Eadie svaraði rólega: „Þið koin- ið með okkur líka, Eddie kapteinn.“ Jeg leit ofan í flugmannsklefann. „Hvar?“ spurði jeg. Hann brosti og sagði: „Á vængjunum" Eadie var sterkur eins og Her- kúles. Þeir Boutte drógu Bartelc upp á vinstri vænginn Iyftu lionum yfir flugmannsskýlið og lögðu liann á hægri vænginn, þannig að fæturnir lijengu fram af brúninni. Svo bundu þeir hann kyrfilega. Jeg var lagður í sömu stellingar á hægri vænginn og buildinn. Jeg var stórhrifinn af þessum ungu flugmönnum flotans. Þeir vissu hvað þeir áttu að gera og spurðu engra flónslegra spurn- inga. Við gátum ekkert sagt nema: „Þetta er dýrðlegt!“ — „Guði sjeu þakkir“ og „Guð blessi flotann“. Jeg veit ekki hve lengi vjelin bruri- aði áfram á sjónum — líklega svo sem hálftíma. Það var koldimt og jeg sá lítið frá mjer fyrir úðanum frá skrúfunni hvort sem var. Loks sást skugginn af varðbátnum beint fram undan. Eadie Stöðvaði vjelina og ljet reka skamt frá skipinu. Eftir að skipstjórinn, Eadie og jeg liöfð- um rætt málið, var það ákveðið að við Bartek færum um borð, en að Adainson hjeldi áfram í flugvjelinni, svo að honum yrði hlíft við nýju linjaski. Mjer var ekki nauðugt að skifta um pláss. Jeg vissi að í varðbátn- um mundi vera bæði matur og vatn — umfrám alt vatn. Þeir ljetu mig og Bartek ofan i bátinn og svo var róið að varðbátnum. AS stiga fót- unum á amerískt þilfar var það besta sem jeg gat hugsað mjer, næst þvi að vera koíninn heim. Skipshöfnin hrópaði húrra fyrir okkur, en við áttum það ekki skiliö, þó að okkur þætti vænt um það. Það var lítill heiður að því að reyna að bjarga sjálfum sjer. Nú var búið um okkur á beddum með værðarvoðum. Bartek sofnaði undir eins, en jeg var i svo miklum liugaræsingi, að það hjelt fyrir mjer vöku. Og salta vatnið, sem jeg hafði drukkið, hafði þau áhrif á innyflin, að jeg varð tíðförull á náðhúsið. Jeg var stirður í fótunum eftir margra daga setur, en samt komst jeg þang- að sjálfur. Loksins nóg vatn. Vatn var það eina, sem jeg gat hugsað um. Einn skipverjinn fór með mig inn í klefann, þar sem jeg slokaði í mig fjórar könnur af vatni í striklotu. Skipstjórinn, sem var lielmingi yngri en jeg, varð hrædd- ur. „Haldið þjer ekki aÖ þetta sje of rníkið?1 spurði liann. Jeg játti því, það gæti verið varhugsavert að drekka of mikið vatn. Svo fjekk jeg tvær könnur af ananassafa og könnu af heitu kjötseyði í ofanálag. Nú vorum við komnir að stöðinni og ferjubátur var kominn að skips- liliðinni. Ofursti okkar, Fuller að nafni, var í bátnum ásamt hjúkrunar mönnum með tvennar sjúkrabörur, sem við Bartek liigðumst á, og vor- um við svo bornir ofan í bátinn. Fáeinum mínútum síðar urgaði nnd- an bátskilinum, er hann nam við fjörusandinn. Við vorum bornir upp úr fjörunni og eftir vegi, undir feg- urstu pálmum, sem jeg hefi nokkurn tíma sjeð. Tunglið óð í skýjum, loft- ið var heitt —- þetta var yndislegt kvöld. Þeir fóru með okkur i svolítinn einlyftan spitala; þar voru átta eða tiú rúm í cinni stofu. Fuller sagði að þetta skýli væri nýbygt, og að við værum fyrstu sjúklingarnir. Föt- in min fóru bókstaflega i tætlur þegar þeir voru að hátta mig. Und- ir eins og jeg var kominn' í rúm- iö heimtaði jeg vatn. Fuller sneri sjer að hjúkrunarmanninum og sagði lionum að gefa mjer tvær únsur af yatni annanhvern klukkutíma. Jeg sagðist vilja fá vatn i fölum en ekki í dropatali. „Ef þjer drekkið of mik- ið,“ sagði læknirinn, „gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar.“ Jeg sagði honum livað jeg hefði fengið i varðbátnum. „Þess þá heldur,“ sagði hann. „Tvær únsur annanhvern klukkutima.