Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN HEIMKYNNI NÚTÍMA LISTAR LISTIN DAFNAR ÞÓTT BRETAR EIGI í STÍÐI. Eftir „Lebensraum“ — Lífsrúm — he.itir þcssi mynd, máluð árið 19M af hinum fræga nýstefnumált.ra Paid Nash. Hún var á sýningunni í Lond- on Museum. Það hefir verið sagt að Eng- land sje nú heimkynni nútíma- listarinnar. Það er að segja: Að í Englandi sje listin studd á virkan hátt, bæði af ríkisstjórn- inni og af einstökum listkaup- endum og söfnurum. Nú mætti spyrja: Hvað er átt við með „nútíma“ — eða ný- tískulist? Orðin geta táknað tvent: annars vegar verk lista- manns, sem enn er á lífi eða nýdáinn; eða verk sem ný til- raun, framvindandi eða notar sjer nýtísku sjerkenni. Það verð- ur í liinum síðarnefnda skilningi sem vjer notum orðið í þessari grein. Nýtísku list í þeim skiln- ingi er enginn barnaleikur. Hún er hvorki frásögn nje lýsing; hún vitnar ekki á beinan hátt til skoðana eða tilfinninga á- horfandans; hún notfærir sjer ekki fyrir myndir náttúrunnar; hún aðgreinir sig stundum á ofsafenginn liátt frá þeim teg- undum listar, sem flest fólk hef- ir vanist áður; og — gagnstætt list þeirri, sem við höfum feng- John Steegmann ið að erfðum — er erfitt að hafa nolckra ánægju af nýtísku lista- verkum nema með því að mað- ur hafi mikið fyrir því. En vjer verðum að muna að alt það, sem við nú teljum okk- ur liafa fengið að erfðum, hefir einhverntíma vex-ið nýjung, og að það er svo um alt nýtt að erfitt er að skilja það i fyrsta sinn. Rubens (flæmski málarT inn, f. 1577, d. 1640; ljet eftir sig um 1250 málverk) var eins mik- ill hyltingamaður í málverka- list í Antwerpen á 17. öld eins og Picasso í Paris á 20. öldinni. Bretland, sem undanfarið lief- ir þótt svo íhaldssamt og fast- heldið við erfðavenjur, hefir vakið furðu jafnvel bestu vina sinna, í þessu efni. Því að það er ekki einungis að stjórnin hafi stutt hinar framsæknu til- raunir í listum, helduí- hefir almenningur svarað þeim með mjög raunverulegum áhuga. — Enskur almenningur er ekki til- takanlega gáfaður, en hann er umburðarlyndur og yfirleitt gæddur heilbrigðri skynsemi. Hann er als ekki til í það að álíta einhverja nýjung eða til- raun í list góða vegna þess eins að liann sjái listaverkið á sýn- ingu í söfnum ríkisins; en hann er undir það búinn að gera al- varlegar tilraunir til að skilja liversvegna lisfamaðurinn sje nú að reyna að sýna svona skringilega hluti. Þetta er eng- inn hægðarleikur fyrir mið- lungs Englending, og hann hef- ir áreiðanlega ekki lagt sig í lima um þetta gagnvart kúb- isma eða fútúrisma fyrir 30 ár- um eða 20 árum — eða jafnvel fyrir 10 árum. En nú er hann meiri rannsakandi en þá. Tveir mjög eftirtektarverðir athurðir liafa gerst i London fyrir skemstu, sem sýnir hví- likur áhugi liefir vaknað með þjóðinni fyrir því að listin megi vera frjáls. Hið opinhera safn þjóðarinnar af nútímalist (sem gengur und- 'r nafninu Tate Gallery) hjelt sýningu á helstu listaverkum, sem það hafði eignast síðan styrjöldin hófst, haustið 1939. Af nær 300 listaverkum, sem safninu höfðu áskotnast voru sýnd nálægt 150. Mörg þessara málverka eru eftir unga lista- menn, og eru verk þeirra mjög róttæk og erfitt að botna í þeim eða að kunna að meta þau við fyrstu sýn. Þrent einkennilegt kom fram í þessu sambandi. Eilt var það, að fólk virtist mjög sólgið í að sjá verulega eftirtektarverð málverk eftir allra nýjustu tisku annað var það að hið opinbera gat sýnt að það liefði aflað sjer einmitt slíkra mynda; og hið þriðja var það, að hjer um bil undantekningarlaust mátti heyra það í troðfullum lista- verkasölunum, að fólk ljeti, í Ijósi ánægju sína yfir því, að hið opinbera fylgdist með tím- anum og tískunni í listinni. Annan mikilsverðan viðburð má nefna, þó að hann snerti ekki opinberu söfnin nema ó- beinlínis. London Museum lán- aði húsakynni sín handa lítilli en mjög „kjarnmikilli“ sýningu, sem átti að> sýna nýjustu stefn- ur í enslcri nútímalist — þóttu þetta fyrn mikil! Fyrir nokkr- um árum hefði jafnvel djarfasti málverkasalinn í Bond Street hikað og hugsað sig tvisvar um áður en hann gerði það. En nú, í miðri styrjöldinni og innan um rústir stórhýsa og halla, sem sprengjurnar hafa eyðilagt, endurspegluðu þessi alvarlegu og erfiðu listaverk einmitt lífs- list dagsins í dag og hirtu spár um list framtíðarinnar. Húsið, sem myndirnar hjengu í, var fyrrum ótrúlega íburðarmikil og vönduð hertogahöll; en nú er þarna listasafn. Umgerðin stakk í stúf við innihaldið og þó var hún ekki óviðeigandi; þetta sýndi að þarna var staðið á mótum fortíðar og framtíðar. Báðar þessar sýningar háru með sjer, eins og blaðið The Times sagði, að þrautum stríðs- ins á ekki að leyfast að drepa viljann á þvi að fegurðinni verði haldið við. Landstjórinn í Canada sagði einnig fyrir nokkru í London, að það hefði haft djúp úhrif á sig að sjá, hvernig listastarfseminni hefði verið haldið uppi í Englandi á hinum erfiðu styrjaldartímum. Þetta er alt alveg satt, listin lifir í Englandi. En það er jafn- vel eftirtektarverðara, að list nútimans lifi í Englandi hversu dauð sem hún er alsstaðar ann- ,,Brons-ballett“ heitir þessi mijnd eftir Edward Wadsworth. Málverk- ið var sýnt i London Museum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.