Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.06.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Cnuðrídur meö Snorra son sinn, fyrsta hvítan mann fæddan í Ameriku. Falle^ seodíe« Fyrir nokkrum dögum afhenti StjórnarráSið Lands.'bókasafni íslands bók, sem því var send með aðstoð sendiheiTa Islands í Washington. Á fremstu opnu hókarinnar er svohljóðandi til- einkun, á íslensku og ensku, undirrituð af höfundunum: prentun bókarinnar var unnið af meðlimum þessa fjelagsskap- ar í tómstundum þeirra, alt frá setningu til bands. Hefir verið lögð við það öll sú ástúð og um- hyggja, er í mannsvaldi stend- ur, af sumum fremstu iðkend- um prentlistarinnar í Banda- ocii •fíDn.o—. I _..-f~i ý® ^ ..- , nrf-e.'óíu_jL____ O-lUw. 'Xö jpy> cí y <j o_/\v 'l'Cywu 0-<w O ö-'W-iwf # Ao %H\ two- Cník. . V"J!''wVa.- cyy\ ^Hiu^í 0.JÚ . Vi^o. v4 Lj í KcaÍít ,:j |m®-, 4 i?e^ •jy<Lfav, n'd-7 v^"ð 0«~L-Waou L (^cuJU,^^ íU 'Lo.JL.Ch. . MJ—1C e 0-0 Höfundar og teiknarar þess- arar bókar færa íslenskum lista- mönnum og rithöfundum kveðj- ur frá amerísku þjóðinni. Vjer dáumst að þjóð yðar fyrir hlut- deild hennar í fundi Ameríku, fyrir óslitna bókmentaarfleifð hennar um þúsund ár, og fyrir þrautseiga trúmensku hennar við lýðræðislegar hugsjónir. í þeirri von, að þjerm unið þiggjá þetta rit, sem verið hefir oss hugljúft viðfangsefni, afhend- um vjer það, fyrir milligöngu sendiherra yðar í Bandarikjun- um, til varðveizlu í bókasafni þjóðar yðar, Landsbókasafni Is- lands. Einar Haugen Professor Vniufrsity of Wisconsin Frederic T. Chapman, Mahwah, New YERSEY lllustrator Bók þessi er hin mesta ger- semi og myndirnar mjög skemti legar. Um það, hvernig hún er til orðin, segir prófessor Einar Haugen, í brjefi til Thor Thors sendiherra, meðal annars þetta: „Bók sú, er vjer höfum þann heiður að senda með yðar að- stoð, kom út í desember 1941 hjá „The Holiday Press“, hóp iðnaðarmanna og framkvæmd- armanna, er starfa hjá R. B. Donnelly Co. í Chicago, Illinois. Hún birtist í aðeins 350 eint. og hafa einungis fá þeirra ffeng- ist á markaðnum. Alt starf að ríkjunum. Frágangurinn sýnir því blóma amerískrar bókgerð- arlistar.“ Titill bókarinnar er: Voyages to Vinland. The First American Saga. Neivly Translated and Annotated by Einar Haugen. Illustrated with Woodcuts by Frederic T. Chapman. Holiday Press. Chicago 1941. Þetta er þýðing á heimildum vörum um Vínlandsferðirnar, Þorfinns sögu karlsefnis („Ei- ríks sögu rauða“ ísl. fornrit) og Grænlendinga sögu. Prófess- or Haugen lítur svo á sem báð- ar sögurnar sjeu upphaflega runnar frá mönnum, sem þektu þá atburði, er þær greina frá, og hefir því felt þær saman í eina heild, svo að hvor fylli upp aðra. Ilann hefir þýtt frumtext- ann nákvæmlega, en felt burtu nokkur atriði, er að eins mundu rugla ameríska lesendur, en aft- ur skotið inn í einstöku atrið- jm úr öðrum heimildum til þess að alt yrði ljós og samfeld heild. Þýðingin er á eðlilegu og þróttmiklu nútíðarmáli og virð- ist skila anda sögunnar betur en flestar aðrar þýðingar á sög- um vorum, sem jeg hefi lesið. Bókin er ætluð almenningi í Ameríku, enda verið gefin út alþýðuútgáfa af henni árið sem leið, og hefir hún sjest hjer í bókabúð. • I inngangsköflum að bókinni gerir próf. Haugen stutta grein fyrir heimildunum og meðferð sinni á sögunum, upptökum og eðli íslenskrar söguritunar og hvernig arfleifð víkingaldar- innar varðveittist á íslandi, svo að þangað verður að sækja flest það er vjer vitum um trú og siði Norðurlandab/úa á þeim tímum. í athugasemdum og skýringum aftan við söguna er svo vikið að dáð Eiríks rauða, er hann bygði Grænland, lands- háttum og sögu þess, uns hinn norræni kynstofn hvarf. Þá er vikið að ályktunum þeim, sem dregnar hafa verið af heimild- unum um það, hvar Vínland* var, en um það hefir, svo sem kunnugt er, mikið verið skrif- að og deilt af málfræðingum, sagnfræðingum, stjörnufræðing- um, siglingafræðingum, land- fræðingum og jurtafræðingum. Höf. gefur stutt og Ijóst yfirlit yfir deiluatriðin og bendir á, hve erfitt er úr þessu að skera til fullnaðar. Hann rekur til- raunirnar, sem gerðar hafa ver- ið til þess að finna einhverjar minjar norrænna manna frá þeim tímum í Ameríku og á- hrifin, sem þetta hefir haft á ímyndunarafl skáldanna. Loks bendir hann á ástæðurnar til þess, að fundur Vínlands hafði öldum saman svo lítil áhrif á gang sögunnar. — Alt er þetta ljóst og skemtilega skrifað og af hinni mestu sangirni og hlýju til þjóðar vorrar. Iljer er því miður ekki rúm nje tími til að gera bókinni fræðimannleg skil, En hún er gjöf til þjóðar vorrar, sem vert er að færa hinar bestu þakkir fyri. • Guðm. Finnbogason. (Vegna þess að myndirnar birtust eigi með greininni, er hún var prentuð áður hjer i blaðinu, er greinin endurprent- uð hjer í heild. — Ritstj.). HVER SAMDI LEIKINN? Frh. af bls. 5. Jiann fyrir áhorfendunum, að þetta sje eklci leikur heldur blóðhefnd, og hverjar ástæður sjeu fyrir liefndinni. Konungurinn og lið lians flýtir sjer niður á sviðið til þess að afstýra því að Hieronimo fyrirfari sjer áður en hægt sje að pína hann til sagna um, hverjir eru samsekir lionum. í uppnáminu sem þarna verður, sjer Hieronimo sjer færi að reka Kastiliuhertogann og sjálfan sig í gegn. — Þannig fær andi Andrea þá ánægju að sjá fullar hefndir fyrir fyrir sig koma fram. 1 1 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.