Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN
Martin Agrosky:
Hvernig við gerum
innrás í Evrópn
Martin Agronsky hefir verið /rjetta-
maður National Broadcasting Com
pany. Hann hefir sent frjett frá
vígstöðvunum í Evrópu, Miðjarðar
hafslöndum, Singapoore og Ástralíu.
Hjer lýsir hann þyí í stuttu máli,
hvernig hann hugsar sjer innrásina.
ETTA er áriS sem lítur innrás
bandamanna í Evrópu — upp-
hafið að endalokum Hitlers. — Hið
mikla vigi, sem möndulveldin hafa
bygt í Evrópu er ekki óvinnandi.
og inn í þetta vi,gi eru svo mörg hlið,
að jafnvcl ekki sameinaðir herir
Hitlers, Mussolini og fylgihnatta
þeirra geta gætt þeirra, ef á þau
verður reynt samtímis.
Hernaðarlistin, sem ríður mönd-
ulveldunum að fullu eru ekki einar
nýjar vígstöðvar, heldur ef til vill
fimm eða tíu nýjar vígstöðvar á
allri strandlengju Evrópu.
Af því sem jeg hefi sjeð á ýmsum
vigstöðvum í undanfarin þrjú ár,
hefi jeg myndað mjer þá skoðun,
að sigur bandamanna í Evrópu bygg-
ist á þeim forsendum, að ekki sje
ein leið notuð til innrásar, heldur
margar leiðir samtímis.
(Greinarhöf. visar til uppdráttar
er fylgir grein hans, en sem ekki er
hægt að birta lijer, og eru þar sýnd-
ar helstu innrásarleiðirnar. Eru þær
þessar: — Frá Skotlandi i Noreg
norðan Þrándheims. Frá Suður- og
Austur-Englands til Brest, Cherbourg,
Le Havre, Dieppe, Dunkirk og Hol-
lands. — Frá Alsir og Tunis til Mar-
seille, Genua, Neapel og Sikileyjar,
— Frá Egyplalandi til Saloniki. Og
loks frá Rússlandi vestur á bóginn.
Eina leiðin, sem hann telur að Hitler ■
gæti notað til útrásar gegn vestur-
veldunum, er suður Spán og til Mar-
okko og gæti hann þá komist að
baki bandamönnum í Afríku. Og
svo heldur hann áfram):
Með innrásinni suður yfir Ermar-
sund hittir innrásarherinn alla helstu
staði frá Brest til Hollands. Þar
verða fyrir honum 12—-15 nazista-
hersveitir, gráar fyrir vígvjelum og
í hljei af öllum þeim ramgerðu virkj-
um, sem Goebbels hefir gortað svo
mikið af og sagt vera 725 mílna
löng, og að okkar áliti eru á 25 til
70 mílna breiðu belti. — En hins-
vegar njótum við þeirra hlunninda
að aðdráttarleiðirnar eru stuttar og
að hið risavaxna enska fluglið er
nærri. Manntjónið í slikri innrás
mundi verða ógurlegt, en sigur ekki
óhugsandi.
Meðan þessi innrásaher væri að
ráðast suður yfir Ermarsund gæti
annar innrásarher ráðist á hina lítt
vörðu strönd Norður-Noregs. Það
mundi binda þúsundir af nazista-
hermönnum.
Jafnframt gætu tveir stórir herir
gert innrás frá Afriku yfir Miðjarð-
arhaf og komið sjer fyrir á vígstöðv-
um gegn hinum lingerðari möndul-
hermönnum í Suður-Evrópu.
Markmið innrásarhersins mundi i
vestanverðu Miðjarðarhafi verða i
fyrsta lagi Marseille, sem frá fornu
fari hefir verið noluð sem hlið að
Rhone-dalnum og iðnaðarhjeruðum
Mið-Frakklands. í öðru lagi Sardinía
og Corsica, viðkomustaðirnir á leið-
inni til Genua, Milano og iðnhjerað-
anna í Norður-Ítalíu; í þriðja lagi
Neapel, sem er brennidepill vestur-
strandarinnar, og í fjórða lagi Sikil-
ey, suðurvörður Mussolini.
Frá stöðvum i Egyptalandi yrði
gerð þriðja árás hinna sameinuðu
herja Breta og Bandarikjanna. Yrði
fyrst ráðist á vigi nazista á Krít með
flugliði, notaðar sömu aðferðir og
Þjóðverjar þegar þeir náðu eyjunni
á sitt vald.
Minna lið — þvi nær eingöngu
sjóliðar — gætu gert hinar illa vörðu
Tylftareyjar ítala undan Litlu-Asiu-
ströndum, óvirkar. En aðalhernum
mundi verða stefnt til Saloniki, en
austur: til Búlgaríu, þar sem komið
yrði að baki nazistum; til norðurs
um Vardar-skarð, hina sögufrægu
herleið norður til Jugoslavíu og inn
í hjartað á Mið-Evrópuriki Hitlers:
Dónárdalinn.
Við þessar innrásir bandamanna
úr suðri og norðri mundi svo bæt-
ast sókn Rússa úr austri, á allri víg-
linunni.
Úr öllum þessum innrásarliring
kringum möndulveldin hlytu að
myndast að minsta lcosti einar víg-
stöðvar, þar sem bandamenn lifðu
betur. Og minnast skyldu menn þess,
að á þeim vigstöðvum mundi mynd-
ast annar bandamannaher; her liinna
hefnandi og hungruðu borgara hinna
kúguðu þjóða.