“ Það var alt og sumt, sem jeg fjekk fyrstu nóttina, og jeg logaði bókstaf- lega af þorsta. Mig þyrsti meira en inig liafði nokkurntima gert á bátn- um. Salta vatnið, sem jeg liafði drukkið, átti eflaust sinn þátt i þessu. Jeg svaf illa. Brunasárin á úlf- liðum, hálsi og andliti, viðbjóðs- legu sárin á fótleggjum og lærum höfðu verið smurð og plástruð, en mig sveið meira í þau nú en nokk- urn tíma áður. Gamli draumurinn minn endurtók sig, en nú endaði liann með martröð. Jeg var á ný i fina liúsinu hjá vini mínum og át og drakk af bestu lyst. Svo lauk draumnum og jeg vaknaði með skelf- ingu; mjer fansl báturinn hossast og liristast undir mjer og tunglskin- ið á glugganum lijelt jeg að væri þoka. Um morguninn lirökk jeg upp við hamarshögg og hávaða. Mjer var sagt að verið væri að smíða nýjan spitala skamt frá. Þann dag var komið með Cherry og daginn eftir komu þeir Whittaker og De Angelis. Eftir að jieir fundust höfðu þeir verið teknir um borð í vistaskip hjá flotanum. En Reynolds veslingurinn hafði ver- ið svo bágur, að þeir urðu að skilja hann eftir. Læknar þorðu ekki að flytja hann, svo veikur var hann. Jeg komst að raun um, að jeg liafði ljest um 40 pund i leiðangrinum. Adamson og Cherry, sem báðir voru þyngri en jeg fyrir, höfðu Ijest um 55 pund hvor. Whittaker og De Angelis höfðu frá sögulegum atburði að segja. — Morguninn eftir að þeir skyldu við okkur sáu þeir hylla undir pálma- skóg í fjarska i norðurátt. Whit- taker sagðist hafa róið tímunum saman. En þarna var livergi hægt að komast að landi fyrir kóral- skerjum, sem brimið gnauðaði á. Loksins hleyptu þeir á brimgarðinn og komust upp í fjöru. Þeir voru svo máttfarnir, að þeir gátu ekki gengið upp úr flæðarmálinu, en skriðu og drógu Reynofds á milli sín. Þegar þeir höfðu komið Reyn- olds fyrir undir pálma fóru þeir að leita sjer að æti og vatni í lágskóg- inum. Skamt frá fundu þeir háll’- slníðaðan kofa og háifsmíðaðan ein- trjáningsbát, skorinn úr bol af kók- oshnotutrje. Talsvert af vatni liafði safnast fyrir í holinu á bátnum. Þeir veiddu ofan af þvi dauðar flugur °g veggjalýs og drukku _ kviðfylli sina. 1 ruslabingnum var krökt af rottum. Þeir gátu komist i færi og drepið eina, og átu han'a hráa. Síð- ar komu innfæddir menn á báti og fóru með þá í aðra ey, nokkrar míl- ur frá. Þar annaðist enskur trúboði um þá þangað til að læknar komu frá sjóhernum. Síðdegis þennan dag kom fiug- bátur með tvo lækna frá Samoa -— Jacobs kaptein úr Marine Corps og Durkins úr sjóhernum. Þeir rann- sökuðu okkur alla ítarlega og sögðu, að við gætum flogið með þeim til Samoa, allir nema Bartek. Hann var enn veikari en svo að liann mætti við flutningi. Hvað Reynolds snerti þá var talið ráðlegast að hann yrði áfram í vistaskipinu. Adamson hafði ekki náð sjer eins fljótt og við hinir og læknarnir voru í vafa um hvort ráðlegt væri að hreyfa hann. Loks ákváðu þeir að hætta á það, því að spítalinn á Samoa var miklu betur útbúinn og gat veitt lionum betri, hjúkrun en sá, sem við vorum á. Það fór vel að þetta var gert. Hefðu þeir skilið Hans Adamson eftir, er jeg viss um að liann liefði dáið áð- ur en önnur vika var liðin. Við hjeldum nú af stað á þremur flugbátum snemma ú mánudags- morgni. Mjer þótti ósköp vænt um að vera kolminn af slað, en þótti lika leitt að yfirgefa vini mína á eyjunni. Þeir höfðu gerl okkur svo ósegjanlega mikið gott. Jeg kunni svo vel við skapferli þeirra og hve þeir störfuðu markvisst, og dáðisl að live vel þeim tókst að smiða spít alann. Þetta voru nær all inenta- menn, meðal annars lyfjafræðingar, en fæstir þeirra vissu nokkur deili á smíðum. En þeir reistu nýja spít- alann á þremur dögum. Þeir fóru á fætur fyrir dögun og unnu fram í myrkur. Það var engin 40 stunda vinnuvika á þeirri eyju. Framhald í nœsta blaði. r Drekklfl Egils-ðl ______i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.