Þessi áætlun kann að virðast
ósennileg. En innrásin i Norður-
Afriku mundi einnig hafa þótt ó-
sennileg áður en hún var gerð, í
nóvember, þegar heimurinn frjetti
um flota bandamanna i höfnunum í
Marokko og Alsir.
17. JÚNÍ.
Frh. af bls. 3
Síðan hófst mótið á íþróttavellin-
um með þvi að Ben. G. Waage, for-
seti Í.S.Í. flutti skörulega ræðu. Þá
fór fram íþróttasýning stúlkna úr
Ármanni, undir stjórn Jóns Þor-
steinssonar og pilta úr K.R. undir
setjórn Jens Magnússonar. — En
næst var hundrað metra hlaup. í
því varð hlutskarpastur Finnbjörn
Þorvalclsison (Í.R.) á 11,4 selc. — í
langstökki sigraði Oliver Steinn (F.
H.) og stökk 6.39 m. —. í liástökki
Skúli Gnffmundsson (K.R.); hann
stökk 1.80 m. — 1 kringlukasti Jens
Mofjnússon (K.R.) 33,38 m. — 1
kúluvarpi Jóel Kr. Sigurffson (f.R.)
13,47. Og i 80 metra hlaupi kvenna
Iíekla Árnadóttir (Á.) 11,4 sek.
Egils ávaxtadrykkir
Skotanum dettur margt skrítið i
hug, til dæmis manninum, sem kom
heim klukkan fjögur að nóttu til og
konan spurði: „Hvar hefirðu verið?“
Hann svaraði: „Það getur verið að
jeg hafi verið í brúðkaupi, líka get-
ur verið að jeg hafi verið í jarðar-
för, en hvort heldur var, þá er svo
mikið víst, að gaman var það!“
Bókaíregn.
Booth Tarkington:
KELI (PENROD)
Spegilsútgáfan, 1943
Bootli Tarkinglon hefir um langt
skeið þótt einn allra skemtilegasli
höfundurinn i hópi amerískra nú-
tímaskálda, og vinsældir hans eru
eigi hvað síst að þakka sögum þeim,
er hann skrifaði um Penrod og ævin-
týr hans. Eigi munu neinar þessara
sagna hafa komið út á islensku fyr
en nú, að Bókaútgáfa Spegilsins. sem
gaf út „Snabba“ enska skáldsins
Wodehouse í vetur, hefir gefið út
Penrod i islenskri þýðingu, og heitir
söguhetjan þar Keli. Er það strákl-
ingur í barnaskóla vestur í Banda-
ríkjunum, næmur fyrir öllum utan-
aðkomandi áhrifum og aldrei af
baki dottinn, en reynir altaf að klóra
i bakkann þangað til hann lendir í
vanda og bjargar sjer úr þrengingun-
um — oftast með skreytni.
Er lýsingin á Kela og brögðum
hans reist á djúpri sálfræðilegri
þekkingu og góðum skilningi á hugs-
unarhætti barnsins, svo að þó að
ekki væri öðrum kostum sögunnar
til að dreifa þá væri mikill fengur
að bókinni. En þó mun lesandinn
meta hana eigi síður fyrir það hve
hnyttin hún er og bráðskemmtilega
skrifuð. Maður getur skellililegið að
undanbrögðum og uppátækjum Kela
litla, alt frá því að hann lýgur hcilli
sögu í kenslukonuna sína, til þess að
komast hjá refsingu fyrir það að
hann hefir svarað henni útaf. Og
svo rekur hver atburðurinn annan,
hver öðrum smellnari. Það er t. d.
ekki leiðinlegt að lesa um þá Samma
og Kela jaegar þeir efna til einskon-
ar fjölleikaskemtana, þar sein þeir
sýna fjórar mýs, þvottabjörn og tvo
negrastráka, — annar þeirra hefir
það til síns ágætis að vanta fingur
og liinn það að vera svo málhaltur
að hann skilst ekki — en báðir það,
að faðir þeirra hefir drepið mann
með heykvísl. Þegar nýjabrumið er
farið af þeirri sýningu bætist þeim
nýr liðsmaður, sem mikið þykir til
koma vegna þess að móðursystir
lians hefir drepið fjóra menn á
rottueitri og hefir verið dæmd til
hengingar. - Þá er ekki síður skemti-
legt að Ivela þegar hann hittir yfir-
mann sinn, Gutta, og ætlar að fara
að beita kunningjana, sem honum
eru máttarminni, sömu brögðum og
Gutti hefir beitt hann.
Böðvar rithöfundur frá Hnífsdal
hefir þýtt söguna og virðist þýðing-
in mjög lipur og þægileg aflestrar,
en talsvert er þar mikið af prent-
villum, sem þó er lisogt að lesa i
málið. Bókin er prentuð á góðan
pappír, frágangur hinn snyrtileg-
asti og bandið íaglegt.
Ritstjórinn: — Nú, hvað varð hon-
um MacTavisli að fjörtjóni?
Blaðamaður: — Einhver hafði sagt
honum að hann gæti fengið bux-
urnar sínar pressaðar ókeypis með
þvi að láta vegvaltarann fara yfir
þær.
Ritstjjórinn: — Hvernig gat það
drepið hann?
Blaðamaður: — Þeir gleymdu að
færa hann úr buxunum.